NT - 15.06.1984, Side 7
Vettvangur
aðstæður en nú eru. Pegar þeir
voru byggðir voru aðeins örfáir
bílar til í hverri sveit, eins og
hálfs til tveggja tonna vörubílar
voru algengastir og mjólkurbíl-
arnir voru tveggja og hálfs
tonns.
Flutningabílarnir sem dag-
lega aka um þessa vegi nú flytja
10-15 tonn og umferðinni er
ekki hægt að jafna saman. ís-
lendingar munu vera ein bílrík-
asta þjóð í heimi.
Áður fyrr voru flestir þessara
vega í umsjá sýslufélaganna en
seint á sjöunda áratugnum tók
ríkið við umsjá þeirra.
Menn vonuðu að þá kæmi
betri tíð og viðhald veganna
myndi skána en það finnst
mörgum hafa brugðist.
Að vísu hafa ýmsar lagfæring-
ar verið gerðar, en mjög víða er
umhirðu veganna sárlega áfátt
eins og að framan er lýst.
Átaks er þörf
Þótt öll viljum við að slitlagið
á hringveginum haldi áfram að
lengjast má ekki vanrækja aðra
hluta þjóðvegakerfisins.
Varla verður lengur undan
því vikist að gera stórátak í að
lagfæra þá vegi sem verst eru
farnir.
Við þéttbýlisbúar sem fár-
umst yfir minnstu ójöfnu í mal-
bikuðum götunum okkar,
megum gjarnan hugleiða að-
stöðu þess fólks sem í strjálbýl-
inu býr. Enda þótt vegirnir séu
ekki sem verstir á sumrin þegar
við skreppum í sveitina á sunnu-.
dögum þarf sveitafólkið að búa
við þá hálf ófæra mikinn hluta
ársins, ýmist af snjó eða aur-
bleytu.
■ Bændur í Flóanum bjarga ein-
um fóðurbflnum upp úr hvarfi.
Myndimar er teknar um 20. maí í
vor. Ljósm. GÍ
Það tilheyrir sjálfsögðum
mannréttindum að hafa nothæfa
vegi og er raunar undirstaða
þess að fólk geti búið við sæmi-
legt öryggi.
Við ættum líka að hafa það í
huga að þetta vegakerfi er ein
undirstaða þess að við getum
daglega fengið ferska mjólk og
mjólkurvörur og notið annarrar
þjónustu sem sveitirnar veita.
■ Æðarfugl í Hafnarfjarðarhófn
eitt ár, afleiðing hennar nær til
margra næstu ára, og getur líka
orðið algjör og óbætanleg.
Þó að notkun lyfja og eitur-
efna sé eitt áhrifaríkasta ráðið
til að verjast vargfugli er notkun
þeirra varasöm. Því ætti trúlega
ekki að leyfa meðferð þeirra
öðrum en trúnaðarmönnum
sem kunna með þau að fara.
Æðarræktarmenn eru ekki mót-
fallnir reglum um síkt. Á þann
hátt mætti nota lyfin án áhættu,
enda mun slíkt vera gert erlend-
is af mönnum sem bera náttúru-
vernd fyrir brjósti.
Varpeigendur og aðrir æðar-
ræktarmenn óska ekki eftir,
frekar en aðrir landsmenn að
hafarnarstofninn deyi út. Þeir
telja hins vegar ósanngjarnt og
þarflaust að fórna verðmætum
landsnytjum til að koma í veg
fyrir það.
Því miður getur örn orðið
mikill skaðvaldur í æðarvarpi
og eru næg dæmi um stórtjón af
hans völdum, og sum nærtæk.
Reynt hefur verið að setja lög
um það hvernig koma megi í
veg fyrir slíkt tjón. Málsvarar
arnarins brugðust illa við því og
af mikilli óbilgirni. Þeir hafa
kosið að reka áróður gegn þeim
sem fyrir tjóninu verða, í stað
þess að ræða málin og finna á
þeim lausn. Hætt er við að slík
afstaða sé tvíeggjuð og kunni að
bitna á því sem verið er að
verja. E.t.v. á hún einhvern
þátt í að: „á undanförnum árum
hafa fundist 6-7 sjórekin hræ af
ungum haförnum" eins og
segir í nýbirtum yfirlýsingum.
Auðvitað þarf þó ekki að
vera að dauði þeirra sé á nokk-
urn hátt af mannavöldum, þar
sem ernir geta farist af ýmsum
orsökum, ekki síður en önnur
dýr.
Full þörf er á að leggja niður
allar stríðsyfirlýsingar og að vel-
viljaðir menn setji reglur um
það hvernig arnarstofninn skuli
verndaður án þess að það bitni
á æðarvarpinu.
Þá ágætu og verðmætu bú-
grein eigum við ekki að van-
rækja heldur efla sem mest og
stuðla að áframhaldandi forystu
íslendinga á dúnframleiðslu, á
sem myndarlegastan hátt.
Æðarræktarfélag íslands.
Föstudagur 15. júní 1984
iV>T
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Siðumúli 15, Reykjavík. Sími:
686300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent hf.
Framkvæmda er þörf
■ Á undanförnum misserum hefur átt sér stað á
íslandi öfgafull umræða um landbúnaðarmál bæði
í fjölmiðlum, meðal almennings og jafnvel á hinu
háa Alþingi. Þessi umræða hefur oft einkennst af
einföldun, vankunnáttu og skilningsleysi á málefn-
um landbúnaðarins eins og NT hefur oft áður bent
á. Til viðbótar má benda á, að íslenskir bændur og
landbúnaður þeirra á sér marga sterka andstæð-
inga, sem hafa einskis svifist til aðrægjalandbúnað-
inn og þá, sem tengjast honum mest, með
margvíslegum aðferðum. Þessir aðilar hafa beitt
auðskiljanlegum gagnrýnisslagorðum, sem hinn
almenni borgari á létt með að móttaka og því hefur
áróðurinn gegn landbúnaðinum óneitanlega hlotið
hljómgrunn.
Staðreyndin er hins vegar, að landbúnaðarmál
eru mjög flókin í eðli sínu og því verður málflutn-
ingur forsvarsmanna landbúnaðarins óhjákvæmi-
lega oft of ítarlegur, þannig að hinn almenni
borgari á erfiðara um vik en ella að setja sig vel
inn í málið.
Til er þó eitt mjög mikilvægt atriði, sem
andstæðingar íslensks landbúnaðar hafa viljandi
vanrækt að nefna í áróðri sínum, þrátt fyrir að það
hafi grundvallarþýðingu í allri umræðu um sam-
drátt í landbúnaðarframleiðslu. Það er sú einfalda
staðreynd, að landbúnaðarframleiðsla snertir þús-
undir annarra fjölskylda en þeirra, sem starfa
beinlínis að sjálfri landbúnaðarframleiðslunni.
Hér er átt við alla þá, sem vinna við þjónustustörf
kringum landbúnaðinn, ekki aðeins úti á lands-
byggðinni heldur einnig á Reykjavíkursvæðinu.
Óhætt er að fullyrða, að allir á þessu svæði kannast
við einhvern, sem kemur nálægt landbúnaðarfram-
leiðslu á einhvern hátt, beinan eða óbeinan.
Þeir, sem styðja þær furðulegu raddir, er
krefjast frjáls innflutnings á landbúnaðarvörum
ættu að íhuga betur þær gífurlegu afleiðingar, sem
slík aðgerð myndi hafa á atvinnuhorfur þúsunda
íslendinga. Hver á ekki vin eða kunningja, sem
starfar við eitthvað er tengist þj ónustu við landbún-
aðinn? Vilja menn virkilega setja störf þeirra í
hættu með því að þóknast heildsalaöflunum með
því að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðar-
vörum, eins og markaðshyggjumennirnir í Sjálf-
stæðisflokknum vilja?
Það er yfirlýst skoðun NT, að jafnhliða sam-
drætti í framleiðslu hefðbundinna landbúnaðar-
vara, eigi að vinna skipulega að uppbyggingu
annarrar framleiðslu í byggðum landsins. Þessi
samdráttur er þegar kominn til sögunnar og
almenningur gerir sér ef til vill ekki grein fyrir
þeirri staðreynd, að hann er verulegur bæði hvað
varðar mjólk og sauðfé. En hitt verður að segjast,
að þessum samdrætti hefur ekki verið fylgt eftir
með uppbyggingu nýrra búgreina. Stjórnvöld sem
aðrir tala mikið og endalaust um loðdýrarækt og
fiskeldi og er nú svo komið að menn eru orðnir
þreyttir á öllu þessu tali um nýjar búgreinar meðan
ekkert skipulegt er framkvæmt. Kominn er tími til
að hætta að tala og fara að framkvæma.