NT - 08.06.1984, Blaðsíða 5

NT - 08.06.1984, Blaðsíða 5
 m i Föstudagur 8. júní 1984 .5 Ll w ÁBÓT Ferðir o <9 frístundir “■ ■ „Hárgreiðsla pönkaranna er oft mjög nýstárleg, eða hvað finnst ykkur?" ■ „Ósviknir pönkarar hlaðnir keðjum og næium". út frá því hafi orðið til tízka. Sem dæmi má nefna andlits- málningu karlmanna og sokkabuxurnar vinsælu, í öllum litum. Skömmu eftir miðjan áttunda áratuginn náði diskótónlist yfirhöndinni. Diskótek spruttu upp og „diskóföt" slógu í gegn, klæðaburður tengdur „diskói“ var í glæsi- og „glimmerstíl", jakkafötin urðu jafnvel úr glansandi satíni og kjólar úr gullofnu lurex-efni. Karlmann- legar greiðslur komu aftur til sögunnar, og konur skreyttu hár sitt með alls kyns spennum, spöngum og kömbum. Dans- og söngva- myndirnar Saturday Night Fever, og Grease áttu ekki síst þátt í að skapa diskó- tízkuna. Sem reiðisvar við diskóinu, braust fram pönk- tónlist, sem á rætur sínar að rekja til fátækrahverfa breskra stórborga. Atvinnuleysi og hingnandi efnahagur endur- speglaðist í hörkulegum og illskulegum klæðnaði; „pönk- tízkan" varð til. Fyrst náði „pönkið" vinsældum meðal lágstéttarunglinga, sem ekki höfðu peninga til að hlaupa á eftir duttlungum diskótízkunn- ar. Tónlistin var einföld, hrjúf og kraftmikil, og fatnaðurinn ógnvekjandi. Því skítugri, hörkulegri, og druslulegri sem fötin voru, því meira samræmi við ríkjandi tízku. Svarti litur- inn varð allsráðandi, ekki að- eins í fatnaði, heldur voru jafnvel varir og kinnar svart- málaðar. Alls kyns gaddaólar, grófar keðjur og hálsbönd urðu mikil tízkuvara, og hár- tízkan hin furðulegasta eins og meðfylgjandi myndir sýna. Kvennahljómsveitin „Grýl- urnar", hafði vafalaust sterk áhrif á fatatizkuna á íslandi, en hinar vinsælu „grýlur“ voru undir áhrifum hinnar dæmi- gerðu pönktízku áttunda ára- tugarins. En það voru ekki bara hörð- ustu pönkarar, sem fóru í svört föt, því tízkukóngjar Par- ísarborgar hönnuðu sínatízku talsvert í anda Pönktízkunnar, t.d. varð svarti liturinn hinn allsráðandi tízkulitur. Nú er pönktízkan á undanhaldi, ný- jum poppstjörnum skýtur stöðugt upp á stjörnuhimininn, og án efa skýtur upp riýjum tízkuklæðnaði í fataskápnum. ■ „Blómabörn á ís- landi“, Trúbrot leikur fyrir íslenzka æsku 1969“. Öl, pylsur, samlokur, sælgæti og. fl. og fl. ★ ★ ★ Úrval af sanackvörum ★ ★ ★ Videospólur í miklu úrvali ★ Nýjar myndir vikulega^ Leigjum einnig út videotæki SÖLUSkÁUNN ARNBERGI jijt Þjónusta í þjóðbraut Erum í beinu talstöðvarsambandi við olíubílana. Með því tryggjum viðfljóta og góða afgreiðslu á olíum, bensíni og öðrum vörum frá OLIS Tökum á móti pöntunum alla daga frá 8:00 til 23:30 sími 1685 Grill - grillkol - grillolía olíuluktir og ýmsar vörur fyrir bílinn og ferðamanninn SÖLUSKÁLINN ARNBERGI Selfossi - Sími 99-1685

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.