NT - 15.06.1984, Qupperneq 28
Föstudagur 15. júní 1984.
Enn um danska sjóliðann:
Borga -
kannski
- málið komið til dönsku
ríkisstjórnarinnar
■ Danski sendiherrann á íslandi tilkynnti í gær að
danska ríkisst jórnin hefði til athugunar að bæta tjón
Einars Hákonarsonar. Sendiherrann gekk á fund
Ingva Ingvarssonar ráðuneytisstjóra í utanríkis-
ráðuneytinu í gærmorgun og ræddu þeir þá málið.
Síðan hafði sendiherrann samband við ríkisstjórn
sína og flutti Ingva boð hennar seinni partinn í gær.
Áður en ákvörðun Dana
liggur fyrir þarf að skila
grcinargerð um tjónið. Það
er Könnun hf., umboðsfyrir-
tæki Lloyd’s á íslandi sem
metur tjónið og skilar áliti.
Síðan tekur utanríkisráðu-
neytið saman greinargerð og
sendir til Danmerkur.
Einar Hákonarson skilaði
nú í morgun kröfugerðsinni,
byggðri á mati Könnunar hf.
Einar sagði NT í gær að
nú sæist glæta í málinu en of
snemmt væri að segja
nokkuð. Hann sagði að hann
hefði fengið bréf frá danska
sendiherranum þarsem hann
harmar atburðinn og tilkynn-
ir Einari ákvörðun danska
ríkisins.
Eins og lesendum NT er
kunnugt, stal drukkinn
danskur sjóliði bát Einars á
mánudagskvöld og eyði-
lagði. Báturinn var ótryggð-
ur enda sjósettur á sunnu-
dag. Kaupverð bátsins er
rúm ein milljón króna.
Danska freigátan hélt
áleiðis til Grænlands í gær
með sjóliðann innanborðs.
Einar hafði fallið frá kyrr-
setningarkröfu enda hefði
hann þurft að kosta uppihald
hans hér á iandi. Freigátan
verður við eftirlitsstörf við
Grajnland í tvo mánuði.
Albert Guðmundsson:
Reiknar með
sátt í hunda-
málinu
■ „Ég reikna með því að gera
dómssátt en fyrst vil ég fá að vita
hvað það þýðir. Eg hef heyrt að
fólk hafí verið sektað hvað eftir
annað út af sama málinu - ef það
er dómssátt þá vil ég frekar láta
dæma mig,“ sagði Albert
Guðmundsson fjármálaráð-
herra í samtali við NT í gær-
kvöldi.
Frestur sá er Albert var gef-
inn til að ljúka máli vegna kæru
um hundahald, er liðinn en
hann hefur tvisvar boðað
forföll.
í samtali við Helga Jónsson
hjá Sakadómi kom fram að
málið yrði afgreitt nú bráðlega
og sagði hann að Albert hefði
boðað lögleg forföll.
Albert sagði NT að hann
hefði verið lasinn upp á síðkast-
ið og að hann hefði hug á að
ljúka þessu máli. En eins og
fram kemur hér að ofan, vill
Albert vita hvað felist í
dómssátt. Hann sagðist vera
þakklátur fyrir þann frest sem
honum var gefinn til að Ijúka
málinu.
Eins og fram kemur í NT nú
í dag er unnið að reglugerð um
hundahald í Reykjavík.
Hvað líður hundafrelsinu í Reykjavík?
Reglugerð um hunda-
hald á næstu grösum
■ „Menn hafa hringt talsvert
og spurst fyrir um skráningu
hunda en skráning getur ekki
hafist fyrr en reglugerðin hefur
verið sett“ sagði Ólafur
Jónsson, fulltrúi hjá Reykja-
víkurborg er NT innti hann eftir
framvindu „hundamálsins“.
Eins og kunnugt er af fréttum
þá samþykkti borgarstjórn fyrii
nokkrum vikum að heimila tak-
markað hundahald í borginni
með ákveðnum skilyrðum.
Sjálfsagt hafa einhverjir orðið
þeim málalyktum fegnir, en síð-
an samþykktin var gerð hefur
lítið spurst af framvindu
málsins, þ.e. hvort borgarbúar
geti nú þegar tekið að halda
hunda í fullri sátt við lög og
reglugerðir.
Þegar NT fór á stúfana til að
kanna þetta hjartansmál núver-
andi lögbrjóta og væntanlegra
löghlýðenda fengust þær upp-
lýsingar að drög að reglugerð
um hundahald hafi þegar verið
samin en hafi þó enn ekki verið
lögð fyrir borgarstjórn.
Enginn skyídi þó örvænta því
að sögn Ólafs Jónssonar er
sennilegt að næsti borgarstjórn-
arfundur fjalli um reglugerðai-
drögin 21. júní næstkomandi.
íslendingar hefna
14-2tapsins
á Idtredsparken:
Unnu
Dani
■ Islensku konurnar hafa
nú tryggt sér 3ja sætið á
Norðurlandamótinu í
bridge. Þá stóð karlasveitin
sig feikna vel í gær. Rúllaði
Dönum upp 20--J-2 og
gerði síðan jafntefli við
Norðmenn 10-10. Hún á
nú mikla möguleika á
þrjðja sætinu.
í fyrri leiknum í Opna fl.
unnu Norðmenn Færeyinga
20-^-5, Svíar unnu Finna 18-2
og íslendingar Dani 20-^2 (77-
20 og 33-19, samtals 110-39). í
seinni umferðinni unnu Finnar
Færeyinga 19-1 Svíarunnu Dani
19-1, og Norðmenn og íslend-
ingar 10-10.
Hjá konum: Svíar-Finnar 11-
9, Danm.-ísl. 16-4. Nor.-ísl.
14-6 og Danm.-Finnl. 20--h2.
Danir eru efstir í kvenna-
flokki með 127 stig, þá Svíar
123 (spila innbyrðis í dag), ís-
lendingar þriðju með 74 stig (fá
12 stig með yfirsetu í síðustu
umferð). Finnar fjórðu með 65
og Norðmenn fimmtu mcð 59.
Svíar eru efstir í Opna fl. með
13416, Finnar 116, Norðmenn
98. íslendingar og Danir í 4-5
sæti með 93 stig og Færeyingar
síðastir með -t-31 stig. Islending-
ar keppa við þá í dag þannig að
góður möguleiki er á 113 stigum
alls.
Eru stjórnarmyndunarvið-
ræðurá bak við tjöldin?
■ Nú á vordögum hefur öðru hvoru lyft sér á flug sá
orðrómur að viðræður færu fram um nýja stjórn milli
nokkurra forystumanna Sjálfstæðisflokksins og forystu-
manna Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og e.t.v. fleiri
flokka. Vitað er að allmargir forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins eru óánægðir með núverandi stjórn einkum þeir
yngri sem í heild fengu enga ráðherrastóla. Telja margir í
þeim hópi lífsnauðsyn fyrir Þorstein Pálsson að stjórn-
armynstri verði breytt, fari svo að enginn af ráðherrum
flokksins standi upp fyrir honum í sumar eða haust. Þá er
mönnum í fersku minni skrif varaþingmannsins Guðmund-
ar H. Garðarssonar er hann nánast krafðist þess að
stjórnarsamstarfinu yrði slitið og undir þau orð hans tóku
sumir af yngri mönnum flokksins í viðtali við NT.
Úr lausu lofti gripið
„Þetta er algjörlega úr lausu
lofti gripiðþ sagði Friðrik Zop-
husson er NT spurði hann að
því hvort að viðræður hefðu
farið fram á bak við tjöldin um
nýja stjórn. „Upprunalegu
heimildirnar er að finna í kjafta-
dálki í Helgarpóstinum þar sem
sagt var að formaður Sjálf-
stæðisflokksins ætti í einhverj-
um viðræðum við Alþýðu-
bandalagið og Alþýðuflokk, en
þetta á sér enga stoð í veruleik-
anum og Alþýðubandalagið
hefur t.d. mótmælt því opinber-
lega að slíkar viðræður hafi átt
sér stað. Við erum í samstarfi
við Framsóknarflokkinnþ hélt
Friðrik áfram „þó mönnum líki
það misvel og meðan við eigum
í því samstarfi og teljum sam-
starfsgrundvöllinn þess virði að
starfa á honum, þá munum við
starfa með þeim af heilindum.
Pessa sögu hefur hver étið eftir
öðrum án þess að það sé nokkur
fótur fyrir þessu. Ég veit ekki
hver smíðar svona sögur, en
hún er greinilega smíðuð til
þess að veikja stjórnarsamstarf-
ið.“
Enginn þreifað á mér
„Það hefur enginn þreifað á
mér allavegana," sagði Guð-
rún Agnarsdóttir „Eg hef ekkert
heyrt neitt um þetta, enda ný-
komin í bæinn. Við höfum hins
vegar alltaf verið til viðræðu við
alla um margt. Við höfum opin
augu og eyru og erum í
þessu til þess að reyna að koma
okkar málstað fram og þess
vegna höfum við aldrei útilokað
viðræður eða hafnað viðræðum
við neina.“
Fyrr ætti Alþýðubanda-
lagið að hætta i pólitík...
Ekki náðist í höfuðpaura Al-
þýðubandalagsins í gær, en
menn sem standa þeim nærri
vildu ekki aftaka að einhverjar
viðræður hefðu farið fram í vor.
Það var vilji fyrir því í Sjálf-
stæðisflokknum, sagði einn, að
svissa yfir í stjórnarsamstarf við
AA flokkanna án kosninga, en
þó að þessi möguleiki hafi e.t.v.
verið ræddur meðal Alþýðu-
bandalagsmanna fyrr í vor, þá
kemur hann alls ekki til greina
lengur. Nú stefnir allt í átök á
vinnumarkaðinum i haust. Allir
samningar verða lausir 1. sept-
ember og sá tími er greinilega
liðinn að menn gefi ríkisstjórn-
inni frið til áframhaldandi kjara-
skerðinga. Ef Alþýðubandalag-
ið tekur sér ekki stöðu með
verkalýðshreyfingunni og reynir
að notfæra sér upplausnina til
fylgisaukningar þá getur það
alveg eins hætt pólitík og það
strax. Þess vegna kemur ekki til
greina að ræða við sjálfstæðis-
menn um annað en kosningar.
Nei, því miður
„Nei, því miðurý' sagði Jón
Baldvin Hannibalsson að-
spurður um hvort hann hefði
tekið þátt í einhverjum stjórn-
armyndunarviðræðum og í
sama streng tók Jóhanna Sig-
urðardóttir alþingismaður. Þau
könnuðust hvorugt við að hafa
heyrt um neinar slíkar við-
ræður.
Ekki náðist í forystumenn
Bandalags Jafnaðarmanna í
gær. Þeir eru á þeytingi um
landsbyggðina að kynna stetnu
sína og starfshætti.
Nýr forstöðumaður
Norræna hússins:
„Glaður og
stoltur"
■ „Ég er mjög glaður og
stoltur yfir að hafa fengíð
þetta starf og mun leggja
aðaláherslu á að styrkja
sambandið á milli Norður-
Iandanna“, sagði norska
ijóðskáldið Knut Ödegárd
í samtali við NT í g*r, en
hann hefur verið ráðinn
forstöðumaður Norræna
hússins i Reykjavtk tii
nxstu fjögurra ára.
Hann kvaðst ekki vera
með neinar ákveðnar áætl-
anir á prjónunum hvað
varðaði dagskrá hússins,
til þess væri ailt of stuttur
tími liðinn frá því hann
fékk að vita um stöðveit-
inguna, en þó vildi hann
[ gjarnan hefja nornena
Ijóðagerð til vegs og virð-
ingar. Aðspurður um
hvernig starfið legðist t
hann svaraði Knut að
hann þekkti vel til Nor-
ræna hússins og þeirra sem
hefðu gegnt þessu starfi
áður. Það væri álit dug-
mikið fólk og vonaðist
hann til að sér tækist jafn
vel upp.