NT - 29.05.1984, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 29. mai 1984 14
■ Fernando Reino, sendiherra Portúgal sæmir Ólaf orðu.
■ Jónas Krístjánsson rítstjóri Dagblaðsins færði Ólafi á sínum tíma áttavita, Timinn fylgdi á eftir
og færði honum rítið „Notkun áttavita og korta“ sem Ólafur hampar hér eftir að viðtölum á „beinni
línu“ Tímans var lokið.
Útgefendur Útvegsspilsins færðu Ólafi eintak af spilinu þegar það var gefið út í nóvember 1977.
og sóknartímabil í málefnum
þjóðarinnar. Ber þar hæst út-
færsla landhelginnar og efling
atvinnulífsins um land allt.
Ekki gerðist þetta baráttu-
laust því að útfærsla landhelg-
innar kostaði í tvígang ofbeld-
isíhlutun breska flotans og
átök við hann. í öllu því stríði
reyndist Ólafur Jóhannesson
réttur maður á réttum stað og
sýndi þá festu og forsjálni, sem
mjög stuðlaði að fullum sigri
íslendinga. Kom þeim það síst
á óvart, sem best þekktu Ólaf
Jóhannesson og höfðu mest
með honum starfað.
Því miður vildu ekki nógu
margir aðhyllast í tæka tíð
úrræði Ólafs Jóhannessonar og
félaga hans í efnahagsmálum,
né hlíta forustu hans í þeim
efnum á sama hátt og við hina
stórfelldu uppbyggingu at-
vinnulífsins og útfærslu land-
helginnar. Þar af hafa hlotist
ærin vandkvæði af verðbólgu
og hennar fylgifiskum, sem
dregið hafa úr árangri sóknar-
innar miklu, en afl hennar má
af því marka, að hann hefur
orðið stórbrotinn samt.
Þjóðin öll stendur í mikilli
þakkarskuld við Ólaf Jóhann-
esson, mikilhæfan stjórn-
málaleiðtoga, sem starfað
hefur þrotlaust að þjóðmálum
og veitt farsæla forustu á ör-
lagaríkum tímum í lífi þjóðar-
innar.
Sjálfur þakka ég langt og
mikið samstarf, sem aldrei bar
skugga á, og við Sólveig send-
um Dóru konu hans og allri
fjölskyldu þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Eysteinn Jónsson
t
Kveðja frá Sambandi ungra
framsóknarmanna
Við fráfall Ólafs Jóhannes-
sonar er einn litríkasti og á-
hrifamesti stjórnmálamaður
síðustu ára og áratuga allur.
Fáir hafa á undanförnum ára-
tugum gegnt jafnmiklu lykil-
hlutverki í íslensku stjórn-
málalífi og Ólafur Jóhannes-
son. Um hann hafa á stundum
blásið hvassir vindaren honum
tókst að ávinna sér traust og
virðingu fólks úr öllum flokk-
um og stéttum.
Ólafur var alla tíð framsókn-
armaður. Hann gerðist ungur
að árum félagi í Framsóknar-
félagi ungra manna á Akur-
eyri, en það var fyrsta æsku-
lýðsfélagið, sem stofnað var
innan Framsóknarflokksins.
Meðan Ólafur var við háskóla-
nám í Reykjavík, tók hann
þátt í starfi Félags ungra fram-
sóknarmanna þar og var for -
maður þess 1941. Þá starfaði
Ölafur á vettvangi Sambands
ungra framsóknarmanna á
fyrstu árunum eftir stofnun
þess. Ekki þykir ástæða til þess
að geta hér annarra trúnaðar-
starfa, sem Ólafur gegndi fyrir
flokk sinn og þjóð og leiddu til
æðstu metorða á hvoru tveggja
vettvangi - formennsku í
Framsóknarflokknum frá 1968
til 1979 og forsætisráðherra
þjóðarinnar frá 1971 til 1974
og á ný frá 1978 til 1979.
Fyrir störf Ólafs Jóhannes-
sonar í þágu ungra framsókn-
armanna ber að þakka. Það er
hér með gert og ungir fram-
sóknarmenn votta eftirlifandi
eiginkonu Ólafs og öðrum að-
standendum dýpstu samúð.
F.h. Sambands ungra fram-
sóknarmanna.
Finnur Ingólfsson.
t
Kveðja að norðan.
Andlátsfregn Ólafs Jóhann-
essonar fyrrum forsætisráð-
herra kom okkur vinum hans
hér fyrir norðan að óvörum.
Við höfðum vænst þess að
honum entist aldur til þess að
eiga friðsæla daga, að loknu
erilsömu og vandasömu æfi-
starfi, til að vinna að hinum
mörgu hugðarefnum sínum á
kyrrlátu heimili þeirra hjón-
anna, Dóru Guðbjartsdóttur
og hans. Ég hafði jafnvel vænst
þes að mega síðar heimsækja
þau einhverja dagstund á
þeirra fallega og menningar-
lega heimili til þess að njóta
með þeim friðsældar og finna
til ástúðar þeirra og umhyggju-
seminnar, sem frá þeim stafaði
án fjálglegra orða eða stórra
yfirlýsinga.
En mennirnir álykta en guð
einn ræður. Draumar um ann-
að eru blekkingar einar, en
blekkingar voru víðsfjarri
skapgerð og lífsviðhorfum
Ólafs og þeirra nýtur ekki við
í þessu tilliti né öðru.
Þessar línur eru skrifaðar í
tvennum tilgangi. Annarsveg-
ar þeim að koma á framfæri
þökkum mínum og konu minn-
ar fyrir persónuleg kynni og
velvild þeirra Ólafs og Dóru í
okkar garð og hinsvegar þeim
að flytja Ólafi þakkir fyrir
stuðning við þau málefni sem
starfað hefur verið að á opin-
berum vettvangi á liðnum
árum skagfirskri byggð og
Sauðárkróksbæ til viðgangs og
vegs.
Langt er síðan kynni okkar
Ólafs hófust, og frá upphafi
voru mér ljósar gáfur hans og
gjörhygli um málefni og væn-
legar leiðir til lausnar þeim.
Það er þó ekki fyrr en Olafur
verður þingmaður Skagfirð-
inga og síðar Norðurlands
vestra að örlögin haga þvf svo
að okkar kynni og samstarf
verður nánara, þegar unnið
var að framfaramálefnum
Sauðárkróksbæjar. Aðild
Ólafs að þeim málum öllum,
menningarlegum atvinnu-
legum og félagslegum, varð
afgerandi og verulega eftir-
tektarverð. í þessum mála-
flokkum öllum var gott að
njóta stuðnings og atfylgis
Ólafs Jóhannessonar.
Auðvitað væri hægt að telja
upp hvert verkefnið af öðru
sem hér er um að ræða, en það
væri hvortveggja í senn of
langt mál og það að auki óþarft
fyrir heimamenn. Nægjanlegt
er að minna á að um áraraðir
var gjarnan haft á orði hvað
Krókurinn væri í miklum upp-
gangi. Að þessum málum vel
flestum átti Ólafur aðild og í
mörgum tilfellum úrslitaorð.
Fyrir þetta allt vil ég nú
þakka og er þess viss að undir
það taka flestir af heilum hug.
Við hlið Ólafs Jóhannesson-
ar gekk hin gjörfilega og
greinda kona hans, frú Dóra
Guðbjartsdóttir. Mér er ljóst
hve Ólafi hefur verið það mik-
ill styrkur að hafa þá sterku
konu að lífsförunaut, bæði í
meðlæti og ekki síður í mót-
læti. Mér er nær að halda að
hún hafi oft reynst honum sem
skjól og skjöldur á erfiðum
stundum. Við sendum henni
og dætrunum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
En það er vor í lofti, lífið
heldur áfram.
Ég vil enda þessar línur með
orðum sonar þeira hjóna,
Guðbjarts, sem dó í blóma
lífsins, á miðju vori manns-
ævinnar. Ég vil að þau orð
verði hvatning til þess að horfa
sáttum augum til sólar og fram-
tíðarinnar.
„Fuglarnir sungu og blómin
hlógu,
og moldin brosti mót sólinni.
Það var vor.
Nóttin og morguninn buðu
hvort öðru góðan dag,
og sólin brosti og blómin
hlógu.
Það var vor. “
Guðjón Ingim.
t
Þau sorgártíðindi bárust mér
sunnudaginn 20. þ.m., að
Ólafur Jóhannesson alþing-
ismaður og fyrrverandi forsæt-
isráðherra hefði látist nóttina
áður.
landaráðs var hann fulltrúi á
árunum 1963-1969 og síðar
sat hann þing Norðurlandaráðs
sem ráðherra.
Ólafur var mikill afkasta-
maður. Auk kennslunnar við
Háskóla og þau störf önnur, er
ég hefi nefnt hér að framan, og
ekki eru öll talin hér, þá ritaði
hann fræðibækur um stjórn-
skipan íslands og stjórnarfars-
rétt og eru þær bækur enn
notaðar til kennslu við Há-
skóla íslands.
Ungur að árum skipaði Ólaf-
ur sér í Framsóknarflokkinn.
Hann var fljótt valinn til trún-
aðarstarfa, fyrst hjá ungu
framsóknarfólki og síðar í
Framsóknarfélagi Reykjavík-
ur, en þar var hann kosinn
formaður árið 1944. Á árinu
1946 var hann kosinn í mið-
stjórn Framsóknarflokksins-og
átti sæti þar til dauðadags.
Árið 1960 var hann kjörinn
varaformaður Framsóknar-
flokksins og formaður hans
1968- 1979, er hann baðst und-
an endurkjöri. Formaðurþing-
flokksins var Olafur á árunum
1969- 1971.
Ólafur Jóhannesson var
kjörinn varaþingmaður Skag-
firðinga 1956 og tók fyrst sæti
á Alþingi árið 1957. Árið 1959,
í vorkosningunum, var hann
kjörinn þingmaður Skagfirð-
inga. Eftir kjördæmabreyting-
una árið 1959 var hann í
haustkostningum kjörinn fyrsti
þingmaður Norðurlandskjör-
dæmis vestra og verður þing-
maður þeirra næstu tuttugu
árin, eða til haustkosninganna
1979. Þá er hann í kjöri í
Reykjavík, efstur á lista Fram-
sóknarflokksins, og fór einnig
í framboð þar 1983 og var þá
einnig kjörinn.
Ólafur var því kjörinn al-
þingismaður frá árinu 1959 til
dauðadags, 20/5 1984.
Framsóknarflokkurinn
hafði verið utan ríkisstjórnar
frá des. 1958 og fram að kosn-
ingum 1971. Ólafur Jóhannes-
son, sem þá var orðinn formað-
ur flokksins, gerði sér Ijósa
nauðsyn þess, að flokkurinn
yrði að brjótast úr þeirri
herkvf, sem hann hafði verið í
um þrjú kjörtímabil. Hann
sótti þessar kosningar af ofur-
kappi, og ekki bara það heldur
lagði hann grunn að því, sem
við tæki, ef kosningarnar
ynnust. Meðal annars hafði
hann forystu um að sameina
flokkana, er þá voru í stjórnar-
andstöðu, um þingsályktunartil-
lögu um landhelgismálið, en
Ólafur var fyrsti flutningsmað-
ur þeirrar tillögu.
Þessi barátta Ólafs og vel
skipulagðar umræður um ríkis-
stjórnarmyndun leiddi svo til
myndunar ríkisstjórnar undir
forsæti hans þann 14. júlí 1971.
Höfuðverkefni ríkisstjórnar
Ólafs var útfærsla fiskveiði-
landhelginnar í 50 sjómílur.
Útfærsla landhelginnar í 200
sjómílur kom í framhaldi af
því. Baráttumenn fyrir út-
færslu landhelginnar sýndu þá
þegar fram á það með rökum,
að afkomu þjóðarinnar væri
stefnt í voða, ef fiskveiðiland-
helgin yrði ekki færð út. Nú
liggja sönnunargögnin fyrir,
eins glögglega og auðið er, án
þess að þjóðin hafi beðið
afhroð.
Ólafur Jóhannesson fór með
dómsmál frá því að baráttan
fyrir útfærslu landhelginnar
hófst, frá 12 mílum í 200
mílur. Hann var því æðsti
yfirrr.aður Landhelgisgæslunn-
ar allan þann tíma sem barátt-
an fyrir útfærslu landhelginnar
stóð yfir. Við hlið sér hafði
hann Einar Ágústsson utanrík-
isráðherra. I þessum miklu
átökum nutu kostir hans sín
vel. Gáfur hans, skapfesta og
lægni komu glöggt í Ijós, hvort
sem hann var að vinna við
yfirstjórn Landhelgisgæslunn-
ar, er átti við ofurefli að etja,
breska sjóherinn, eða þegar
hann gekk á fund breska for-
sætisráðherrans, Heath, svo
sem árangurinn sannaði.
Og jafnhliða útfærslu fisk-
veiðilandhelginnar var unnið
að atvinnu- og byggðaupp-
Enda þótt mér væri kunnuet
um það, að Ólafur gengi ekki
heill til skógar gerði ég mér þó
vonir um að ævi hans væri ekki
að kvöldi komin, svo sem nú
er orðið.
Ólafur Jóhannesson var
fæddur 1. mars 1913 að Stór-
holti í Fljótum. Foreldrar hans
voru hjónin Jóhannes Frið-
bjarnarson bóndi þar og kenn-
ari og síðar að Lambastöðum í
Fljótum og kona hans, Krist-
rún Jónsdóttir.
Ólafur brautskráðist úr
Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1935. Lögfræðiprófi lauk
hann frá Háskóla íslands árið
1939 með lofsamlegum vitnis-
burði.
Fundum okkar Ólafs Jó-
hannessonar bar fyrst saman á
aðalfundi Kaupfélags Stykkis-
hólms á fimmta áratugnum.
Þá mun Ólafur hafa starfað
hjá S.Í.S. - Mér var áður
kunnugt um frækilega fram-
göngu hans á námsbrautinni og
einnig hve fljótt hann vann sér
álit og frama í starfi. Mér er
ennþá minnisstætt hvað áhugi
minn var mikill að sjá þennan
unga og efnilega mann, sem ég
þá þegar treysti til að duga
þjóð sinni vel, svo sem raun
hefur á orðið.
Olafur lagði margt gjörva
hönd. Árið 1947 er hann skip-
aður prófessor við Lagadeild
Háskóla íslands. Því starfi
gegndi hann til vors 1971. - Á
kennsluárum sínum við Há-
skóla íslands gegndi Ólafur
mörgum öðrum trúnaðarstörf-
um, m.a. var hann í útvarps-
ráði árin 1946-1948, þar af
formaður frá 1949, endurskoð-
andi Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga árin 1948-1960, í
stjórn Háskólabíós 1949-
1971, í stjórn Seðlabankans
1957-1961 og bankaráði þess
banka árin 1961-1964 og í
stjórn Hugvísindadeildar Vís-
indasjðs 1958-1962. Formaður
var hann í stjórn Lífeyrissjóðs
togarasjómanna og síðar í
stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna
1959-1971. Á þinguin Norður-