NT - 26.06.1984, Side 14
Hannibal Valdimarsson
Vilhjálmur Hjálmarsson
Sigurður Bjarnason
Lúðvík Jósefsson
Sjónvarp kl. 22.15:
Útvarp kl. 20.30:
Þá hugsjónir rættust
Gamlar stjórnmálakempur ræða um lýðveldisstofnunina
■ í kvöld er í sjónvarpinu
umræöuþáttur sem heitir því
virðulega nafni t>á hugsjónir
rættust. Pað eru þeir Hannibal
Valdimarsson, Lúðvík Jóseps-
son, Sigurður Bjarnason og
Vilhjálmur Hjálmarsson sem
minnast þeirra tímamóta þegar
ísland varð lýðveldi fyrir 40
árum. Þeir ræða um aðdrag-
anda lýðveldisstofnunarinnar
og hvað þeim sé ríkast í minni
sem sáu hugsjónir rætast 17.
júní 1944.
Umræðum stýrir Magnús
Bjarnfreðsson.
Með sínu lagi
■ Svavar Gests, hljómplötu-
útgefandinn kunni, verður
með þátt sinn Með sínu lagi í
dagkl. 15.00á Rás2. Hann var
spurður um efni þáttarins.
„Það verða lög og textar
sem tengjast sumrinu og sól-
inni. Ég verð eingöngu með
innlend lög, það var óskað
eftir því þegar mér var falið að
gera þáttinn.
í síðasta þætti tók ég fyrir
lög um eða eftir kvenfólk, og
þar áður lög með textum eftir
Ómar Ragnarsson sem aðrir
liafa sungið. Það er ákveðið
efni í hverjum þætti, þetta er
ekki tónlistarsagan. Annarser
þetta bara eins og andinn blæs
hverju sinni.“
Segðu mér annað, hvað er
að frétta af S.G. hljómplötum
núna?
„S.G. hljómplötur eiga 20
ára afmæli á næstunni, og það
er töluverð plötuútgáfa hjá
fyrirtækinu núna.
Það er að koma út tvöföld
plata með Fjórtán fóstbræðr-
um, sem endurútgáfa á plötum
nr. 1 og 3 hjá fyrirtækinu. Við
erunt nýbúnir að gefa út eins
konar Greatest Hits Ómars
Ragnarssonar, og svo kemur
eitt og annað, bæði gamalt og
nýtt á næstu mánuðum."
Horn unga fólksins
Svavar Gests.
■ í kvöld er á dagskrá í
útvarpinu stuttur þáttur sem
ber nafnið Horn unga fólksins.
Það er Sigurlaug M. Jónasdótt-
ir sem sér um þáttinn, sem
segir að hann sé fyrir ungt fólk
á sínum aldri, í kringum
tvítugt.
„í fyrsta þætti kom Jón
Gústafsson og talaði um Nor-
rokk og Listahátíð, en í kvöld
verður talað við Vilborgu
Gunnlaugsdóttur, sem er 23
ára gömul og var að Ijúka
stúdentsprófi.
Þetta er ægilega stuttur
þáttur, aðeins 10 mínútur,
þannig að ekki er pláss fyrir
mikið. Þátturinn kom þannig
til að á þessurn tíma var alltaf
eitthvert uppfyllingarefni,
ensk þjóðlög eða slíkt, og
Gunnvör Braga lagði til að
þarna yrði í staðinn þáttur.
Þátturinn fer kannski framhjá
fólki af því að hann er svo
stuttur."
Fólk ætti að leggja eyrun við
þessum stutta þætti í kvöld.
Hann er einmitt á tímanum
þegar auglýsingar eru í sjón-
varpinu...
■ í kvöld kl. 20.00 er á
dagskrá sagan „Niður renni-
stigann" eftir Hans Georg
Novak. Það er Hjalti Rögn-
valdsson leikari sem les fyrsta
lestur. Ingibjörg Berþórsdóttir
hefur þýtt söguna.
Samkvæmt upplýsingum
Hjalta, sem nú er á Akureyri
en flytur suður eftir nokkra
daga, er höfundurinn þýskur.
Sagan gerist fyrir nokkrum
áratugum á heimili fyrir vand-
ræðadrengi. Sagan fjallar um
óknytti og samskipti drengj-
anna innbyrðis og við fullorðið
fólk.
„Þetta er svona gamaldags
strangur stíll á þessu heimili,“
sagði Hjalti.
■ Hjalti Rögnvaldsson.
■ Á járnbrautaleiðum er á dagskrá kl. 20.40 í sjónvarpinu í kvöld. í þetta sinn verður farið um fornfrægar slóðir Grikklands. Myndin
er að sjálfsögðu frá Akropólis í Aþenu, frægustu fornleifum Grikkja ef ekki heimsins.
Niður rennistigann
Ný framhaldssaga
Þriðjudagur 26. júní 1984 14
Þriðjudagur
26. júní
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. í
bítið 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Marðar Arna-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Oddur Albertsson
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Jerútti heimsækir Hunda-
Hans“ eftir Cecil Bödker Stein-
unn Bjarman les þýðingu sína (2)
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfriður
Sigurðardóttir á Jaðri sér um þátt-
inn (RÚVAK).
11.15Tónleikar Ólafur Þórðarson
kynnir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Rokksaga -1. þáttur Umsjón:
Þorsteinn Eggertsson.
14.00 Prestastefna 1984 sett á
Laugarvatni Biskup íslands herra
Pétur Sigurgeirsson, flytur yfirlits-
skýrslu um starf kirkjunnar.
15.00 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Frettir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist Marteinn H.
Friðriksson leikur „Orgelsónötu"
ettir Þórarin Jónsson / Manuela
Wiesler, Siguröur I. Snorrason og
Nina G. Flyer leika „Klif", tónverk
flyrir flautu, klarinettu og selló eftir
Atla Heimi Sveinsson / Sinfóníu-
hljómsveit islands leikur „Lítla
strengjasvítu" eftir Árna
Björnsson; Páll P. Pálsson stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp.Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: „Niður rennistigann'*
eftir Hans Georg Noack Þýðandi:
Ingibjörg Bergþórsdóttir. Hjalti
Rögnvaldsson byrjar lesturinn.
20.30 Horn unga fólksins i umsjá
Sigurlaugar M. Jónasdóttur.
20.40 Kvöldvaka a. Vikið til Vest-
fjarða Júlíus Einarsson les úr
erindum séra Sigurðar Einarsson-
ar I Holti. b. Karlakórinn Visir
syngur Stjórnandi: Geirharður
Valtýsson. c. „Áin“ Jóna I. Guð-
mundsdóttir les hugleiðingu eftir
Þórhildi Sveinsdóttur.
21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor-
oddsen um Island 4. þáttur:
Hornstrandir sumarið 1886
Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari
með honum: Valtýr Óskarsson.
21.45 Útvarpssagan: „Glötuð
ásýnd" eftir Francoise Sagan
Valgerður Þóra les þýðingu sína
(5).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar: „Treemonis-
ha“ ópera eftir Scott Joplin. - Ýrr
Bertelsdóttir kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
26. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur. Síma-
tími. Spjallað við hlustendur um
ýmis mál líðandi stundar. Músík-
getraun. Stjórnendur: Páll Þor-
steinsson. Ásgeir Tómasson og
Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Vagg og velta. Létt lög
af hljómplötum. Stjórnandi: Gísli
Sveinn Loftsson.
15.00-16.00 Með sínu lagi Lög leikin
af íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Komið
við vítt og breitt i heimi þjóðlaga-
tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján
Sigurjónsson.
17.00-18.00 Fristund Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfsson.
sjónvarp
Þriðjudagur
26.júní
19.35 Bogi og Logi Teiknimynda-
flokkur frá Tékkóslóvakíu.
19.45 Fréttir á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á Járnbrautaleiðum 4. Frá
Aþenu til Ólympíu Breskur heim-
ildamyndaflokkur i sjö þáttum. I
þessum þætti ber lestin ferðalanga
um fornfrægar slóöir til Grikklands.
Þýöandi Ingi Karl Jóhannesson.
Þulur Sigvaldi Júliusson.
21.25 Verðir laganna Sjötti þáttur.
Bandarískur framhaldsmynda-
flokkur um lögreglustörf í stórborg.
Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason.
22.15 Þá hugsjónir rættust Fjörutíu
ára afmælis íslenska lýðveldisins
hefur verið minnst í Sjónvarpinu
með myndaþættinum „Land míns
föður...". En hver var aðdragandi
lýðveldisstofnunarinnar og hvað
er þeim ríkast í minni sem áttu þar
hlut að máli og sáu hugsjónir
rætast 17. júní 1944? I þessum
umræðuþætti minnast fjórir fyrrum
alþingismenn og stjórnmála-
leiðtogar þessara timamóta, þeir
Hannibal Valdimarsson, Lúðvik
Jósepsson, Sigurður Bjarnason og
Vilhjálmur Hjálmarsson. Um-
ræðum stýrir Magnús Bjarnfreðs-
son.
23.05 Fréttir í dagskrárlok