NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 26.06.1984, Qupperneq 10

NT - 26.06.1984, Qupperneq 10
■ „Verum öll minnug þess að það er sauðfjárframleiðslan sem heldur uppi vinnu jafnt í þéttbýli ■ „Áður var það ríkjandi að stóru búin væru hagkvæmust. Niðurstöður könnunar sem gerð var sem strjálbýli.“ á sínum tíma sýndi að fjölskyldubú frá 250 til 400 ærgildi voru hagkvæmust.“ Er rétt að stórfækka sauðfjárbændum? Sigurður Lárusson skrifar: ■ Að undanförnu hefur verið skrifað og skrafað mikið um landbúnaðarmál. Margir hafa lagt þar orð í belg, einkum í dagblöðunum og rætt þau mál af misjafnlega mikilli þekkingu. Má segja að það sé framhald af þeim skefjalausa rógi sem rekinn hefur verið skipulega í DV undanfarin ár og einnig af Alþýðuflokksmönnum og pólitískum framagosum og ennfremur í ríkisfjölmiðlunt. Það virðist vera búið að endurtaka svo oft ýmsar full- yrðingar um landbúnaðinn og bændur að allur almenningur er farinn að trúa að bændur og þá einkum sauðfjárbændur séu helsti dragbítur á hagvöxt í þessu landi. Nú virðist hver framagosinn eftir annan telja það sér til álitisauka að níða bændur og samtök þeirra sem allra mest, samanber formann Neytendasamtakanna Jön Magnússon, Bolla Héðinsson, Þorvald Búason og svo mætti lengi telja. Jafnvel alþingis- menn og varaþingmenn telja sér sæma að slást í hópinn. Þann 31. maí birtist grein í NT eftir Bolla Héðinsson, þar sem hann ræðir þessi mál í föðurlegum tón af hógværð en lítilli þekkingu. Hann segir meðal annars: „Pannig fær hagsýni einstakra bænda og hagkvæmni einstakra búgarða ekki notið sín, til að gefa bændum betri arð og neytend- um lægra vöruverð, vegna þröngsýni og rangrar stefnu- mótunar ráðamanna í land- búnaði." Þarna kemur fram vanþekking greinarhöfundar á búrekstri. Hann virðist vera þeirrar skoðunar að hag- kvæmni í landbúnaði sé þeim mun meiri sem búin eru stærri. Ég vil benda honum og skoð- anabræðrum hans á að fyrir nokkrum árum gerð Búreikni- stofan athugun á hagkvæmni búreksturs miðað við ýmsar bústærðir. Meðalbúin hagkvæmust Hún komst að þeirri niður- stöðu að fjölskyldubúin af stærðinni frá 250 ærgildum upp í 400 ærgildi voru hagkvæmust. Ég vil einnig benda á að búin sem var búið að byggja upp og vélvæða fyrir 10 til 20 árum eða jafnvel fyrr, það eru búin sem bera sig að jafnaði best, en ekki endilega þau sem eru best í sveit sett. Þeir bændur sem hafa verið að byrja búskap á síðustu 10 árum en það eru yfirleitt yngstu bændurnir og sem hafa þurft að rækta, byggja og kaupa vélar eða jarðir, eiga í lang mestum erfiðleikum. Sömuleiðisbænd- ur sem hafa orðið að byggja upp á jörðum sínum á þessum árum. Allur fjármagnskostn- aður hefur aukist gífurlega í þeirri dýrtíðaröldu sem gengið hefur yfir þjóðina á þeim tíma og þó einkum síðan 1978, að hávaxtastefna Alþýðuflokks- ins var leidd til öndvegis. Það voru þvi ungu bændur nir sem fyrst urðu að hrökklast frá búum sínum, samkvæmt kenn- ingum Bolla og skoðana- bræðra hans. Ég bendi á að í fáum stéttum er meðalaldur hærri en í bændastéttinni. Ef stór hópur yngstu bændanna yrði að hrökklast frá búum sínum yrði það rothögg fyrir stéttina. Eins og búið er að bændum nú hlýtur þeim að fara ört fækkandi. Ég held að það þurfi því engar sérstakar samdráttarráðstafanir til þess, nema ef vera kynni að bænda- samtökin hlutuðust til um nokkurn samdrátt í mjólkur- framleiðslunni, því hún hefur aukist nokkuð á síðustu tveim- ur árum. Eru bændur byrði? Lítum nú á það af hlutleysi hvort bændastéttin er þjóðinni til byrði. í fyrsta lagi vil ég benda á þau geysimiklu mat- væli sem bændur leggja í þjóð- arbúið. Ef kaupa ætti allar þær nratvörur erlendis þá mundi þjóðarbúið þurfa til þess mjög mikill gjaldeyri. Það nryndi skapa óviðráðanlegan við- skiptahalla. í öðru lagi vil ég benda á að sumar landbúnað- arafurðir til dæmis mjólk og skyr er nær óhugsandi að flytja til landsins. I þriðja lagi er kjötinnflutningur stórhættu- legur allri búfjárrækt í landinu vegna hættu á gin og klaufa- veiki og fleiri skæðum sjúk- dómum. í fjórða lagi má benda á að iðnaðarframleiðslan mundi missa mjög mikils ef ullar- og skinnaiðnaður drægist stórlega saman. Bæði er það að sú starfsemi skapar fleiri atvinnutækifæri en flestur annar iðnaður og einnig meiri gjaldeyri að ál- verksmiðjunni einni undan- skilinni. Mætti þó nýta þau hráefni betur en gert er, með því að fullvinna þau innan- lands. Við það myndu skapast mörg ný atvinnutækifæri og aukinn gjaldeyrir. En hvaðan koma þessi hráefni? Þau koma eins og allir vita frá sauðfjár- framleiðslunni. En það er ein- mitt gegn þeirri framleiðslu sem þessir þröngsýnu óhappa- menn hamast nótt sem nýtan dag. Ég tel fullkomlega rétt- ■ „...í fáum stéttum er meöalaldur hærri en í bændastéttinni. Ef stór hópur yngstu bændanna yröi aö hrökklast frá búum sínum yrði það rot- högg fyrir stéttina.“ lætanlegt þótt framleitt sé nokkru meira af dilkakjöti hér ■ Sigurður Lárusson á landi en selst innanlands, þegar tekið er tillit til þess sem áður segir. Og þó þurfi að greiða útflutningsbætur með eitt til tvö þúsund tonnum af dilkakjöti árlega tel ég það enga firru, þegar tekið er tillit til þess hvað þessi framleiðsla skapar mörg atvinnutækifæri í iðnaði og mikil útflutnings- verðmæti. Áróðurinn ber ávöxt Sá skefjalausi áróður sem rekinn hefur verið mörg undandarin ár í DV og af fleirum gegn sauðfjárfram- leiðslu er farinn að bera mikinn ávöxt. Jafnvel skynsamir og fordómalausir menn eru hættir að sjá í gegnum þetta gjörn- ingaveður enda er það viður- kennd staðreynd að sé sama lygin endurtekin nógu oft þá fara flestir að trúa henni. Á nokkrum síðustu árum hafa bændur fækkað sauðfé sínu um nær 200 þúsund fjár og dilkakjötsframleiðslan er ekki verulega yfir þeim mörkum sem telja verður æski- legt. Þó verulegar birgðir af kindakjöti hafi safnast nú staf- ar það fyrst og fremst af þeim birgðum sem hafa komið á markaðinn undanfarin ár með- al annars vegna slátrunar full- orðins fjár, sem fylgt hefur fækkun sauðfjárins. Að mínu mati þyrfti að leggja kapp á að eyða um- frambirgðum með útflutningi fyrir næstu sláturtíð svo að eðlilegt jafnvægi skapist á markaðinum og neytendur þurfi ekki að kaupa gamalt kjöt á hverju hausti, þó á útsölu sé. Ef hinn stanslausi áróður gegn neyslu kindakjöts en fyrir neyslu svína- og ali- fuglakjöts hefði ekki verið eins vel skipulagður og magnaður og raun ber vitni um, þá hefði ekki verið fyrir hendi eins miklar birgðir kindakjöts og nú er. Það eru ekki bragðlauk- ar almennings eins og Bolli talar um sem skipta hér höfuð- máli, heldur markviss og þrautskipulagður áróður sem þarna á stærsta þáttinn. Bolli talar um að ekki sé offram- leiðsla á svínakjöti. Er hann búinn að gleyma margra vikna útsölu á svínakjöti, nú á út- mánuðum í vor? Þá urðu fram- leiðendur þeirrar vöru að grípa til útsölu vegna mikilla birgða. Og ef ég man rétt heíur stund- um áður þurft að grípa til útsölu á kjúklingakjöti. Þá mega rnenn gjarnan hugleiða hvað svína- og alifuglafram- leiðslan skapar fá atvinnutæki- færi í iðnaði og einnig að sú framleiðsla er að stórum hluta ■ „Ég tel fullkomlega réttlætanlegt þótt fram- leitt sé nokkru meira af dilkakjöti hér á landi en selst innanlands...“ til rekin af öðrum en venju- legum bændum. Stærstu fram- leiðendurnir eru ýmsir fjár- sterkir braskarar. Mörg fjöl- skyldubú hefðu getað haft atvinnu við þessa framleiðslu ef þessi verksmiðjubú hefðu ekki verið fyrir hendi. Fækkun bænda dýr þjóðfélaginu Að lokum vil ég benda á að sú gífurlega röskun sem yrði ef bændum fækkaði um nær helming á skömmum tíma mundi kosta þá og þjóðfélagið mikla fjármuni. Bygging íbúð- arhúsa yfir tvö þúsund fjöl- skyldur á næstu tveimur eða þremur árum í þéttbýlinu myndi kosta óhemjufé, og einnig þyrfti að sjá mörgu fólki sem unnið hefur við úrvinnslu búfjárafurða fyrir atvinnu. Nú þegar vatnar mikið á að hægt sé að fullnægja þeim beiðnum sem fyrir hendi eru í þéttbýl- inu, hvað þá að hægt sé að bæta við allt að 1200 til 1500 íbúðum á ári. Hin hliðin á þessu máli er svo það fjárhagstjón sem bændur yrðu að þola við það að standa upp frá eignum sínum, húsum, vélum, ræktun og jarðeignum. Þeir væru þannig gerðir að bónbjargar- mönnum sem ríkið þyrfti að

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.