NT - 01.07.1984, Blaðsíða 5

NT - 01.07.1984, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. júlí 1984 5 ef varðskip er einhvers staðar í grenndinni. Þá tökum við stað- arákvörðun og síðan kemur varðskipið og slæðir upp vörp- una. Þá má oft heyra blótsyrði í talstöðinni.“ Etiðámiðlínu Oft hefur maður nú verið þreyttur á því tæplega klukku- tíma flugi sem er á milli Norður og Suðurlands, en það var annað uppi á teningnum í þessu flugi. Eftir tæplega tveggja og hálfs klukkutíma flug vorum við komnir að mið- línu íslands og Færeyja. (Lín- an sjálf sást ekki vegna öldu- gangs svo ekki er hægt að birta mynd af henni.) Þar undir er víst neðansjávarhryggur en þar var ekkert markvert að sjá. Það er ekki fyrr en seinna í sumar að færeysk og dönsk skip fara að slátra þar laxi, íslenskum sportveiðimönnum til mikils ama. Okkur leið sem sagt alveg bærilega en það var nú ekki laust við að hungrið væri farið að segja til sín, enda er ég talinn maður þurftafrekur. Ég var farinn að sjá fyrir mér allrahandanna kræsingar og svei mér þá ef það lagði ekki matarangan fyrir vit mín. „Matur strákar", það var loftskeytamaðurinn sem kall- aði. Mér og maga mínum til ævarandi gleði dró hann fram úr pússi sínu rjúkandi kjötrétti með kartöflum og öllu, ekki er hægt að láta áhöfnina og gesti hennar deyja úr hungri í sex klukkutíma flugi. Það var því ánægður blaðamaður sem hámaði í sig þrælgott gúllas yfir miðlínu íslands og Fær- eyja. Takk fyrir matinn strákar. NT með flugpósti Eftir matinn lá leið okkar frá miðlínunni að Papey. Rétt við eyna lá varðskipið Týr. Þeir varðskipsmenn voru að vonum leiðir yfir því að fá ekki blöðin með morgunmatnum. '(Því miður höfum við ekki fundið þann blaðbera ennþá sem treystir sér til að sjá um hafið og miðin. Allar ábend- ingar um slíkt eru vel þegnar). E ki var hægt að láta þá vera blaðalausa þama niðri svo Hösk- uldur skipherra tók til sinna ráða. Hann bjó um bunka af blöðum, NT að sjálfsögðu og batt vel utanum. Um borð í vélinni fannst ágætur dunkur sem nú breytti um hlutverk og varð að flotholti. Síðan voru gáttir allar opnaðar, flug- mennirnir hægðu örlítið á sér, lækkuðu flugið og stefndu á Tý. Vindhraðinn óx dálítið innanborðs, en við létum það ekki á okkur fá því mennirnir þurfa jú að fá blöðin og það var fallegur bogi sem NT tók á leið sinni til sjávar. „Spennið beltin strákar!“ Þá var ílogið suður meö landinu og grunnmiðin rann- sökuð. Þá var heldur betur hamagangur í öskjunni. Skip- herrann sat frammí vopnaður heljarmiklum gyro-kíki. App- aratió var þannig útbúið að allur hristingur og titringur hvarf þegar horft var í gegnum hann. Stórfurðulegt, en nauð- synlegt tæki. Ekki skildum við þessir græningjar um borð hvernig Höskuldur fór að. Við rýndum út, ég í gegnum gler- augun og Ijósmyndarinn gegn um linsuna, en Höskuldur sá skipin alltaf löngu á undan okkur, og starf hans var ekki öfundsvert. Flugvélin flaug með 200 hnúta hraða (u.þ.b. 370 km/klst) yfir skipin og hann þurfti að sjá nafn skipsins og númer, en þar var ekki ölL- sagan sögð. Líka þurfti að sjá hvort skipið væri á veiðum og þá hvernig veiðum og allt þfetta þurfti hann að sjá á örfáum sekúndum. Allt í einu var kallað, „spennið beltin strákar," hér er einn alveg upp í landstein- um“. Hjartað tók smákipp og greinileg spenna færðist í mannskapinn. Stýrimaðurinn mældi skipið út og reyndist það verða 1.8 mílu frá landi. Flugstjórinn tók heldur betur knappar beygjur og það var varla hægt að finna hvað sneri upp og hvað sneri niður, þegar hringsólað var yfir skipinu. Stýrimaðurinn blaðaði í spjaldskránni sinni og eftir smástund kvað hann upp úr- skurð sinn. Þetta skip hafði leyfi til tilraunaveiða með dragnót einmitt á þessum stað. Spennunni linnti og mann- skapurinn losaði um beltin. Nú var farið að styttast í Reykjavíkina þannig að þær mínútur sem eftir voru slöpp- uðum við bara af og nutum útsýnisins sem vægast sagt var frábært. Við lentum síðan á Reykjavíkurflugvelli eftir tæp- lega sex klukkutíma ánægju- legt flug. Páll Halldórsson flug- stjóri og hans menn fá bestu þakkir fyrir. - ÞGG Gert klárt... NT svífur í fallcgum boga niður til varðskipsmanna og svo er skellt aftur. ■ „Það er gott að vera kominn niður aftur“, sagði Guðni Skúlason loftskcvtamaður um leið og hann gekk frá borði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.