NT - 13.07.1984, Blaðsíða 8

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 8
 m- Föstudagur 13. júlí 1984 8 uif Vettvangur Námslán skert.... en þó ekki? Ríkisstjórnin setur lög sem skammta 60 prósent námslán - Ragnhildur lofar 95%, reddar mismuninum í bönkunum - eftir Sigurð Pétursson, námsmann ■ Námsmenn erlendis voru mun harðari í að sýna hug sinn til þessara tíðinda, nú síðast með mótmælastöðum við sendiráð íslands í þremur Norðurlandanna á þjóðhátíðardaginn 17. júní.“ verðtryggð. Þar segir að náms- menn fái vísitölubætur á námslán meðan launafólk fær þær engar (var það ekki Ragn- hildi og ríkisstjórninni að ,,þakka“?), en ekkert minnst á það að námsmenn fá að sjálf- sögðu að kenna á kjaraskerð- ingu og samdrætti í sumar- vinnu sinni. Þá minnist hún auðvitað ekkert á að almennar launahækkanir hafa ekki áhrif á lánin. Þegar öllu þessu lýkur, bæt- ast svo skammir á stjórn lána- sjóðsins; hún sögð pólitísk skipuð og meirihluti hennar sagður andstæðingar ríkis- stjórnarinnar. Lesendum til fróðleiks skal á það bent að ráðherrar skipa 3 fulltrúa í stjórn sjóðsins, en námsmenn skipa 3. Fulltrúar ríkisstjórnar- innar eru vafalaust skipaðir pólitískt, en fulltrúar náms- manna eru fulltrúar náms- mannahreyfinganna, Stúd- entaráðs, SÍNE og Bandalags sérskólanema, og skipaðir af þeim. (Þess má svo geta að komið hefur fram að 3 úr núverandi stjórn eru meðlimir í Framsóknarflokknum. Kannski að Ragnhildur telji Steingrím Hermannsson líka andstæðing ríkisstjórnarinn- ar?). Ástæðan fyrir árásum Ragnhildar er auðsæ. Allt sem stjórn lánasjóðsins hefur gert af sér er að fylgja þeim lögum og reglugerðum sem um sjóð- inn eru settar, og sök þeirra er sú að taka slíka opinbera papp- íra fram yfir óskalista ráðherr- ans. Hinglandahátturogósam- kvæmni ráðherra hefur svo berlega opinberað sig, í sam- skiptum hennar við lánasjóð- inn, að hún á ekkert annað ráð en að grípa til pólitísks grjót- kasts í blöðum um stjórnar- menn ríkisstofnunar sem hún sjálf er yfirmaður. Sannleikur- inn er sá að hugmyndir hennar og jábræðra í eigin flokki í anda peningavalds, eiga sér ekki nægilegt fylgi innan þings og stjórnar til að hún geti ráðist af alefli á lög og reglu- gerðir um námslán, eins og hugur hennar virðist helst standa til. Ragnhildur lofar lánum.... Þennan sama 21. júní sendir menntamálaráðherra enn eitt bréfið til lánasjóðs. Þar er þetta að finna: „Ráðuneytið telur að stefna beri að því að halda 95% lánshlutfalli og eðlilegt sé að greiðslur sem einungis styðjast við heimildarákvæði miðist við að gera það kleift.“ Þetta þýðir á venjulegu máli að tosa á lánshlutfallið upp með því að slaufa öllum greiðslum sem styðjast við heimildir í lögunum, en ekki er beinlínis skylt að lána til. Þar eru lán til nema á fyrsta námsári langstærsti pósturinn. í staðinn ætlar Ragnhildur ráð- herra að redda fyrstaársnem- um víxlum í bönkunum, sem munu svo breytast í námslán eftir áramótin, ef tilskildum námsárangri er skilað, eins og gilt hefur um víxla lánasjóðsins undanfarin ár. Nánari útfærsla á „redd- ingu“ ráðherrans hefur ekki sést, en nokkur atriði þarf að hafa þar í liuga: Að allir fái lán, sem lánasjóðurinn telur hafa rétt til þess, að útreikning- ur lánanna verði í höndum sjóðsins og fari eftir reglum hans, en ekki geðþótta banka- stjóra, og loks að lánað verði 95% af ætlaðri fjárþörf, eins og öðrum lánþegum hefur ver- ið lofað. Hvort þannig verður staðið að málum, kemur í ljós með fyllingu tímans, og bíða námsmenn sem hefja ætla nám sitt í haust vafalaust spenntir. ■ ■■■ og gefur út laumuspil Ráðherrabréfið er ekki þar með á enda, því sú brosmilda laumar enn einum bitanum til námsmanna: „Við ákvörðun framfærslu- kostnaðar verði tekið mið af launaþróun í landinu sbr. ákvæði 21. gr. reglugerðar.... Reynt hefur verið að hafa samræmi milli þróunar kaup- taxta í landinu og hins reikn- aða framfærslukostnaðar námsmanna. Ráðuneytið ósk- ar tillagna frá stjórn sjóðsins um hvernig þessu verði best fyrir komið í endurskoðun framfærslukostnaðar." Stofnanamál er þetta kallað, og ekki alveg Ijdst livað þetta þýðir í raun. Hingað til hefur framfærslukostnaður náms- manna verið miðaður við fram- færsluvísitölu. Almenn laun voru það líka þar til ríkis- stjórnin sló pennastriki sínu yfir þess háttar hluti í fyrra, og lét launafólki eftir að greiða niður verðbólguna. Felst það í orðum bréfsins, að framfærslu námsmanna verði einnig kippt úr sambandi við vísitölu? Eða vill ráðherra láta fara fram könnun á neyslu námsmanna og byggja á því nýjan fram- færslugrunn, og binda hann svo einhverjum launatöxtum,- þannig að námslán hækkuðu þá í samræmi við almennar launahækkanir? Um slíka hluti, í anda eigin hugmynda, hljóta námsmenn að vera til viðræðu. Af athöfnum ráð- herra og ríkisstjórnar má efast um að færa eigi námsmönnum silfurepli á fati. Frekar má búast við að hér sé verið að rétta þeim epli í ætt við það sem mey einni mjallhvítri varð á að bíta í, í ævintýrinu forðum daga. Megi námsmenn og for- ysta þeirra verða varkárari en mærin sú, gagnvart gæluyrðum og fortölum drottningarinnar í höll menntamála. ■ „Ríkisstjórn íhaldsaflanna situr við valdapottana í þessu landi.“ úthlutunarreglum LÍN þannig, að sjóðurinn hættir að taka sjálfkrafa félagsgjald SÍNE af námsmönnum erlendis. Stjórn LÍN ætlar að auglýsa-Ragnhildur dregur í land Stjórn lánasjóðsins fannst það skylda sín að auglýsa það fyrir væntanlegum lánþegum hvað hin nýju Iög þýddu fyrir námsmenn. Ákvað hún því að auglýsa lánshlutfallið 60% fyr- ir næsta haust, í samræmi við margnefnd lög, og tilkynnti ráðuneytinu þetta í tíma. Fór þá eitthvað af stað í þeirri eplahrúgu, og bréf var sent. Þar í stendur þetta: „Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna tekur á sig mikla ábyrgð gagnvart náms- mönnum með því að ákveða nú lánsfjárhlutfallið 60% á haustmisseri.“ Sem sagt. Stjórn sjóðsins tekur ríkisstjórnina og lög hennar alvarlega, og sjá - ráð- herra lýsir ábyrgð á hendur sjóðsstjórn Út ganga greinargerðir í ráðuneyti menntamála voru nú faldafeykir á kreiki. Út flugu greinargerðir og fleiri bréf, þann 21. júní sl. Ber þar fyrst að nefna greinargerð til fjölmiðla, sem birtist sam- viskusamlega í Morgunblaðinu daginn eftir. Þar lýsir Ragn- hildur málunum frá sínum sjónarhóli, eins og hún vill að almenningur í landinu sjái þau. Er það fróðlegt á að líta. Þar er feitletrað að námslán séu án vaxta, en þess getið í aukasetn- ingu að þau eru að fullu Ríkisstjórn íhaldsaflanna sem nú situr við valdapottana í þessu landi, hefurekki sparað kraftana við að hræra saman úrræðagrautum sem stefna að því að brjóta niður afkomu- öryggi almennings í landinu. Kaupmáttur launataxta hefur verið þvingaður niður um að minnsta kosti fjórðung, dregið er úr félagslegri þjónustu og gjaldtaka fyrir hana stórhækk- uð um leið. Námsmenn hafa átt á öllu illu von síðan leiftursóknin hófst í íslensku þjóðlífi. Hing- að til hefur afkomutrygging flestra námsmanna, námslán- in, ckki orðiðfyrirstórárásum, en með lögum ríkisstjórnar- innar um ríkisfjármál og fleira sem samþykkt voru 18. maí, (bandorminum) var hafin mcsta sókn gegn náms- mönnum í áratugi. Við munum tillögur Verslunarráðsins frá því fyrir ári síðan, og leyni- skýrsluna hennar Ragnhildar frá því í vor. Allar tilskipanir menntamálaráðuneytis til lánasjóðsins miða að því að eyðileggja þann ávinning sem lögin um námslán og náms- styrki frá 1982, fólu í sér fyrir námsmenn. Gegn þessum tilburðum íhaldsstjórnarinnar verða námsmenn að berjast sem einn maður. Menntamálaráðherra hefur nú hopað frá verstu af- leiðingum bandormslaganna, en ný laumuspil gægjast fram úr ermi hennar um leið. Hér á eftir verður rakin stuttlega at- burðarásin í samskiptum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og menntamálaráðu- neytis nú síðustu vikurnar eftir að bandormslögin voru sett. Námslán skert um Vz „Samanlögð fjárveiting og lántaka Lánasjóðs íslenskra námsmanna skal eigi nema hærri fjárhæð en 658 m. kr. á árinu 1984. Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. laga nr. 72/1982, um námslán og námsstyrki, skal hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf námsmanna á árinu 1984 miðuð við það fjármagn sem Lánasjóður ísl. náms- manna hefur til ráðstöfunar, sbr. 1. mgr.“ Þannig segir í 2. grein band- • ormsins illræmda. Stjórn lána- sjóðsins hafði áætlað fjárþörf hans það sem eftir lifir árinu, og samkvæmt því var Ijóst að upphæðin sem skömmtuð var í lögunum, dygði aðeins fyrir 60% lána. Námsmenn hófu þegar mótmæli áður en lögin voru sett; Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) sendi harðorða yfirlýsingu í fjölmiðla, og námsmanna- hreyfingarnar héldu útifund við Alþingishúsið (sem var því miður dauflega sóttur). Höfðu mótmæli þessi engin áhrif, en lögin rúlluðu í gegn, óbreytt, við færibandaafgreiðslu síð- ustu þingdagana. Við náms- mönnum blasti kuldalegt haust. Námsmennmótmæla - Ragnhildur svarar Hin nýja forusta í Stúdenta- ráði Háskóla íslands (SHÍ) fór sér í engu óðslega í sambandi við þessi mál og vildu flokks- bræður ráðherranna þar, greinilega ekki vera með há- vaða út af svona „smámun- um." Varð þetta til þess að vinstrimenn í SHÍ lögðu fram vantraust á formann og stjórn Stúdentaráðs, og varð af því allnokkur hávaði sem segir frá nánar á þessari síðu. Náms- menn erlendis voru mun harð- ari í að sýna hug sinn til þessara tíðinda, nú síðast með ■ Sigurður Pétursson. ■ „Menntamálaráðherra breytti reglugerð lánasjóðsins þann 21. júní til óhagræðis fyrir námsmenn erlendis og samtök þeirra." mótmælastöðum við sendiráö íslands í þremur Norðurland- anna á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Vakti það tiltæki að von- um góða athygli. Ekki stóð þá lengi á svari ráðherra Ragn- hildar til SÍNE-félaga. Nokkr- um dögum seinna breytti hún

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.