NT - 04.06.1984, Side 22
Mánudagur4. júní 1984 22
Utl
Breskir þingmenn
styðja Esperanto
■ í málgagni Alheimssamtaka
Esperantista, UEA, var sagt
frá því fyrir skömmu aö margir
breskir þingmenn hefðu lýst yfir
stuðningi sínum við alheims-
málið Esperanto.
Breskir þingmenn tíðka það
gjarnan að stofna hópa um á-
kveðin mál sem þeirstyðja. Þess-
ir hópar ganga oft þvert á
flokkaskiptingu og pólitíska af-
stöðu að öðru lcyti. Þannig hafa
153 breskir þingmenn úr öllum
flokkum gengið í Esperanto-
hópinn á þinginu. Þetta mun
vera fjölmennasti þingmanna-
hópurinn sem myndast hefur
um eitt mál af þessu tagi.
Þessir 153 þingmenn eru að
vísu ekki allir jafn ákafir í
stuðningi sínum en þeir eiga
það samt allir sameiginlegt að
þeir vilja efla kennslu í Esper-
anto og auka notkun þess í
alþjóðaviðskiptum. Fyrráþessu
ári hittust 44 þingmenn úr öllum
þingflokkum þannig til að ræða
um möguleikann á aukinni
notkun Esperantos. Meðal
þeirra hugmynda sem þeir
ræddu má nefna notkun Esper-
antos í tilraunaskyni til að auð-
velda þýðingar og túlkun hjá
ýmsum stofnunum Efnahags-
bandalags Evrópu.
Svo mikill er áhuginn hjá
einstökum þingmönnum að þeir
hafa jafnvel byrjað sjálfir að læra
Esperanto þrátt fyrir mikið ann-
ríki. Breski þingmaðurinn, All-
an Roberts, fór t.d. fram á það
við samtök Esperantista í
London að þau gæfu honum
kost á að taka þátt í námshóp
þar sem hann gæti lært Esper-
anto. Fyrir síðustu kosningar
lýsti þessi þingmaður því yfir að
hann væri algjörlega á móti
Esperanto þannig að hann hefur
heldur betur skipt um skoðun.
■ Þessi gríðarmikli tuddi er álitinn hinn stærsti
í heimi, en þó er ekki fortekið í texta sem fylgir
myndinni að einhvers staðar kunni jafnoki hans
að finnast. Eigandi þessa þarfanauts er Jack
Mericle bóndi í Kuna í Idahofylki. Nafnið sem
hann gaf ferlíkinu er Satan. Nautið vegur rétt yfir
tvö tonn og er það 1.8 metra hátt á herðakambinn.
Satan er 15 vetra gamall. Fyrir þá sem kunna skil
á nautarækt skal látið fylgja með að hann er
afkvæmi Braham sire nauts og Shorthorn kýr,
eins og kynin eru köUuð á amerísku. Annar boli
sem náði sömu þyngd kom eitt sinn undan
Brahamian nauti og Chinanina kú. Stærsta naut
sem vitað er að hafi verið vegið náði 2.250 kflóa
þyngd. Það var af kynjunum Holstein-Durham
og var vegið á nautgripasýningu í Maine í
Bandaríkjunum skömmu eftir aldamótin síðustu.
Noregur:
Hægri flokkur
inn tapar
■ Dagbladet í Noregi birti
nýlega skoðanakönnun sem það
lét gera til að kanna viðhorf
kjósenda til stiórnmálaflokk-
anna. í ljós kom að fylgi Hægri
flokksins hefur minnkað mest,
eða um 3.2% og fengi flokkur-
inn núna 29.2% ef kosið yrði.
Framfaraflokkurinn bætti
mestu fylgi við sig miðað við
skoðanakönnunina og eykur
fylgi sitt um 2.2% og fengi nú
5.4% atkvæða ef kosið yrði.
Litlar breytingar virðast vera á
Víetnam:
Erlend aðstoð ennþá mikilvæg
Nú eru liðin níu ár frá því
að Víetnamstríðinu lauk og
kommúnistar náðu völdum í
öllu Víetnam. Þráttfyrirmikið
uppbyggingarstarf frá því að
stríðinu lauk hefur Víet-
nömum samt enn ekki tekist
aö ná aftur jafnvægi í efnahags-
lífinu. Verðbólga, atvinnuleysi
og vöruskortur eru enn alvar-
leg vandamál.
Ör fólksfjölgun
Stjórnvöld í Víetnam segja
að orsakir núverandi efnahags-
vanda liggi í langvarandi stríði
og mikilli mannfjölgun. Vara-
forsætisráðherra Víetnams,
Tran Phuong, sagði nýlega í
viðtali við fréttamenn aö
Norður-Víetnamar hefðu náð
því marki að fullnægja eigin
fæðuþörf árið 1964 en síðan
hefði farið að halla undan fæti
aftur eftir því sem stríðið
magnaðist. Efnahagurinn
staðnaði en á sama tíma fjölg-
aði fólkinu ört.
Fólksfjöldi í Víetnam tvö-
faldaðist á árabilinu 1964 til
1975 en þá voru bardagar hvað
harðastir. íbúar í Víetnam
voru orðnir 47,6 milljónir árið
1975 og eftir stríðið hélt þeim
áfram að fjölga svo að nú
munu þeir vera næstum því 60
milljónir. Árleg fólksfjölgun
er um 2,4% þótt það sé yfirlýst
markmið stjórnvalda að draga
úr henni svo að hún verði ekki
nema 1,7% á ári. Því er spáð
að um næstu aldamót verði
Víetnamar um 80 milljónir.
Það er því ekki nema von að
Víetnömum reynist erfitt að
brauðfæða sig.
Háðir erlendri aðstoð
Stuðningur erlendra þjóða
bæði við Norður- og Suður-
Víetnama var gífurlega mikill
á meðan á stríðinu stóð. Tran
Phoung varaforsætisráðherra
segir að stuðningur sósíalískra
ríkja við Norður-Víetnam hafi
á þessunt tíma verið mjög
svipaður og aðstoð Bandaríkj-
anna við Suður-Víetnam. Á
síðasta ári stríðsins hafi þessi
aðstoð numið því sem næst
einum milljarði bandaríkja-
dala.
Efnahagsskipuleggjendur
voru orðnir svo háðir erlendri
aðstoð að þeir voru að mestu
hættir að hafa áhyggjur af því
þótt efnahagsáætlanir stæðust
ekki því að alltaf voru banda-
menn Víetnama í austri og
vestri tilbúnir til að auka að-
stoð sína til þess að endar
næðust saman.
Við lok stríðsins árið 1975
urðu Víetnamar að fá næstum
því tvö milljón tonn af hrís-
grjónum og 3 milljón tonn af
eldsneyti í aðstoð erlendis frá.
Næstum því allt stál, vefnaðar-
vörur og baðmull var innflutt
og á árunum 1976 til 1980
fluttu Víetnamar að meðaltali
inn um milljón tonn af matvæl-
um á hverju ári.
Undanfarin ára hafa Sovét-
ríkjn veitt Víetnam einna
mesta aðstoð en önnur Aust-
ur-Evrópuríki hafa einnig
veitt þeim umtalsverða aðstoð.
En þessi aðstoð hefur farið
minnkandi enda finnst Sovét-
mönnum þungur baggi að
þurfa að ausa út aðstoð að
verðmæti mörg hundruð mill-
jóna dollara ár eftir ár. Víet-
namar segja sjálfir að á árun-
um 1976 til 1980 hafi verð-
mæti sovéskrar aðstoðar verið
um 1,45 milljarðir dollarar
samtals. En ýmsir erlendir að-
ilar telja að þessi aðstoð hafi
verið mun meiri.
Mikill hluti aðstoðarinnar
frá Sovétríkjunum og öðrum
ríkjum í Austur-Evrópu hefur
verið í formi lána en þau eru
til langs tíma og vextir af þeim
eru ekki háir þannig að
greiðslubyrði Víetnama vegna
þessara lána er ekki mikil,
a.m.k. ekki enn sem komið er.
■ Særður víetnamskur hermaður. Það er ennþá þriggja ára
herskylda í Víetnam og Víetnamar halda áfram að byggja upp her
sinn þótt innanlandsstríðinu hafi lokið fyrir næstum því einum
áratug.
Verðbólga og
atvinnuleysi
Nú segjast Víetnamar ekki fá
nema nokkra tugi milljóna af
dollurunt og rúblum í aðstoð á
hverju ári. Þeir neyðast því til
að treysta meira á eigin krafta.
En Víetnömum gengur það
samt frekar erfiðlega. Verð-
bólga og atvinnuleysi hefur
hrjáð þá mjög á undanförnum
árunt.
Samkvæmt opinberum
heimildum eru nú um ein mill-
jon atvinnuleysingja í Víetnam
og eru þá ekki taldir þeir með
sem eru í hlutastarfi eða hafa
atvinnu árstíðabundið við upp-
skerustörf. Verðbólga hefur
verið um 50-60 prósent á ári.
Opinberir starfsmenn og
strfsmenn í verksmiðjum í
eigu ríkisins hafa samt að
nokkru leyti sloppið við verð-
bólguna því að þeir geta keypt
ýmsar nauðsynjavörur beint af
ríkinu á niðurgreiddu verði.
Áframhaldandi
hernaðaruppbygging
Hinn mikli efnahagsvandi
Víetnama stafar ekki bara af
afleiðingum innanlands-
stríðsins sem lauk eftir að
Bandaríkjamenn hrökkluðust
frá Suður-Víetnam fyrir ein-
um áratug. Áframhaldandi
hernaðaraðgerðir í Kambódiu
og ófriður við Kínverja hefur
einnig tafið efnahagsuppbygg-
inguna. Víetnamar munu nú
hafa rúmlega 1,2 milljón her-
menn í fastaher sínum auk
Danmörk:
Nýstárleg
búgrein
■ Það er víðar en á
íslandi sem bændur leita
fyrir sér með nýjar bú-
greinar. í Danmörku er
mikil offramleiðsla á
mjólk, eins og í flestum
ríkjum Efnahagsbanda-
lagsins. Nú hafa 70 kúa-
bændur í Hjörring tekið
sig saman um að gera
tilraunir með að rækta
hirti á búum sínum og
hyggjast leggja þann bú-
skap fyrir sig ef vel tekst
til og hætta mjólkurfram-
leiðslu.
Þetta hefur ekki verið
reynt áður, en hirtir eru
auðveldir í meðförum.
Dýrin lifa að mestu úti allt
árið og auðvelt er að ala
þau. Kjötið er auðseljan-
legt og fæst gott verð fyrir
það, eins og þeir sjá sem
veitt hafa því athygli á
matseðlum dýrra veitinga-
húsa, en það er selt sem
villibráð.
Aðalkostnaðurinn við
að koma upp hjartarbúum
er að girða þarf jarðirnar
vel og munu bændurnir 70
leita til sjóða Efnahags-
bandalagsins til að fá upp
í þann kostnað.
fylgi annarra flokka.
I könnuninni fékk Miðflokk-
urinn 5,8%, Kristilegi þjóðar-
flokkurinn 8.9%, Verkamanna-
flokkurinn 39.8%, Sósíali'ski
vinstriflokkurinn 5,8% og
Vinstri flokkurinn 3.8%.
fjölmenns varaliðs. Það er líka
ennþá þriggja ára herþjónusta
fyrir flest ungmenni. Þessi
mikli her er án efa mikill baggi
á þjóðinni þótt sumir hafi hald-
ið því fram að mikill fjöldi
hermanna í Víetnam dragi úr
atvinnuleysinu þar.
Örar breytingar á fram-
leiðsluskipulaginu í átt til sós-
íalísks sameignarbúskapar
kom einnig niður á framleiðsl-
unni fyrstu árin eftir að komm-
únistar náðu völdum í öllu
Víetnam. Þetta bitnaði sér-
staklega a framleiðslunni til
sveita sem jókst ekki eins ört
og kommúnistar höfðu reiknað
með. Fólksfjöldi reyndist
einnig meiri en búist var við
þannig að fæðuskortur varð
alvarlegt vandamál eftir að að-
stoð erlendis frá fór að
minnka.
Víetnömsk yfirvöld ákváðu
því árið 1980 að breyta efnahags-
stefnu sinni nokkuð og slaka á
þeim kröfum sem gerðar voru
til samyrkjubúskapar. Þessi
stefnubreyting hefur þegar
skilað miklum árangri í meiri
framleiðslu til sveita og auknu
framboði á matvælum í
borgum.
V íetnömum tókst að ná met-
uppskeru árið 1982 og þeir
segjast stefna að því að vera
sjálfum sér nógir um matvæla-
framleiðslu nú í ár.
En það er Ijóst að tímar
erfiðleika eru enn ekki á enda
og stjórnvöld segja að það
þurfi t.d. fimm til tíu ár í
viðbót til að vinna bug á
atvinnuleysinu.