NT - 13.07.1984, Blaðsíða 16

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 16
beinni ■ Páll Heiftar sér um „Á sunnudegi“, á sunnudaginn kl. 13.30. ■ Á sunnudaginn klukkan 13.30 verður Páll Heiðar Jóns- son með þáttinn „Á sunnudegi“ og verður þátturinn að þessu sinni í beinni útsendingu frá Höfn í Hornafirði. Páll Heiðar hafði eftrifarandi að segja um þættina: „Verksvið þessara þátta er að fjalla um hina ýmsu svokölluðu ferðamannastaði á landinu og draga fram það sem einkennir þá hvern og einn. Óbcint er þetta hugsað sem framhald af herferð sem Ferðamálaráð hóf í vor og kallaði „Átak 84", sem fólst aðallega í því að vekja athygli íslendinga á ferðalögum um eigið land. Pessu tengjast svo náttúru umhverfisverndar sjónarmið, komið er inn á ■ Þátturinn „Á sunnudegi" verður að þessu sinni útsendingu frá Höfn í Hornafirfti. útvarp sunnudag kl. 13.30: Beinútsendingfrá Höfn í Hornafirði Umsjón: Páll Heiðar Jónsson ferðamannamóttöku sem at- vinnugrein og síðast en ekki síst er reynt að ræða við fólk sem er á ferðalögum, bæði innlent og erlent, og sem maður hittir fyrir á þessum stöðum. Við erum búin að útvarpa 3 þáttum og stefnan er að útvarpa tveimur af hverjum þremur þáttum utan Reykjavíkur. Það þótti rétt að byrja á Þingvöllum, svo var farið norður í Mývatns- sveit og síðan vorum við í Reykjavfk á sunnudaginn var. Það vili oft gleymast að Reykja- vík er náttúrlega aðal-ferða- mannastaður landsins. Ef við tölum um ferðalög hér í Reykja- vík þá cr það um að fara út á land, en þeir sem búa þar, tala væntanlega um að ferðalög í þeirri merkingu að koma hingað, ekki satt? Á sunnudaginn kemur er ætl- unin að útvarpa frá Höfn í Hornafirði og fjalla um það svæði. Sennilega berst talið eitthvað að stöðum eins og Skaftafelli í leiðinni, og þar fram eftir götunum. Hugmynd- in er að reyna að útvarpa þessu í beinni sendingu eins og við höfum gert, þó árangurinn hafi' verið svolítið misjafn og þar er símakerfinu um að kenna, skilst mér. Annars var mér tjáð það af háalvarlegum tæknimanni að ástæðan fyrir slæmu sambandi frá Mývatni um daginn hafi verið þessi einstaka veðurblíða og sólskin, og það er kannski ekki verri skýring en hver önnur. En við ætlum að halda áfram með þessa þætti í sumar og fara landshornanna á milli." Föstudagur 13. júlí 1984 16 Landmannalaugar - Þórs- mörk 5 dagar 25.-29. júlí. Bakpokaferð um Hrafn- tinnusker - Álftavatn og Emstrur í Þórsmörk. Eldgjá - Þórsmörk 7 dagar 27. júlí-2. ágúst. Skemmti- leg bakpokaferð m.a. að Strútslaug (bað). Farar- stjóri Trausti Sigurðsson. Hálendishringur Kverkfjöll - Askja - Gæsa- vötn og margt fleira áhuga- vert skoðað. 9 dagar 4.-12. ágúst. Fararstjóri Kristján M. Baldursson. Hornstrandir 1. Hrafnsfjörður - Ingólfs- fjörður 8 dagar 25. júlí-1. ág. Bakpokaferð. 2. Hornvík - Hornstrandir 10 dagar. 3.-12. ágúst. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofu Útivistar, Lækjargötu 6a. Dagsferðir: Laugardagur 14. júlí: kl. 8.00: Kvernárgil - Skógafoss - Seljavallalaug. Verð kr. 600. Frítt f. börn með fulorðnum. Sunnudagur 15. júlí 1. kl. 8.00: Þórsmörk. 3-4 tíma stans í Mörkinni. Verð kr. 500 frítt f. börn. 2. kl. 13.00: Tröllafoss og nágrenni. Létt ganga fyrir alia. Verð 250 kr. 3. kl. 13.00: Esja - hátínd- ur (909 m) Hressandi fjall- ganga. Verð kr. 250. Frítt f. börn. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferftir 14. og 15. júlí: Laugardag 14. júlí, kl. , 10.00: - Söguferð að Skál- holti og Odda. Fararstjóri: Dr. HaraldurMatthíasson. Verð kr. 500. Sunnudag 15. júlí: 1. kl. 10. Seltjörn — Þórufell - Sandfellsheiði -Sandvík. Ekið afleggjarann að Stapafelli. Verð kr. 350. 2. kl. 13. Skálarfell á Reykjanesi (hjá Reykja- nesvita) verð kr. 350. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Helgarferftir 13.-15. júlí: 1. Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála. Gönguferðir, góð gistiaðstaða. 2. Landmannalaugar - Loðmundur. Gist í sæl- uhúsi F.í. Gengið á Loð- mund og í nágrenni Lauga. 3. Hveravellir. Gist í sæl- uhúsi F.í. í þessari ferð er einnig farið í Kerlingarfjöll og gengið á Loðmund. (1432 m). Brottför í ferðirnar kl. 20 á föstudag. Farmiðasala og allar upplýsingar í skrif- stofurini, Oldugötu 3. Grafíksýning í Héraðsbókasafni Kjósarsýslu, Mosfellssveit ■ Lísa K. Guðjónsdóttir hefur opnað grafíksýningu í Bókasafni Mofellssveitar Markholti 2. Hún er opin alla virka daga frá 13-20. Sýningin opnaði 6. júlí og stendur til 10. ágúst. A sýningunní eru 20 grafík- myndir og 9 smámyndir. íslenska óperan með sumarpró- gram ■ í kvöld kl. 21.00 verður íslenska óperan í annað skipti í sumar með svokall- að sumarprógram á fjölun- um. Þar er um að ræða söngdagskrá með íslensk- um þjóðlögum og ættjarð- arlögum ásamt atriðum úr óperum og óperettum. Meðal einsöngvara í kvöld eru Ólöf K. Harðardóttir og Kristín S. Sigtryggsdótt- ir en auk þeirra kemur fram kór íslensku óperunn- ar. Stjórnandi er Garðar Cortes og undirleikari Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Sumartónleikar í Skálholtskirkju - tónleikar laugardaga og sunnudaga kl. 16. ■ Að venju verða haldnir „Sumartónleikar í Skál- holtskirkju" fjórar helgar í júlí og ágúst. Fyrsta tónl- eikahelgin að þessu sinni verður n.k. laugardag og sunnudag 14. og 15. júlí. Þetta er tíunda sumarið sem efnt er til „Sumartón- leika í Skálholtskirkju." Tónleikarnir standa yfir um 45-50 mínútur og eru ætlaðir ferðalöngum sem dveljast vilja um stund í kirkjunni og njóta hljóm- burðar hennar. Að þessu sinni verður leikið á blokkflautu, bar- okkfiðlu, trompet, gítar, lútu, víola da gamba, sembal og orgel í krikjunni og er ný efnisskrá um hverja helgi. Næstkomandi tónleik- ahelgi vera flytjendur Camilla Söderberg blokk- flautuleikari, Snorri Örn Snorrason lútuleikari og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir er leikur á viola da gamba. Munu þau 'leika einleiks- og kammerverk frá bar- okktímanum. Að loknum Skálholtstónleikunum leggja þau upp í tónleika- för til Svíþjóðar og Aust- urríkis. Flytjendur auk ofan- nefndra á Skálhotlstónleik- unum í sumar veðra Ásgeir H. Steingrímsson trompet- leikari, Michael Shelton fiðluleikari, Pétur Jónsson gítarleikari, Roy Wheldon, gömbuleikari, Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari og Orthulf Prunner orgelleik- ari. Eins og fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Útivistarferðir: Símar 14606 og 23732 Sumarleyfisferðir útivistar: 1. Færeyjar 14.-21. júlí. Einstakt tækifæri. Verð aðeins 7.200 kr. Skoðunar- ferðir, náttúruskoðun. Far- arstjóri Þorleifur Guð- mundsson. 2. Borgarfjörður Eystri - Breiðavík - Loðmundar- fjörður. 22.-29. júlí. 8 dagar. Gönguferðir. Skrautstein- ar. Mikil náttúrufegurð. Fararstjóri: Jón Júlíus Elíasson. Hornstrandir - paradís á norðurhjara. 1. Hornstrandir - Hornvík 13.-22. júlí. 10 dagar. Tjaldað við Höfn. Skemmtilegar gönguleiðir í allar áttir, t.d. á Horn- bjarg og Hælavíkurbjarg. Fararstjórar: Lovísa og Óli. 2. Aðalvík - Jökulfirðir - Hornvík. 13.-22. júlí. Bak- pokaferð. Fararstjóri Kristján M. Baldursson. 3. Aðalvík. Tjaldað við Látra og gengið til allra átta. 4. Hornvík - Reykjafjörð- ur. 10. dagar 20.-29. júlí. Gengið á 4 dögum til Reykjafjarðar og síðan dvalið þar, m.a. gengið á Drangajökul. Fararstjórar: Lovísa og Óli. 5. Reykjafjörður. Tjald- bækistöð með gönguferð- um í ýmsar áttir. 20.-29. júlí. Sunnudagur 15. júlí 8.00 Morgunandakt Séra Kristinn Hóseasson prófastur, Heydölum, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar a. Itölsk svíta eftir Igor Stravinsky. Pierre Fournier og Ernest Lush leika á selló og píanó. b. Orge'konserl í g-moll op. 7 nr. 5 eftir Georg Friedrich Hándel. Marie-Claire Alain og Kammersveit Jean-Fran- cois Paillard leika. c. Hljómsveitar- svíta nr. 3 í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Hátiðarhljóm- sveitin í Bath leikur; Yehudi Men- uhin stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Prestvigsla í Dómklrkjunni. B. 11. júni s.l.) Biskup >, herra Pétur Sigurgeirsson vigir guöfræðikandidatana, Baldur Kristjánsson til prestsþjónustu i Óháða Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík og Baldur Rafn Sigurðs- son til Bólstaðarhlíðarprestakalls i Húnavatnsprófastsdæmi. Vígslu- vottar: Séra Pétur Þ. Ingjaldsson, séra Emil Björnsson, séra Kristján Búason og séra Hjalti Guðmunds- son. Organleikari: Marleinn H. Friðriksson. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Á sunnudegi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 „Sæll er sá“. Dagskrá frá tónleikum i Akureyrarkirkju i mars s.l. til heiðurs Jakobi Tryggvasyni. Umsjón: Unnur Olafsdóttir (RÚVAK). 15.15 Lífseig lög Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hallgrímur Magn- ússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt- ir. Umsjónarmenn: Örnólfur Thors- son og Árni Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegistónleikar a. Valkyrju- reiðin úr óperunni „Valkyrjan" eftir Richard Wagner. Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur; Leopold Stokowski stj. b. „Spartakus", ball- ettsvíta eftir Aram Katsjaturian. Filharmóníusveitin i Vín leikur; höfundurinn stj. c. Konsert í d-moll fyrir tvö pianó og ti'iómsveit eftir Francis Poulenc. Höfundurinn og Jacques Février leika með Hljóm- sveit Tónlistarháskólans i Paris; Georges Prétre stj. 18.00 Það var og... Út um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertels- syni. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl- un, tækni og vinnubrögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 „Hugur frjáls", Ijóð eftir Ás- laugu S. Jensdóttur á Núpi Ásta Valdimarsdóttir les. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 21.00 18. Landsmót Ungmennafé- lags íslands í Keflavík og Njarð- vík Ragnar Örn Pétursson segir fréttir frá mótinu. 21.40 Reykjavik bernsku minnar- 7. þáttur: Guðjón Friðriksson ræö- ir við Gunnlaug Þórðarson. (Þáttur- inn endurtekinn í fyrramálið kl. 11.30). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Bo- ardman Ari Trausti Guðmundsson lýkur lestri þýðingar sinnar (21). Lesarar með honum: Ásgeir Sig- urgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Djasssaga - Seinni hluti Öldin hálfnuð - III. - Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 15. júlí 13.30-18.00 S-2, sunnudagsútvarp. Tónlist, getraun, gestir og létt’ spjall. 20 vinsælustu lög vikunnar leikin. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Ásgeir Tómasson. sjónvarp Sunnudagur 15. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Geimhetjan Þriðji þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur í þrettán þáttum fyrir börn og ung- linga eftir Carsten Overskov. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. (Nordvis- ion - Danska sjónvarpið) 18.35 Fjallafé Bresk dýralífsmynd um villt sauðfé, sem upprunnið er frá Mið-Asíu en hefst viö í Kletta- fjöllum í Norður-Ameriku. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Sögur frá Suður-Afríku 6. Litli betlarinn Myndaflokkur i sjö þáttum sem gerðir eru eftir smá- sögum Nadine Gordimer. Ensk kona tekur ástfóstri við bláfátækan dreng, sem betlar á götum Jóhann- esarborgar, og vill koma honum til mennta. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 21.50 Kiri Te Kanawa Bresk heim- ildamynd um hina heimsfrægu, nýsjálensku óperusöngkonu Kiri Te Kanawa, söngferil hennar og einkalíf. Þýðandi Jón Þórarinsson. 22.55 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.