NT - 13.07.1984, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. júlí 1984 5
Feðgin hætt komin á þangskurðarpramma:
Prammanum hvolfdi í fjórða sinn
Siglingamálastjóri undrast að sjópróf skyldu ekki haldin
■ Sá atburður átti sér stað í vor, að feðgin voru hætt
komin er þangskurðarpramma hvolfdi yfir þau við
þangslátt. Var þetta í fjórða sinn sem pramma þessum
hvolfdi og að sögn Jóhannesar Þórðarsonar, sem fvrir
óhappinu varð þá má kenna aösgæsluleysi Þörungavinnsl-
unnar um hvernig fór.
„í fyrsta lagi þá lætur Þör-
ungavinnslan mig hafa þang-
skurðarpramma. vitandi að
hann er valtur og að honum
hefur hvolft þrisvar sinnum
áður, án þess að aðvara mig á
nokkurn hátt. Ég hefði að sjálf-
sögðu aldrei farið með stelpuna
út á prammann hefði ég vitað
hveru ótraustur hann var.
Ástæðan fyrir því að ég gerði
mér ekki grein fyrir hættunni
var sú að ég var með svona
pramma í fyrra og sá hallaði á
bakborða eins og þessi, þannig
að ég áleit að þetta væri ekkert
óeðlilegP' sagði Jóhannes Þórð-
arson í Stykkishólmi er NT bar
mál þetta undir hann. „Þessi
prammi virtist þó lesta minna á
bandið, og eftir að hafa verið í
vélarbilun smástund, ætlaði ég
að byrja að slá í hægjandi veðri.
Ég var rétt búinn að fá tvö tonn
á bandið og ætlaði að fara að
losa, þá skipti það engum togurn
að pramminn fór að hallast og
hélt því áfram þó ég stoppaði
ferðina. Við hlupum yfir á stjór
og reyndum að komast upp á
kantinn en pramminn reis svo
hratt að við urðum of sein til.
svo honum hvolfdi yfir okkur"
Nú dóttir mín festi höndina í
tómum þangnetum svo þarna
hefði getað fari illa, ekki síst
vegna þess að hún fékk höfuð-
högg þegar praniminn fór yfir
okkur. Hreinasta mildi að hún
skyldi ekki vankast eða rotast,"
sagði Jóhannes ennfremur. Svo
vel vildi til að bróðir Jóhannesar
og dóttir, voru stödd á eyju
skammt frá svo þau urðu þeirra
fljótlega vör og gátu komið
þeim til hjálpar.
Siglingamálastjóri
krefst sjóprófa
Aðspurður kvaðst Jóhannes
þegar hafa tilkynnt um slysið og
sent skýrslu til Siglingamála-
stofnunar, og daginn eftir var
pramminn reistur við og dreginn
að Reykhólum. „Síðan hef ég
ekkert frétt af málalyktum, en
ég talaði við forstióra pörunga-
vinnslunnar og sagði honum að
stelpan mín hefði nú orðið fyrir
harla óskemmtilegri lifsreynslu
þarna, og hvort Þörungavinnsi-
an vildi ekki bæta henni úrið
hennar, þó ekki væri meira. Það
hlaut lítinn hljómgrunn”, sagði
Jóhannes.
I kjölfar þessara upplýsinga
var haft samband við siglinga-
málastjóra, Magnús Pálsson.
Var honum ekki kunnungt um
óhapp þetta en kannaðist við að
skoðunarmenn frá Siglinga-
málastofnun hcfðu nýlega verið
á ferðinni á þessum slóðum.
„Það heföu að sjálfsögðu átt að
fara fram sjópróf vegna þessa
máls, annað er gjörsamlega
ólöglegt," sagði Magnús. „En
ég hef fullan hug á að kanna
þetta mál nánar," sagði hann
loks.
Flotbúnaður
reyndist gallaður
„Slys þetta var nú reyndar
samspil margra hluta," sagði
Kristján Þór Kristjánsson, for-
stjóri Þörungavinnslunnar, er
NT bar óhappið undir hann.
„Þar kom til ofhleðsla á pram-
manum, vindur og sjógangur og
síðast en ekki síst. þá var flot-
efnið í hotninum orðið lélegt
þannig að það tók á sig sjó. í
kjölfar þessa slyss komu hér
menn frá Siglingamálastofnun
og fóru yfir þrjá pramnia.
Reyndar kom í Ijós að flotbún-
aður þessara pramma hefur
brugðist. En óhapp á horð við
það sem átti sér stað við Hergils-
ey mun ekki koma fyrir aftur."
Kristján var spurður í hverju
ofhleðsla prammans hefði falist
og sagði hann að fjörtíu net
hefðu vcrið ofan á honum í stað
tuttugu og fimm eins og Þör-
ungavinnslan gefur fyrirmæli
um. „En þaö afsakar náttúru-
lega ekki það að flotbúnaðurinn
var lélegur enda höfum við látið
skipta urn botn á prammanum.
Við leggjum áherslu á að menn
kynni sér vel öryggismál áður
en þeir taka að vinna við
prammana, því þessar aðstæður
gefa vel tilefni til slysa", sagði
Kristján að lokum.
Víðtæk leit að trillu frá Fáskrúðsfirði í fyrrinótt:
Fannst villtur í
Austfjarðaþokunni
Frá fréttaritara M á Fáskrúdsfírði:
■ Níu bátar og varðskip ásamt tugum
manna í fjórum björgunarsveitum í landi
leituðu að 1,5 tonna trillu frá Fáskrúðs-
firði á sjöunda klukkutíma í fyrrakvöld
og þar til hún fannst um kl. hálf þrjú um
nóttina.
Eigandinn, aldraður sjómaður, var
einn á bátnum og var hann heill á húfi.
Kompásinn í bátnum hafði bilað og þar
sem maðurinn sá ekki handaskil vegna
niðdimmrar þoku - Austfjarðarþoku cins
og hún getur dekkst orðið - hafði hann
ákveðið að halda kyrru fyrir við svo-
nefndar Brökur, sem eru sker utan við
Skrúðinn. Það voru skipverjar á vélbátn-
um Tý frá Fáskrúðsfirði sem fundu trill-
una, en skipstjóri á Tý er Sigurður
Úlfarsson.
Trillan ltpfði farið á sjó snemma um
morgunin. Þegar hún k im ekki frarn um
kvöldið var farið að óttast um hana og
slysavarnarsveitirnar á Eskifirði, Fá-
skrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík
þá kallaðar út til leitar á landi allt frá
Breiðdalsvík og norður í Gerpi. Á sjó
leituðu 9 bátar og varðskip sem fyrr segir.
Þokan gerði alla leit mjög erfiða, en að
öðru leyti var milt veður og sléttur sjór.
Ef bifreiðastöðin Steindór verður lögð niður:
Bílstjórar þyrftu að
greiða gjöld til baka
■ Ef bifreiðastöðin Steindór verður
lögð niður á næstunni í kjölfar Hæstarétt-
ardóms þess, sem NT greindi frá í gær,
getur það orðið dýrt fyrir suma bifreiða-
stjórana að kaupa bíla sína af stöðinni.
Þeir myndu nefnilega þurfa að greiða til
baka gjöld þau sem felld eru niður af
leigubílum, þegar þeir eru fluttir inn til
landsins. Þetta á þó aðeins við um þá bíla
sem eru yngri en þriggja ára.
Á leigubíla er lagður 40% tollur, en
80% tollur á einkabíla. Þessi tollamis-
munur kemur neytendum síðan til góða.
því fyrir bragðið er taxti leigubíla heldur
lægri. Eftir 36 mánuði getur leigubílstjór-
inn síðan selt bíl sinn og þarf þá ekki að
greiða neitt til baka af þeim gjöldum sem
felld voru niður. Ef bíllinn er hins vegar
seldur innan þess tíma verður bílstjórinn
að borga hluta gjaldsins til baka, hversu
mikið fer eftir því hversu langt er síðan
bíllinn var fluttur inn.
Að sögn Sigurðar Sigurjónssonar,
stöðvarstjóra hjá Steindóri, myndu um
20 bílstjórar þurfa að borga hluta af
tollinum til baka, ef svo færi að stöðin
yrði lögð niður í haust. Fyrir marga
myndi þetta vera umtalsverð upphæð því
bílstjórar kappkosta yfirleitt að hafa bíla
sína sem nýjasta og vegna niðurfellingar-
innar kaupa þeir oft dýra bíla.
Enn hefur þó ekkert verið ákveðiét
hvort og hvenær stöðin hættir rekstri. í
gær áttu forráðamenn Steindórs fund
með Matthíasi Bjarnasyni, samgöngu-
málaráðherra, en engin ákvörðun um
framtíð bílastöðvarinnar var tekin á
fundinum.
JIS
Jon Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10 600
VERSLUNARMIÐSTÖÐ
VESTURBÆJARIN
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
OPIÐ:
Mánud. -fimmtud. 9-19.
Föstud. 9-20.
LOKAÐ LAUGARDAGA
í SUMAR
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
JL-GRILLIÐ
Grillréttir allan daginn
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaður