NT - 22.06.1984, Page 25
Föstudagur 22. júní 1984 25
Utlönd
■"s.
Finnland:
Græningjar
vinna á, kommar
og íhald tapa
Helsinki-Reuter.
■ Fylgi yngsta stjórnmála-
flokksins í Finnlandi hefur
aukist gífurlega samkvæmt
nýrri skoöanakönnun. Hér
er um að ræða umhverf-
isverndarsinna sem kalla sig
græningja. í kosningunum
1983 fékk flokkurinn 1.5%
atkvæða en samkvæmt skoð-
anakönnuninni fengi hann
nú 6.7% ef kosið yrði.
Stærsti flokkurinn, sósíal-
demókratar tapa fylgi. í síð-
ustu kosningum fengu þeir
26.7%, en fengju nú 24.9%.
Fylgið reitist jafnt og þétt af
kommúnistum. I kosningun-
um í fyrra fengu þeir 14%
atkvæða en fengju nú 12.6%.
Miðflokkarnir þrír, sem
nú eru í stjórnarsamvinnu
með sósíaldemókrötum,
halda sínu fylgi og fá um
32% atkvæða. Samsteypa
íhaldsflokka sem verið heáir
utan stjórnar í fjölda ára
missir fylgi. Fékk 22.1% í
kosningum 1983 en fengi nú
20.4%.
■ Norskur trollbátur fékk rússneskan kafbát í vörpuna úti fyrir
strönd Noregs s.l. miðvikudag eins og skýrt var frá í NT í gær.
Bátsverjar kölluðu á varðskip og kom það á vettvang þegar báturinn
var búinn að vera með kafbátinn í vörpunni í hálftíma. Varðskips-
menn gáfu áhöfn kafbátsins merki um að koma upp á yfirborðið og
tókst Rússunum þá fyrst að losa sig úr flækjunni, en þeir afþökkuðu
alla aðstoð. Myndin er tekin um borð í varðskipinu og eru
kafbátsmenn frammi á stefni að losa trollið. Togbáturinn Bentin,
sem er 80 tonn að stærð er fjær. símamynd polfoto.
Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson'
Heimsliðið valið
gegn Sovétliðinu
London-Rcutcr.
■ Á sunnudag hefst í
London skákmót þar sem
tíu bestu skákmenn So-
vétríkjanna keppa við úr-
valslið allra annarra landa
heims. Tefldar verða fjór-
ar umferðir á 10 borðum.
Annað hvort liðið þarf að
ná 20'/i vinningi til að
sigra í mótinu.
Fyrir Sovétríkin tefla
Karpov, Kasparov,
Polugaevsky, Smyslov,
Vaganian, Beliavesky,
Tal, Petrosjan, Yusupov,
Sokolov. Varamenn Tuk-
maku, Romanishin.
í alþjóðaliðinu eru:
Anderson Svíþjóð,
Timman Hollandi Korch-
noi Sviss, Ljubojevic
Júgóslavíu, Ribli Ung-
verjalandi, Seirawan
Bandaríkjunum, Nunn
Bretlandi, Húbner Vest-
ur-Þýskalandi, Miles
Bretlandi, Torre Filipps-
eyjum. Varamenn:
Chandler Bretlandi og
Larsen Danmörku.
■ í gærkvöldi kom suöur-afríkanski verkfræðingurinn David Kitson til London og var honum vel
fagnað. Kitson hefur setið í fangelsi í 20 ár í Suður-Afríku og var hann ákærður fyrír að hafa tekið þátt
í sprengjuárásum og fyrir að vera félagi í hinum bannfærðu Afrísku þjóðarsamtökum. símamynd polfoto.
Stærsti glæpahringur í Japan:
Valdabarátta
í fjölmiðlum
Tokyo-Reuter
■ Valdabarátta fer nú fram
fyrir opnum tjöldum innan
stærsta glæpahrings Japans, en
lögreglan óttast að hún kunni
að snúast í blóðug innanlands-
átök. Pessi barátta stendur um
leiðtogastöðu Yamaguchi sam-
takanna sem telja nú yfir 13.000
meðlimi, en sæti síðasta leið-
toga glæpahringsins Kazuo Ta-
oka, sem lést af völdum hjarta-
áfalls fyrir þrem árum er ófyllt
enn.
Taoka var óumdeilanlegur
konungur glæpamanna í Japan
og var líkt við A1 Capone og aðra
ameríska stórglæpamenn. Hann
stjórnaði Yamaguchihringnum
í 17 ár og gerði hann að stórveldi
innan skipulagðrar glæpastarf-
semi í Japan. Sá sem tók við af
Taoka lést skömmu síðar í
fangelsi og síðan hafa leiðtoga-
málin verið í ólestri. Ekkja
Taoka reyndi síðan að höggva á
hnútinn með því að lýsa því
opinberlega yfir að þriðji valda-
mesti rnaður Yamaguchi, Mas-
ahisa Takenaka, - yrði næsti
leiðtogi.
Þá boðaði Hiroshi Yama-
moto, sem hefur haft með hönd-
um framkvæmdastjórn samtak-
anna undanfarið, til blaða-
mannafundar og mótmælti þar
þessari ákvörðun. Hann sagðist
hafa stuðning helmings með-
lima í Yamagushi á bak við sig.
Þessi opinbera valdabarátta
endurspeglar stöðu glæpa-
hringja í japönsku þjóðfélagi.
Japönsk blöð vísa til leiðtoga
Yamaguchisamtakanna sem
framkvæmdastjóra sem hittist á
fundum til að ræða viðskipti.
Starfsemi samtakanna er þó
hreinræktuð glæpastarfsemi
sem skipuleggur fjárkúgun, eit-
uriyfjadreifingu, fjárhættuspil
og vændi, og fylgifiskur þess er
ofbeldi og morð.
Lögreglan í Japan hefur nú
um 2330 glæpahringi á skrám
sem telja tæplega 100.000
manns. Þessirglæpahringirsam-
einast síðan í samtökum sem
síðan bindast stærri samtökum
og mynda þannig valdapíra-
mída skipulagðrar glæpastarf-
semi. Þar ríkir einskonar léns-
skipulag; valdamestu mennirnir
taka skatta af undirmönnum
sínum, sem síðan heimta tolla
af sínum undirmönnum og
þannig koll af kolli.
Nýjasta fjáraflabragðið er að
krefjast gjalds af stórfyrirtækj-
um sem borga til að komast hjá
því að stjórnarfundir þeirra
verði fyrir truflunum. Glæpa-
mennirnir hafa þá keypt hluta-
bréf í fyrirtækjunum og hóta að
sitja stjórnarfundi og tefja þá
með spurningum og málþófi
nema fyrirtækin greiði uppsett
verð.
Yamaguchihringurinn var
stofnaður árið 1915 og Taoka
gekk í hann árið 1920. Hann
varð fljótlega nafntogaður fyrir
ofbeldisverk sín og reis til met-
orða í samtökunum. Hann
stjórnaði Yamaguchi í 17 ár og
lifði af nokkur morðtilræði á
þeim tíma. Nú býst lögreglan
við að fyrrum samverkamenn
hans berjist til þrautar um leið-
togaembættið.
Eiga Pakistanar
kjarnorkuvopn?
Bandarískur þingmaður staðhæfir að svo sé
Washington-Reuter
■ Bandarískur öldungardeildarþingmaður sagði í þing-
ræðu í gær, að hann hefði sannanir fyrir að Pakistanir væru
fullfærir um að framleiða kjarnorkuvopn. Hann sagði að
þeir gætu framleitt nokkrar sprengjur á ári.
Alan Cranston kvað Pak-
istana ráða yfir þekkingu,
fjármagni og tækjum til að
framleiða kjarnorkuvopn.
Þessu hefðu þeir viðað að sér
með hjálp margra þjóða,
meðal annars frá Evrópu og
Bandaríkjunum. Kínverjar
hafi síðan hjálpað þeim til
að koma sjálfri sprengjunni
saman, en þeir hafa aðstoð-
að Pakistana allt frá árinu
1970 til að koma upp kjarn-
orkuvopnum. Cranston
kvaðst ekki fullviss um hvort
Pakistanar réðu þegar yfir
kjarnorkuvopnum, en sér
þætti það líklegt.
Ólíklegt þykir að öldunga-
deildin samþykki kjarnorku-
aðstoð við Kína á þessu ári.
Þegar Reagan forseti var á
ferð í Kína í apríl gerði hann
samkomulag við Kínverja
um samvinnu á sviði kjarn-
orkumála. Fyrir nokkru
drógu Bandaríkjamenn að
sér hendur og minna hefur
orðið úr efndum. Þeir láta
að því liggja að Kínverjar
hjálpi öðrum ríkjum til að
koma sér upp kjarnorku-
vopnum en bandarísk aðstoð
á þessu sviði miðast ein-
göngu við það land sem sam-
ið er við og mega þau ekki
láta tækniþekkinguna ganga
til annara. Kínverjar neita
með öllu að þeir stuðli að
útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Reagan
vill topp-
fundsem
fyrst
WashinKlon-krutvr
■ Reagan Bandaríkja-
forseti ítrekaði í gær þann
vilja sinn að hitta Tsjern-
enkó forseta Sovetríkj-
anna að máli. Hann telur
að fundur æðstu manna
risaveldanna geti orðið til
þess að auka skilning milli
ríkjanna og draga úr þeirri
spennu sem nú ríkir á milli
þeirra.
Tsjernenko sagði í
Moskvu í gær, að undir-
búa þurfi slíkan fund
vandlega og taldi öll tor-
merki á að úr honum geti
orðið í bráð.
Reagan hefur nú breytt
þeirri afstöðu sinni að
langs undirbúnings þurfi
við og vill hraða fundi
æðstu manna. Sovétmenn
telja aftur á móti að það
sé kosningabragð hjá Re-
agan að æskja fundarins
og rnunu þeir lítið gera til
að auðvelda honum að
ná endurkjöri í kosning-
unum að hausti.
Olíubirgðir
í hámarki
Rollcrdam-Rcutcr.
■ Allirolíugeymarhinn-
ar miklu olíuhafnar eru
nú fullir og olíuhreinsun-
arstöðvar geta tæpast tek-
ið við meira magni en að
berst.
Vegna stríðsins við
Persaflóa og árása'á olíu-
flutningaskip hefur verið
reynt að safna upp eins
mikilli olíu og mögulegt
er. En áfram streymir olí-
an á heimsmarkaðinn og
keppist hver sem betur
getur við að koma sem
mestu rnagni frá sér.
Saudi-Arabar eiga birgðir
víða um heim og á skipunr
á höfum úti.
Orðrómur er um að ír-
anir selji nú olíu langt
undir markaðsverði en
þeir þurfa mjög á fjármun-
um að halda vegna stríðs-
rekstursins.
Spánn:
5 ferðamenn
fórust og
margir
slösuðust
Loja, Spáni-Rcutcr
■ 5 manns fórust og 48
slösuðust, margir hættu-
lega, þegar rúta með
ferðamönnum lenti í
árekstri við vörubíl á veg-
inurn milli Malaga og
Granada. Meðal hinna
látnu eru ökumenn beggja
bílanna og hollenskur far-
arstjóri.
14 hinna særðu eru mjög
illa slasaðir. Þeir eru allir
erlendir ferðamenn.