NT

Ulloq

NT - 22.06.1984, Qupperneq 9

NT - 22.06.1984, Qupperneq 9
Keppendur í skoska rallinu komnir heim: Eiga fullt erindi í erlend röll „Framkvæmdin frábær, förum aftur næsta ár“ ■ Þeir voru þreyttir en ánægðir íslensku rallararnir sem komu frá Glasgow í Skot- landi í síðustu viku. Það væri þó synd að segja að allt hefði gengið áfallalaust hjá þeim. NT hefur þegar sagt frá undir- búningserfiðleikunum, en þeg- ar út var komið tók varla betra við. Þegar Jón S. Halldórsson og Bragi Guðmundsson ætluðu að hefja keppni kom í ljós að Opel Kadettinn sem þeir höfðu keypt var ekki löglegur í keppni vegna þess að á vélinni voru blöndungar en ekki inn- spýting sem bíllinn var fram- leiddur með. Þeir fengu þó kost á að vera með sem gestir gegn því að leggja af stað síðastir í stað númer 27 eins og upphaflega var ætlað. Þegar 70 kraftmiklir bílar eru búnir að róta upp 1-5 sentimetrum af yfirborði veg- arins hver er orðið útilokað að ætla sér að sýna góðan árang- ur, þeir Jón S. og Bragi létu sér því allt í léttu rúmi liggja, og það líka þótt þeir ættu við bilaniraðstríða. Þegaralterna- torinn brann tók breski herinn að sér að draga ljóslausan bílinn milli sérleiða, sem þeir óku síðan ljóslausir í nætur- myrkrinu! Kom það til vegna þess að næstir á undan Jóni og Braga voru ræstir 3 Land Rover her- bílar frá breska hernum og urðu dátarnir og íslendingarnir strax hinir mestu mátar þannig að her Hennar Hátignar gerð- ist einkahjálparsveit lslending- anna sem ekki tóku í mál að gefast upp þótt þeir væru í rauninni ekki með í keppninni. Kláruðu þeir alla þrjá áfanga þótt þeir væru ekki reiknaðir með í heildar úrslitunum, og voru kjörnir vinsælustu kepp- endurnir af öðrum keppendum fyrir að hjálpa öðrum sem voru í vandræðum, að láta aldrei deigan síga og yfirleitt fyrir gott keppnisskap. Hinar tvær áhafnirnar voru ekki svo heppnar að geta lokið keppni. Birgi Bragasyni og Eiríki Friðrikssyni var farið að ganga æ betur á Escortnum eftir því sem leið á fyrsta áfangangann sem var sama sem stanslaus 28 tíma akstur. Þeir hafa keppt á svipuðum Ford Escort hér heima en bíll- inn sem þeir fengu leigðan úti Varmun fullkomnari, sérstak- lega vélin sem er 90 hestöflum kraftmeiri og 60 kílóum léttari. Þar sem þessi bíllvarlíka mun þyngri að aftan segist Birgir hafa verið þó nokkrum tíma að venjast honum og eins að- stæðum öllum semerutalsvert ólíkar þeim sem við eigum að venjast hér heima, enda bætti hann tímana sína jafnt og þétt þar til öruggt þótti að þeir myndu klára í topp tíu. En á síðustu ferjuleið fyrsta áfanga skeði óhappið, vélin sprakk, stimpilstöng gekkút úr blokk- inni. Þessi 260 hestafla Cosw- orht vél sem kostar nálægt 10.000 enskum pundum (um 450.000 ísl.kr!) er smíðuð úr áli og gerð fyrir 9500 sn/mín.að staðaldri og þolir 10.500 sn/ mín. en samkvæmt ökurita sem var í bílnum vegna leigu- starfseminnar var hún aðeins í 7200 snúningum þegar hún sprakk, þannig að Birgi varð ekki kennt um. Fyrir þessa leið ræddu Birgir og Eiríkur við eiganda bílsins sem fylgdist með rallinu og var hann þá hæst ánægður með frammi- stöuna og hve litlar skemmdir hefðu orðið á bílnum. „Við skulum klára núna hvað sem það kostar,“ sagði hann. Einu skemmdirnar fyrir utan UQIQÍ nliV c.AMBANO_ vélina urðu þegar Birgir krækti öðru framhjóinu út í hátt gras við vegkantinn og lenti á steini sem leyndist þar. Við höggið bognaði stýrisstöng og spyrna en hið frábæra viðgerðarlið sem fylgdi með í leigunni skipti um það á næstu ferjuleiðum. Með báðum leigubílunum, Ford Escort RE 2000 þeirra Birgis og Eiríks og Talbot Sunbeam 1600 Ti þeirra Ás- geirs og Loga fylgdu stórir sérútbúnir sendibílar með öllum hugsanlegum vara- hlutum, öllum verkfærum, meira að segja rafmagnsverk- færum sem gengu fyrir raf- magni sem framleitt var í bílunum. Viðgerðarmennirnir reyndust líka vanir og snöggir, þegar gírkassinní Talbotnum gaf sig var skipt um hann á næstu ferjuleið á aðeins 26 mínútum þannig að ekki töp- uðust nema 3 mínútur í ferju- leiðarmínus. Spyrnur og slíkt skiptu þeir um á svipstundu og jafnvel bensíntanksleki olli engum töfum, tankurinn var tekinn undan, þéttur og settur undir aftur svo hratt að Ásgeir og Logi komust á réttum tíma inn á næstu leið. Þar fóru þeir lítillega útaf og ók Ásgeir svo grimmt það sem eftir var leiðarinnar að í sfð- ustu beygjunni fór bíllinn útaf og á hliðina í endamarkinu ofan á skiltið sern merkti enda sérleiðarinnar og var flaggaður út þar, liggjandi á hliðinni! Sögðu blöðin á eftir að „two carloads of lcelanders", tveir bílfarmar af íslendingum, hefðu stokkið til og rétt bílinn við, sem ekki var fjarri sanni. Kláruðu þeir fyrsta áfang- ann, helming rallsins, í 33.sæti, en höfðu þá verið með 25. til 30. besta tíma og 18.besta tíma á einu leiðinni þar sem Ásgeir segist hafa slegið aðeins í. Eftir 14 tíma hlé héldu þeir aftur af stað en villtust strax á fyrstu ferjuleið og „týndu rall- inu“ eins og Ásgeir segir sjálfur, fundu aldrei fyrstu sérleið. Hvorugur kílómetra- teljari bílsins var í lagi og kort höfu þeir ekki heldur, þannig að þeir fundu ekki réttan stað til að beygja út af hraðbraut- inni. Þrátt fyrir þessa óheppni nú í fyrstu eru allir þrír ökumenn og fleiri staðráðnir í því að fara aftur næsta ár og gera þá betur, reynslunni ríkari. Þeir skotar sem íslending- arnir kynntust voru yfirmáta gestrisnir og hjálplegir og hafa margir þeirra nú áform uppi um að koma til íslands í haust til þess að keppa í Ljómarall- inu í september. Þótt íslendingarnir hafi ekki haft árangur til jafns við allt erfiðið í þessari fyrstu tilraun er ekki ofsögunj sagt að tengsl íslendinga og Skota hafi styrkst verulega og von til þess að úr þessu verði betri land- kynning en franska „rallið“ í fyrra. Að lokum vilja þeir félagar koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra stórhuga ein- staklinga og fyrirtækja sem styrktu þá með auglýsingum og fleiru, eins og t.d. Hafrafell, Talbotumboðið á íslandi sem gerði ferð Ásgeirs og Loga í raun mögulega. Ennfremur allra velunnara og auglýsendur Birgis og Eiríks. .aa. EV í FIATHÚSINU SÉRVERSLUN í BÍLA- VIÐSKIPTUM Við bjóðum notaða bíla í eigu Fiatumboðsins. Bílaúrvalið er síbreyti- legt frá degi til dags. Allir þekkja hin sívinsælu EV-kjör. EV- salurinn er sérverslun, sú eina sinnar tegundar hér á landi sem býður upp á skiptiverslun á öllum notuðum bílum. Þú kemur á þeim gamla og ekur i burtu á nýrri bíl. EV er líka eina bílaverslun landsins er býður jafnvel enga útborgun. Við lánum þér jafnvel líka milligjöfina. Við lánum í 3,6,9, jafnvel 12 mánuði. Allir bílarnir eru á staðnum. Komið, skoðið og semjið ykkur að kostnaðarlausu því við lánum þér líka ábyrgðartryggingu hjá einu sterkasta og virtasta tryggingar- félagi landsins. Þú greiðir engin sölulaun af gamla bílnum. Opið alla virka daga kl. 9—18.30. Opið laugardaga kl. 10—16. 1929 BILAURVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGITILDAGS. notodir bílor i eigu umbodssins EGILL. VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944— 79775 1984 MUNIÐ EV-KJÖRIN VINSÆLU, AÐ ÓGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.