NT - 26.06.1984, Page 7

NT - 26.06.1984, Page 7
M ________ Laxveiðar í Grafarvogi Gamall Grafhyltingur skrifar: Hafa ei Bakka bræður enn barna slitið skónum grátlegt er þegar greindir menn gera sig að flónum. Þessi gamla vísa eftir hús- bónda minn í Grafarholti frá árunum 1920-1928 hefur rnér oft komið í hug eftir að ég heyrði fyrst að farið væri að undirbúa lóðir undir húsbygg- ingar í Grafarvogi og áfram, að nú væri farið að úthluta lóðum í Grafarvogi og nú síðast að flutt væri inn í fyrsta húsið í Grafar- vogi. Af framansögðu liggur bein- ast við að spyrja hvort þessi hús séu byggð á stöplum eða flot- holtum. Af þeim árum sem ég var heimilismaður í Grafarholti var ég við skepnuhirðingu í tvo vetur. Þá var þar á annað hundr- að fjár. Það sótti mikið niður að vogi einkanlega þegar snjór var á jörð. Ég var aldrei beðinn að fara niður í vog til að smala, heldur niður með vogi, Keldna- megin og svo að sunnanverðu niður að Ártúnshöfða. Að fara niður í vog var síðast gert að mig minnir 1923. Þá var laxveiði stunduð í voginum. Settir voru kassar með jöfnu millibili um fjöruna fylltir af sandi og grjóti. meðfram þeim var strengdur vír milli landa, dálítið fyrir ofan fjöruborð. Á kassana var síðan fest spýta sem náði upp úr á floti. Varpa var síðan fest við vírana við botninn og úr henni spotti upp í topp á spýtunni. Á flóði varsíðan róið á báti og varpan dregin upp á spýtuna. Þegar féll frá var síðan farið niður í vog og hirtur sá fiskur sem hafði symt inn í gildrurnar á flóði. Ég held ég muni það rétt að einu sinni voru 102 laxar í gildrunum og oft var mikið af ufsa innan um. Ekki man ég hver hafði veiðina en veiðirétturinn var tekinn undan jörðinni þegar Bjarni Björnsson keypti Grafarholtið eins og jörðin hét þá. Um 1924 var þessi veiði afnumin með lögum. Með þökk fyrir birtinguna. Þriðjudagur 26. júní 1984 7 ■ Bréfritari stingur upp á því að bændur hefji vínframleiðslu og að Mjólkurstöðinni verði breytt í vínverksmiðju. Breytum Mjólkur- stöðinni í vínverksmiðju Bóndi skrifar ■ Vandamál landbúnaðarins hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Nefndar hafa verið ýmsar nýjar búgreinar, svo sem loðdýrarækt, fiskeldi og ýmis- legt fleira. Allt moldviðrið í kartöflumálinu er að mestu gengið yfir. Hefur verið talaö um einokun og virðast flestir hallast að frjálsri verslun og frjálsum innflutningi á kart- öflum. En enginn minnist á ríkiseinokunina sem viðgengst á sölu áfengis. Enda er það svo að heildsalarnir hafa einkarétt hver á sinni tegund sem þeir flytja inn og forðast að minnast á einokunina scm viðgengst í þessum efnum, því þeir hræðast samkeppnina og myndu missa spón úr aski sfnum með frjálsara skipulagi. En þessi sömu öfl með íhald og komma í einni sæng reyna þeim mun fastar að brjóta niður samtakamátt bænda og sölusamtök þeirra. Er það líklega gert í þeim tilgangi að gcta t'arið að flytja inn land- búnaðarvörur til að geta grætt enn meira. Ég held að nauðsynlegt sé að endurskoða áfengissölumálin og hefur mér þá dottið í hug að bændur færu að framleiða og brugga áfengi og bjór þegar til kemur. Tilvalið væri að stofna áfengissamsölu og nota mætti Einn öskureiður skrifar: ■ Mig langar að koma á fram- færi fyrirspurn til stjórnar Starfsmannafélags Olíufclags- ins hf. Eru ógiftir starfsmenn í félaginu annars flokks? I haust stendur til að fara í mjög hag- stætt ferðalag til Þýskalands. og gefst giftu fólki kostur á tveimur miðum og sama gildir um þá gömlu mjólkurstööina þegar Mjólkursamsalan er flutt í nýja húsið. Frjáls samkeppni í þess- ari grein hlýturað vera nauðsyn, ekki síður en í öðrum atvinnu-. vegum. Eflum íslenskt. sem eru í sambúð, en hins vegar eiga hinir makatausu aðeins kost á einum miða. Hvernig stendur á þessu? Er ekki ósann- gjarnt aö ógiftir fái ekki að ráða ferðafélögum sínum. Fá hjón sem vinna á sama vinnustað fjóra miða? Ég vona að skýr svör fáist við þessum spurning- um. Forréttindi hinna giftu Mi Vigf ús Sigurgeirsson Ijósmyndari Fæddur 6. janúar 1900 - dáinn 16. júní 1984 Nú þegar ævigöngu vinar míns Vig- fúsar Sigurgeirssonar, Ijósmyndara og kvikmyndagerðarmanns er lokið, vil ég að leiðarlokum minnast okkar samstarfs með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust fyrir allmörgum árum. Ég hafði séð fróðlegar vel gerðar kvikmyndir sem Vigfús hafði gert. - Myndir sem fyrst og fremst voru heim- ildarkvikmyndir og geymdu merka þætti úr mannlífi fyrri tíma. Það var því engin tilviljun þegar við í framkvæmdanefnd heimildarkvikmyndarinnar sunnlensku „I dagsins önn“, vorum að undirbúa það umfangsmikla verk, að ákveðið var að leita til Vigfúsar Sigurgeirssonar með töku og frágang myndarinnar. Vigfús, sem lengstaf hefur haft ljós- myndagerð að aðalstarfi. tók erindi okkar af velvilja og góðum skilningi. Kjörorð hans var strax í upphafi, svo- sem áður var spaklega mælt: „Það skal vel vanda sem lengi skal standa". Þessa ákvörðun hafði hann í heiðri uns verk- inu var lokið. Taldi hann ekki aðalatrið- ið að skila verkinu á sem skemmstum tíma, heldur hitt að skila vel unnu verki. Heimildarkvikmyndin, í dagsins önn, er í allmörgum þáttum og tekur sýning þeirra allra um þrjár klukkustundir. Hvort það var tilviljun, eða „forlög" - þá er staðreyndin sú að síðasta sam- starfsverkefnið okkar Vigfúsar var að skoða sameiginlega síðustu þætti mynd- arinnar sem þá voru nýkomnir fullfrá- gengnir frá Bretlandi. Þessi sögulega stund var Vigfúsi mik- ils virði. Nú hafði hann lokið vandasömu og umfangsmiklu verki, að dómi við- staddra með mjög góðum árangri. Gerð þessarar myndar var Vigfúsi mikið áhuga og hugsjónamál. Hann vissi að mikilsvert væri að myndin geymdi sem sannasta heimild síns tíma. Þakklátur var hann þeim sem lögðu honum góð ráð við gerð myndarinnar. í því efni var texti og tónlist honum mikils virði. Hann vildi svo sannarlega ræða málin og afla fanga sem síðar mættu að gagni koma. Samstarf okkar Vigfúsar Sigurgeirs- sonar og kunningsskapur náði yfir langt árabil. Það var oft ánægjulegt að heim- sækja þau hjónin að Miklubraut 64. Gestrisni þeirra var frábær. Oftast end- aði heimsóknin í vinnustofu húsbónd- ans. Þar var mikið safn mynda af markverðum atburðum úr þjóðlífi fyrri tíma. Mikið og verðmætt myndasafn úr forsetaferðum fyrri ára, heima og er- lendis, átti hann og mannamyndir marg- ar og sumar fágætar. Vigfús vann oft langan vinnudag, gaf sér þó oft tíma til að fara í sund, taka í hljóðfæri og margar stundir átti hann í matjurtagarðinum sínum. Ég hvíli mig frá „dagsins önn“ við að hlúa að matjurt- unum mínum - sagði hann stundum, spaugsamur, aðspurður hvort ekki væri erfitt_ hjá myndgerðarmanninum að moka og pæla úti í garði. Vigfús var mikill tónlistarunnandi og kunni vel að meta góða tónlist. Hann lét sæti sitt sjaldan vera autt í Háskólabíói þegar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt þar tónleika, eða völ var á annarri vandaðri tónlist. Ungur að árum lærði hann á hljóð- færi, enda af merku tónlistarfólki kominn. Faðir hans var organisti í Akureyrarkirkju um langt árabil og mikill tónlistaráhugi var á hans æsku- heimili. Fyrri kona Vigfúsar var Bertha Þór- hallsdóttir, ættuð úr Hornafirði. Síðari kona hans, Valgerður Magnúsdóttir, af hinni landsþekktu Engeyjarætt lést fyrir einu og hálfu ári. Þessi heiðurskona bar ekki sín áhuga- mál á torg. Hún var fyrst og fremst húsmóðir og skapaði fjölskyldu sinni farsælt sé innan veggja heimilisins. Þar var hennar hugur og hönd fyrst og fremst. Vigfús Sigurgeirsson var fæddur á Akureyri 6. janúar árið 1900. Hann var einn af aldamótamönnunum sem lifði og starfaði með þjóð sinni á því mesta framfara og umbreytingatímabili sem um getur frá upphafi. Eitt af því merkasta í hans ævistarfi var að bjarga menningarverðmætum fortíðarinnar yfir til framtíðarinnar í aðgengilegu óbrotgjörnu formi. Nú, þegar þessi aldni heiðursmaður er allur og lífsljósið slokknað ferðin hafin yfir móðuna miklu til fundar við ástvini, hinum megin grafar, er okkur samstarfsmönnum hans og vinum, efst í huga virðing og þakklæti. Börnum hans, Berthu og Gunnari Geir, Ijósmyndara, tengdabörnum og afabörnum, sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur. Stefán Jasonarson Aksturshraða skal miða við oActoQAnr

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.