NT - 13.07.1984, Blaðsíða 13

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 13
„Listamenn leita í ýmsum hornum sem aðrir leita ekki“ Rætt við Magnús Kjartansson V myndlistarmann ■ Magnús Kjartansson myndlistarmaður hefur opnað sýningu í Gallerí Borg við Austurvöll. NT fór á staðinn og tók stutt viðtal við listamann- inn, áður en sýningin opnaði, þegar hann var að hengja upp myndir sínar. Magnús sagði að hann byggi nú í Búðardal og kynni að mörgu leyti vel við sig. „Það er mjög ákjósanlegt að vinna að handverki þar. Það tætist ekki dagurinn upp eins og hér í borginni og allt mjög einfalt í sniðum. Það er auðvelt að lifa í svona litlu samfélagi, allt er persónulegra og hlýrra. Ég á eina litla dóttur og ég get ekki ímyndað mérheilbrigðara umhverfi fyrir hana að alast upp í“ Saknarðu ekki borgarmnar? „Nei, það geri ég ekki. í sveitinni tekur maður upp góða siði, t.d. les ég mikið af bókum. Éinnig fylgist ég vel með, les blöðin og hlusta á útvarp. Ég get alveg hrósað útvarpinu en sjónvarp horfi ég lítið á.“ Hvað er orðið langt síðan þú sýndir síðast? „Það var í febrúar 1982. Þetta sem ég sýni núna er svona sýnishorn af því sem ég hef gert síðan þá, um Vi af þeirri vinnu. Ég sýni hér lítið af mjög stórum verkum sem ég hef verið að vinna að. Þessi sýning varð til fyrirvaralaust. Eg átti mikið af myndum og einhverjir vissu um það. Ég hafði líka áhyggjur af því að þessar myndir yrðu aldrei sýndar. Ég er að smíða upp sýningu á stórum verkum. Það er kostnaðarsamt að gera slíka sýningu." Hvað með myndefnin hjá þér. Þarna er fólk, sauðkindur og saxafónar. „Sveitin speglast í verkun- um. Þetta eru eiginlega ein- tómar mannverur og kinda- hausar. Þetta er annað en var ■ Magnús Kjartansson hjá myndum sýnum NT-mynd ah á fyrri sýningum, þegar mannveran kom ekkert inn í myndirnar hjá mér. Ég fór að læra músík í Dölunum, og það er mitt hobbý að spila á klass- ískan gítar. Þaðan eru sennilega komnar hendurnar inn í verkin, maður er alltaf að æfa sig með hönd- unum. En ég mála ekki gítar, ég mála saxafón, hann er myndrænn, það er sveigja í honum." Magnús fer að tala um við- brigðin við að koma úr sveit- inni í borgina. „Fyrstu dagana er maður á röngu tempói. Mann skortir grimmd á tímann svo að maður komist yfir það sem maður þarf að gera. Það er mikill hraði og stress hérna. Ég þekki fólk sem þarf að fara í bæinn, t.d. til tannlæknis, og flýtir sér svo burt aftur af því að það þolirekki hraðann. Það mætti að ósekju hægja öriítið á hjólinu.1' Hvenær má búast við að sjá stóru verkin sem þú ert að vinna að núna? „Eg get ekki spáð hvenær það verður. Maður lifir fyrir daginn, ég þarf að klára verkin fyrst. Þau eru litríkari og kloss- aðri en það sern ég er með hérna.“ Nakin kona á fjórum fótum með ljósaperu yfir sér er áber- andi á þessari sýningu? „Já, það er vegna þess að ég vinn öll mín verk í ótrúlega lítilli kompu, og þarf oft að skríða á gólfinu við verkin. Peran dinglar svo fyrir ofan. Ég er eins og helíisbúi við þetta. Peran er tákn fyrir bjart- sýni, hún ersvona Ijós í myrkr- inu. Ég lifði hátt hér áður en lagði niður það líferni fyrir 2 árum. Trúin á manninn hefur aukist, hann kemur æ meir inn í verkin mín. Við þurfum að finna meira rými fyrir tilfinningar í þjóðfé- laginu, svo að fólk lendi ekki í rugli með citurlyf o.fl. Þá myndu unglingarnir ekki leggj- ast út á Hlemm. Fólk verður að fá útrás, það má ekki bara mata það. Það þarf að kenna fólki að gera eitthvað við til- finningalíf sitt, eins og þegar maður varð kynþroska, þá vaknaði ýmislegt sem maður vissi ekki hvað var, maður lenti í vandræðum nteð sjálfan sig. Það þarf opnari umræðu uin kynferðismál og önnur til- finningamál" Magnús beinir máli sínu til blaðamanns. „Þið sem vinnið á blöðum og öðrum hefðbundnum stofnunum þjóðfélagsins eruð eins og hinn stóri hljómur, en við sem lifum öðru vísi lífi en allur fjöldinn- erum eins og aukahljómar í kring um það. Við erum ykkar tími. Það þarf að virða það sem við erum að gera. Fólk safnar forngripum, en sýnir jafnöldrum sínum sem eru listamenn litla virðingu, en þeir verða einmitt tímanna tákn eftir á. Listamenn leita í ýmsum hornum sem aðrir leita ekki í. Fyrir mér er þetta ákjósanlegt lífsmunstur og hentar mér. Eg lít á þetta sem leik í sandkassa. Það er samt mikil alvara í þeim, leik.“ Gaflaragleði ■ Um helgina verður haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði svonefnd „Gaflaragleði" sem Leikfélag Hafnarfj arðar stend- ur fyrir. Útihátíð þessi hefst á föstudag kl. 18.00 og stendur (með smáhléum) til sunnu- dagskvölds. Boðið verður uppá margt skemmtilegt s.s. fatamarkað, tombólu, trúða- sprell, grettukeppni, hæfileikakeppni, útsýnisferðir á hjólbörum, spákonu auk margskonar annarra skemmti- atriða frá ýmsu hressu fólki. Dansleikir verða föstudag- og laugardagskvöld og veitinga- sala verður á svæðinu þar sem m.a. verður hægt að gæða sér á vöfflum með rjóma og hinum fjölbreytilegustu tegundum drykkjarfanga. „Gaflaragleði" er bráðhress fjölskylduske'mmtun sem kjör- ið er fyrir fólk utan Hafnar- fjarðar að kynna sér ásamt afkvæmum sínum, en sérstak- lega mun verða séð fyrir þörf- um þeirra. Ekki verður miða- verð til að spila fyrir gleðinni enda kostar miðinn aðeins 40 kr. og gildir allan daginn utan þess að selt verður sérstaklega á dansleikina. Ágóðanum af Gaflaragleð- inni hyggst Leikfélagið verja til endurbóta á Bæjarbíói, hinu nýja leikhúsi Hafnfirðinga, en félagið hefur nýyfirtekið rekst- ur þess. Nánari frétta af starf- seminni þar er að vænta með haustdögum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.