NT - 13.07.1984, Blaðsíða 12

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 12
 Föstudagur 13. júlí 1984 1 2 NOTAÐUR CITROÉN NÆSTBESTI KOSTURINN árg. ekinn verð kr. Citroén CX 25D, 8 manna ’82 110.000 530.000 Citroén CX25D, ’80 100.000 370.000 Citroen GSA Pallas ’83 16.000 315.000 Citroén CX Pallas leðurinnr. 79 114.000 300.000 sk.ódý. Citroén GSA Pallas ’81 50.000 210.000 Citroén GSA Pallas ’81 30.000 210.000 Citroén GSA Pallas ’81 57.000 210.000 Citroén CX 25D, 5 gíra Citroén GSA Pallas ’80 87.000 370.000 C-Mattic ’82 38.000 275.000 OPIÐ LAUGARDAG 2-5 n VvV —XcXn u j G/obusa Lágmúla 5, Reykiavík, síini 81555. Nýjar díselvélar: Fjórðungi betri nýting úr hverjum lítra með beinni innspýtingu ■ Pað er íslensk málvenja ef svo má segja að kalla öll bensín- innspýtingarkerfi „beina inn- spýtingu", en það er rangt. Bensínvélar með beina inn- spýtingu í sprengirýmið eru ekki til í framleiðslu, en dísel- vélar eru til sem sprauta elds- neytinu beint í brunahólfið. Þar sem þannig vélar eru hávaðasamar og grófgengar og geta verið erfiðar í gang hafa allar minni díselvélar verið með lítið aukahólf í heddinu tengt sjálfu sprengirýminu með gati sem er u.þ.b. nægi- lega stórt fyrir blýant. Inn í þetta forhólf er olíunni spýtt á réttum tíma, þ.e. þegar stimp- illinn hefur þjappað fersku loftinu í strokknum saman u.þ.b. tuttugufalt þannig að það hitnar svo mikið að kvikn- ar í olíunni strax og hún kemst í snertingu við það. Þá geysist brennandi olían úr forhólfinu og brennur upp í loftinu í sjálfu sprengirýminu fyrir ofan stimpilinn. Stórar vörubílavélar hafa aftur á móti lengi verið búnar beinni innspýtingu vegna þess að það þýðir hreinan 20% eldsneytissparnað. Olíunni er spýtt niður að miðjum stimpl- inum sem er sérstaíclega lagað- ur með odd í miðjunni. Nokkrir fólksbílaframleið- endur hafa reynt nú í nokkur ár að komast fyrir hávaðann, titringinn og gangsetningar- tregðuna, einna fremstir í flokki BMW og Daimler- Benz, en ekki náð viðunandi árangri enn. Fyrstir í þessu kapphlaupi urðu Ford-verksmiðjurnar f Köln í V-Þýskalandi. Transit sendibíllinn fæst nú með nýrri 2,5 lítra fjögurra strokka dísel- vél með beinni innspýtingu ~~~ ' -X O- - — ^ ' _ -rX'X _ ‘ ~ — -v-». — . ~ - • - • r , __"- v j -j . ÍÍ4 V- - - —rtj - - —_ ;—j X?—. j- z' -x j í v; .TTxTIv ii|" J-t G '•••:' --- - — — i x •>/-. x CBty Ííl ji^ • ... 1 -:yr Vi/ /■ j \ ;; - ’O - . X- . L. 1__ ■ Hér sjáum við vél með engu forhólfi, þ.e.a.s. beinni innspýtingu. Talið er að þessi sama 2,5 lítra vél með pústþjöppu (sem á miklu betur við díselvélar en bensínvélar) verði fáanleg í hinu nýja flaggskipi Ford sem hleypt verður af stokkunum um áramótin næstu og kemur í stað Ford Granada. Hvernig líst ykkur á stóran lúxusbíl sem eyðir 5-6 lítrum á hund- raðið? Ótrúlegt en engu að síður staðreynd sem vísar veg- inn til framtíðarinnar. Ford-menn eru nýbúnir að kynna fyrstu fólksbíladíselvél sína, 1600 rúmsentimetra línu- fjarka (með forhólfsinnspýt- ingu auðvitað) sem fæst í Ff- estu og Escort og hönnuð var í náinni samvinnu við Klöckn- er-Humboldt-Deutz, gamal- reynda díselsérfræðinga sem framleiða mikið af stórum bein-innspýtingardíselvélum í dráttarvélar, vörubíla, skip o.fl. og er talið að 1600 vélin fáist þannig útbúin innan skamms. Fiestan yrði þá óumdeilanlega sparneytnasti bíll heims, fær um að eyða 3,5 til 4 lítrum á hundraðið að staðaldri, a.m.k. þangað til Renault og Fiat koma með nýjar litlar díselvélar í nýju litlu pínubílana sína sem munu eyða miklu minna en nú þekk- ist vegna beinu innspýtingar- innar. AA ■ Þverskurður af díselvél með forhólfsinnspýtingu. Pinninn sem skagar inn í hólfið er glóðarkerti sem er hitað upp í rauðglóandi til þess að kveikja í olíunni sem spýtt er inn með dýsunni (beint fyrir ofan glóðarkertið) undir gífur- legum þrýstingi. Kertið er nauðsynlegt til þess að vélin fari í gang í kuldum, en strax og hún hefur náð að hitna þarf kertið ekki til, það kviknar í olíunni af sjálfu sér. sem er u.þ.b. einum fjórða sparneytnari en sú sem áður var boðið uppá þrátt fyrir að vera heldur kraftmeiri. Þetta markar stærsta skref sem stigið hefur verið í átt að betri nýtingu eldsneytis frá því að fyrsti díselfólksbíllinn kom á markað fyrir margt löngu. Með því að fylla út þennan seðil getur þú fengið sent til þín nýtt eintak i <D Zt af NT hlað- ið fréttum á hverjum degi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.