NT - 15.06.1984, Page 6
Vonair
vegir
- Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri,
skrifar
■ Hákon Sigurgrímsson
Mikil er gleði okkar yfir þeirri
iippbyggingu þjóðvega landsins
sem nú er hafin. Gleðin vex
með hverjum kílómetranum
sem lagður er varanlegu slitlagi
og innan fárra ára eygjum við
það að geta ekið á sléttum
vegum hringinn í kringum
landið.
Fátt er það á sviði opinberra
framkvæmda hin síðari ár sem
skiptir hinn almenna borgara og
bíleiganda jafn miklu og þessi
vegagerð og fátt er það sem
gerir okkur enn sáttari við að
bua í okkar ágæta landi en
þessar framkvæmdir.
Hinir vegirnir
En til eru aðrir vegir sem ekki
ríkir jafn mikil ánægja með.
Þaö er hinn hluti þjóðvegakerf-
isins, hliðarvegirnir sem liggja
út um sveitir landsins.
Sumir þessara vega rekja
aldur sinn til þess tíma þegar
bændur hópuðust saman með
skóflur sínar og hestvagna,
stungu kekki í mýrinni og hlóðu
upp vegg.
Ar eftir ár stunduðu menn
þessa iðju og alltaf lengdist
vegurinn um fáeina kílómetra á
ári og smám saman fjölgaði
bæjunum sem komust í vega-
samband. Á stríðsárunum
komu svo jarðýturnar og þá fór
þetta að ganga greiðar. Þá var
farið að nota jarðýtur til þess að
ýta upp moldarhrygg sem síðan
var sléttaður og borið ofan í eða
þá að rudd var slóð og ofan-
íburði ekið í.
Þannig hafa flestir sveitavegir
okkar lands orðið til a.m.k. í
lágsveitum sunnanlands. Þeir
eru flestir í raun aðeins moldar-
hryggir með örþunnu malarlagi.
„Tilkynning frá
vegamálastjóra“
Hver kannast ekki við þessi
Föstudagur 15. júní 1984 6
orð úr útvarpsauglýsingum á
vorin. Hinn eða þessi vegurinn
lokaður vegna aurbleytu eða að
öxulþungi takmarkaður við fá-
ein tonn. Það er orðinn árviss
viðburður að stór hluti þessa
„vegakerfis" sé ófær að vorinu
vegna aurbleytu, þegar frost fer
úr jörðu. Malarlagið er fokið í
burt eða sokkið ofan í moldina
og vegheflarnir skafa orðið
niður í bera moldina.
Aldrei hefur þetta verið verra
en í vor. Heita má að flestir
hliðarvegir í lágsveitum sunnan-
lands og vestan hafi verið ófærir
um nokkurra vikna skeið. Menn
komust varla frá bæ, aflýsa
þurfti mannfundum, með herkj-
um var hægt að sækja mjólkina
og flytja fóður og áburðarflutn-
ingar töfðust.
Til dæmis hafa ýmsir vegir í
Flóanum verið að heita má
ófærir á þriðja mánuð og öxul-
þungi takmarkaður við 5 tonn.
Þrátt fyrir hagstæða tíð undan-
farnar tvær vikur eru sumir
þessara vega tæpast akfærir
venjulegum bílum ennþá.
Af þessu er hinn mesti ami og
tjón fyrir fólkið sem í hlut á.
Það hefur tafist að menn gætu
borið á túnin, framkvæmdum
hefur seinkað og varla þarf að
lýsa ástandi þeirra bíla sem
reynt hefur verið að aka um
þessa vegi í vor.
Bændur eru ekki sífrunar-
samir menn en nú hygg ég að
þolinmæði þeirra sé á þrotum.
Hvers vegna er
þetta svona?
Eins og áður er lýst eru margir
þessara vega komnir til ára
sinna og miðaðir við allt aðrar
Æðarræktarfélag íslands:
Full þörf er á aðleggja nið-
ur allar stríðsyfirlýsingar
og að velviljaðir menn setji reglur um það hvernig arnarstofninn skuli
verndaður án þess að það bitni á æðarvarpinu
■ Nú stendur yfir varptími
hjá íslenskum fuglum, og mikið
um dýrðir í náttúrunnar ríki.
Væntanlega munu nokkuð á
annað hundrað þúsund æðar-
hjón hreiðra sig í eyjum og á
vernduðum svæðum, viðsvegar
um strendur landsins á þessu
vori. Dúnninn úr hreiðrum
þeirra verður hirtur, og hreins-
aður. Mun hann seljast án allra
styrkja á 16-20 milljónir króna
á erlendum mörkuðum. Hann
er eftirsóttur og í hærra verði en
allur annar dúnn, enda hafa
íslenskir varpbændur iagt alúð
við dúnframleiðsluna og æðar-
rækt um tveggja alda skeið.
Tvímælalaust hafa nytjar af
æðarvarpi hamlað gegn byggð-
areyðingu í sumum afskekktum
sveitum og gætu gert það áfram,
ekki síst ef áhugamönnum tekst
að auka æðarvarp á ný.
Það sýnist því allfurðulegt að
í seinni tíð virðast ýmsir liafa
mikla andúð á viðleitni æðar-
ræktarmanna og reyna að setja
fótinn fyrir hana. Þetta hefur
jafnvel snúist upp í beinan
áróður gegn æðarfugli, þar sem
menn lýsa þcirri von sinni að
dúnn verði óseljanlegur sem
fyrst, svo hætt verði að vernda
æðarfugl. Vandamál þeirra
sem vilja viðhalda æðarvarpi og
efla það eru margvísleg. Má þar
einkum nefna tilkomu minksins
og mikla fjölgun vargfugls. Víða
hafa þau meindýr eytt æðarvarpi
og öðru fuglalífi, ýmist að hluta
eða að fullu á svæðum þar sem
blómlegt varp var áður. Hvort
tveggja er að þau eru sum hver
afar sólgin í æðarungana og
halda þannig stofninum niðri og
önnur leggjast á varpstöðvar
fuglsins og eyðileggja þær.
Varpbændur hafa því löngum
orðið að vernda æðarfuglinn,
m.a. með fækkun vargdýra,
þegar annað dugar ekki.
Scm dæmi má nefna að á
seinni árum hefurfjölgun hrafns
leitt til þess að flokkar af honum
hafa oft og víða lagst á varplönd
og herjað með slíkum látum að
engu er eirt. Mjög erfitt og
jafnvel útilokað getur reynst að
skakka þann leik nema með
svefnlyfi. Með því að láta það í
egg í varplandinu hefur tekist
að svæfa hrafn hópum saman og
aflífa síðan og verður það til
þess að slíkir vargflokkar forð-
ast svæðið á eftir. Fátt yrði um
varnir ef ekki mætti nota lyf á
þennan hátt, því hrafninn lærir
fjótt að varast skotvopn. Á
sama hátt leggst svartbakur frá
svæðum þar sem svefnlyf hefur
verið notað. Fullyrðingar um
gagnleysi þess að nota lyfið við
verndun varplanda eru því ekki
á rökum reistar. Bent skal á að
eyðing varps er ekki bundin við
■ ...„Með því að láta svefnlyf í egg í varplandinu hefur tekist
að svæfa hrafn hópum saman og aflífa síðan og verður það til
þess að slíkir vargflokkar forðast svæðið á eftir...“
■ Æðarkolla á ungum