NT - 22.06.1984, Síða 6

NT - 22.06.1984, Síða 6
■ Á síðustu misserum hefur mönnum orðið ljós nauðsyn þess að efla rannsóknir á áður ónýttum fiskistofnum við iandið. Á fjárlögum ársins var þannig gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til rannsókna á djúpsjávarfiski. Þessi fjárveiting var meðal þess sem fella varð niður þegar fjárlagagatið margumrædda kom upp úr kafinu. í nýútkominni skýrslu Hafrannsóknastofnunar um starfsemina á síðasta ári er gerð grein fyrir fiskirannsóknum sem ráðist var í það árið. Þar er að finna eftirfarandi kafla um djúpflska og af lestri hans er Ijóst að mikið verk er óunnið ef sókn í nýja flskistofna á að geta orðið landsmönnum einhver búbót á komandi árum. Djúpfiskar „Til „djúpfiska" eru hér taldir þeir nytjafiskar, eða væntanlegir nytjafiskar, sem ekki er fjallað sérstak- lega um á öðrum stöðum í ársskýrslunni. Þær tegund- ir, sem hér verður minnst á, eru blálanga, langa, keila, gulllax og slétti langhali. Rannsóknaleiðangrar vegna djúpfíska voru engir á árinu 1983 og er það 5. árið í röð, sem slíkir rann- sóknaleiðangrar voru felld- ir niður. Upplýsingar um þessar fisktegundir eru því tilviljunarkenndar og feng- ust einkum í rannsókna- leiðöngrum, sem farnir voru í öðru skyni. Þess skal getið, að gagnasöfnun úti- búa og eftirlitsmanna hefur aukist verulega á árinu 1983. Maður frá stofnun- inni fór til að safna gögnum um blálöngu í veiðiferð með togara. • Umsögn um þessar teg- undir og aldursdreifingu þeirra var send Alþjóðahaf- rannsóknaráðinu til birting- ar í Annales Biologiques. Skýrsla um starfserni Hafrannsóknastofmmarinnar 1983 Hafrannsóknir — 29. hcfli ■ í skýrslu Hafrannsóknastofnunar kemur meðal annars fram að á árinu 1983 voru rannsóknaleiðangrar vegna „djúpfiska“ felldir niður 5. árið í röð. Blálanga Eins og fram hefur komið í ástandsskýrslu, minnkaði blálönguafli íslendinga árið 1983 enn meir en á árinu 1982 eða um 14%. Hann varð 5.126 tonn og er það 37% minni afli en þegar mest var árið 1980. Blálönguveiðin fer eink- um fram á hrygningartíma, þ.e. á tímabilinu febrúar til apríl og á mjög takmörk- uðu svæði S af Vestmanna- eyjum. í 28. hefti Hafrann- sókna (bls. 33) er yfirlits- tafla um blálöngu veidda á hrygningartímanum og vís- ast til hennar um aldur og nnablaöi c ■ Kristján G. Jóakimsson útvegsfræðingur telur í grein sinni í 'Víkingi koma vel til greina að hefja sókn í gulllaxinn á meðan verið er að ná þorskstofninum upp. ■ Kristján G. Jóakimsson, útvegsfræðingur hjá Norður- tanganum h.f. á ísafirði. lengdardreifingu. Allsvoru 1.395 blálöngur aldursgreindar. Mest var um 11-15 ára fisk (64.3%) og lengdin var 78-114 cm. Mældar voru 3.335 blá- löngur. Lengdardreifingin var að venju mikil, frá 17 til 147 cm. Smá blálanga fæst eingöngu með klæddri botnvörpu í rannsóknaleið- öngrum. Blálanga úr lönd- uðum afla og úr mælingum eftirlitsmanna er sjaldan undir 70 cm að lengd. Langa íslendingar stunda ekki ennþá neinar sérstakar löngu- eða keiluveiðar. Þessar tegundir fást því eingöngu sem aukaveiði við annan veiðiskap. Lönguafl- inn hefur lítillega aukist undanfarin ár. Hann var 4.225 tonn árið 1983, sem er tæplega 500 tonnum meira en árið 1982 og 800 tonnum meira en meðalafli síðustu 6 ára. Alls voru mældir 511 fiskar og kvarnir teknar úr 347 fiskum. Sýni voru frá norðvestursvæðinu suður og austur um til Suð- austurlands og voru flest tekin í janúar-mars. Lengd- ardreifingin var mjög mikil frá 34 til 177 cm. Stærst var langan á SA svæðinu (með- allengd 113.0 cm). Nokkrar Rannsóknarleiðangr- ar vegna djúpfiska felldir niður 5 ár í röð Sameiginleg yfirlýsing námsfólks í Stokkhólmi,Kaupmannahöfn og Osló ■ Eins og komið hefur fram í fréttum NT efndu íslenskir námsmenn á Norðurlöndum til mótmælaaðgera á 17. júní til að vckja athygli íslensku þjóðarinnar á stefnu ríkisstjórnarinnar í mennta-og kjaramálum. Hér á eftir fer sameiginleg yfirlýsing íslensks námsfólks við aðgerðirnar í Stokkhólmi, Kaupamanna- höfn og Osló: „I kjölfar samkomulags frá 1980, sem gert var á milli ríkisvaldsins og samtaka námsfólks, skyldi ríkisvaldið tryggja L.l.N. fjármagn til lána fyrir allt að 100% framfærslu- kostnaðar námsfólks. Þetta átti að gerast í áföngum með fullbyrðingu um áramótin 1983-84. Við samkomulag þetta tók námsfólk sér á herðar vísitölutryggðas endur- greiðslur námslána að fullu. Samkomulagið öðlaðist gildi með lögum frá Alþingi 1982. Framkvæmd þessara laga hef- ur í samskiptum ríkisvaldsins og námsfólks einkennst af á- framhaldandi svikum ríkis- valdsins, sem haldið hefur L.Í.N. í stöðugu fjársveiti og frestað í sífellu áfangabundn- um þáttum laganna. í fjár- lögum frá því í vor hefur svo núverandi ríkisstjórn gert að engu lögbundna skyldu nkis- valdsins við námsfólk með því að skerða fjárveitingar til L.Í.N. svo gróflega að sýnt er að í hinni almennu kjaraskerð- ingarstefnu ríkisstjórnarinnar mun kjaraskerðing námsfólks nema 40%. í engu hefur þó verið horfið frá þeim hertu endurgreiðslureglum sem námsfólki eru settar. Þessi stefna ríkisstjórnarinn- ar er niðurrifsstefna, beint gegn hagsmunum vinnandi al- þýðu og þeim hluta hins ís- lenska velferðarríkis sem bygg- ir á menntuðu vinnuafli í þágu lýðræðislegrar menningar. Varnarbarátta námsfólks nú í sínum kjaramálum á samleið meðskipulagðri kjara- baráttu verkalýðshreyfingar- innar og árangurinn er háður gagnkvæmum skilningi og ein- ingu. Við viljum með aðgerðum okkar í dag, lýs yfir stuðningi við þau launþegasamtök sem nú standa í, og hyggja á enn frekari aðgerðir gegn stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar og íslensks auðvalds. Aðgerðir okkar í dag eru undirbúnings- liður fyrir frekari skipulagn- ingu á sameiginlegum aðgerð- um meðal námsfólks að hausti“

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.