NT - 22.06.1984, Page 1

NT - 22.06.1984, Page 1
Tókst fálkaþjófin- um að flýja land? Horfinn frá Hjálpræðishernum ráðsins sagði NT í gær að þætti Admiral Braun ástæða til að láta leita í skipum sínum, léti hann vafalaust gera það. Eins og kunnugt er liggur nú allstór þýsk flota- deild í höfn og stýrir henni Admiral Franz Dieter Braun. Um heimsókn flotans verður fjallað síðar. ■ Lögreglan leitar nú Mir- oslav Peter Baly, Pjóðverj- ans sem kyrrsettur var vegna stuldar á fálkaeggjum. Hann sást síðast seinni- partinn á þriðjudag, þegar hann fór frá gistiheimili Hjálpræðishersins, þar sem hann hefur dvalist. A þriðju- dag tilkynnti hann sig einnig síðast hjá Útlendingaeftirlit- inu. í gær átti hann að mæta hjá Utlendingaeftirlitinu íyrir klukkan fimm en lét ekki sjá sig. Þegar hann fór frá gisti- heimilinu var hann klæddur léttum stakk en skildi farang- ur sinn eftir. Ef hann hefur ekki komið fram seinna í dag má búast við að lögreglan geri ein- hverjar ráðstafanir til að hafa uppi á honum. Hann hefur ekki vegabréf sitt og er félít- ill. Alls staðar þar sem hann hefði getað komist úr landi liggur lýsing á manninum. Starfsmaður þýska sendi- Breska flugvélin: llla búin tækjum villtist af leið ■ Ekkert hafði enn spurst til vélarinnar sem saknað var, þeg- ar NT fór í prentun í nótt. Tveir breskir menn voru í vélinni þegar hún lagði af stað frá Reykjavíkurflugvelli í gær- morgun áleiðis til Grímseyjar. Síðast varð vélarinnar vart um kl. 11.20 á ratsjá í Reykholti í Borgarfirði, en þá stefndi hún í austurátt, sennilega komin af réttri leið. Vélin mun hafa verið illa búin tækjum til flugs við þær aðstæð- ur sem voru í gærdag. Hún hafði ekki blindflugsútbúnað innanborðs og ekki neyðar- sendi. Hið síðarnefnda torveld- aði mjög leit að vélinni. Pegar ljóst var að vélarinnar var saknað, hófst eftirgrennslan og í kjölfarið var leit hafin úr lofti og á landi. Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík fór til Húsa- fells um kl. 17,00 og um kl. 19,00 fóru flugbjörgunarmenn á svæðinu frá Reykjavík til Akureyrar, að Varmahlíö í Skagafirði og þaðan var gerð skipulögð leit undir handleiðslu flugmálastjórnar. Vegna erfiðra leitarskilyrða úr lofti reyndist örðugt að koma við flugvélum, og því voru send- ar þyrlur frá Landhelgisgæsl- unni, bandaríska hernum og árangur Albínu Thordarson til leitar á Arnarvatnsheiði, Grímstungu- heiði og Auðkúluheiði. Fljót- lega beindist leitin að Arnar- vatnsheiði, hálendinu upp af Borgarfirði og norðan Langjök- uls, og allt norður að Eyjafjarð- arhálendinu. Auk þess sveim- uðu tvær flugvélar lengi yfir leitarsvæðinu. Það voru flugvél flugmálastjórnar og Hercules- vél frá bandaríska hernum á Keflavíkurflugvelli. Síðast þegar fréttist, voru á sjötta hundrað manns að leit á svæðinu og leitarmönnum enn að fjölga. ■ Bretarnir sem leitað er aðeru á flugvél af þessari gerð, Cherokee Arrow, en hún var hvorki útbúin neyðarsendi né blindflugstækjum. Mynd: Baidur Svcinsson Fiskverð ákveðið í gærkveldi: Hækkar að meðal- tali um 6 prósent Fiskverð hækkar að meðal- tali um 6%, ýsa og steinbítur hækka um 7%, þoskurinn um 6% og aðrar tegundir hækka flestar um 5,5%. Þetta varð niðurstaðan af fundi í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins í gærkveldi, þar sem nýtt fiskverð var ákveðið með atkvæðum selj- enda og oddamanns en fulltrúar kaupenda greiddu atkvæði á móti. Þetta nýja fiskverð var reynd- ar orðið gamalt áður en það var ákveðið því það gildir frá 1. júní. Verðákvörðunin gildir fram til áramóta sem er frávik frá þeirri venju að ákveða fisk- verð til þriggja eða fjögurra mánaða í senn. Þá var ákveðið 4% hækkun á verðuppbót sem greidd er úr verðjöfnunardeild Aflatrygg- ingarsjóðs. Þetta þýðir að upp- bótin til útgerðarinnar á verð ufsa og karfa verður 16% en 6% á verð annarra tegunda. Ákvörðunin um uppbótar- hækkunina (og í raun einnig samningstímann) er tekin á grundvelli bréfs sem sjávarút- vegsráðherra skrifaði nefndinni í gær. Þar lofar ráðherrann að beita sér fyrir ráðstöfunum sem tryggi þessa hækkun. 1 bréfinu segir ennfremur að þessi ákvörðun sé tekin til að bæta stöðu sjávarútvegs og sjó- manna, svo og til að greiða fyrir ákvörðun fiskverðs er gildi frá 1. júní til áramóta. Að því er útgerðinni viðkem- ur, þýðir ákvörðun yfirnefndar- innar samtals um 10% hækkun að meðaltali, þar af þarf fisk - vinnslan þó aðeins að bera 6% hækkun. Nýríki Nonni að kaupa lóð? a 1.7 milljomr Borgarstjórn afgreiddi lóðirnar í Stigahlíð í gærkvöid. Athygli vekur að fáir kaupenda eru þekktir auðkýfingar. NT kynnir nöfn ióðarhafa á bls. 2. Tvö dauða- slys á Suður- Mitterrand í Moskvu: Harðorður um mannréttinda- brot, Afganistan og Pólland landi í gær - sjá bls. 2 og 28 ■ Mitterrand Frakk- landsforseti braut allar við- teknar venjur er hann tók upp mál Sakharovs í kvöld- verðarborði í Kreml í gær- kvöldi. Þar voru allir æðstu menn Sovétríkjanna samankomnir. Hann beindi máli sínu beint til Tsjern- enkós og æðstu leiðtoga kommúnistaflokksins og bað þá um að skilja tilfinn- ingar Vesturlandabúa vegna brota á mannrétt- indaákvæðum Helsinki- sáttmálans. „Þannig tölum við stund- um um málefni manna sem eru dæmigerð. Þannig ber að skilja tilfinningar Evr- ópumanna og margra ann- arra sem viðkemur málefn- um þegna ríkis ykkar.“ Mitterrand gagnrýndi einnig Sovétstjórnina fyrir afskiptin í Afganistan og fyrir að banna frjálsa verka- lýðshreyfingu í Póllandi. Lítil hrifning ríkti í Kreml yfir ræðunni. Tsjernenkó forseti Sovétríkjanna sagði í sinni ræðu að engum liðist að gefa ráð um mannréttindi í Sovétríkjunum né skipta sér af innanríkismálefnum þar. Nánar á bls. 24

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.