NT


NT - 04.06.1984, Side 11

NT - 04.06.1984, Side 11
 Mánudagur 4. júní 1984 11 ^ Árnað heilla Árni G. Pétursson, hlunn- indaráðunautur, sextugur Þaö hefur voraö vel fyrir- norðan aö þessu sinni. Þeir eiga. það líka inni á Sléttunni og í öðrum norðurbyggðum að fá nú áfallalaust vor og góða sumarkomu., Því verður okkur hjá Búnað- arfélagi íslands venju fremur hugsað norður í dag að þar dvelur nú einn af okkar glað- beittustu félögum, Árni G. Pét- ursson og heldur upp á sextugs- afmæli sitt örugglega í sátt við láð og lög, fisk og fugl. Þangað sendum við honum okkar bestu kveðjur. Árni G. Pétursson er fæddur á Oddsstöðum á Melrakkasléttu 4. júní 1924. Foreldrar hans voru hjónin á Oddsstöðunr Þor- björg Jónsdóttir bónda á Ás- mundarstöðum á Sléttu og Pét- ur Sigurgeirsson frá Odds- stöðum. Árni ólst upp á Odds- stöðum í stórum hópi systkina og í fjölmennum frændgarði á Sléttunni. Þó að þessi nyrsta byggð landsins fast við heim- skautsbauginn þyki nú ekki að öllu búsældarleg var þar og er mörg matarholan bæði til lands og sjávar. Þar mun afkoma líka hafa verið góð, enda er þaðan komið fjölmargt veluppalið kjarnafólk. Árni er góður full- trúi í þeim hópi. Árni fór á Laugaskóla í Reykjadal 1940 og sat þar á skólabekk í tvo vetur. Áður hafði hann hafið sjálf- stæðan búskap og bjó hann á Oddsstöðum árin 1939-1943. Þá sneri hann sér að búfræði- námi, fór fyrst að Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi 1944 en síðan til Danmerkur og Sví- Styrktarfélagið: Verkfalli frestað en öllum sagt upp ■ Verkfalli sem sjúkraþjálfar- ar æfingastöðvar lamaðra- og fatlaðra höfðu boðað frá og með deginum í dag hefur verið frestað og mættu því sjúkra- þjálfar til vinnu í morgun. Sjúkraþjálfararnir voru í verkfalli þrjá daga í síðustu viku. Öllu starfsfólki æfinga- stöðvarinnar var sagt upp störf- um á þriðjudag. Eru uppsagn- irnar miðaðar við 1. sept. Síðan samningur sjúkraþjálf- ara við stöðina rann út í febrúar síðastliðnum hafa staðið yfir samningsviðræður. Samkvæmt fréttatilkynningu sjúkraþjálfara hefur stjórn Styrktarféíagsins hvergi vilja koma til móts við óskir sjúkraþjálfara. Nú á föstudag var vísað til Félagsdóms, hvort sjúkraþjálf- arar stöðvarinnar hafa samn- ingsrétt. Nú meðan á deilunni stóð stofnuðu sjúkraþjálfarar stéttarfélag sjúkraþjálfara, en eru einnig meðlimir í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara. Á síðasta ári var 3 milljóna króna halli á rekstri æfingastöð Styrktarfélagsins. Að sögn Ótt- ars Kjartanssonar, formanns Styrktarfélagsins, nemur hall- inn nú 300.000 króna á mánuði. Sagði hann að uppsagnirnar væru ekki tengdar verkfallinu, að öðru leyti en að sjálfsögðu hefðu kauphækkanir í för með sér enn meiri rekstrarhalla. Sagði Óttar að óbreyttu ástandi þyrfti að lokastöðinrú í septem- ber. En einnig skapa uppsagn- irnan sagði Öttar, aukið svig- rúm til breytinga á starfsháttum. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið til umræðu að hið opinbera tæki við rekstri æf- ingastöðvarinnar. þjóðar og bjó sig undir nám við landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Frá þeim skóla brautskráðist hann 1950. Eftir heimkomuna gerðist Árni hér- aðsráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Austurlands og.gegndi því starfi 1950 til hausts 1952 að hann var ráðinn kennari við Bændaskólann á Hólum. Þar starfaði hann til ársins 1963 að hann var ráðinn sauðfjárræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Síðasta árið á Hólum var hann þar skólastjóri. Jafn- framt kennslu á Hólum hafði hann umsjón með sauðfjárrækt- artilraunum á skólabúinu. Árið 1970 var Árni ráðinn að hluta til að leiðbeina um æðar- rækt en 1980 hætti hann við sauðfjárræktina og var ráðinn í fullt starf sem hlunnindaráðu- nautur og hefur hann mótað það fjölþætta starf af miklum áhuga og eljusemi og þegar unnið því viðurkenningu enda má víða sjá af því beinan árangur. Starfsferill Árna við og fyrir landbúnaðinn er fjölþættur svo sem ljóst er af því sem að framan er rakið þó sleppt hafi verið fjölmörgum hliðargrein- um sem sem ritstörfum og nefndarstörfum margháttuðum. Árni var góður kennari, ná- kvæmur, en þó lifandi og setti hlutina vel fram. Hann ergóður búfjárræktarmaður ' og var glöggur og nákvæmur dómari á kosti sauðfjárins og naut því virðingar sem -sauðfjárræktar- ráðunautur þó að ekki væri heiglum hent að setjast í sæti Halldórs Pálssonar á sínunr tíma. Fullyrða má að öll þessi störf hefur Árni unnið af miklum dugnaði og einstakri samvisku- semi. En réttsýni og samvisku- semi eru þeir eðliskostir sem einkenna Árna hvað mest. Árni er hugheill baráttumað- ur fyrir landbúnaðinn og ís- lenskar byggðir. Hann hefur alla tíð haldið tryggð við heima- byggð sína og jafnan sótt þangað. Nú síðustu árin hefur hann raunar búið hlunnindabú- skap á föðurleifðinni Odds- stöðum, hlúð þar að æðarvarpi og ræktað það, hirt um reka og stundað silungsveiði og hirt um annað sem landið gefur. Þessu hefur hann sinnt í fríum og nreð því skapað sér sterka aðstöðu til að leiðbeina öðrum og hvetja til þess að ekkert sé vannýtt, vannretiðeða látið spillast af því sem fjölþætt náttúra landsins getur gefið okkur. Forystu Árna á þessum sviðurn hygg ég að verði lcngi minnst. Árni er kvæntur Guðnýju Ág- ústsdóttur frá Raufarhöfn, mestu dugnaðar og dreng- skaparkonu og eiga þau hjón fjórar dætur uppkomnar. Starfsfólk Búnaðarfélags ís- lands sendir Árna og fjölskyldu hans sínar bestu árnaðaróskir í tilefni tímamótanna. Árni á skilið mikið þakklæti fyrir marg^ ar góðar og glaðværar samveru- stundir bæði við störf og í leik. Við væntum þess að -hann verði sem lengst í okkar röðum en því er ekki að leyna að Árni hefur haft það við orð að hætta störfum þegar aldursreglur leyfa og helga sig þá enn meira koll- unr sínum og ungum þeirra svo og öðrurn vinum sínum á Slétt- unni. Þó að við höfum ekki komið því við að heimsækja hann núna munum við leita færis síðar á Sléttuna og njóta þar með hon- um hinnar nóttlausu voraldar- veraldar þar sem víðsýnin skín. Jónas Jónsson ó 4 ^ Útihátíð í ÞJÓRSÁRDAL 8. til 10. júní 3 DANSLEIKIR Hljómsveitirnar Mánar, Pardus og Lótus leika fyrir dansi föstudag, laugardag ogsunnudag kl. 21.00 til 03.00. Pardus Mánar Lótus Laugardagur: Kl. 14.00 Break danskeppni, Diskótek o. fl. Sunnudagur: Kl. 14.00 Hátíðardagskrá,Break danssýning, hátíöarræöa: Árni Johnsen alþm., helgistund, hljómleikar o. fl. Diskótek alla helgina. Sætaferðir frá BSÍ,Rvík: Föstudag kl. 16.00-18.30-20.30 Laugardag kl. Sunnudag kl. gi.Pl 10.30-14.00-21.00 Sætaferöir frá Selfossi: Föstudag kl. 17.00-19.30-21.30 Laugardag kl. 11.30-15.00-22.00 Sunnudag kl. 22^00

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.