NT - 26.06.1984, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júní 1984 3
Flokkur mannsins: nýr stjórnmálaflokkur stofnaður:
Stefnir að meirihluta
ftOKKUR
í næstu þingkosningum
Nýr stjórnmálaflokkur var stofnaður á
íslandi í gær. Flokkur mannsins nefnist
fyrirbrigðið og forsvarsmenn hans segjast
ekki ætla að láta sér nægja einn eða tvo
þingmenn í næstu kosningum heldur stefna
að meirihluta strax.
>80 ríkti glaðvær stemmning í húsakynnum
Samhygðar á Grundarstíg 2 í gær þegar
verið var að kynna blaðamönnum stofnun
nýja flokksins. Parna varfjöldi fólks saman-
kominn og óspart klappað fyrir nýkjörnum
stjórnarmönnum Flokks mannsins þegar
eitthvert hnyttiyrðið datt upp úr þeim.
Flokkur mannsins á sér enn sem komið er
enga stefnuská en stefnt er að því að halda
landsþing í haust og mun landsþingið setja
flokknum stefnuskrá. Forystumenn flokks-
ins sögðu í gær, að þótt stefnuskrá væri enn
ekki fyrir hendi byggði Flokkur mannsins á
ákveðnum hornsteinum þar sem væri hug-
myndafræði Samhygðar.
Flokkur mannsins er sagður félags-
hyggju- og samvinnuflokkur og höfðu menn
við orð í gær að ákveðinn stjórnmálaflokk-
ur, sem hingað til hefði talið sig málsvara
samvinnustefnu, mætti nú fara að athuga
gaumgæfilega hvort hans væri nokkur þörf
lengur, nema þá sem deildar í Flokki
mannsins.
í undirbúningi er stofnun málgagns fyrir
Flokk mannsins, og hefur því verið valið
nafnið „Rödd mannsins". Ritstjóri Raddar
mannsins verður Jón frá Pálmholti.
Bráðabirgðastjórn flokksins skipa Júlíus
Valdimarsson, formaður, Áshildur Jóns-
dóttir, varaformaður, Hrannar Jónsson,
ritari og Sigrún Þorstseinsdóttir, gjaldkeri,
auk fjögurra meðstjórnenda.
Flokkur mannsins hyggst bjóða fram í
öllum kjördæmum í næstu kosningum.
■ Það voru hressir og glaðbeittir Samhygðarfélagar sem í gær
tilkynntu stofnun nýs stjórnmálaflokks sem á að vinna hreinan
meirihluta í næstu kosningum. Kannski Flokkur mannsins verði
einhvern tíma afl í íslenskum stjórnmálum. Hver veit?
NT-mynd Ari
Bíl stolið
■ Brotist var inn í Bílasölu Egg-
erts og fjögurra ára gömlum Colt bíl
stolið. Bíllinn var settur inn seint á
föstudagskvöld og stóð fremst við
dyrnar. Þjófurinn braust inn og
fann lyklana að bílnum.
Málið er í rannsókn.Bíllinn var í
eigu bílaleigu.
Athug'
Fresturinn rennur
í þessari viku!
ruR
Gegn atvinnuleysi unglinga:
Taka að sér
ýmsa þjónustu
- skipulagt af æskulýðsráði
■ Á næstunni mun taka til starfa í Reykja-
vík hópur 15 unglinga ásamt tveimur verk-
stjórum sem taka að sér ýmis konar þjónustu-
verk fyrir borgarbúa. Verkefna verður aflað
með tilboðum í til dæmis garðhreinsun,
gluggaþvott, hreingerningar, snyrtingu og
annars konar umhirðu um hús og fyrirtæki.
Starfsemi þessi er árangur af mikilli umræðu
um atvinnumál ungs fólks hjá Æskulýðsráði
borgarinnar nú í sumar. Borgarráð og
Atvinnumálanefnd hafa lagt blessun sína
yfir tilraunina. Hópurinn mun hafa aðsetur
í Tónabæ.
Háskólinn:
Samstarf við
lowa háskóla
■ Guðmundur Magnússon háskólarektor
er nú staddur vestur í Iowa í Bandaríkjun -
um til að undirrita samstarfssamning milli
Háskóla íslands og the University of Iowa.
Samningur þessi gerir ráð fyrir, að skipst
verði á kennurum á ári hverju og einnig
munu koma til styrkir handa íslenskum
námsmönnum. Samningur af svipuðu tæi
gekk nýlega í gildi milli HÍ og háskóla í
Minnesota í Bandaríkjunum.
AF S KATTSKYLDUM TEKJUM
AF AIVINNUREKSTRI
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar
samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands-
bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6
mánaða reikninga.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts
á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að
þessu sinni er til 1. júlí n.k.
FÓLKÁFERÐ!
Þegar fjölskyldan ferðast
er mikilvægt
að hver sé á sínum stað
— með beltið spennt.
||UMFERÐAR
Iráð
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga
eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir