NT - 04.06.1984, Blaðsíða 26

NT - 04.06.1984, Blaðsíða 26
Toyota Crown diesel ’81 sjálfskipt.ekinn 160.000 verð 350.000.- «ý- « Jt* wt_____________ ^ Mazda 323 stw 79 ek. 96.000 verð 130.000.- TOYOTA Toyota Carina 79 4-d ekinn verð 160.000.- Toyota Cresida ’81 sjálf- skiptur ek. 57.000 verð 330.000.- Nybylavegi 8 200Kopavogi S 91-44144 Toyota Corolia stw ’81 ek. 23.000 verð 230.000.- Toyota Carina ’81 sjálf- skiptur ek. 60.000 verð 255.000.- Toyota Cresida stw. 78 ek. 95.000 verð 185.000.- Toyota Cresida diesei árg ’82 ek. 90.000 verð 360.000.- Toyota Crown diesel ’83 ek- inn 17.000 verð 560.000.- Toyota Hi-Ace bensín ’81 ek. 40.000 verð 350.000.- „oí Mmr. Mánudagur4. júní 1984 26 Þór hefur ekki skorað í 336 mínútur - Frá Gylfa Kristjánssyni fréltamanni NT á Akureyri ■ Þór frá Akureyri hefur nú leikið í heilar 330 mínútur í 1. deildinni án þess að skora mark. Liðið skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik sem var gegn KA, það síðara kom þegar hálftími var liðinn af leiknum og síðan hefur sóknarmönnum Þórs verið fyrirmunað að koma tuðr- unni í mark andstæðing- anna. „Eg veit hreinlega ekki hvað er að“ sagði Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs, í sam- tali við fréttamann NT eftir leikinn á laugardag sem Þór tapaði 0-1 „Ég er ekkert hrifinn af því að vera þá ásaka heilla- dísirnar, en það hafa allir séð í leikjum okkar að undan- förnu, að þær eru ekki í okk- ar liði. Við eigum leikina, eins og t.d. á móti Breiða- bliki núna’, en okkur tekst ekki að skora. Síðan koma mistök í vörninni og and- stæðingar okkar skora og við töpum. Þetta er blóðugt en ég er ekki farinn að örvænta neitt, þetta hlýtur að koma hjá okkur fyrr en varir, enda höfum við sýnt að við höfum alla burði til að vinna and- stæðinga okkar.“ sagði Þor- steinn Ólafsson. Hververður fyrsturað ná 2.40 m? ■ Sovétmaðurinn Igor Paklin sigraði í hástökki á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Tóríó á Italíu á laugardag er hann stökk 2.29 m. Hann reyndi síðan þrí- vegis að slá heimsmet Kínverjans Zhu Jian- hau, sem er 2.38. Paklin reyndi við 2.40 m en feildi í öll skiptin. Spurningin er hver verður fyrstur til að koinast yiir 2.40 m Sovétmaðurinn Yury Sadykh sigraði í sleggjukasti er hann kastaði 81.52 m, sem er besti árangur í sleggju- kasti í ár. Heimsmet í lyftingum ■ Alexander Gunias- hev frá Sovétríkjunum setti nýtt heimsmet í þungavigt í lyftinguin á inóti í Frakklandi á laugardag. Guniashev bætti inetið sem hann átti sjálfur bæði í snörun og samanlögðu. Hann snaraði 211 kg og lyfti 465 kg í samanlögðu. Júgóslavar sigruðu ■ Júgóslavar sigruðu Portúgali í vináttulcik í knattspyrnu í Lissabon á laugardaginn með þrcmur mörkum gegn tveim. Það voru þeir Susic, Halilozic og Sto- jovic sem skoruðu fyrir Júkkanna en Jordao sá um bæði mörk Portú- gala. I HHOT- SKURN ■ Frísklegur leikur. Þórs- ararnir sterkari aðilinn, en það eru mörkin sem telja og það eina i þessum leik skoraði varamaðurinn Þor- steinn Hllmarsson, á 88. mínútu fyrir Breiðablik. Áhorfendur fjölmargir, um 900 talsins. 0-A Þórsarar hafa verið í miklu basli upp við mark andstæð- inga sinna að undanförnu. Leik eftir leik eru þeir betri aðilinn, en þeir geta ekki skorað. Ekki vantar tækifær- in, það vantar eitthvað annað, ef til vill heppni til að komast út úr þessu eymdar- ástandi. Þór var betri aðilinn gegn Breiðabliki, það er ekki vafamál. En Blikarnir hirtu hinsvegaröll þrjústigin. Sigurmark þeirra kom á 88. mínútu. Fyrirgjöf kom inní vítateig Þórs, þar var Þorsteinn Hilmarsson vara- maður einn og óvaldaður og hann skallaði yfir Pál Guðlaugsson markvörð, sem kom út úr markinu. Til þess að skella skuldinni ekki á einhvern einn einstakan leikmann Þórs, er hægt að segja að öll aftasta vörnin og markvörðurinn hafa þarna stigið illa á strikið. Einkunnagjöf NT: Þór Páll Guðlaugsson . 3 Árni Stefánsson . 4 Óskar Gunnarsson . 3 Sigurbjörn Viöarsson ... . 3 Guðjón Guðmundsson.. . 4 Nói Björnsson . 4 Jónas Róbertsson . 3 Halldór Áskelsson .... 4 Bjarni Sveinbjörnsson .. . 4 Óli Þór Magnússon . 3 Kristján Kristjánsson ... . 4 Breiðablik Friðrik Friðriksson . 2 Benedikt Guðmundsson . 4 Ómar Rafnsson . 4 Loftur Ólafsson . 4 Ólafur Björnsson . 3 Trausti Omarsson . 4 Vignir Baldursson . 4 Jóhann Grétarsson . 3 Jón Einarsson . 4 Ingólfur Ingolfsson . 4 Sigurjón Kristjánsson .. . 4 ■ Hansi Muller verður að líkindum áfram á Ítalíu, alla vega kaupir Stuttgart hann ekki, þrátt fyrir góða viðleitni móður hans. Mamma Hansa Mttller á stúfana: Bað Stuttgart kaupa strákinn Bestu menn Þórs í þessum leik voru þeir Páll Guðlaugs- son í markinu, sem náði sér nú vel á strik, Jónas Róberts- son og Óli Þór Magnússon. Hjá Blikunum var Friðrik markvörður Friðriksson bestur og bjargaði miklu fyr- ir sitt liö. Ölafur Björnsson var sterkur og sömuleiðis Jóhann Grétarsson. - Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni frétta- manni NT í V-Þýskalandi: ■ Mamma Hansa Miiller, v-þýska landsliðsmannsins í knattspyrnu sem nú er verið að selja frá Inter Mílanó, kom að máli við stjórn VFB Stuttgart um helgina og spurði hvort VFB Stuttgart væri ekki tilbúið til að kaupa Hansa sinn á ný. Helmut Benthaus þjálfari Stuttgart hló við er þetta var borið undir hann og sagðist ekki hafa áhuga. Hansi Múller var miðju- stjórnandi VFB Stuttgart áður en Ásgeir Sigurvinsson kom til liðsins. Sama vorið og Ásgeir var keyptur, hafði Hansi verið seldur til Italíu. Knattspyrnublaðamenn í V-Þýskalandi hafa velt því fyrir sér hvort Stuttgart mundi hafa áhuga á að kaupa Hansa Muller, en komist að þeirri niðurstöðu að Bent- haus vilji aðeins hafa vinnu- hesta í liði sínu. Þetta stað- festi Benthaus um helgina er Scifoólöglegurí EM? - Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni frétta- manni NT í V-Þýskalandi: ■ Miðvallarleikmaðurinn ungi í knattspyrnu hjá Anderlecht, Enzo Scifo, gæti orðið dæmdur ólög- legur með belgíska landslið- inu í knattkspyrnu í úrslita- keppni Evrópukeppninar í sumar í Frakklandi. Scifo er af ítölsku bergi brotinn, en uppalinn í Belg- íu. Hannhefur aftur á móti samþykkt að leika með belg- íska A-landsliðinu í úrslita- keppni EM.ogþvísóttform- lega um belgískan ríkisborg- ararétt. Ríkisborgararéttinn fær Scifo 8. júní næstkomandi. Frestur til að tiikynna lands- liðshóp í úrslitum EM í Frakklandi rann hins vegar út 2. júni. Spurningin er hvort UEFA mun líta framhjá þessu eða hvort lögfræðingar sambandsins munu láta mál- ið til sín taka. Eitt skot, tvö mörk ■ Það hendir ekki oft að lið eigi eitt skot á mark í leik og skori tvö mörk, en það geröist á Garösvelli í gær þegar Víðir fékk Tindastól í hcimsókn. Víðismenn hófu leikinn með miklum látum og „Stól- arnir" komust varla fram fram fyrir miðju fyrr en langt var liðið á hálfleikinn. Sókn- ir Víðismanna voru býsna einhæfar og norðanmenn áttu auðvelt með að verjast. Á 28. skora svo Víðismenn, en í vitlaust mark. Ólafur Róbertsson er með knöttinn fyrir utan eigin vítateig og sendir laust til markvarðar- ins og öllum á óvart skrúfast boltinn undir Gísla mark- vörð og í netið, 1-0 fyrir Tindastól. Enn sækja Víðis- menn af. enn meira fumi, en 38. mín sækja „Stólarnir" og laust skot Árna Ólasonar skrúfast enn undir Gísla markvörð og í netið. 2-0 fyrir Tindastól. Síðari hálf- w leik hófu Víðismenn með miklum látum og Guðmund- ur Knútsson skorar strax á 2. mín eftir sendingu frá Guð- jóni. Nú bjuggust menn við markaregni en svo var ekki. Víðismenn sóttu og sóttu og áttu urmul af færum, en tókst ekki að laga stöðuna. Fagnaðarlæti Tindastóls- manna voru mikil og innileg að leik loknum, en þetta voru þeirra fyrstu stig í deild- inni fram að þessu. Ungverjar meistarar ■ Ungverjar urðu Evrópu- mcistarar í knattspyrnu ung- linga (16-18 ára) er þeir sigr- uðu Sovétmenn í úrslitaleik í Moskvu í gær 3-2 eftir framlcngingu og vítaspyrnu- keppni. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 0-0 og ekki tókst liðunum að skora í framlengingu svo grípa þurfti til vítaspyrnu- keppni. Eftir 5 spyrnur var staðan jöfn 2-2 en síðan varði Zolt Petry markvörður Ungverja sjöttu spyrnu Sov- étmanna og Erwin Kovacs tryggði svo sigurinn með góðu marki úr sjöttu spyrnu Ungverja. Það voru 72800 rnanns sem fylgdust með leiknum en áður höfðu Pólverjar tryggt sér þriðja sætið með 2-1 sigri á Irum. hann sagði að hann hefði frábæran stjórnanda þarsem Sigurvinsson væri, sem jafn- framt væri duglegur í vörn og baráttuglaður. Hansi væri of rólegur á vellinum fyrir sinn smekk. Coesigrar ■ Sebastian Coe, sem þegar hefur verið valinn til að hlaupa 800 m í Los Angeles í sumar, sigraði í 1500 m hlaupi í London á laugardag og vonast nú til að verða valinn til keppni í þeirri grein líka á Olympíu leikunum í L.A. „Eins og hlutirnir ganga hjá mér núna þá yrði ég vonsvikinn ef ég fengi ekki að reyna að verja Olympíut itilinn í sumar“ sagði Coe við blaðamenn. Coe sigraði í 1500 m hlaupi á OL í Moskvu. Frankfurt öruggt uppi... - Frá Gísla Á. Gunnlauj>ssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Eintracht Frankfurt gerði svo að segja út um það að liðið verður á- fram í Búndeslígunni í knattspyrnu í V-Þýska- landi. Frankfurt sigraði Duisburg 5-0 á útivclli í fyrri leik liöanna um 1. deildarsætið að ári. Duisburg varð í þriðja efsta sæti í 2. deild. Kochmeð besta tímann ■ Austur-þýska hlaupakonan Marita Koch hljóp 400 metrana á 48.86 sekúndum, á austur-þýska meistara- mótinu um helgina. Það er besti tími sem kona hefur náð á þessari vegalengd í ár. Marita sem nú er 27 ára gömul sagði eftir hlaupið að hún vonaöist til að hitta heimsmethafann í 400 m á hlaupabrautinni í sumar, sjálfa Jarmilu Kratochvilovu en met hennar er 47.99 sek. „Eg veit það verður erf- itt en ég hef sett stefn- una á að ná heimsmet- inu aftur" sagði Koch, sem þrettán sinnum hef- ur sett heimsmet sjálf. Hún sagðist ætla að ákveða sig í september, hvort hún héldi áfram í íþróttum um sinn, eða hvort hún legði skóna á hilluna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.