NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 26.06.1984, Qupperneq 23

NT - 26.06.1984, Qupperneq 23
Þriðjudagur 26. júní 1984 23 Hættir Derwall með landsliðið á morgun? Tekur Helmund Benthaus við liðinu? Forseti knattspyrnusambandsins vill fá Benthaus. ■Líklegt er talið að Jupp Derwall þjálfari v-þýska lands- liðsins í knattspyrnu, muni segja af sér á morgun í kjölfar ófara þýska liðsins í Evrópu- keppninni í Frakklandi í fyrri viku, er Þjóðverjum tókst ekki að komast í milliriðla keppn- innar. Derwall mun á morgun halda til Parísar til fundar við Her- mann Neuberger forntann v- þýska knattspyrnusambandsins og gjaldkera sambandsins, Eg- idius Braun. Derwall sem nú er staddur í Sviss í sumarleyfi mun fara frá Sviss fyrr en hann ráðgerði, til að hitta Neuberger og Braun. Búist er við að Derwall hætti með landsliðið í kjölfarfundar- ins á morgun, en taki við einhverju öðru starfi innan knattspyrnusambandsins, þar sem hann eigi ennþá tvö ár eftir af samningi sínum við sam- bandið. Neuberger formaður knatt- spyrnusambandsins vill fá Hermund Benthaus, þjálfara Suttgart, sem næsta landliðs- þjálfara V-Þýskalands. Bent- haus náði góðum árangri með lið sitt í vetur eins og alþjóð er kunnugt um. Formaður Stuttgart, Ger- hald Mayer-Vorfelder segir að Neuberger hafi talað við sig fyrir nokkrum vikum síðan, um áhuga sinn á Benthaus. Mayer-Vorfelder segir að Benthaus verði að þjálfa Stutt- gart á næsta keppnistímabili, en samningur hans við liðið rennur ekki út fyrr en eftir að næsta keppnistímabili lýkur. Hann segir það einnig óhugs- andi að Benthaus gæti bæði þjálfað Stuttgart og landsliðið þangað til samningur hans við Stuttgart rennur út. Verði Benthaus ekki fáan- legur, er talið ólíklegt að ein- hver þeirra þjálfara sem starfa hjá knattspyrnusambandinu verði fyrir valinu sem landsliðs- þjálfari. I>ó gæti farið svo að Dictrich Weise verði ráðinn, en hann gerði unglingalið V- Þjóðverja að heimsmeisturum á sínurn tíma og bjargaði Ein- trakt Frankfurt frá falli úr Bundesligunni í vor, á undra- verðan hátt. Hver var fyrstur? Evrópumanna til að kom- ast á samning hjá NBA liði ■ Franski körfuknattleiksmaðurinn Harve Dubuisson hefur gert samning við bandaríska atvinnumannaliðið New Jersey Nets í NBA deildinni. Samkvæmt Reuters skeyti þá er Dubuisson fyrsti Evrópu- búinn til að komast á slíkan samning. Því erum við íslend- ingar ekki sammála. Pétur Guðmundsson var fyrstur Evr- ópubúa til að skrifa undir samning við bandarískt at- vinnumannalið, er hann gerð- ist leikmaður með Potland Trailblazers. Dubuisson var á síðasta keppnistímabili stigahæsti leikmaður frönsku deildarinn- ar í fimmta sinn og á Ólympíu- leikunum í Los Angeles í sumar, verður hann aðaldrif- fjöðurin í leik franska lands- liðsins. Strax eftir leikana mun þessi 25 ára gamli bakvörður halda í æfingabúðir Nets, fyrir nýliða. Ef hann verður ekki látinn fara þegar nýliðahópurinn verður minnkaður, mun hann leika í sumardeildinni í vikutíma, en síðan fara í herbúðir Nets, seint í september. Þá hefur einnig verið talað um fyrrum fyrirliða landsliðs- ins, Franz Beckenbauer sem hugsanlegan eftirmann Derwalls, en hann uppfyllir ekki þau skilyrði sem nauðsyn- leg eru íyrir starfið. Beckenba- uer segist heldur ekki sækjast eftir því að fá þjálfarastarfið, en aftur á móti gæti hann hugsað sér að sjá um val liðsins og leikaðferðir, ef einhver ann- ar sæi urn sjálfa þjálfunina. ■ Helmund Bcnthaus t.h. ræðir hér við Ernst Happel þjálfara Hamburger. Verður Benthaus næsti landsliösþjálfari V - Þvska- lands. NTmynd Guðmundur Sigfússon ■ Jupp Derwall hættir líklega sem þjálfari v-þýska landsiiðsins eftir ófarirnar í Evrópumótinu í Frakklandi. Aðalsteinn góður Frá Gylfa Krisljánssyni, Akurcyri Aðalsteinn Bernharðsson náði góð- um árangri á miklu móti norrænna lögreglumanna sem fram fór á Bislet leikvangnum í Osló í síðustu viku. Aðalsteinn varð annar í 100 m grinda- hlaupi á 15,79 og fjórði í úrslitum 100 m hlaupsins á 11,33 sek. í undanrásum hljóp hann á 11,1 sek. Þá náði hann mjög góðum árangri í 400 m hlaupi með tímanum 47,85 sem er næst besti árangur íslendings í ár og fjórði besti frá upphafi. „Þessi árangur er mjög gott veganesti fyrir landsmótið í sumar. Það er toppur- inn á ferlinum að keppa á Bislet því þangað vilja allir komast“ sagði Aðal- steinn í samtali við NT. Þess má geta að 3 fýrstu menn í 100 m hlaupi keppa á OL í sumar þ.e. 2 Finnar og einn Svíi. Kristleifur Guðbjörnsson fyrrum ís- landsmethafi varð annar í 3.000 m víðavangshlaupi á mótinu í Osló. Hann keppti í flokki öldunga, 40 - 50 ára. Þá keppti Hörður Harðarson handknatt- leikskappi í spjótkasti og kastaði rúma 52 metra. Hörður keppti einnig í fimmt- arþraut og varð 21. enda með öllu óvanur þeirri íþótt. Gissur Guðmundsson, sem var farar- stjóri og Óskar Bjartmarz, formaður íþróttafélags lögreglumanna sátu þing norrænna lögreglumanna og þar var formlega gengið frá inntöku íslenskra lögreglumanna í heildarsamtök lög- reglumanna á Norðurlöndum. Sá mikli ruglingur kom upp í vinnslu I mánudagsblaðs NT að fíngurnir í hnot- skurnarpungunum snéru allir vitlaust. Rétt áttu fíngurnir að snúa: KR-ÍBK, fíngurinn út á hlið, Víkingur-1 Þór og ÍA-Þróttur, fíngurinn upp. Þá varð og ruglingur í fingrinum I fyrir leik KA-UBK í laugar-| dagsblaðinu en þar átti hann að snúa [ niður. Leiðréttist þetta hér með og biðst NT velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. Shreevesstjóri Tottenham ■ Peter Shreeves var í gær settur sem I framkvæmdastjóri enska knattspyrnu- félagsins Tottenham Hotspur. Hann mun taka við af Keith Burkinshaw sem | fór frá félaginu í vor. Shreeves var aðstoðarmaður Burkins-1 haw og átti stóran þátt í velgengi liðsins á síðustu árum. Shreeves kom til Totten-1 ham sem unglingaþjáifari árið 1974, W Æfingaskór Basket Super, þrælsterkir uppháir skór. St. 6-1OV2. Kr. 2180,- 1« ÆASV OIOCR Ib Easy Rider, frábærir hlaupa og gönguskór. St. 5V2-11V2. Kr. 1347,- Pele Junior, svart rúsk. Góðir krakkaskór. St. 25-35. Kr. 545.- Stenzel Coach, blátt rúsk. hvít rönd, þægi- legirskór. St. 31/2-9V2. Kr. 1122,- Heinkes Star, blátt rúsk. hvít rönd St. 3V2-9'/2 Kr. 991.- Pele Brasil ,dökkbl. rúsk. með óslitandi botni. St. 7-11. Kr. 938,- Maradonna æfingaskór, bláir m/hvitri rönd, þrælsterkur botn. St. 3V2-IOV2. Kr. 938,- 2451STENZtLU»ly£BSAt. Fitness, léttir oq þægilegir skór. St. 6-11V2. Kr. 1170,- Stenzel Universal, hvítt leður. Svört rönd Frábærir skór. St. 3V2-14 kr. 1285,- Sportvöruverslun Póstsendum Ingólfs Óskarssonar Laugavegi 69 — sími 11783 Kiapparstig 44 — simi 10330

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.