NT - 04.06.1984, Blaðsíða 5

NT - 04.06.1984, Blaðsíða 5
Mánudagur 4. júní 1984 5 ■ íbúðarhúsið að Höfða er fyrir löngu orðið óíbúðarhæft og hefur verið dæmt heilsuspillandi. í fyrstu neituðu jarðareigendur ábúanda um að byggja á jörðinni en réðust í byggingu sjálfir eftir að landseti hafði tilkynnt að ella myndi hann byggja í óleyfi. Hægra megin á myndinni glittir í þakskegg nýja íbúðarhússins. NT-mynd Ciuðni ■ Utihús að Höfða eru orðin mjög úr sér gengin og svara engan veginnnútíma kröfum um buskaparháttu. Ein ástæða þess að Sigurður telur byggingarbréf jarðarinnar slæmt er að það bindur hendur hans varðandi frekari uppbyggingu á jörðinni. Innfelda myndin: Sigurður Oddsson bóndi að Höfða Fékk bréf í febrúar þess efnis að hann skyldi hafa sig burt af jörðinni fyrir 1. mars. Mér hefur ekki verið sagt upp - segir Sigurður Oddsson bóndi að Höfða en jarðareigandi hefur nú krafist útburðar hans af jörðinni. ■ „Mér hefur aldrei verið sagt upp ábúðinni heldur bara hótað útburði af jörðinni. Peir segja að ég hafi sagt ábúðinni lausri en það sem gerst hefur er að byggingarbréfið er úr gildi fallið vegna vanefnda þeirra og ég hef bent þeim á það,“ sagði Sigurð- ur Oddsson bóndi að Höfða en honum hefur nú verið stcfnt fyrir fógetarétt þar sem taka á fyrir kröfu Thors R. Thors land- eiganda um að hann verði bor- inn út af jörðinni. „Þetta byrjaði allt þegar ég sagði við Óttar Yngvason í síma milli jóla og nýárs að ég myndi lýsa bygg- ingarbréfið úr gildi fallið úr því að húsið væri ekki tilbúið á tilsettum tíma. Hann brást hinn versti við og hótaði mér útburði af jörðinni ef ég hreyfði við þessum samningum. Eftir að ég hafði svo tilkynnt Thor ákvörð- un mína þá sendi hann mér bréf dagsett 30. janúar þar sem segir að ég eigi að hafa mig burt af jörðinni fyrir 1. mars. Ég hef aldrei vitað til þess að menn standi í búferlaflutningum á þeim tíma og held að þetta standist engan veginn hjá þeim. Peir vita það h'ka ósköp vel og eru bara að hræða mig til þess að skrifa undir sömu samninga aftur en það voru nauðungar- samningar, bæði vegna óeðli- lega hás eftirgjalds af jörðinni og að þeir bundu mjög hendur mínar varðandi alla frekari upp- byggingu á jörðinni." Forsaga þessa máls er að sögn Sigurðar að hann hreyfði því fyrst 1981 aðfá að byggja sjálfur nýtt íbúðarhús en engin áhöld eru um að núverandi húsnæði.er með öllu óíbúðarhæft og heilsu- spillandi. Thor sagðist þá ætla að byggja sjálfur á jörðinni, segir Sigurður „en eyddi því síðan og að mér fannst þá ætlaði hann ekkert að byggja.“ Vorið 1982 tilkynnti Sigurður Thor síðan að hann myndi byggja sjálfur og eigandi mætti. þá reyna að stoppa hann af. Komst þá enn skriður á viðræður úm byggingu og fór.svo að ábúandi og landeigandi undirrituðu byggingarbréf sín á milli þar sem kveðið er á uni byggingu íbúðarhúss sem lokið skyldi fyr- ir árslok 1983 ef ekki yrðu óeðlilega tafir í lánafyrir- greiðslu. „Þá var sagt við mig, annað- hvort skrifar þú undir eða það verður ekkert byggt. Ég fékk reyndar vissum atriðum breytt í þessum samningum en engu að síður voru þeir mér mjög óhlið- hollir", sagði Sigurður. „Núna bera þeir því við að ekki hafi tekist að Ijúka byggingunni á tilsettum tíma vegna þess að lánin hafi dregist. Pað er rétt að lán barst ekki fyrr en í haust en ástæða þess er að þeir luku ekki við að gera fokhelt á tilsettum tíma.“ Blaðinu tókst ekki að ná í Thór R. Thors cn hjá Óttari Yngvasyni lögfræðingi og unt- sjönarmanni Haffjaröarár feng- ust þær upplýsingar að Sigurður hefði ekki greitt umsamda leigu við síðasta gjalddaga og aldrei í öll þau níu ár sem hefði búið að Höfða nema árið 1982. Þá kvað Óttar engan vafa leika á því að uppsögn Sigurðar á byggingar- bréfi jafngilti uppsögn ábúðar og í bréfi eiganda til sýslumannsembættisins í Stykk- ishólmi þar sem krafist er út- burðarSigurðarafjörðinnisegir að bóndanum hafi verið gefinn rúmur frestur til að rýma jörð- ina á liðnurn vetri eða frá janúarlokum til I. mars. Sigurður sagðist ekki álíta sig skyldan til greiðslu á afgjaldi aftur í tímann þar að ekki hefði verið eftir því gengið fyrr en eítir á og um það hefði verið samið þegar hann tók jörðina á leigu að ekki skyldi greitt neitt afgjald í bili. Eftir undirritun byggingarbréfs hefði hann sfðan greitt afgjaldið en við síðasta gjalddaga sendi Sigurður jarð- areiganda gagnkröfur um skuld vegna útlagðs kostnaðarSigurð- ar við byggingu íbúðarhúss. Eigum á lager og sérframleiðum eftir pöntunum Vatnsrör fyrir heitt og kalt vatn. Einnig í snjóbræðslu og jarðvegskyndingu til útiræktunar. Útvegum samansuðu ef óskað er. Þaulvanur suðumaður. PLASTMÓTUN hf. Verksmiöja Læk Ölfusi simi: 99-4508 Skrífstofa Vatnagördum 14 R. simi 91-38083 Snjóbræðslurör einnig tilgeislahitunar í gólfog jarðvegskyndingar til útiræktunar. Samansuða á hitaþolnu plaströri með Polyúri- þan einangrun

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.