NT - 08.06.1984, Blaðsíða 12

NT - 08.06.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 8. júní 1984 12 ÁBÓT „Indverskt lamb undir íslenskum himni“ ■ Þaö er nú sennilega að bera í bakkafullan lækinn aö reyna aö koma meö einhverjar frumlegar mataruppskriftir, svo vel sem því efni hefur veriö gerð skil á matarsíðum dagblaðanna. Svo ekki sé nú minnst á allar þær nýju og girnilegu matreiðslubækur sem hafa séö dagsins Ijós á undanförnum mánuðum og árum. Þó held ég aö mig misminni ekki ef ég segi aö ekki hef ég rekist á neitt aö ráöi um ind- verska matargerð. Svo stóru efni er að sjálfsögöu ekki hægt aö gera nein viðhlítandi skil í grein sem þessari. Nú fer sá tími i hönd að menn dusta rykið af útigrillunum og fara sem óðast aö glóöa hina lysti- legustu rétti á svölum og í göröum. Þá væri ekki úr vegi að prófa eitthvað nýtt á útigrillinu og því ekki aö prófa aö mat- reiða íslenska lambakjötið eins og t.a.m. Indverjar myndu gera? Eöa þá kjúklinga sem ku vera orðnir svo anzi ódýrir? Ef Indverjar ætla sér aö snæða úti viö, myndu þeir sennilega nota þar til gerða leirofna „tandor", í þá eru kol eða viöur notaö sem eldsneyti. í þessum leirofnum glóöa þeir allskonar rétti, oftast kjöt sem hefur veriö látiö liggja í krydd- blöndu yfir nótt. Á Vestur- löndum er sennilega þekktasti rétturinn „Tandoori-kjúkl- ingur“, og má sjá þennan rétt mjög víða á matseðlum ind- verskra veitingahúsa á Vest- urlöndum. Meö þessum réttum snæöa Indverjar ýmiskonar meölæti s.s. hrísgrjón, baunarétti, rétti tilreidda úr ýmiskonar græn- meti, „relishes" meðjógúrtsem undirstööu, kryddsultur svo nokkuö sé nefnt. Meö þessum réttum er einnig mjög gott aö hafa ýmiskonar fersk salöt, grillaöa tómata, bakaöar kart- öflur eöa maísköngla, allt eftir smekk manna eöa efnahag. Eftir að ég fór að dunda viö aö matreiða indverska rétti hefur mér næstum sárnaö hvaö fólk virðist álíta hvaö indversk matargerð sé einhæf en það er nú eitthvað annaö. Til að mynda rak mig í rogastans er ég komst aö því aö þaö er ekki til neitt krydd sem heitir karrí. Orðiö er trú- lega dregiö af indverska orð- inu „kari“ sem þýöir sósa, og er væntanlega vísað til ein- hverrar af hinum fjölbreyttu kryddsósum sem Indverjar búa til. Bretar, sem þá voru nýlendurherrar Indverja tóku þetta orð upp í sinn orðaforða og breyttu því í „curry". Þegar þeir síöan komu til heima- landsins mun þá suma hverja hafa langað til aö flytja með sér eitthvað af matarlist Ind- verja og úr varð „karrí“, ein- hver dularfull kryddblanda sem vísast er ekkert í líkingu viö það sem til var ætlast í upphafi. Enda er þaö svo aö enginn sem ætlar aö laga góöan indverskan mat lætur sér detta í hug aö kaupa tilbúið karriduft í dós. Það sem kemst næst því aö vera „karrí“, er kryddblanda sem nefnist „garam masala" á máli þarlendra og er hægt aö kaupa hana tilbúna en mér finnst langtum betra aö blanda hana sjálf. Þaö er hægt aö gera ótal marga góöa ind- verska rétti úr íslensku hráefni og kryddin sem þarf til er víðast hvar hægt að fá, a.m.k. í stærri matvörumörkuðum. S.S. og Víðir hafa til aö myrida haft flest sem til þarf. Eitt er þaö sem mér vitanlega fæst aðeins á einum staö hér í bæ , en þaö er fersk frosin engifer- rót. Hún fæst í versluninni Manilla á Suðurlandsbraut. Þaö er einnig hægt að nota niðursoðna engiferrót en engi- ferduft er ekki gott. En sem sagt þaö var ekki meiningin að gera indverskri matargerð full skil hér heldur gefa hugmynd um hvernig Ind- verjar vilja tilreiöa sinn útigrill- aða mat. Báðar uppskriftirnar af kjöti hér á eftir miðast viö aö marinera kjötið í ca. 1 sólar- hring áður en það er grillað. Þaö er dálítil fyrirhöfn viö aö búa til kryddlegina en ég get vitnað um að árangurinn er sannarlega þess virði. Þá datt mér í hug aö gefa uppskriftir af meðlæti og geta menn þá vonandi valið eitthvaö úr viö siU hæfi, en eins og áöur kemur fram, er mjög gott aö bera fram ferskt salat eöa annað það sem menn eru vanir að hafa meö útigrilluðum mat. Þessa kjötrétti má að sjálf- sögðu einnig grilla á venjulegu ofngrilli, en árangurinn veröur sannarlega ekki eins lystilega góöur. Og þá er bara aö vinda sér í uppskriftirnar. „Chicken Tandoori“ fyrir 4-6 1 meðalstór laukur, afhýddur og saxaður gróft. 6 hvítlauksrif, afhýdd og söxuö gróft 1 stk. engiferrót, ca. 4 cm á lengd og 2 cm á breidd 3 matsk. sítrónusafi 250 ml. hrein jógúrt 1 matsk. kóríanderduft 1 tsk kúminduft (ekki kúmen- fræ) 1 tsk turmeric 1 tsk garam masala (uppskrift hér að neðan) 'A tsk Masaduft (ground mace) 'A tsk múskatduft 'A tsk negulduft 'A tsk kanilduft 4 msk olívuolía 2 tsk salt 1/2-1 tsk nýmalaöur sv. pipar 'A-'A tsk. cayenne pipar (spar- lega) Matarlitur (Indverjar nota duft sem mér hefur ekki tekist að fá hér. Hef í staðinn notað Hjördís Smith, læknir og annálaöur kokkur af þeim sem kynnst hafa matartilbúningi hennar, ætlar aö leiöa okkur inn í leyndardóma indverskrar matargerðar og gefa uppskriftir af-gómsætum indverskum réttum. rauöan matarlit. Þetta er smekksatriði og má sleppa) 1 og '/i stór kjúklingur hlutaður í hæfilega bita. Til skrauts: 1 laukur 2 sítrónur Lagið kryddlöginn fyrst Setjiö laukinn, hvítlaukinn, engiferrótina, og sítrónusaf- ann í blandara og setjiö á mesta hraða þar til allt er orðið aö nk. mauki. Setjið maukiö í stóra skál, þar útí er sett jógúrt, kóriander, turmeric, kúmin, garam masala, masi, múskat, negull, kanill, olía, salt, pipar, cayennepipar, og matarlitur (ef notaöur). Öllu blandað vel saman. Kjúkl- ■ingarnir hlutaöir í sundur og paran tekin af. Skeriö hér og þar í bitana meö beittum hníf svo aö kryddblandan fari vel inní kjötið. Setjið bitana svo út í kryddlöginn og þekiö vel. Látiö marinerast í 1 sólarhring. Snúiö bitunum etv. ööru hvoru. Grillið síðan bitana á útigrilli í ca. 1/2 kist og snúiö nokkrum sinnum á meöan grillaö er. Þeir eiga að vera nokkuð dökkir aö utan. Pensliö meö kryddleginum eft- stór steik. Síðan er skoriö í það á nokkrum stöðum þannig aö kryddlögurinn eigi greiöan aðgang aö kjötinu. „Útigrillað lambalæri, úrbeinað11 - 6-8 manns 1 stórt læri 2 laukar 1 biti engiferrót, 6 cm löng og 2 cm breið 5-7 hvítlauksrif 2 dl. sítrónusafi 1 msk. kóriander 1 tsk garam masala 1 tsk kúmín 1 tsk turmeric 'A tsk masaduft 'A tsk múskatduft 'A kanilduft 'A tsk negulduft 2 dl. olívuolía 2 1/2 tsk salt 1 tsk nýmalaður sv. pipar 1/2 tsk cayenne pipar Matarlitur (ef óskaö er) Setjið 1 lauk, hvítlaukinn, engiferrótina, og 4 msk. af sítrónusafa í blandara (blender mixer) og blandið þar til þetta er orðið að mauki. Setjiö maukið í stóra skál (ekki úr málmi), blandiö útí öllum hinum efnunum, setjiö kjötiö þar í eftir að það hefur ir því sem tilefni gefast. Ef menn vilja skreyta er það gert á eftirfarandi hátt: Sítrónur skornar í báta, laukur í mjög þunnar sneiöar, þessu síðan raðað ofan á kjúklingabitana sem hefur veriö komiö fyrir á því sem þeir eiga að berast fram á. Mjög fallegt aö strá ferskri steinselju yfir. Mjög gott að kreista sítrónubátana yfir um leiö og boröað er. Þá er næsta uppskrift af heilsteiktu lambalæri. Krydd- lögurinn er mjög svipaður þeim fyrri en útkoman ólík þar sem annarsslags kjöt er á feröinni. Kaupið iæriö u.þ.b. 1 viku áöur en þið ætlið að matreiða þaö og látiö þiöna í ísskáp í 5-6 daga. Áður en þaö er marinerað, er það úr- beinað og látið vera útflatt, þannig aö þaö lítur út eins og verið skoriö til og sú fita fjar- lægð sem menn vilja. Þekið vel með kryddleginum og látið standa í ísskáp í 1 sólarhring. Snúið 3-4 sinnum. Eftir 24 klst er kjötið síðan tilbúiö til að grillast. Setjið kjötið á heitt grillið og latið fyrst grillað ca 6-8 mín á hvorri hlið. Grillið síðan í ca 15 mín á hvorri hlið og snúið nokkrum sinnum á meðan. Snúið ekki meðan kjötið er að grillast fyrstu 8 mín svo að það fái góða skorpu. Kjötið á að vera næstum kolað að utan en rósrautt að innan. Það fer auðvitað eftir smekk hversu steikt menn vilja hafa kjötið en mér finnst best að hafa það fremur hrátt og grilla það ekki lengur í ca45 mín alls. Penslið oft með kryddleginum á með- an verið er að grilla.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.