NT - 01.07.1984, Blaðsíða 10
Sunnudagur 1. júlí 1984 10
★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★j^
★
I®
■: nur amxb
■ Þaö er allt svo stórt í Am-
eríku, landið, horgirnar,
vandamálin. Dæmi um óleyst
vandamál: í San Franciscoeru
10 þúsund manns á götunni,
fólk sem á höföi sínu aö halla í
almenningsgöröum, á gang-
stéttum, í versta falli. Og það
er ekkert grín aö verða undir í
henni Ameríku, þú mátt
kallast góöur aö sleppa lifandi
meö tómið í augunum.
Þetta eru vandamál scm
blasa við þegar maöur gengur
um borgina. Þó er eins og eng-
inn taki eftir þeim, afskipta-
leysi scm nálgast bannfæringu,
stéttleysingjar.
Ég vorkenni þeim, vildi helst
gefa öllum þeirra pening,
fæða, klæöa og hýsa en hvað á
maöur að gera? Námslánin
duga skamrnt þótt góð séu
ennþá.
Þetta er eitt af þessum stóru
vandamálum. Maður reytir af
sér 25 aura en mér sýnist þeir
fara flcstir í það að viöhalda
öðru stóru vandamáli; Áfeng-
tsvandamálinu.
Það er allt svo stórt í Amer-
íku. Svo er líka einhver amer-
ískur hraði á öllu. Fjölmiðlar
slá þaröll met. Þargildirrcglan
„flest atkvatði á mínútu" öfugt
við t.d. „Útvarp Reykjavík,
góðan dag." Bunan stendur oft
svoleiðis úl úr þeim að maður
heldur að fólkiö sé komið með
ælupest.
Þú ferð út í búð til að spara,
„an offer you cant refuse" a la
Godfather, þú barasta verður.
Þú ferð ekki til að kaupa, held-
ur spara. Það er nú ameríski
mergurinn: „Komdu til okkar
og sparaðu. Lifi sparnaðurinn.
Komið til mín, gala auglýsing-
arnar. Ef þig hungrar og
þyrstir, þá komið til mín. Ég
veiti 40-60% afslátt. Fljá mér
er alltaf útsala. Þú mátt ekki
ganga framhjá. Þú munt sjá
eftir því alla æfi því við höfum
einmitt það sem þig vantar
núna og það kostar aðeins
þessa lús sem þú átt eftir af
mánaðarlaununum. Þú hefur
ekki efni á því að ganga
framhjá í dag, á morgun, alla
daga."
Ingólfur Steinsson skrifar frá
San Francisco
Það er allt svo stórt
í Ameríku og svo
mikið af öllu
Flundrað tegundir af verkja-
pillum við öllu frá venjuleguiri
höfuðverk upp í átta tíma
verk.
Hundrað tegundir af þvotta-
efni. Ein gerir þvottinn svo
hvítan að ég finn ekki hvítu
skyrtuna mína, önnur er svo
f • .
■ Það er allt hægt að finna í Ameríku. Stóra bfla með lilaðar rúður, sjónvarp, síma og bar til að hanga á. Svo eru líka bflar á leiðinni í brotajárn.
sterk að hún rekur upp nærboli
og vasaklúta. Svo eru það hin-
ar níutíu og átta tegundirnar
hver annarri betri.
Hundrað tegundir af bílum,
nýjum bílum og gömlum og
begldum. sportbílum og bílurn
í brotajárn.
Límúsínur með sjónvarp,
síma og bar til að hanga við
ógegnsætt rúðugler, horfa á
mannlífið, óséður.
Hundrað útvarps og sjón-
varpsstöðvar allar með pró-
grammið fyrir „þig".
Hundrað tegundir af garð-
áhöldum, búsáhöldum, hár-
klippingum. Milljónir af aug-
lýsingatrixum fundin upp af
háskólamenntuðu fólki í þeirri
grein.
Flugvél flýgur yfir og púar
frá sér skýhnoðrum (amerísk-
um) og fyrr én varir er himin-
inn farinn að auglýsa: „Super-
cuts toppklippingu, Rakarastof-
an Loftvogum."
Talandi um stærð. Við ætl-
uðum út í sveit í fyrra í fyrsta
skipti, ókum í þrjár eða fjórar
klukkustundir, á hraðbraut all-
an tímann, fundum ekki sveit-
ina. Þó vorum við í henni mest
allan tímann. Við komumst
hvergi að fyrir háum giröing-
urn. Áðum að lokum á hálf-
gerðri umferðareyju.
Hér er unnið að því á kerfis-
bundinn hátt að breyta náttúr-
unni í einhvers konar mann-.
lega náttúru þar sem hver
hundur er hannaður á teikni-
borði. Þó er töluvert um frið-
aða staði og ber þar þjóðgarð-
ana hæst. Þar er gott að komast
í bland við landið.
Það er allt svo stórt
í Ameríku
Þegar litla stúlkan fer í skól-
ann á morgnana, þarf hún sér-
staka fylgd pabba eða
mömmu, stóribró dugar ekki
þó hann sé að verða ellefu, því
að hér hverfa börn bara út í
stærðina, barnarán, óleyst
dæmi um alla tíð, mannsal.
Það er vissara að fylgja þeim
í veg fyrir skólavagninn.
Stundumervagnstjórinn nýr
og þá þurfa eldri börnin að
segja honum til vegar.
Litla stúlkan fer í tvo skóla
á dag í skólavagninum og þeg-
ar við erum á leið heim frá
barnaheimilinu segir hún við
mig: „Pabbi, ég vildi óska að
skólinn væri hérna við endann
á götunni og Regnboginn
(Heilsubúðin) beint á móti,
barnaheimilið við hinn endann
á Ramóna og Hornbúðin beint
á móti. Þá gæti ég bara labbqð
sjálf í skólann og hlaupið
niðrá horn að kaupa ís."
„Ó aumingja barnið", hugs-
aði ég skelfdur, hún er komin
með stærðarfóbíuna. Og mér
varð hugsað til þeirra daga