NT


NT - 04.06.1984, Side 24

NT - 04.06.1984, Side 24
 Mánudagur 4. júní 1984 24 JOKER skrifborðin eftirsóttu eru komin aftur Verð með yfirhillu kr. 3.850.- Eigum einnig vandaða skrifborðsstóla á hjólum Verð kr. 1.590.- Húsgögn og . , . ^ Suðurlandsbraut 18 mnrettingar sími 6-86-900 ABEFANDI glœsuegar SUMASSKYRTDR HERSA Prjónað efni, bómull og polyester. Glæsilegt snið, margir litir. ■►Arrow^ herraskyrtur fást í góðum verslunum í öllum landsfjórðungum. í Reykjavík: Ragnar, herrafataverslun, Barónsstíg 27. Arrow ■Y\. 'jj, . Bjarni Þ. Halldórsson & Co. sf Jm Sími 29877 Keflvíkingar á toppinn sigurinn lenti Keflavíkurmegin í tvísýnum leik Frá Eiríki Hermannssyni fréttamanni NT á Suðumesjum: ■ „Ég er ánægður með stigin, en ekki eins ánægður með leik okkar. Okkur tókst ekki að stjórna gangi leiksins eins mikið og við ætluðum okkur. Við erum þó efstir í deildinni og viljum helst vera þar,“ sagði Haukur Haf- steinsson þjálfari ÍBK í við- tali við fréttamann NT í Keflavík, eftir sigur Keflvík- inga á Þrótturum. Það var hlýtt í veðri og blankalogn þegar ÍBK og Þróttur léku í 4 umf. íslands- mótsins um helgina. Tryggir aðdáendur Keflavíkurliðsins þyrptust á völlinn til þess að sjá „Skagabanana" rúlla upp Þrótturum með þeirri festu og krafti sem þeir búast við af sínum mönnum. En þeim varð ekki að ósk sinni. Fest- an og krafturinn voru að mestu Þróttar megin í fyrri hálfieik. Tengiliðir Þróttara fe-ngu að leika lausum hala á miðjunni vegna þess að þar var völdun og barátta ÍBK í molum. Sérstaklega átti Ás- geir Elíasson góðan leik og sendi margar góðar sending- arsem sköpuðu hættu. Einn- ig átti Kristján bakvörður góðan leik og hafði oft of mikið sv&ði til að vinna úr. Besta færi Þróttara fékk Páll Ólafsson á 10. mín. þegar hann fékk boltann óvaldaður við markteig en Þorsteinn blokkeraði skot hans mjög snaggaralega. Skömmu seinna komst Páll einn inn fyrir vörnina en skotið lak máttleysislega framhjá. Fleiri urðu færin Stórsigur Blika á KR ■ íslands og bikar- meistarar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna unnu góðan sigur á KR er liðin mættust á laug- ardag. Lokatölurnar4-0 Breiðablik hafði nokkra yfirburði í fyrri hálfleik í hálfleikvar þó aðeins 1-0 Blikastúlkum í hag. í síðari hálfleik jafn- aðist leikurinn nokkuð en engu að síður tókst Breiðabliksstúlkunum að skora þrívegis í hálf- leiknum án þess að KR stúlkunum tækist að svara fyrir sig. Mörkin skoruðu Erla Rafns- dóttir 2 og Lára Ás- bergsdóttir einnig 2. ÍA lagði ÍBl ■ Skagastúlkurnar sigruðu stöllur sínar frá ísafirði 2-0 er liðin mættust í 1. deild kvenna á föstudags- kvöld. Skagastúlkurnar áttu mun meira í leiknum og fyrra markið kom á 28. mín. Laufey Sigurðar- dóttir gaf á Rögnu Lóu sem skoraði örugglega, l-Ofyrir ÍA. Síðara mark Skaga- stúlknanna var hálf klaufalegt. Löng send- ing Guðrúnar Gísla- dóttur að marki ísa- fjarðar skoppaði yfir Völu í markinu. Kristín Aðalsteins- dóttir var yfirburða- manneskja á miðjunni hjá ÍA, Hjá ' ÍBÍ var Rósa Valdemarsdóttir rnjög góð. ekki í hálfleiknum og segir það mest um styrk varnanna. í seinni hálfleik lifnaði yfir tengiliðum ÍBK, einkum Einari Ásbirni sem átti stór- leik. Á 2. mín komst Einar í færi inni í teig Þróttara en var brugðið gróflega. Sævar dómari dæmdi að sjálfsögðu vítaspyrnu. Vítaspyrnusér- fræðingurinn Sigurður Björgvinsson skoraði af ör- yggi, og Keflvíkingar höfðu tekið forystuna. Skömmu seinna varð mjög umdeilt atvik. ÍBK fékk aukaspyrnu skammt utan vítateigs. Knötturinn barst til Sigur- jóns Sveins. sem þrumaði tuðrunni í stöng og inn af ca. 25 metra færi en markið var dæmt af vegna rangstöðu við vítateig. Þróttarar sóttu öllu meira undir lok leiksins en tókst ekki að skapa sér færi en hinu megin sleikti fastur skalli Ragnars þverslána. Sigur Keflvíkinga var í höfn. Sigur sem allt eins hefði getað lent hjá baráttuglöð- um Þrótturum. EINKUNNAGJÖFNT: KEFLAVÍK Þorsteinn Bjarnason .. 2 Guðjón Guðjónsson ... 3 RúnarGeorgsson 3 Gísli Eyjólfsson 3 Valþór Sigþórsson .... 3 Sigurjón Sveinsson ... 5 Sigurður Björgvinsson 5 Einar Á. Ólafsson 3 Magnús Garðarsson ... 4 Helgi Bentsson 3 Ragnar Margeirsson ... 3 ÞRÓTTUR Guðmundur Erlingsson . 3 Arnar Friðriksson 3 Ársæll Kristjánsson .... 2 Jóhann Hreiðarsson .... 3 Kristján Jónsson 3 Björn Björnsson 3 Ásgeir Elíasson 2 Daði Harðarson 5 Pétur Arnþórsson 5 Haukur Magnússon .... 6 Páll Ólafsson 3 ■ Jafn leikur og þokkaleg skemmtun. Sigur gat lent hvoru megin sem var. Varnir beggja liða mjög traustar og því fá færi. Sig- urður Björgvinsson skor- aði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 2. mín. síðari hálfleiks. Gul spjöld: Helgi Bentsson ÍBK og Kristján Jónss. Þrótti. Áhorfendur voru margir. 2. deildin í knattspyrnu: Glæsimark Kristjáns var sem rothögg! Völsungar sigruðu ísfirðinga 3-2 á isafirði ■ Völsungar frá Húsavík unnu frækinn sigur á Isfirö- ingum í annarri deildinni í knattspyrnu á laugardag, 3- 2. Staöan var 3-1 Húsvíking- um í hag í hálfleik og Isflrð- ingum tókst ekki að jafna metin þrátt fy rir þunga sókn. Völsungar fengu góða byrjun í leiknum. Á 15. mínútu kom skalli að marki ísfirðinga, sem hafnaði í hendi Guðmundar Jóhanns- sonar varnarmanns ísfirð- inga. Jónas Hallgrímsson skoraði örugglega úr víta- spyrnunni 1-0. ísfirðingar höfðu ekki sótt lengi þegar annað mark Húsvíkinga kom, sannkallað rothögg. Kristján Olgeirsson fékk boltann rúllandi út á móti sér og skaut viðstöðulaust af 25 metra færi. Boltinn var firnafastur, og hafnaði í vinkilhorninu og inn. „Þetta var mark sem maður sér svona á 10 ára fresti, boltinn snerti bæði stöng og slá. Geysilega fallegt mark og vel að því staðið. En þetta var um leið mikið áfall fyrir okkur. við höfðum sótt meira fram að þessu,“ sagði Jóhann Torfason leikmaður ísafjarðarliðsins í samtali við NT í gær. ísfirðingar minnkuðu muninn 10 mínútum fyrir leikhlé, Benedikt Einarsson skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. En lukkugyðj- urnar voru með Völsungum, rétt fyrir leikhlé gerðu Isfirð- ingar sjálfsmark. Ingvaldur Baldvinsson ætlaði að gefa á Sigurð Jónsson markvörð aðþrengdur af sóknarmanni Völsunga, en boltinn sigldi yfir Sigurð og í netið, 1-3 í hálfleik. ísfirðingar sóttu nær allan síðari hálfleikinn, en komu boltanum ekki framhjá besta manni Völsunga, Gunnari Straumland markverði. Gunnar varði allt sem að markinu kom, þrisvar vel frá Guðmundi Magnússyni, skalla frá Atla Einarssyni og Guðmundi Jóhannssyni, en sá þó ekki við Guðmundi er hann komst inn í sendingu í lokin og minnkaði muninn í eitt mark, 2-3. Sigurganga FH stöðvuð með: Jafntefli í Eyjum ■ Vestmannaeyingar og FH-ingar gerðu jafntefli í Eyjum á laugardag í ágætis leik, 1-1. Þar með hafa Vest- mannaeyingar gert jafntefli í öllum sínum leikjum til þessa en FH-ingar trjóna nú á toppi annarrar deildar með 10 stig. Það var mikil rigning í Eyjum á laugardaginn og völlurinn því mjög blautur og háði það leikmönnum töluvert en þó þótti leikurinn í heild nokkuð góður. Eyjamenn voru fyrri til að skora er Hlynur Stefánsson renndi boltanum í netið eftir fyrirgjöf Ólafs Arnarssonar sem Dýra mistókst að skalla frá, þetta var á 54.mín. Það var svo 7 mín. fyrir leikslok sem FH-ingar jafna er Guðmundur Hilmarsson stýrði skoti Pálma Jónssonar í markið með höfðinu. Ekki gafst tími fyrir fleiri mörk og jafntefli því staðreynd. í liði heimamanna vakti athygli ungur nýliði Ólafur Arnars- son sem þarna spilaði sinn fyrsta leik og þá var Hlynur góður. Hjá FH bar mest á Ólafi Danivalssyni en annars var FH-liðið mjög jafnt. Rokleikur á Siglufirði ■ Siglfírðingar og Borg- nesingar gerðu jafntefli í Úrslit í 3. deild: A-ríðill t\ Ikir-Selfoss HV-Reynir Víkingur Ó-Snæfell Stjarnan -ÍK B-riðUI Magni-Austri HSÞ-Þrúttur Valur-Leiftur Fr.tilþ rokleik á Siglufírði á laugar- dag 1-1. Heimamenn voru fyrri til að skora og það strax á fyrstu mínútu seinni hálf- leiks, Þorgeir Reynisson var þar að verki. Borgnesingar svöruðu að bragði er Garðar Jónsson jafnaði metin á sömu mínútu og þar við sat. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað enda aðstæður ekki hinar bestu, mikið rok og spilað á möl. Leikurinn var nokkuð jafn og úrslitin sanngjörn.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.