NT - 04.06.1984, Blaðsíða 21

NT - 04.06.1984, Blaðsíða 21
Mánudagur 4. júní 1984 21 Heimsókn Botha til Bretlands - Stutt og árangurslítil London-Reuter ■ Heimsókn Pieter Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku til Bretlands á laugardaginn var stutt og honum virðist ekki hafa orðið mikið ágengt við að vinna breska ráðamenn á sitt band. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælaaðgerðum gegn honum og kynþáttastefnu stjórnar hans í London. Svo virðist sem Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta hafi heldur ekki verið svo ýkja mjúk á manninn við Botha og mun hún m.a. hafa skammað hann fyrir ólöglega njósnastarf- semi Suður-Afríkumanna á Bretlandi. ■ Botha, forsætísráðherra Suður-Afriku, heimsótti Bretland á laugardaginn en þá var þessi mynd tekin. Símamynd - POLFOTO THOMSON MYNDBANDATÆKI * Gerð V-320 ir Framhlaðið VHS kerfi it 4ra tíma afspilun it 8 prógröm it 24ra stunda Digital klukka ÍC Hraðspólun it 14 daga minni it Frábær hönnun Verð kr. 39.985,- Staðgr. nMqofin ntiíoddi &SAMBANDSINS ARMÚLA3 SIMAR 38 900 38 903 atvinna - atvinna Kennarar Við grunnaskólann í Borgarnesi vantar sér- kennara til stuðningskennslu (góð vinnuað- staða), kennara í 6 ára deildir, dönsku- kennara auk almennrar bekkjarkennslu. Skólastjóri Tæknifræðingur óskast til starfa úti á landi. Umsóknum skal skila til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir 20. júní n.k. Vegamálastjóri fundir Aðalfundur S.I.F. Aðalfundur Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda fyrir árið 1983 verður haldinn að Hótel Sögu 7. júní nk. og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. tilkynningar Héraðsskólinn í Reykholti Frestur til að sækja um skólans ertil 15. júní. Hægt er að Ijúka í skólanum 4 önnum á flestum brautum áfangakerfis. Nánari upplýsingar fást í símum 93-5200, 93-5201 og 93-52101. Skólastjóri Innritun í framhaldsskóla í Reykjavík Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í framhaldsskóla í Reykjavík dagana 4. og 5. júní næstkomandi í Miðbæjarskólanum í Reykja- vík, Fríkirkjuvegi 1, kl. 9.00-18.00 báðadagana. Umsókn skal fylgja Ijósrit eða staðfest afrit af prófskírteini. í Miðbæjarskólanum verða jafnframt veittar upp- lýsingar um þá framhaldsskóla, sem sækja á um þar, en þeir eru: Ármúlaskóli, (bóknámssvið, viðskiptasvið, heil- brigðis- og uppeldissvið). Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Iðnskólinn í Reykjavík. Kvennaskólinn í Reykjavík, (uppeldissvið). Menntaskólinn við Hamrahlíð. Menntaskólinn í Reykjavík. Menntaskólinn við Sund. Réttarholtsskólj, (fornám). Verslunarskóli íslands. Þeir sem ætla að sækja um námsvist í ofan- greinda framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn umsókn sína í Miðbæjarskólanum 4. og 5. júní næstkomandi. mi \\ Frá Verkamannasambandi Islands Nýtt símanúmer 68 6410 Verkamannasamband íslands hefur fengið nýtt símanúmer 68 64 10 Costa Rica: Burtmeð alla er- lenda hermenn í Suður- Ameríku Liechtenstein-Reuter ■ Forseti Mið-Ameríku- ríkisins Costa Rica, Luis Alberto Monge, sagði á blaðamannafundi í smá- ríkinu Liechtenstein í gær, að allir erlendir hermenn ættu að hverfa á brott frá Mið-Ameríku. Forsetinn sagði enn- fremur að vandamálin í Mið-Ameríku væri ekki hægt að leysa með hernað- araðgerðum því að þau stöfuðu af þjóðfélagslegu misrétti, arðráni og skorti á pólitísku frelsi. Hann sagði að Contadora-ríkin svokölluðu, þ.e. Mexikó, Panama, Kólombía og Venezuela, hefðu komið í veg fyrir stríð á milli Nic- aragua og Honduras. Hann bætti því við að efnahagsstuðningur Costa Rica við Nicaragua væri meiri en sá stuðningur sem Nicaraguastjórn fengi frá Sovétríkjunum. ■ Hér sést Reagan skála við Nancy eiginkonu sína á þorpskránni í Ballyporeen en þaðan flutti langafi hans og langamma til Bandaríkjanna á sjötta áratug seinustu aldar vegna fátæktar. Reagan kann greinilega vel að meta hinn dökka Guinessbjór sem írar drekka en fyrir heimsókn hans til Ballyporeen gekk það fjöllunum hærra að kráareigandinn myndi fá góða fjárfúlgu frá framleiðendum bjórsins ef hann fengi Reagan til að drekka hann. símamynd - polfoto Reagan leitar forfeðra sinna - segir að rætur sínar séu í írsku smáþorpi móti Reagan og eiginkonu hans , rætur. . Reagan heimsótti m.a. Irland-Keutcr ■ Forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, heimsótti í gær heimabæ forfeðra sinna á ír- landi. Bær þessi heitir Bally- porecn og þar eru aðeins um 320 íbúar. Hingað til hefur Ballyporeen ekki þótt merkilegur staður en heimsókn Reagans þangað hef- ur breytt því. Á undanförnum dögum og vikum hafa þorpsbú- ar ekki haft frið fyrir aragrúa fréttamanna og forvitinna ferðamanna sem hafa streymt til bæjarins til að skoða þennan fæðingarstað langafa Reagans. Mörg þúsund manns tóku á þegar þau komu með þyrlu til bæjarins í gær. Fólkið veifaði fánum og fagnaði forsetanum. Andstæðingar utanríkisstefnu Reagans fengu ekki að koma til þorpsins þar sem þeir ætluðu að halda mótmælaaðgerðir gegn honum og stefnu hans. Peir voru stöðvaðir í eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá Bally- poreen þar sem þeir höfðu mót- mælastöðu. Reagan sagði við komu sína til þessa heimabæjar forfeðranna að hann fyndi sálarró þar og að á engum öðrum stað á jarðríki vildi hann frekar telja sig eiga þorpskrána þarsem hann spjall- aði við fólk úr nágrenninu sem ber svipað ættarnafn og liann, þ.e. heitir Regan eða O’Reagan þótt óvíst sé að nokkurt þeirra sé skylt honum. Það leikur lítill vafi á því að með þessari heimsókn sinni vill Reagan afla sér aukins fylgis meðal þeirra 40 milljóna Banda- ríkjamanna sem eiga ættir að rekja til írlands. Hann vill minna þá á að hann sé sjálfur af írskum uppruna og sýna að auk annarra dyggða er hann ættræk- inn. THOMSONO Takmark hinna vandlátu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.