NT - 22.06.1984, Blaðsíða 5

NT - 22.06.1984, Blaðsíða 5
 m r Föstudagur 22. júní 1984 5 Ll L Fréttir Nýjar íslenskar kvikmyndir: Tvær í töku - ein á klippiborðinu Kvikmynd um fóik fyrir austan í deiglunni ■ íslenska kvikmyndaævin- týrið heldur sínu striki og um þessar mundir er unnið af kappi við tökur tveggja nýrra mynda. Uppi í Kjós er Þráinn Bertelsson á fullri ferð með Dalalíf, sjálfstætt framhald grínmyndarinnar Nýtt líf. A kirkjubæjarklaustrí hefur Ágúst Guðmundsson hreiðrað um sig með fríðu föruneyti og vinnur það að nýustu mynd sinni, Sandi. Þriðja íslenska myndin liggur á klippiborðinu og er væntanleg til sýninga strax í haust. Það er einnig Þráinn Bertelsson sem þar er á ferðinni með myndina Skamm- degi. Þá hefur flogið fyrir að helmingur Stuðmanna sé kom- inn á stúfana og ætli þeir að taka upp mynd fyrir austan í sumar, sem bera á það frum- lega heiti: Hvíiir máfar. Hvítu máfar á að verða skemmti - og ævintýramynd með rómantísku ívafi og gerast í lok sjötta áratugarins. Banda- ríkjamenn vinna að gerð ger- eyðingavopns, sem breytt get- ur hlutföllunum í valdatafli stórveldanna, og hafa notað íslenskt silfurberg í framleiðslu þess. Staðarmenn fyrir austan eru hins vegar látnir halda að vísindarannsóknir Bandaríkja- manna séu í því augnamiði að vinna á Austfjaröaþokunni al- ræmdu og bæta veðráttuna austanlands. Leikstjóri Hvítra máfa verður Jakob F. Magnús- son en handrit skrifa auk hans, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson en kvikmyndataka verður í höndum Karls Óskars- sonar. Hljóðupptöku mun Jú- líus Agnarsson annast en aðal- hlutverkin verða í höndum Ragnhildar Gísladóttur og Eg- ils Ólafssonar. Framleiðandi verður Skínandi sf. Að sögn aðstandenda Hvítra máfa á eftir að koma nokkrum atriðum á hreint, áður en endanlega verður ákveðið hve- nær upptökur hefjast, en allar líkur eru þó á að myndin verði gerð og það fyrr en seinna. FORD CORTINA 1600 Árg. 1976. Góður bíll. GOTT VERÐ - GÓÐ KJÖR Uppl. 687641 milli 9 og 17 78587 á kvöldin Til sölu! ■ Ragnhildur Gísladóttir söngkona fer með annað aðalhlutverkið í kvikmynd* inni Hvítir máfar, sem er um fólk fyrir austan, ef af töku hennar verður. ' J NT-mynd: Ami Saberg ■ Þóra Friðriksdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í Á hjara veraldar eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Jónsmessuhátíð: Á hjara veraldar og dögg á eftir - í Háskólabíói ■ Kvikmyndin Á hjara skemmtiatriðum, en þessu munu veita þeim aðgang veraldar, eftir Kristínu næst verður kvikmyndin að himnaríki, þegar þar Jóhannesdóttur verður sýnd. aö kemur. sýnd á sérstakri Jóns- Að hátíð lokinni verður Félagsskapurinn Vimr messuhátíð í Háskólabíói gestum boðið upp á Völuspár stendur að hátíð laugardaginn 23. júní kl. Jónsmessudögg. Loks eru þessari, en Völuspá er 24 áhorfendur hvattir til að heiti kvikmyndafyrirtæk- Hátíðin hefst með geyma aðgöngumiða sína isins, sem stóð að gerð ávarpi og tveimur vandlega, því að þeir Hjarans. Glcesilegu belgísku svefnherbergis- húsgögnin úr kirsu- berjaviði nýkomin aftur. Pantanir óskast staðfestar. í kvöld Munið okkar / greiðsluskilmála. Nota má mmm kortin til útborgunar á samningi. »»♦0,1 l\MM Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sfmi 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.