NT - 15.06.1984, Page 8
Jón Árnason
Föstudagur IS.júni 1984 ' 8
Colcíus. Ingvar Grétarsson
leikur á gítar og spilar í Rokk-
bandinu. Sjálfur sér Siggi
Helgi um söng og bassaleik
o.fl. Lögin er flest eftir hann,
einnig nokkrir textar. Af
lögum á plötunni má nefna
„Eiginkona“, „Lífið“, og
„Tvöfaldur brennivín í kók“.
Jón Árnason nefnist harm-
onikkuleikari, og gefur Stúdíó
Bimbó út plötuna Kleifaball
með honum. Jón er fæddur á
Syðri Á á Kleifum við Ólafs-
fjörð árið 1928. 12 ára fór Jón
að spila á harmonikku, og
fljótlega fór hann að spila fyrir
dansi, einn og með öðrum og
síðan í hljómsveitum. Jón spil-
ar ekki eftir nótum en hefur
Sigurður Helgi Jóhannsso
Eövarð F. Vilhjálinsson
■ Á næstunni mun Studio
Bimbo senda frá sér fjórar
hljómplötur. Stúdíó Bimbo er
á Akureyri og er í eigu Pálma
Guðmundssonar.
Fyrsta platan heitir Feti
framar og er með Sigga Helga,
eða Sigurði Helga Jóhanns-
syni. Þetta er fyrsta plata hans.
Siggi Helgi söng með hljóm-
sveitinni Casanova frá Kefla-
vík um skeið. Hann hefur nú
fengið í lið með sér þekkta
hljóðfæraleikara til að leika
undir á plötunni. Það ber fyrst
að nefna Sigfús Óttarsson úr
Bara-flokknum. Kristján
Guðmundsson leikur á
hljómborð, og hefur áður spil-
að með Póker, Haukum og
engu að síður verið undirleik-
ari og leitt söng hjá félags-
samtökum á Ólafsfirði. Á plöt-
unni, sem hefur að geyma
valsa, polka, tangó, ræl o.fl.
leika þeir Einar G. Jónsson á
trommur, Ingvar Grétarsson á
gítar og Grímur Sigurðsson á
bassa. Einar hefur leikið með
ýmsum þekktum hljóm-
sveitum eins og K.K. Sextett,
og hljómsveit Jóns Sigurðsson-
ar,ogGrímurhefurm.a. leikið
með Ingimar Eydal, Ragnari
Bjarnasyni, Örvari Kristjáns-
syni.
Tvófeldm nefmst plata sem
Eðvarð F. Vilhjálmsson frá
Keflavík leikur og syngur á.
Hann hefur leikið með ýmsum
hljómsveitum, þ.á.m. Box,
Kjarnorkublúsurum og Qtsí
Qtsí. Á þessari plötu leikur
hann á öll hljóðfærin sjálfur -
bassagítar, trommur,
hljómborð, gítar og syngur
einnig. Á plötunni eru 8 lög,
öll eftir hann sjálfan. Tónlist
Eðvarðs er sögð flokkast undir
svipaða stefnu og hjá Bara-
flokknum, Dire Straits o.fl.
Þetta er í fyrsta sinn hér á landi
svo vitað sé að einn og sami
maður leiki inn á plötu og spili
allt sjálfur.
Síðast en ekki síst er það svo
sjálfur Hallbjörn Hjartarson
frá Skagaströnd sem verður
með plötu á Stúdíó Bimbó-út-
gafunm. Nefmst hún Kantrý 3.
Á þessari plötu er einfaldleik-
inn allsráðandi. Fá hljóðfæri
eru notuð til að ná fram sem
best ekta kántrý-stíl. Gítar.
fiðla, bassi og trommur eru
uppistaðan. Hluti upptökunn-
ar fór fram undir berum himni.
Útsetningarnar eru eftir Snorra
Guðvarðsson, en hann sá um
allan gítarleik á plötunni ásamt
því að spila á slagverk og
radda. Með honum leika þeir
Mattías Henriksson á
trommur, Kristján Jónsson á
bassa, Michael Clark á fiðlu og
Ingimar Eydal á hljómborð.
Lögin eru flest eftir Hallbjörn,
og upptakan fór fram á Akur-
eyri dagana 14.-22. maí.