NT - 26.06.1984, Síða 6
Erlend hringekja
Þriðjudagur 26. júní 1984 6
Leikstjóri Enemy Mine:
Kominn á bekk
með Spielberg
■ Sjálfsagt er flestum enn í
fersku minni sprengjan sem féll
þegar tilkynnt var að hætt hefði
verið við töku kvikmyndarinnar
Enenty Mine hér á landi, leik-
stjórinn hefði verið rekinn, og
annar ráðinn í staðinn.
Nýi leikstjórinn er þýskur,
heitir Wolfgang Petersen og
skapaði sér nafn með kvik-
myndinni Das Boot. Hún var
um kafbát í síðari heimsstyrj-
öldinni og því býsna ólík því
sem Enemy Mine á að verða.
En Petersen hefur þegar tals-
verða reynslu í gerð ævintýra-
mynda. Síðasta mynd hans heit-
ir „Sagan sem aldrei tekur
enda“, The Neverending Story,
en hún er gerð eftir vinsælli bók
þýska rithöfundarins Michael
Ende. Þrátt fyrir misjafna gagn-
rýni á myndina, meðal annars
hefur Ende fordæmt hana, er
myndinni geysivel tekið af
áhorfendum í Þýskalandi og
víðar sem flykkjast á hana í
stórum hópum.
Sérstaklega vel þykir hafa
tekist með tæknibrellur í mynd-
inni og aðalstjarna hennar er
fljúgandi drekinn Falkor sem er
risastór brúða, stjórnað af
tugum manna. Þegar brúðan
talar þarf 19 manns til að hreyfa
varir hennar.
Peterson fékk sérfræðinga í
kvikmyndagerð frá Bandaríkj-
unum og Bretlandi til að hjálpa
sér við gerð þessarar myndar.“
„Ég ákvað að gera góða, vinsæla
og velheppnaða mynd en til
viðbótar vildi ég reyna að veita
þekkingu á kvikmyndagerð inn
í Þýskaland til að þar sé hægt að
gera stórmyndir sem ná metað-
sókn víðsvegar um heiminn“,
sagði hann í viðtali.
■ Tvær aðalpersónur myndarinnar The Neverending Story, í flugferð: flugdrekinn Falkor og drengurinn Atreyu, sem leikinn er af
Noah Hathaway.
Egyptaland:
Fjársjóðsleit
í flaggskipi
Napoleons
■ Kafararhafafundiðpeninga
og pístólur úr flaggskipi Napo-
leons Bonaparte, L’Orient,
sem Bretar sökktu undan
ströndum Egyptalands árið
1798.
Fransk-egypskur björgunar-
leiðangur hefur undanfarið ver-
ið að rannsaka flakið og vonast
björgunarmennirnir til þess að
hægt sé að ná því upp á yfirborð-
ið, en talið er að í því sé talsvert
af gullstöngum.
Stjórnandi leiðangursins,
Jaques Dumas, sagði að þessi
fundur væri góðs viti og mun
meira leyndist í sjónum. Öldu-
gangur og slæmt skyggni gerði
köfurunum erfitt um vik.
Flakið L’Orient, fannst í fyrra
en skipið var skotið niður þegar
Nelson flotaforingi króaði
franska flotann af en á honum
hafði Napoleon og her hans
sigilt til Egyptalands. Franska
flotanum var gereytt í bardag-
anum á Níl. L’Orient sprakk í
loft upp með 1000 manna áhöfn
og öðrum skipum var sökkt eða
þau tekin herskildi. Napoleon
var þó áður kominn í land og
honum tókst síðar að flýja frá
Egyptalandi og ná völdum í
Frakklandi.
Sumir fræðimenn vilja halda
því fram að meginþorri gull-
stanganna úr L’Orient hafi verið
fluttur á land fyrir orrustuna, en
björgunarmenn eru samt bjart-
sýnir á að finna fjársjóðinn um
borð í flakinu.
■ Herförín til Egyptalands
varð Napóleon mikla ekki til
fjár en eftirkomendur hans
njóta ef til vill góðs af henni
nú.
■ Breski rithöfundurinn Ger-
ald Brenan, sem er níræður að
aldri, kom aftur til Spánar ný-
lega, 40 dögum eftir að hann
hafði farið til Bretlands til að
dveljast á heilsuhæli, en
spænska þjóðin hafði krafist
þess að honum yrði gert klei'ft
að snúa aftur.
Brenan, sem skrifað hefur
ritverk um Spán og Spánverja,
yfirgaf heimili sitt í Suður Anda-
lúsíu vegna þess að enginn var
þar til staðar til að hugsa um
hann.
Fréttir af því, og blaðaljós-
myndir af Brenan í ókunnug-
legu umhverfi í heilsuhæli í
Middlesex, komu af stað sam-
úðarbylgju um allan Spán.
Yfirvöld í Andalúsíu og
spænski sendiherrann í London
tóku þá saman höndum og hétu
því að séð yrði um Brenan ef
hann snéri aftur til Spánar.
„Ég ætla að halda áfram að
skrifa og ég er nú að undirbúá
bók um lífið og dauðann”, segir
Brenan við fréttamenn á flug-
vellinum í Madrid við komuna
til Spánar.
spila Heims um ból á píanó í
gegnum símann. Símastúlkan í
Hvíta húsinu hefði nefnilega
neitað að leyfa stúlkunni að
spila fyrir Ronald Reagan.
„Dóttirin spilaði nú ekki svo
ýkja vel,“ var haft eftir sendi-
ráðsmanninum í Moskvu
seinna. „Reagan forseti missti
ekki af miklu.“
Ár hvert hringja nokkrir í
sendiráðið fullvissir um að þeir
fái samband við Kreml. Flestir
þeirra eru vissir um að þeir hafi
lausnina á vandamálum heims-
ins á reiðum höndum ef þeir nái
aðeins sambandi við rétta aðila.
t
Maðurinn minn og faðir okkar
Páll Elíasson
bóndl og hreppstjóri
Saurbæ
Holtahreppl
lést á Landakotsspítala 22. júní.
Margrét Erlendsdóttir
synir og tengdadætur.
Halló, er þetta Moskva?
Hvernig er veðrið þarna?
Þegar barirnir voru um það skiptavinurinn að það væri alveg
bil að loka í Pennsylvaníu í ófært að Sovétmenn kæmuekki
Bandaríkjunum ákvaðeinn við- á Ólympíuleikana, svo hann
Hóruhús gert út á
sjúkratryggingar
■ Lögreglan í New York lok-
aði í vikunni gleðihúsi sem rekið
var af sálfræðingi. Um 500 karl-
ar voru fastagestir hjá sálfræð-
ingnum og borguðu sjúkra-
tryggingarnar greiðann. Við-
skiptavinirnir gengu til sálfræð-
ingsins til að leita lausnar á
kynferðisvandamálum sínum.
Sálfræðingurinn Alan Pearl
rak fyrirtækið ásamt tveim
öðrum og var það skráð sem
stofnun til að leysa kynferðisleg
vandamál.
„Sjúklingarnir” sem sóttu
gleðihúsið greiddu sem svarar
4.500 krónum fyrir viðtalið.
Tekið var á móti þeim af val-
kyrjum sem veittu þeim lausn
frá kynferðislegum vandamál-
um, um sinn að minnsta kosti.
Eftir meðferðina útfýllti Pearl
sálfræðingur út eyðublað, sem
The Times:
Býður lesendum verðbréfabingó
■ Dagblaðið The Times, í
London hefur hingað til verið
höfuðvirki íhaldsamra og gam-
aldags blaða. En öll virki falla
um síðir: nú hefur blaðið tekið
upp áskrifendabingó, að vísu í
þróuðum stíi, til að örva söluna.
Bingó hefur um áraraðir verið
aðalvopn í áskrifendaherferð-
um þeirra blaða sem kennd eru
við gula litinn í Bretlandi en
þetta er í fyrsta skipti sem
dagblað af virðingarverðara tag-
inu reynir þetta. Lesendur Tim-
es fengu plastspjöld með síðasta
helgarblaðinu og á spjöldunum
voru númer sem svara til hluta-
bréfa sem getið er um í verð-
bréfadálki blaðsins. Þeirlesend-
ur sem „draga“ þau hlutabréf
sem hækka mest í verði á einum
degi eða viku geta unnið allt að
20.000 sterlingspund eða
800.000 íslenskar krónur.
Önnur blöð í Bretlandi hafa
brá sér út i næsta símaklefa og ana" drafaði hann í símann.
hringdi til Moskvu: „Mér þykir p»vf miður var maðurinn ekki
virkilega vænt um ykkur strák- að taja við Rússa heldur amer-
ískan sendiráðsstarfsmann í
Moskvu en þangað er flestum
beint.. Tugir Ameríkumanna
hringja til Moskvu árlega, að
sögn starfsfólks sendiráðsins,
aðallega í sambandi við atburði
sem vekja heimsathygli, s.s.
ákvörðun Sovétmanna að fara
ekki á Ólympíuleikana og þegar
þeir skutu niður suður-kóresku
farþegavélina.
Maðurinn sem hringdi frá
Pennsylvaníu var einn af mörg-
um sem hringdu vegna Ólym-
píuleikanna. Flestir voru frekar
undrandi en reiðir. Einn sem
hringdi frá Oregon vildi láta
sendiráðið undirbúa stefnumót
við Chernenko, þar sem hann
var viss um að Chernenko
myndi skipta um skoðun ef rætt
væri við hann eins og maður við
mann.
Margir sem hringja eru við
skál en aðrir eru einmana, ótta-
slegnir, eða gera sér þetta ein-
faldlega til gamans. Haft er eftir
konu í sendiráðinu að mörgum
finnist þetta heilmikil
skemmtun: „Je minn,“ segja
þeir, „er þetta virkilega í
Moskvu? Hvernig er veðrið
þarna?“
Margar furðulegar sögur eru
sagðarafþessumsímtölum. Um
jólaleytið í fyrra hringdi kona
og tilkynnti að hún hefði áhyggj-
ur af þvf hvað samband Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna væri
slæmt. Hún hefði hringt í Hvíta
húsið en ekkert fengið út úr því
og þess vegna hringt til Moskvu.
Konan vildi láta sendiráðs-
starfsmenn hlusta á dóttur sína
þeir fóru síðan með til sjúkra-
tryggingafélaga sinna og fengu
endurgreitt, þar sem þeir höfðu
leitað sérfræðingslausnar á kyn-
ferðislegum vandamálum
sínum.
Starfsemin var afhjúpuð af
lögreglukonu sem send var í
hóruhúsið til að leita eftir vinnu.
Grunur hennar vaknaði þegar
hið fyrsta sem hún var beðin um
að gera var að fara úr fötunum.
hent gaman að þessu bingói hjá
The Times. Þau hafa varað við
því að þetta geti valdið óvana-
legum og ef til vill hættulegum
æsingi við morgunverðarborð
yfirstéttarinnar í Bretlandi.
Eigandi The Times, ástralski
blaðakóngurinn Rupert
Murdoch, notaði bingó með
góðum árangri til að hressa upp
á söluna á síðdegisblaðinu sínu
The Sun.
Spánn:
Þjóðareining um breskan rithöfund