NT - 01.07.1984, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. júlí 1984 11
■ Það er ekkert grín að verða undir í henni Ameríku. Þú mátt kallast góður að sleppa lifandi með
tómið í augunum. I San Francisco eru 10 þúsund manns á götunni.
■ „Lifi sparnaðurinn". Þú ferð ekki inn í verslanirnar til að kaupa heldur til að spara. „Ef þig hungrar
og þyrstir þá komdu til okkar, við veituni afslátt.“
■ Litla stúlkan er ekki nema fimm ára og fer í skólaferðalög fimm daga vikunnar. „Pabbi.ég vildi ■ Á himninum gefur að líta auglýsingu frá rakarastofunni í Loftvogum. „Láttu okkur stvtta á þér
óska þess að skólinn væri bara við endann á götunni okkar.“ toppinn." J F
þegar ég var að alast upp á tún-
unum fyrir austan, hvað maður
lifði yndislega verndaðri til-
veru oft meira og minna í þykj-
ustunni. Litla stúlkan er ekki
nema fimm ára, komin í tvo
skóla og fer í öll þessi skóla-
ferðalög fimm daga vikunnar.
Alltaf er nú bernskan að
styttast. Byrja fyrr og fyrr að
gera úr þeim lítið fólk sem
gengur í skóla og kann marg-
földunartöflur.
Fimm ára var maður í ein-
hverju barnslegu óminnis-
ástandi frjáls eins og fuglinn og
ormarnir, innan vissra tak-
marka, auðvitað.
Skólinn var eitthvað sem
stóru systkinin stunduðu og
barnaheimili ekki fundin upp.
Snjórinn var til þess að renna
sér í, hlaða snjókerlingar og
kasta í einstaka vegfarendur.
Regnið var til þess að sulla í.
Sólin var til þess að hlaupa
berrassaður í garðinum, niður
um allt tún. Berin voru til að
tína í berjamó og blómin til að
setja í vasa. Annars raulaði
maður þennan lífsins söng
mest með sínu nefi og athafna-
svæðið varð smátt og smátt
ótakmarkað.
í amerísku stærðinni eru
málin ekki svona einföld. Ég
sendi ekki fimm ára stelpu eina
út á horn nema leigja einka-
spæjara (stórabró) til þess að
fylgjast með. Og hér er ekki
mikið plássfyrirbörnnematil
að kenna þeim að vera fullorð-
in, hratt. Börn passa ekki inn í
ameríska útreikninga, þessi
litlu óþekktu x og maður þorir
varla að hafa augun af þeim
því... Það getur nefnilega allt
skeð í Ameríku.
Forsetinn kemur á skjáinn
og segir okkur frá milljörðum
sem hann þurfi til að halda uppi
lýðræði í Mið-Ameríku þar
sem „komúnistar eru að reyna
að stela lýðræðinu frá fátæka
fólkinu."
Sem fyrr eru Ameríkanar
menn freísisins, frelsarar þjóða
úr klóm illmenna sem svífast
einskis að ná völdum, alveg
eins og \ amerískri bíómynd.
Ég ætla bara að vona að málin
snúist ekki upp í eina allsherjar
stórmynd. Forseti lýðveldisins
er í dökku fötunum þegar hann
flytur ræðuna, með nýlitað
hárið, nýju hrukkurnar og guð-
föðursvipinn. Flann er að leika
í sinni stærstu mynd.Var lengi
í Flollywood enþótti aldrei tak-
ast virkilega vel upp fyrr en
hann kom í Hvíta húsið.
Það getur allt gerst
í Ameríku
Hitlcr sást á gangi niðrí
Suður-Ameríku í fyrra vetur.
Frétt þessi birtist á forsíðu
vissra blaða hér. Einnig var
maður dæmdur fyrir að vera
giftur 100 konum útum allt
land, stærðin aftur. Hvirfil-
vindar rífa heilar tölvublokkir
og þeyta þeim upp í loftið eins
og í „Galdrakarlinum í Oz".
Maður nokkur býr til dúkku
sem siær í gegn. Dúkkan er
ættleidd. Nýrun á Viktoríu
Prinsipal snúa öfugt. 17.500
staðir í iandinu eitraðir efna-
úrgangi. í Los Angeles getur
þú leigt einhvern til að sitja yfir
þér á meðan þú ert að deyja.
Já það er allt til
í Ameríku
Allt það„ besta og versta og
allt þar á milli. Hreint ótrúlegt
úrval af öllum sköpuðum og
vansköpuðum hlutum og Am-
eríka er „the great" eða hin
frábæra.^Það skín úr augum
þeirra sem eru heppnir. Hinir
sem éta úr öskutunnunum í
landi frelsisins, ja þeir hafa
frelsi til þess.
í stærðum þar sem menn
leika tveim eða fleiri skjöldum.
Sami maðurinn er prófessor
við þrjá háskóla í þrem fylkj-
um undir þrem nöfnum. Þiggur
að sjálfsögðu þrenn laun sem
hann notar til að borga meðferð
fyrir konuna sína en hún er
með krabbamein og sjúkra-
húsvist kostar lágmark 500
dollara á dag.
Hitabylgja bara leggst yfir
einn góðan veðurdag og maður
hálflamast í þrjá til fjóra daga.
Par sem flóðin á veturna hálf-
fylla mörg hundruð hús í Lúsi-
ana og fólk er að róa á litlum
jullum eftir aðalgötunni inní
stofu hjá mér. Og kuldarnir.
stormarnir og skriðurnar. Am-
eríka hefur allt.
Haldið var upp á 17. júní í
skemmtigarðinum „Great
America" og ég læt auglýsing-
una fylgja. í fyrra var'ann hald-
inn í gamalli hcrstöð við flóann
sem karlarnir fengu ódýrt
komnir á eftirlaun flestir.
Víða ferðast frelsisandinn.
Ingólfur Steinsson
gHBgæ 5!í
..
■ Forsetinn er í dökku fötunum þegar hann flytur ræður. Hann er að leika í sinni stærstu mynd. Honum þótti aldrei takast virkilega
vel upp fyrr en hann komst í Hvíta húsið.