NT - 22.06.1984, Page 24

NT - 22.06.1984, Page 24
Föstudagur 22. júní 1984 24 Utanríkisstefna Reagans: Ekki byggð á þráhyggju Washington-Reuter ■ Jeane Kirkpatrick, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum, hélt því fram í gær að utanríkisstefna Reagan stjórnarinnar væri ekki byggð á þráhyggju um samkeppni aust- urs og vesturs. Kirkpatrick sagði að Mið- Ameríka væri eina svæðið þar sem hægt væri að tala um bar- áttu stórveldanna, en það væri þó ekki eina ástæðan fyrir átök- unum þar. Spænskur ökumaður: Braut bíl sinn með sleggju Mudrid-Kcuter ■ Miguel de la Fuente, 32ja ára gamall spánskur rafvirki braut bíl sinn niður með sleggju, frekar en láta hann í hendurnar á lögreglunni sem vildi taka bílinn upp í sektir sem fyrri eigandi hans skuldaði. „Þolinmæði minni eru takmörk sett. Ég reyndi að segja lögreglunni að þessar sektir væru mér óviðkomandi en það var þýðingarlaust: þeir vildu bara fá bílinn," sagði Mi- guel á eftir. „Ég gat ekki lumbrað á lögreglunni, svo ég tók rafgeyminn úr bílnum af því hann var nýr, og eyði- lagði bílinn. Mér leið svo vel á meðan ég bjó til brotajárn úr bílnum, að ég vildi helst geta endur- tekið það þúsund sinnum,“ sagði Miguel. Hún hafnaði því sem hún kallaði útbreiddri skoðun í Bandaríkjunum og víðar að Washington og Moskva „væru að tefla sömu skákina á sama taflborðinu... til að reyna að ná heimsyfirráðum." Kirkpatrick sagði að ástæða þess að bandartskir sjóliðar hefðu verið sendir til Líbanon árið 1982 hefði ekki verið sam- keppni stórveldanna heldur til- raun til að koma á friði í Líbanon. Þýska alþýðulýðveldið: 10.000 póli- tískir fangar ■ 10 þúsund pólitískir fangar eru nú í fangelsum í pýska alþýðulýðveldinu. Eru þeir nú helmingi fleiri en fyrir tveim árum síðan. Upplýsingar þessar eru frá mannréttindahreyfing- unni 13. ágúst í Vestur-Berlín, sem þekkt er fyrir að gefa nákvæmar upplýsingar. Fyrrverandi fangar í Austur- Þýskalandi, sem komnir eru vestur fyrir múrinn, segja að miklar handtökur hafi átt sér stað síðustu mánuði og fangels- in séu yfirfull. Petta er aðallega fólk sem bundist hefur sam- tökum um að fá leyfi yfirvalda til að flytja frá landinu. Einnig hafa margir félagar í frjálsu friðarhreyfingunni verið teknir fastir og stungið inn. Þriðji hóp- urinn sem tekinn er úr umferð í alþýðulýðveldinu eru þeir sem neita að gegna herþjónustu og fer þeim fjölgandi eins og öðrum sem yfirvöld telja að ekki sé rétt að láta leika lausum hala. Réttarhöld og dómsupp- kvaðningar yfir þessu fólki fer fram fyrir lokuðum dyrum. Norðmenn auka aðstoð sína við Nicaragua ■ Noregur mun í sumar senda svokallað „friðarskip" til Nicar- agua. Skipið verður hlaöið ýms- um varningi, svo sem lyfjum, tilbúnum áburöi, námsgögnum og flciru því sem að gagni má koma í móttökulandinu. Það er ríkisstjórnin sem stendur fyrir sendingunni. Auk þess sem skipið verður hlaðið vörum sem stjórnin send- ir er ætlast til þcss að norskar hjálparstofnanir sjái sér fært að senda varning méð skipinu. Með þessari sendingu verður norska ríkið búið að aðstoða Nicaragua mcð sem svarar 40 milljónum kr. norskra á þessu ári. Frá 1980 hafa Norðmenn veitt Nicaragua alls 70 milljónir n.kr. aðstoð. I vetur og vor heimsótti utan- ríkismálanefnd norska stór- þingsins Nicaragua og sendi- nefnd þaðan kom til Osló í maíbyrjun. Þróunarhjálp Norðmanna hefur að mestu farið í gegnum Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, en það er samdóma álit allra stjórnmálaflokkanna í Noregi að auka að mun aðstoð- ina við Nicaragua og einnig að nokkru leyti til annarra ríkja í Mið-Ameríku. Læknar í verkfalli í Ástralíu Sydney-Keuter ■ Fimmþúsund læknar í Nýja Suður-Wales, stærsta fylki Ástral- íu, fóru í verkfall í gær til að mótmæla nýjum heilsugæslu- lögum. Verkfallið hefur lamað starfsemi sjúkrahúsa í fylkinu sem geta nú aðeins sinnt neyðartilfell- um. Læknarnir vinna flestir fyrir sjúklinga sem greiða fyrir einka- þjónustu. Þeir segja að nýju lögin, sem gera ráð fyrir þaki á sjúkra- gjöldum, skerði stórlega tekjur þeirra. Um 2000 læknar, sem vinna á vegum fylkisins, taka ekki þátt í verkfallinu, en þeir geta aðeins sinnt neyðartilfellum. Læknar í fimm öðrum fylkjum í Ástralíu hafa samþykkt lögin. Mitterrand í Moskvu: Eldflaugarnar í Vestur-Evrópu eru SS-20 kerf inu ykkar að kenna (Moskva-Reuter ■ A fyrsta fundi Tsjernenkos og Mitterrands í gær, sagði hinn síðarnefndi að uppsetning bandarísku, meðaldrægu kjarnaodda- flauganna í Vestur-Evrópu væri engu öðru um að kenna en uppbyggingu SS-20 flaugakerfínu í Sovétríkjunum. En talsmenn bæði Sovétríkjanna og Frakklands lögðu á það áherslu að Mitterrand hafí varast að lenda í stælum við sovéska leiðtogann, um viðskipti vesturs og austurs. Fulltrúi Frakklandsforseta, sem var viðstaddur viðræður leiðtoganna, sagði frétta- mönnum eftir fundinn, að Mitterrand hafi sagt Tsjern- enko að Frakkar stæðu við stuðning sinn um að banda- rísku eldflaugarnar væru settar upp í Vestur-Evrópu og að hann væri í fullum rétti að tala máli Andrei Sakharovs. Það fer mjög í taugarnar á Sovétmönnum að Frakkar skuli vera stuðningsmenn bandarísku kjarnorkuflaug- anna í Vestur-Evrópu, en ekki stendur til að setja neinar þeirra upp í Frakklandi. Einn- ig eru Sovétríkin mótfallin því að Frakkar verði áfram sjálf- stætt kjarnorkuveldi. Áður en viðræðurnar um takmörkun kjarnorkuvopna sigldu í strand á síðasta ári, kröfðust Sovét- ríkin þess að kjarnorkuherafli Frakklands væri talinn með atómvopnum Atlantshafs- bandalagsins. Franski talsmað- urinn sagði að Mitterrand hafi rætt af hreinskilni við sovéska leiðtogann en án harðra ásak- ana, um kjarnorkuvopnamál og önnur málefni sem þjóðirn- ar greinir á um. Sovéski talsmaðurinn sagði að viðræður leiðtoganna um alþjóðamál hafi verið upp- byggilegar og neitaði því að þær hafi einkennst af frönskum yfirburðum. Mitterrand leiddi talið að mannréttindum og vék að máli Sakharovs. Hann kvaðst viður- kenna að þetta vekti spurning- ar um rétt til að skipta sér af innanríkismálefnum annars ríkis, en minnti á Helsinkisam- þykktina frá 1975 og taldi að hún veitti honum heimild til að taka málið upp á alþjóðavett- vangi. Franski talsmaðurinn sagði, að Tsjernenko hafi engu svar- að um Sakharov, en sá sovéski sagði: „Við höfum enga ástæðu til að ræða þetta mál við einn eða neinn.“ Hann bætti því við að Sovétríkin héldu Helsinki- samkomulagið í heiðri og gerði samanburð á góðri heilsu Sakharovs og tekjum og tveim milljónum atvinnulausra í Frakkiandi. Vinir Sakharovs segja að hann sé í hungurverkfalli. Sovéski talsmaðurinn sagði að Sakharov hefði mjög góð laun sem meðlimur í sovésku vísindaakademíunni og ítrek- aði þau ummæli Sovétstjórnar- innar að hann væri notaður af Bandaríkjunum sem vopn í „hugmyndafræðilegri bar- áttu“. Tsjernenko lýsti því yfir að Bandaríkin bæru alla ábyrgð á versnandi sambúð austurs og vesturs. Þau stefndu að heims- yfirráðum og hættu öllu til svo sem gereyðingu með kjarn- orkuvopnum. Þeir munu ekki ná hernaðaryfirburðum yfir okkur og koma sósíalismanum á kné, eins og vilji þeirra stendur til, sagði leiðtoginn. Mitterrand svaraði ekki ár- ásunum á Bandaríkin. Tsjernenko gerði skýran greinarmun á Frakklandi og Bandaríkjunum í viðræðunum og sagði það von sína að Frakkland mundi taka sér stöðu á alþjóðavettvangi sem hæfði dýrð þess og getu. ■ Mitterrand og Tsjernenko ræddust lengi við einslega í Moskvu í gær og var Frakklandsforseti harðorður í gagnrýni sinni á Sovétstjórnina. I kvöldverðarboði í gærkvöldi talaði hann af eindrægni yfír hausamótunum á Kremlverjum og munu þeir lítt hrifnir af hve berorður Frakklandsforseti er. POLFOTO-Símamynd. Talað yfir hausamótunum á Kremlverjum: Meðferðin á Sakharov, Pólland og Afganistan er gagnrýni vert Moskva-Reuter ■ í kvöldverðarboði í Kreml í gærkvöldi, þar sem allir helstu leiðtogar Sovétríkjanna voru viðstaddir braut Mitterr- andFrakklandsforseti allar við- teknar venjur, er hann réðst beint á sovésku stjórnina fyrir meðferðina á Sakharov og tal- aði um nauðsyn þess að virða Helsinkisamkomulagið um mannréttindi. Forsetinn sagði að Frakkar kærðu sig ekki um að skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða en þeir vildu vera hrein- skilnir í máli sem þessu og þar sem þeir virtu Sovétríkin yrði að ræða um málið af ein- drægni. Vestrænir diplómatar sögðu að hreinskilni Mitterrands og málflutningur færi áreiðanlega mjög í taugarnar á sovéskum ráðamönnum og voru þeir viss- ir um að ræða hans yrði stytt mjög þegar hún birtist í Moskvublöðunum. Mitterrand lét ekki þarna við sitja heldur gagnrýndi hann afskipti Sovétríkjanna af mál- efnum Afganistan og hann vék að ástandinu í Póllandi og var harðorður um bannið við starf- semi fr jálsra verkalýðssamtaka þar. Hann sagði að Frakkar hlytu að mótmæla frelsisskerðingu, eins og átti sér stað 1981, en þá var Samstaða bönnuð. Tsjernenko forseti Sovét- ríkjanna var viðbúinn gagnrýni Mitterrands, en þeir áttu sam- an langan fund fyrr um daginn. Hann ráðlagði Frökkum að vera ekki að skipta sér af innanríkismálum Sovétríkj- anna og vera ekki að gefa þeim leiðbeiningar um mannrétt- indi. Hann ásakaði Frakka fyrir að styðja uppsetningu nreðal- drægra flauga í Evrópu og sagði að þótt þeir vildu ekki setja flaugarnar upp hjá sér, deildu þeir ábyrgðinni með því að styðja uppsetningu þeirra. Hann sagði að Sovétríkin myndu ekki setjast að samn- ingaborði um takmörkun kjarnavopna í Evrópu nema að Vesturveldin tækju þau skref sem gerðu viðræður mögulegar.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.