NT - 01.07.1984, Blaðsíða 20
Sunnudagur 1. júlí 1984 20
Úr
horni
Helgu
Ágústs-
dóttur
sjónvarpsskjánum. En því
miður er þessu ekki svo farið.
Mannlegt eðli, óeðli, óham-
ingja og örvænting eru líka hér
á Islandi, NÚNA. Og stóra
spurningin sem hver og einn
verður að svara fyrir sig er ekki
bara: „Á ég að gæta bróður
míns?“ heldur gætum við einn-
ig spurt okkur sjálf sem svo:
„Ef mitt barn eða barnabarn
ætti í hlut, vildi ég þá að
umheimurinn lokaði augun-
um, i stað þess að rétta fram
höndina til hjálpar? Eða kysi
ég ef til vill að fá að veltast
áfram í eigin óhamingju og
sektarkennd?" Markmið barn-
averndaraðila, er og hefur,
ævinlega verið, að koma fyrst
og fremst börnunum til
hjálpar, en einnig að vera hin-
um fullorðnu sú stoð og leið-
sögn, sem nauðsynleger, til að
skapa heilbrigðara og hamingju-
samara líf fyrir fjölskylduna
í heild, sé þess nolikur kostur.
En til þess að svo megi verða
þarf hinn almenni borgari að
halda vöku sinni - og mann-
legri hlýju. f»að er of seint að
rjúka upp til handa og fóta
þegar hinn stóri skaði er
skeður, ekki verður aftur snúið
og upplausn fjölskyldu er eina
raunhæfa ráðstöfunin, til
bjargar börnunum.
Á égað gæta (litla) bróður míns?
■ Núna nýlega lauk söfnun
vegna bágstaddra bræðra okk-
ar og systra í Eþíópíu. Að
venju, þegar um slíkar safnan-
ir er aó ræða, brugðust fjöl-
margir Islendingar vel við,
könnuðu kassa sína og handr-
aða og komust að því að þar
var nóg og meira en það. Það
er ánægjulcgt til þess að vita,
að við séum okkur svo meðvit-
uð um neyð annarra og þess
reiðubúin að rétta hjúlpar-
hönd, sé til okkar leit-
að. Og cr nú von mín sú, að
ýmsum verði hlýrra á nóttunni
í hinni næturköldu og lang-
hrjáðu Eþíópíu. Oftlega heyr-
ast að vísu í seinni tíð raddirer
segja, að við höfum mörg hver
nóg með okkur sjálf frá degi til
dags og er svo í framhaldi rætt
um kaupmátt launa o.s.frv.
Og víst er það og satt, æ fleiri
eiga mjög bágt með að láta
enda ná saman - hjá sumum er
jafnvel svo komið, að það er
óþekkt hugtak. En engu að
síður er það víst, að rniðað við
stóran hluta mannkynsins
lifum við í allsnægtum, hvernig
sem á málið er litið. - Hvað er
nú konan að fara, hugsa ugg-
laust ýmsir? Ætlar hún að fara
aö reka áróður fyrir söfnun,
sem er um garð gcngin? Nei,
cn mér datt bara í hug, í
framhaldi af aðstoð okkar við
bágstadda í fjarlægum
löndum, að hér á landi er
hópur fólks, sem við ítrekað
skorumst undan að liðsinna.
Ár eftir ár, látum við eins og
okkur komi máíefni þessa fólks
ekkert við, látum eins og það
sé ekki til.
Hér á ég við börn. Já, þetta
var ekki mislesiö hjá ykkur, ég
á viö börn, þau börn, sem eiga
erfiða foreldra. Við heyrum
oft minnst á foreldra sem eiga
erfið börn, vandræðabörn, en
færra um vandræðaforeldra,
sem vissulega eru ærið fjöl-
mennur hópur. Með þessu orði
er ég ckki að reyna að höggva
til t.d. einstæðra foreldra eða
annarra þeirra er þurfa að vera
löngum fjarvistum frá heimili
og börnum vegna vinnu. Ég vil
þess í stað benda á, að hérlend-
is eins og alls staðar annars
staðar, hafa ýmsir þeir aðilar
forsjá barna með höndum, sem
livað eftir annað hafa misboðið
börnum svo þroska þeirra til-
finningalegum, líkamlegum og
greindarfarslegum stafar hætta
af. - Nú,efsvoer, hvers vegna
aðhafast barnaverndaryfirvöld
ekkert í málunum, kann ein-
hver að spyrja. Og þar er
einmitt komið að merg
málsins. Um nokkuð langt
skeiö átti ég þess kost að
fylgjast með og taka þátt í
störfum að barnaverndarmál-
um. Þegar menn hefjast handa
á þeim vettvangi, er það alla
jafna með því hugarfari eða
væntingum, að einungis sé um
fá undantekningartilvik að
ræða og þeim hljóti að vera
hægt að klippa í lag. Enda er
það líka oft svo, þegar barna-
verndaryfirvöld fá loksins
vitneskju um málið. En það
getur bara dregist býsna lengi.
Það virðist nefnilega ríkjandi
hugsunarháttur hjá okkur
mörgum, að reyna eftir
fremsta megni að skipta okkur
ekki af hlutunum, blanda okk-
ur ekki í málið. Einhvern tíma
fyrir löngu las ég í blaði, að í
ýmsum heimsborgum væri
hægt að myrða fólk, um há-
bjartan dag, t.d. á viðkomu-
stöðum strætisvagna, því hinn
almenni borgari, sneri sér und-
an og léti ekki „blanda sér í
rnálið". Slíkt og þvílíkt gæti
aldrci gerst hér á íslandi hugs-
aði ég - og trúði. En það hefur
talsvert vatn runnið til sjávar
síðan ég hafði þessa hugmynd.
Núna nýverið var ég stödd í
húsi þar sem talið barst að
börnurn og barnauppeldi, og
sagði þá ein sómakær kona
sem þar var, frá eftirfarandi:
I blokk, sem hún þekkti til
í, bjó ung kona með tvö börn
bæði innan við 5 ára aldur.
Þessi veslings kona hafði (og
hefur?) þann hátt á að skilja
börnin ein eftir þegar hún fer
út að skemmta sér og hlusta
nágrannarnir á kveinstafi barn*
anna fram eftir kvöldum, í
læstri íbúðinni og telja sig
ekkert geta hafst að. Hvað á
nú þetta skylt við Eþíópíu-
söfnun? Jú þarna er um að
ræða sára mannlega neyð,
öryggisleysi, kvíða og hræðslu,
samfara ofureðlilegum ímynd-
unum úr hugarheimi barnsins,
aðstæður sem valda mjög
sennilega varanlegum skaða á
mannslííum - svona rétt á
meðan við drekkum kaffið og
horfum á sjónvarpið. Okkur
rennur kannski til rifja að vita
af þessu - en látum þar við
sitja.
Við heyrum síendurtekin
drykkjulæti, jafnvel barsmíðar
og barnagrát úr íbúð og hvað
höfumst við að? Er okkar
andsvar ef til vill það eitt, að
láta eins og við sjáum ekki
íbúana næst þegar við mætum
þeim? Eða bönnum við
kannski börnunum okkar að
leika við börnin í þessari fjöl-
skyldu „af því að þau séu
pakk“? - Og trúlega ætlumst
við síðan til að barnaverndar-
yfirvöld fái vitrun um að eitt-
hvað sé í ólagi og komi á
staðinn. Það var að minnsta
kosti mín reynsla, að fólk sagði
oft sem svo: - „Við vorum ein-
mitt að tala um hvort þið
ætluðuð ekkert að gera í rnál-
inu. Þetta er búið að vera
svona um lengri tíma." - Þá
varð mér oft á, að hugsa sem
svo, þó mig minni nú að ég hafi
stillt mig um að segja það:
„Hvað ætlaðir þú að gera?
Hvar var þín samfélagslega
ábyrgð? Finnur þú enga þörf
hjá þér fyrir að gæta og vernda
þinn bróður, þetta litla barn.
sem saklaust hefur lent inni í
darraðardansi óhamingju full-
orðins fólks?"
Það virðist næsta fáum vera
kunnugt um að það er skylda
hvers og eins er verður var við
að börn séu vanrækt eða að
þau líði á einn eða annan hátt,
að láta vita af því til ábyrgra
aðila, barnaverndarneínda og
félagsmálastofnana. Slíkt er
ekki gert til að ná sér niðri á
þeim fullorðnu, heldur hlýtur
markmiðið að vera að vernda
börnin, sem geta ekki á neinn
háft haft áhrif á það sem gerist
eða verið þar ábyrg. Eða hvað
finnst ykkur? Getur það verið
réttlætanlegt að láta börnin
þjást, til að hylma yfir með
þeim fullorðnu, eins og svo oft
vill verða? - Og ætlum við
síðan eftir nokkur ár að dæsa
og fjargviðrast út af hegðun
þessara sömu barna, sem þá
eru ef til vill orðin til vandræða
jafnt sjálfum sér sem
og umhverfinu? - Alls staðar í
kringum okkur gerast atburðir
er ættu að snerta ábyrgð okkar
og virðingu fyrir því sem lifir.
Okkur langar svo oft til að trúa
því, að margt sem miður fer,
séu hlutir, sem eigi sér stað úti
í hinum stóra heimi, eða á