NT - 08.06.1984, Blaðsíða 3

NT - 08.06.1984, Blaðsíða 3
 fíF Föstudagur 8. júní 1984 3 Ll ÁBÓT Ferdir o frístundir “■ . stráká hefur síðastliðin ár náð tísku og vinsældum á nýjan leik, og bera tískublöð heims- borganna þess glöggt merki. Bítlaæðið Það veit víst hvert mannsbarn, sem komið er til vits og ára, hvaða bylting átti sér stað i heimi popp-tónlistar- innar í byrjun sjöunda ára- tugarins, þegar fjórmenn- ingarnir frá Liverpool, The Beatles, geystust fram á sjón- arsviðið. Ekki skal rakin hér sú bylting, sem varð á dægur- tónlistinni sjálfri, er bítlarnir settust við stjórnvöldin. Þessi tími var ekki siður tími upp- reisnar og byltingar gegn full- orðna fólkinu og þjóðfélaginu. Gagnger umbreyting kom hressilegafram í öllum klæða- burði og útliti ungs fólks þessa ára. „Bítlaæðið" svokallaða var í algleymingi um miðjan sjöunda áratuginn. Ráða- menn bítlanna ákváðu útlit þeirra, þegar þeir komu opiri- berlega fram. Leðurjökkum rokkáranna var kastað og búið tii alveg nýtt útlit, sem náði frá toppi til táar. Fátt sem ekkert minnti á stjörnur áranna á undan. Hárið var látið síkka og brillantinglösin látin ryk- falla. [ augum fullorðna fólksins var hárlubbi bítlanna sóða- legur og jafnvel lúsugur, og nægði þá sú staðreynd, að eyrun voru nú hálffalin í hára- flóðinu. Strákar börðust oft með klóm og kjafti fyrir dýr- mætum bítlalubbanum, þegar íhaldsamír foreldrar, sem hugsuðu um gömlu, góðu herraklippinguna, vildu fá að ráða. Á þessum árum mátti oft lesa ógnvekjandi slúðursögur, af hinum ýmsu aðferðum feðr- anna við að klippa og skera hár af bítlaóðum sonum sinum. Það voru ekki bara ungu mennirnir, sem létu hárið vaxa niður í augu, því nú voru allar stelpur með síðan ennis- topp. Dæmigerð bítlajakkaföt voru kragalaus, jakkinn hnepptur frá hálsi og niður úr, buxurnar þröngar og stuttar, svo vel sást í „bítlaskóna", ■ „Bítlarnir i kragalausu jakkafötunum, þröngu, stuttu buxunum og svörtu, támjöu skönum“. við Laugarveginn, þótti þeim þessi þverröndótta teygja minna á peysu eins úr Rolling Stones. „Blómabörn11 Á uppgangstímum seinni hlutar sjöunda áratugarins, þegar hagvöxtur var mikill, eru skraut og glysgirni í hávegum höfð sbr. hippatímabilið svo- kallaða. Hipparnir, sem köllu- ðu sig gjarnan blómabörn, vildu sýna ríkjandi þjóðfélag- skipan í tvo heimana, hinu sívaxandi lífsgæðakapph- laupi í neyzluþjóðfélaginu. Þeir vildu hverfa aftur til náttúr- unnar, og nældu f indversku bómullarmussuna barmmerki áletriíðum kjörorðunum: ást, friður, frelsi, bræðralag. Á þessum árum skein hvað skærast stjarna hljómsveita eins og Grateful Dead, Crosby Stills Nash and Young, Jeffer- son Aeroplane, Jimi Hendrix og Janis Joplin, svo einhver nöfn séu nefnd. Hljómsveitas- tjörnurnar skreyttu sig gylltum keðjum og festum, fötin voru í öllum regnbogans litum, hárið sítt og strítt, ennisbandið varð ómissandi, og „Kristssandal- ar“ reyrðir um ökklann. Hver man ekki eftir Kalla í Flowers í bómafötunum, spil- andi lagið um hippaparadísina í San Fransisco? Eða sjáið þið ekki fyrir ykkur nýútsprung- in íslenzk blómabörn, sitjandi í Bakarabrekkutúninu, í græn- um hermannajakka með friðarmerkið málað á bakið, horfandi með góðlátlegum fyrirlitninga svip á maura hversdagslífsins. Á tímum blóðugs stríðs í Vietnam, hélt hippamenningin innreið sína San Francisco borg, sem varð höfuðból hippanna. Þótt eitt megininntak hippamenningar- innar hafi verið uppreisn gegn staðlaðri tízku, tókst tízk- uheiminum samt að aðlaga sig á svipstundu og framleiða fjölbreytta hippatízku. Eins og fyrr sagði varð klæðnaðurinn afar skrautlegur, en frjálslegur og um leið þægilegur. Öll gerviefnin, sem einkennt höfðu fatnað sjöunda ára- tugarins, urðu að láta í minni pokann fyrir lífrænum efnum, támjóa, svarta, með teygju á hliðunum. Það var enginn maður með mönnum, sem ekki átti „lakkrísbindi“ og næl- onskyrtu, rétt eins og bítlarnir sjálfir tróðu upp í. En bítlarnir þorðu einnig að klæðast þunn- um peysum við jakkaföt, og var kannski fátt í fatatískunni á þessum árum, sem sló eins í gegn og einmitt þessar svörtu rúllukragapeysur. Er ekki ólíklegt að Frank Sinatra hafi orðið fyrir áhrifum þessa tískufyrirbæris, því síðar sást hann oft klæddur rúllukraga- peysu við jakkafötin, er hann söng opinberlega. „Go-go píur og Tempópeysur“ En hvernig voru „bítlastelp- urnar“ klæddar? Vinsælustu hljómsveitum þessara ára fylgdu oft svokallaðar „go-go“- stelpur, sem dönsuðu og dill- uðu sér, oft þrjár í hóp, hjá stjörnunum. Þessar stelpur urðu gangandi sýníngarstúlk- ur kvenfatatískunnar, ásamt fylgimeyjum stjórstjarnanna. Tískuklæðnaðurinn var mini- kjóll, ermalaus með rúllu- kraga, blúdusokkabuxur og hvít glansandi og krumpuð vinyl-stígvél. Augnmálningin varð meiri og svartari, um leið og varaliturinn fölnaði og varð jafnvel hvítur. Stelpur á íslandi notuðu gjarnan sinkpasta úr apótekinu til að fegra varirnar! Miðpunktur tískunnar var London, og hín nýja tíska breiddist óðfluga út um áifur og lönd. íslenskir táningar æptu á föt í anda bítlatískunn- ar, en oft urðu hinir íslensku unglingar að láta sér nægja að dreyma um tískuvarning úr Carnaby-stræti, því hérlendis var fataúrvalið af skornum skammti á fyrstu árum bítla- tískunnar. Tempópeysurnar áðurnefndu fundu tempo- strákarnir í lítilli kvenfatbúð Félagsheimilið Árnes Gnúpverjahreppi, sími 99-6044 Árnes er veitingastaður í þjóðbraut. í næsta nágrenni er Þjórsárdalur, Þjóðveldisbær o.fl. áhugaverðir staðir. Veitingar - svefnpokapláss - bensínsala ESSO þjónusta HOTELIÐ FLUÐUM Hrunamanna hreppi Árnessýslu Býður upp á gistingu og veitingar í ágætum húsakynnum. ★ Rúmgóðir salir til ráðstefnu- og fundahalda. ★ - Sundlaug og golfvöllur - ★ VERIÐ VELKOMIN Sími 99-6630

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.