NT - 08.06.1984, Blaðsíða 13

NT - 08.06.1984, Blaðsíða 13
 fíT? LlIÍ ÁBÓT Skraut: Mjög þunnir laukhringir radísusneiðar í báða þessa rétti hefur verið notað kryddblandan gar- am masala. Það er hægt að fá tilbúið í S.S. Austurveri og Glæsibæ en mér finnst sú blanda sem ég bý til sjálf mun bragðmeiri og betri og hér er uppskriftin á henni. Garam masala 1 msk. kardimommufræ 1 4 cm kanilstöng 1 tsk svört piparkorn 1 tsk sv. kúmínfræ 1 tsk heill negull 'A úr múskathnetu Allt .sett í kryddkvörn og malað vel. Hægt að nota kaffi- kvörn eða rafmagnskrydd- kvörn. Ekki gott að nota mortél, a.m.k. ekki fyrir kanil- stöngina. Þetta síðan sett í loftþétt glas, geymist vel en er best nýlega blandað. Og þá er að snúa sér að meðlætinu. Indverjar nota mikið ýmisskonar baunir í sinni matargerð og hér á landi er nú komið gott úrval af slíku, sér í lagi í heilsufæðisbúðum og öðrum viðlíka verslunum. Gott er að nota kjúklingabaun- ir, sojabaunir, rauðar og svart- ar nýrnabaunir svo eitthvað sé nefnt. Réttur sá sem uþþskrift fer hér á eftir er nokkurskonar kássa eða mauk og smakkast afar vel með kjúklingunum. Indverjar kalla baunir „dhals“ og heitir eftirfarandi réttur: „Dhal special11 fyrir 4-6 250 gr. rauðar nýrnabaunir 2 laukar 2-3 hvítlauksrif 1 grænnchilipiparjhefurfeng^ ist ferskur eða frosinn í S.S. og Víði) 3 msk olía 1 msk kóríander 1 tsk turmeric 1 tsk kúmín salt sv. pipar Va bolli rjómi eða sýrður rjómi 2 tsk kóríander fræ 4 skalottulaukar sneiddir þunnt 1 msk olía Leggið baunirnar í bleyti yfir nótt, sjóðið síðan þar til þær eru orðnar mjög mjúkar. Þetta getur tekið 2-3 klst í suðu. Síið síðan baunirnar og geymið soðið af þeim. Hakkið síðan lauk, hvítlauk og chili og steikið í olíu í 3 mín. Bætið kryddinu útí og steikið í 2 mín í viðbót, hellið þá baununum útí og hitið í gegn. Hakkið síðan allt saman þannig að úr verði mauk, best að gera þetta í hakkavél. Ef maukið reynist vera mjög þykkt þynnið þá með soðinu. Bætið rjómanum útí. Steikið kóríander fræin í olíunni ásamt skalottulaukunum í 1 mín. og setjið útí stöþþuna. Þykktin á að vera á borð við þykka súpu. Hrísgrjón eru nánast skylda með öllum indverskum réttum og eru ávallt notuð hýðishrís- grjón. Bezt að nota þessi löngu (long grain rice) Það er vel hægt að hafa grjónin ein- faldlega soðin, ennþá betra finnst mér að krydda þau dál ít- ið. Uþþskriftin hér á eftir er mjög einföld en ákaflega bragðgóð. Það er aðeins not- að kúmín og turmeric en það er hægt að nota öll möguleg Föstudagur 8. júní 1984 13 Biti af engiferrót, ca 3 cm á lengd og 2 á breidd 3-4 tómatar, ferskir eða niður- soðnir Vá tsk turmeric Vi~ 1 chilipipar 1 tsk salt 1 tsk garam masala 1 tsk sítrónusafi Saxið hvítkálið meðalqróft. Afhýðið laukana, helmingiðog skerið í sneiðar. Hitið 6 msk af olíu á meðalhita og setjið fenu- greek, kúmín, sinnepsfræ og fennelfræ utí. Um leið og fræin fara að hoppa á pönnunni og breyta lit, setjið lauk útí og steikið í ca 3 mín. Bætið káli útí, blandið vel,setjið lok á pönnuna og steikið við lágan hita í 15 mín. Takið síðan lokið af og sjóðið í 30 mín í viðbót. Á meðan þetta sýður, saxið hálfan lauk gróft, og steikið hann ásamt gróft söx- uðum hvítlauk og engifer og tómat í blandara, búið til úr þessu mauk. Hitið 3 msk af olíu á pönnu, setjið þar útí maukið úr blendernum ásamt turmeric og chilipiþar. Steikið í ca 10 mín og hrærið stöðugt í. Ef þetta vill festast við pönnuna, setjið þá útí 1 msk af volgu vatni. Þegar hvítkálið hefur soðið í 30 mín, setjið þar útí maukið af pönnunni ásamt salti, garam masala og sítrónu- safa. Blandið vel og látið sjóða í ca 5-7 mín. Þetta virðist vera fullmikil fyrirhöfn við einn hvítkáis- haus, en ég get fullvissað þá sem leggja út í þessafyrirhöfn að hún borgar sig eins og vinnan við alla hina réttina. Að síðustu datt mér í hug að hafa með uþþskrift að köldu „relish". Uþpistaðan er a- gúrka, jógúrt og sýrður rjómi. Þetta er afar frískandi nk salat og á dæmalaust við vel krydd- að kjötið. Agúrkusalat „raita“ fyrir 4-6 1 stór agúrka 15 únsur hrein jógúrt og sýrður rjómi til helminga 1 tsk salt Nýmalaður sv. pipar 1/2-1 tsk kúmínfræ, ristuð á pönnu fyrst, smáv. cayennepipar paprikuduft til skrauts. Afhýðið og rífið niður agúrk- una. Blandið vel saman jógúrt og sýrðum rjóma. bætið útí agúrku, kúmín, salti, cayenne pipar og sv. pipar. Látið standa í ísskáp í góða stund áður en borið er fram. Það væri freistandi að gefa upp fleiri uppskriftir því af nógu er að taka, en ég læt hér staðar numið. Ég vona sannarlega að sem flestir geti fært sér í nyt eitt- hvað af þessu því eins og ég hefi áður tekið fram er fyrir- höfnin sannarlega þess virði. Hráefnin í þennan mat eru ekki dýr og yfirleitt auðvelt að fá. Allir þeir sem ég hefi boðið uþþ á þennan mat hafa orðið mjög hrifnir og vona ég að svo verði með ykkur. Fyrir þá sem langar til að kynnast þessum lystagóða mat betur, get ég bent að bók sem ég hefi svo til eingöngu notað sem heitir „An invitation to Indian cooking" eftir Ma- dhur Jaffrey og fékkst einu sinni hjá Eymundsson. Önnur mjög góð bók heitir „All Asian Cooking“ og fékkst hún hjá Snæbirni. Þar í eru réttir frá flestum Asíulöndum og er hún mjög vönduð. Að síðustu: góða skemmtun og verði ykkur að góðu. krydd, tam. negulnagla, heilan kanil, heilar kardimommurpip- arkorn eða lárviðarlauf. „Gul hrísgrjón“ 1 msk olía 1/2tsk kúmínfræ 300 g. hýðishrísgrjón 1/2 tsk turmeric 1 tsk salt Hitið olíu, þegar hún er vel heit, setjið kúmínfræin útí og brúnið í nokkrar sek. Bætið hrísgrjónum útí og turmeric, hrærið vel í og steikið í 2-3 mín eða þar til grjónin taka smáv. lit. Bætið ca. 700 ml vatns útí og saltið. Sjóðið í ca 30 mín. Mörgum finnst kartöflur ó- missandi með grillmat og hér fer á eftir réttur sem ég get óhrædd mælt með. Þessi rétt- ur fer afar vel með öllu kjöti, ekki bara indverskum kjötrétt- um. • Uþþskriftin miðast við 4-6 „Sookhe aloo (þurrar kartöflur)" 8 stórar kartöflur, soðnar og kældar 10 msk olía 1 tsk fennelfræ. 1 tsk kúmínfræ 1 tsk sinnepsfræ 12 fenugreekfræ (ca. 1/2 tsk) 3 þurrkuð rauð chilipiparhylki 1 tsk turmeric 1 -2 tsk salt 1 msk sítrónusafi Afhýðið kartöflurnar og skerið í meðalstóra bita. Hitið olíuna, helst i pottjárnspönnu eða potti, þegar olían er mjög heit, setjið útí fennel og kúmín, síðan sinneþsfræ og fenu- greek. Hitið og hrærið stöðugt í á meðan. Þegar kryddið byrjar að taka lit, bætið útí piparhylkjum, þegar þau fara að bólgna, fara kartöflur, turm- eric og salt útí. Hitið á meðal- hita og hrærið varlega í á meðan til að kartöflur fari ekki í mauk. Steikið í ca 15-20 mín eða þar til kartöflur eru jafnt brúnaðar. Kreistið sítrónusafa yfir kartöflurnar og saltið eftir smekk. Það er ómissandi að hafa eitthvert grænmeti með grill- mat og hér kemur uþþskrift að hvítkálsrétti. Svona hvítkál er einnig mjög gott með öllum steikum öðrum en indversk- um. „Hvítkál með lauk“ Fyrir 4-6 1 meðalstórt hvítkálshöfuð 21/2 laukar 9 msk olía 6 fenugreek fræ (1A) 1/2 kúmínfræ 1/2 sinnepsfræ 1/2 tsk fennelfræ 2-3 hvítlauksrif dýnustærð 200x90 cm. Verð kr. 12.600.- Húsgögn og , " Suðurlandsbraut 18 innrettmgar simi 6-86-900 Cabina rúmsamstæðan er komin aftur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.