NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 15.06.1984, Qupperneq 16

NT - 15.06.1984, Qupperneq 16
Föstudagur 15. júní 1984 1 6 Útvarp og sjónvarp á sunnudag: Þjóðhátíðarefni ríkisfjölmiðlanna ■ Frá þjóðhátíðinni 1944 ■ Á þjóðhátíðardaginn 17. 1 júní, sem er á sunnudag, gera fjölmiðlarnir ýmislegt til há- tíðabrigða. Þennan dag verða 40 ár liðin frá því að lýðveldi var stofnað á Islandi, svo að ástæða er til að hafa nokkuð við. í sjónvarpinu er mynd sem nefnist „Land míns föður" og er sú mynd kynnt sem mynd- leiftur úr íslenskri lýðveldis- sögu. Byrjað er á filmubút sem sýnir stofnun íslenska lýðveld- isins á Þingvöllum 17. júní árið 1944, og síðan sýndir ýmsir stuttir myndbútar úr hinum ýmsu merkisatburðum lýð- veldissögunnar, eldgosum. þorskastríðum, hersetu o.s.frv. Höfundar og umsjón- armenn eru þeir Eggert Þór Bernharðsson og Valdimar Unnar Valdimarsson sagn- fræðingar, en dagskrárgerð- armaður Maríanna Friðjóns- dóttir. 1 útvarpinu er hins vegar dagskrárþáttur, klukkutíma langur, nteð þjóðlegu efni í ljóðum, tónlist og lausu máli. Nefnist þátturinn „Svo aldrei framar fslands byggð sé öðrum þjóðum háð“. Það er Baldur Pálmason sem tekið hefur saman, en lesarar með honum eru Helga Þ. Stephensen og Stefán Jökulsson. Um morguninn er svo út- varpað frá hátíðarathöfn á Austurvelli, og síðan er guðs- þjónusta í Dómkirkjunni. Vigdís Finnbogadóttir Útvarp kl. 13.30 á sunnudag: Reykjavík bernsku minnar - Guðjón Friðriksson ræðir við Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands ■ Á sunnudag, þjóðhátíðar- daginn 17. júní er viðtalsþáttur sem nefnist Reykjavík bernsku minnar. Þá talar Guðjón Frið- riksson blaðamaður við Vig- dísi Finnbogadóttur forseta íslands. „Ég verð með svona þætti einu sinni í viku í sumar“, sagði Guðjón í samtali, „og þennan þátt bar upp á þann 17. Því þótti viðeigandi að fá forsetann í viðtal. í þessu spjalli rifjar hún upp minningar um bernsku sína og sitt æskuheimili. Hún fæddist í Tjarnargötunni, en flyst mjög ung í Ásvallagötu í svokallaða samvinnubústaði. Hún rifjar upp umhverfi sitt þarna, leiki barna og andrúmsloftið í Reykjavík á þessum árum. Þegar hún var að alast upp þá var fyrst kreppan og svo stríðið, og síðan var lýðveldis- hátíðin þegar Vigdís var 14 ára, svo að hún man hana vel.“ „Þetta er þriðji þátturinn sem ég verð með, og áður hef ég talað við Elías Mar og Þorvald í Síld og fiski.“ Þátturinn verður á dagskrá kl. 13.30 á sunnudag. Útvarp kl. 17.10 á sunnudag: Modern Jazz Quartet Síðari hluti tónleika í Laug- ardalshöll kvöldið áður ■ Á sunnudag klukkan tíu mínútur yfir fintm er á dagskrá síðari hluti útsending- ar frá hljómleikum Modern Jazz Quartet í Laugardalshöll kvöldið áður. Bein útsending í sjónvarpi og útvarpi fellur niður, en þess í stað sent út seinna á laugardagskvöld, fyrri hluti, og sjónvarpsupptökunni sjónvarpað síðar. Modern Jazz Quartet er fjögurra manna jazzhljómsveit frá Bandaríkjunum sem er ein sú virtasta á sínu sviði. Þeir hættu starfsemi 1976 eftir að hafa starfað saman í 20 ár, en koma öðru hvoru saman til að rifja upp gamla daga. Sjónvarp kl. 22.00 á sunnudag: Allt er fertugum fært Skemmtidagskrá L.R. í tilefni 40 ára afmælis lýðveldisins ■ Að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins bregður sjónvarpið á leik og flytur skemmtidagskrá þá sem Leikfélag Reykjavíkur hafði flutt þá um daginn í tilefni af 40 ára afmæli lýðveld- isins við Arnarhól. I þessari dagskrá verða flutt vinsæl dæg- urlög frá fyrstu árum lýðveldis- ins með nýjum söngtextum sem tengjast atburðum þeirra tíma, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Flytjendur eru: Aðalsteinn Bergdal, Guðbjörg Thor- oddsen, Guðmundur Ólafs- son, Guðmundur Pálsson, Hanna María Karlsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Jón Sigur- björnsson, Lilja Þórisdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Sigríður Hagalín og Soffía Jakobsdóttir. Tón- listarmenn eru Guðmundur R. Einarsson, Hallberg Svavars- son og Jóhann G. Jóhannsson sem útsetti lögin og stjórnar tónlistarflutningi. Leikstjórier Þórunn Sigurðardóttir. ■ Leikfélag Reykjavíkur verður með dagskrá í sjónvarpinu á sunnudagskvöld. ■ Úr fínnsku teiknimyndasögunni. Sjónvarp kl. 18.10: Barnaefni frá Norðurlöndum ■ Barnaefni sjónvarpsins á sunnudag samanstendur af tveimur norrænum myndum. Önnur er þriðji þáttur finnsks teiknimyndaflokks sem aðal- lega snýst um lirfur, dúfur, ketti og fiðrildi. Þetta er næst- síðasti þáttur myndaflokksins, sem Kristín Mántylá hefur þýtt og er Helga Thorberg sögu- maður. Hin myndin er lokaþáttur myndaflokksins Börnin á Senju, sem fjallar um leiki og störf á eyju úti fyrir Norður- Noregi. Þýðandi þess mynda- flokks er Jóhanna Jóhanns- dóttir og þulur er Anna Hin- riksdóttir. útvarp J Sunnudagur 17. júní 8.00 Morgunandakt Séra Kristinn Hóseasson prófastur, Heydölum, flytur ritningarorö og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurlregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stj. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.40 Frá þjóðhátíð I Reykjavík a. Hátíðarathöfn á Austurvelli. b. Kl.. 11.15 Guðsþjónusta i Dómkirkj- unni. Prestur: Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. Dómkór- inn syngur. Einsöngvari: Ellsabet F. Eiríksdóttir. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Reykjavík bernsku minnar - 3. þáttur Guðjón Friðriksson ræðir við forseta islands, Vigdísi Finn- bogadóttur. (Þátturinn verður endurtekinn í fyrramáliö kl. 11.30). 14.00 Ættjarðarlög 14.15 „Svo aldrei framar íslands- byggð sé öðrum þjóðum háð“ Dagskrárþáttur á 40 ára afmæli lýðveldisins með þjóðlegu efni í Ijóöum, tónlist og lausu máli. Bald- ur Pálmason tók saman. Lesarar með honum: Helga Þ. Stephensen og Stefán Jökulsson. 15.15 Ungir tónlistarmenn í út- varpssal a. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur lög eftir Pál Isólfsson, Rob- ert Schumann, Richard Strauss og Giacomo Puccini. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. b. Sigurður Flosason og Valgerður Andrésdóttir leika Sónötu op. 19 fyrir altsaxafón og píanó eftir Paul Creston. c. Reynir Guðmundsson syngur lög eftir Soutullo og Vert, Amade Vives, Charles Gounod, Georges Bizet og Giacomo Pucc- ini. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á pianó. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt- ir. UmsjónarmenmÖrnólfurThors- son og Árni Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Listahátið 1984: „Modern Jazz Quartet" Hljóðritun frá síðari hluta tónleika i Lauaardalshöll kvöldið áður - Kynnir: Asgeir Sig- urgestsson. 18.00 Það var og... Út um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertels- syni. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl- un, tækni og vinnubrögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 „Gamli bærinn“ Séra Emil Björnsson les frumsaminn Ijóða- flokk. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 20.45 Ustahátfð 1984: „örlagagát- an“ eftir Björgvin Guðmunds- son Söngdrápa fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit við texta Steph- ans G. Stephanssonar. Flytjendur: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þuríður Baldursdóttir, Jóhann Már Jóh- annsson, Michael J. Clarke, Krist- inn Sigmundsson, Passíukórinn á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit islands; Roar Kvam stj. - Kynnir: Jón Örn Marinósson (Hljóðritun frá tónleikum í Háskólabíói, 8. þ.m.) 22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Boardman Ari Trausti Guðmunds- son les þýðingu sína (9). Lesarar 23.05 Danslög 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 17. júní 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Tefknimyndasögur Þríöji þáttur. Finnskur myndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Kristín Mántylá. Sögumaður: Helga Tor- berg (Nordvision - Finnska sjón- varpið). 18.30 Börnin á Senju 4. Vetur loka- þáttur myndaflokks um leiki og störf á eyju úti fyrir Norður-Noregi. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Þulur: Anna Hinriksdóttir. (Nordvis- ion - Sænska sjónvarpið). 18.55 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Þjóðhátíðarávarp forsætis- ráðherra, Steingríms Her- mannssonar 20.45 Myndlistarmenn Bragi Ás- geirsson, listmálari 21.00 „Lands mins föður...“ Mynd- leiftur úr íslenskri lýðveldissögu. Höfundar og umsjónar- menn: Eggert Þór Bernharðsson og Valdimar Unnar Valdimarsson, sagnfræðingar. Dagskrárgerðar- maður Maríanna Friðjónsdóttir. 22.10 Allt er fertugum fært Skemmtidagskrá á vegum Leikfé- lags Reykjavíkur í tilefni 40 ára afmælis lýðveldisins, tekin upp við Arnarhól á þjóðhátíðardaginn. Flutt verða vinsæl dægurlög frá fyrstu árum lýðveldisins með nýj- um söngtextum sem tengjast at- burðum þeirra tíma, eftir Karl Ágúst Úlfsson. Flytjendur: Aðal- 'steinn Bergdal, Guðbjörg Thor- oddsen, Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Pálsson, Hanna Mar- ía Karlsdóttir, Jóhann Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Lilja Þóris- dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiöur Steindórs- dóttir, Sigríður Hagalín og Soffia Jakobsdóttir. Tónlistarmenn: Guðmundur R. Einarsson, Hall- berg Svavarsson og Jóhann G. Jóhannsson sem útsetti lögin og stjórnar tónlistarflutningi. Leikstjóri Þórunn Sigurðardóttir. 23.05 Dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.