NT - 04.06.1984, Blaðsíða 27

NT - 04.06.1984, Blaðsíða 27
iiL 1 íþróttir Sovétmenn unnu 2-0 á Wembley! ■ Sovétmenn sigruðu Eng- lendinga í vináttuleik í knatt- spyrnu er fram fór á Wembley leikvangnum í London á laug- ardaginn með tveimur mörkum gegn engu. Petta er í fyrsta skipti sem Sovétmenn sigra Englendinga á Wembley. Það var varamaðurinn Sergei Gotsanov sem kom Sovét- mönnum á bragðið er hann skoraði í upphafi síðari hálf- leiks eftir að Mike Duxbury hafði runnið til og misst frá sér knöttinn sem Gotsanov hirti og renndi framhjá Shilton í enska markinu. Rétt fyrir lok leiksins þá átti Olge Blokhin þrumuskot að marki. Shilton, sem lék sinn 60 landsleik, varði en hélt ekki boltanum og Olge Protasov pikkaði honum yfir línuna. Sovéska liðið, sem eins og Englendingum tókst ekki að komast í úrslit Evrópukeppn- innar í Frakklandi, reyndist vera mun sterkara og reynslu- meira í leiknum. Liðin voru þannig skipuð: England: Shilton, Duxbury, Sansom, Wilkins, Roberts, Fenwick, Chamberlain, Robson, Francis (Hately 71. mín.), Blissett, Barnes (Hunt 66 mín). Sovétríkin: Dasayev, Sulakvelidze, Chivadze, Balt- acha, Demyanenko, Oleinikov (Pozdnyakov 85 mín.), Litovc- henko, Oganesyan, Zygmant- ovich (Gotsanov 20 mín.), Ro- dionov (Protasov 87 mín.), Blokhin. Mánudagur 4. júní 1984 27 ■ Ian Rush er efstur á lista hjá FC Barcelona ef liðið selur Diego Maradona. Ólíklegt er að Liverpool vilji láta hann fara, enda hefur hann skorað grimmt fyrir liðið. En erfitt er að standast þær fúlgur sem Suður-Evrópuliðin bjóða. Selji Barcelona Maradona til Ítalíu mun félagið fá aftur þær 8 milljónir dollara sem greiddar voru fyrir hann árið 1982, og er algert met í leikmannakaupum. Rush í stað Maradona til Barcelona ? Krá Gisla Á. Gunnlaugssyni fríllamanni það að Bercelona sé þegar ntí v-Þýskaiandi: farið að Ieita að eftirmanni ■ Þrátt fyrir að allt sé enn í Maradona, rennirmjögstoðum lausu lofti varðandi sölu Diegos undir það að Maradona verði Maradona til Napolí, er Barcel- seldur til Napolí, þrátt fyrir að ona þegar farið að líta í kring- ekkert hafi enn verið staðfest í um sig eftir eftirmanni argent- því efni. ínska snillingsins. Mun Barce- Að Liverpool vilji láta Ian lona þegar hafa átt óformlegar Rusherólíklegt. Enhvortenska viðræður við velska landsliðs- félagið og/eða Rush standast miðherjann og markakónginn þær fúlgur sem Barcelona kem- hjá Evrópumeisturunum Li- Ur til með að bjóða, er önnur verpool, Ian Rush. saga. Wunderlich í náðina Frá Gí.sla A. Gunnlaugssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Erhard Wunderlich, v-þýska stór- skyttan í handknattleik sem leikið hefur í Barcelona á Spáni undanfarið ár, er nú kominn í náðina hjá v-þýska landslið- inu á ný, en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í Los Ange- les í sumar. Aliar líkur eru nú taldar á að Wund- erlich komi aftur heim til V-Þýskalands, og leiki með Berlínarliði í 2. deild næsta vetur. Wunderlich hefur liðið fremur illa á Spáni að'eigin sö'gn, enda datt hann út úr þýska landsliðinu og féll mjög niður í getu sl. ár. Meðal þess sem Wunderlich hefur látið hafa -rftir sér í þýskum blöðum um Sþánardvölina er það að landi hans Bernd Schuster, knattspyrnustjarna hjá FC Bcrcelona í sig síðan hann (Wunderlich) kom til hafi ekki látið svo lítið sem að 'iringja Barcelona. aný ■ Erhard Wunderlich Frakkar lögðu Skota ■ Frakkar sigruðu Skota frekar auð- veldlega í landsleik í knattspyrnu sem háður var í Frakklandi á laugardag með tveimur mörkum gegn engu. Frakkar höfðu yfirburði allan leikinn og hefði sigurinn alit eins getað orðið stærri. Alain Giresse náði forustunni strax á 14. mín. með þrumuskoti innan víta- teigs og á 29 mín. jók Bernard Lacombe muninn í tvö mörk með góðu skoti á stuttu færi. í síðari hálfleik héldu Frakkar áfram að sækja en þrátt fyrir tækifæri tókst þeim ekki að skora. „Ég var hálf óánægður með hve mótspyrnan var lítil í leiknum" sagði Hidalgo þjálfari Frakka eftir leikinn og Platini fyrirliði bætti við, „þessi sigur á Skótum þarf ekki að verða til þess að við vinnum Dani en hann gefur okkur aukið sjálfstraust og sýnir okkur að við getum gert góða hluti." V-þýska landsliðið á EM í knattspyrnu: Derwall hefur valið hópinn ■ Jupp Derwall landsliðsþjálfari V-Þjóðverja hefur valið 20 manna hóp, sem tekur þátt í lokakeppni EM í knattspyrnu síðar í þessum mánuði. Landsliðshópurinn er annars skip- aður eftirtöldum leikmönnum: Mark- verðir: Harald Schumacher Köln, Dieter Burdenski Bremen, og Hel- mut Roleder Stuttgart. Varnar- menn: Hans-Peter Briegel, Kaisers- lautern, Hans-Gunter Bruns Gladbach, Ralf Falkenmayer Frankfurt, Bernd Förster Stuttgart, Karlheinz Förster Stuttgart, Uli Stie- like Real Madrid, GerdStrack Köln. Miðvallarleikmenn: Andreas Brehme Kaiserslautern, Guido Buc- hwald Stuttgart, Lothar Mattheus Gladbach, Norbert Meier Bremen, Wolfgang Rolff HSV. Sóknarleikmenn: Klaus Allofs Köln, Rudi Bommer Dusseldorf, Pierre Littbarski Köln, Karl-Heinz Rummenigge Bremen, Rudi Völler Bremen. Nýr sykurlaus rp^T^'P Appelsínu- X JT Xr drykkur Nýjung sætíefníð „Nutra Sweet“ er notað í TOPP Fæst í öllum matvöruverslunum Sói hf.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.