NT - 13.07.1984, Blaðsíða 14

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 14
Rás 2 kl.23.15-03. Rás 2 kl.16. ■ í tónlistarþættinum „Tröðum“ í kvöld verða meðal annars leikin nokkur lög með Elvis Costello. Útvarp kl. 23. Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon ■ Tónlistarþátturinn „Traðir" verður á dagskrá í útvarpinu kl. 23.00 í kvöld. Við hringdum í umsjónar- mann þáttarins, Gunnlaug Yngva Sigfússon og báðum hann aö segja okkur eitthvað um þáttinn. „Já, þetta er sem sagt tón- listarþáttur og ég spila mest- megnis nýjar plötur, það heyrir til undantekninga ef ég spila nokkuð sem er eldra en frá 1977 til 1978. Ég reyni að velja tónlist sem heyrist yfirleitt ekki í útvarpi, og það getur verið rokk, eða popp, eða reggae, o.s.frv. sem sagt allt annað en djass og klassík. Svo reyni ég sem mest að sneiða framhjá vinsældalist- um og öðru slíku, þó að eitt og eitt lag slæðist með. í þættinum í kvöld ætla ég að spila til dæmis „Special Aka“, ég ætla að kynna lög af stórri plötu með þeim, og svo eru nokkur lög með Elvis Costello. Ég er líka með minna þekkt nöfn eins og „Billy Bragg" og „Vic Godard“. Pátturinn verður sambland af nýju efni og gömlu, helmingurinn er nýtt efni og hitt eitthvað eldra, elsta lagið er reyndar frá 1968 eða '69, en það er undantekn- ing, það kemur eiginlega svona eitt og sér“. ■ „í greipum dauðans“, spennandi mynd um sakamann sem vill hefna sín á fyrrverandi félögum sínum. Sjönvarp kl. 21.55: í greipum dauðans Bandarísk sakamálamynd frá 1947 ■ í kvöld er á dagskrá bandarísk sakamálamynd frá árinu 1947, „í greipum dauðans" (Kiss of death“). Myndin segir frá dæmdum sakamanni sem hefur aldrei viljað koma upp um félaga sína í bófaflokknum, en frétt- ir að þeir hafi farið illa með konu sína á meðan hann sat inni. Hann ákveður að hefna sín og hefst handa um að undirbúa grimmilega hefnd um leið og hann er látinn laus. Myndin er sögð vera ein sú besta sinnar tegundar. Leikstjóri er Henry Hatha- way, og aðalhlutverk leika Victor Mature, Richard Widmark, Brian Donlevy og Coleen Gray. Pýðandi er Kristmann Eiðsson og sýn- ingartími er 98 mínútur. Föstudagur 13. júlí 1984 14 Létt lög leikin af hljómplötum. Vignir Sveinsson og Bertram Möller stjórna næturvakt ■ „Næturvaktin? Já, það verður nú gaman á henni. Ég er byrjaður að setja þetta sam- an í samráði við kollega minn, Vigni Sveinsson," segir Bertr- am Möllerlögregluþjónn. Þeir félagarnir verða með Nætur- vaktina á Rás 2, kl. 23.15 í kvöld. „Við ætlum að koma víða við, vera með lög sem hafa oft heyrst, lög sem hafa sjaldan heyrst, lög sem hafa aldrei heyrst, gömul lög, ný lög, sem sagt allt á milli himins og jarðar. Við viljum reyna að gera alla ánægða að einhverju leyti. Við höldum okkur vænt- anlega á tímabilinu frá 1950 til 1984, og reynum að hafa þetta fyrir sem flesta.“ Á seinni hluta Næturvaktar- innar verður „Vinsældarlisti Rásar 2“ endurtekinn. Framsækin rokktónlist Bylgjur í umsjá Ásmundar Jónsonar og Árna Daníels Júlíussonar ■ ÞaðverðaþeirÁrniDaníel Júlíusson og Ásmundur Jóns- son sem sjá um Bylgjur í dag, þeir verða báðir með þennan þátt en hafa áður skiptst á um að vera með þáttinn. Ætlunin er að þessi háttur verði hafður á öðru hvoru í framtíðinni. í þættinum í dag veður rætt við hljómsveitina Kukl. Hljómsveitin er nú að gefa út plötu, The Eye, eða Augað, á Crass-hljómplötum í London. Jafnframt mun hljómsveitin fara í hljómleikaferð um Bret- land með hljómsveitinni Flux Of Pink Indians, og að öllum líkindum mun hljómsveitin spila eitthvað á meginlandi Évrópu líka, a.m.k. í Berlín. Kukl er u.þ.b. ársgömul hljómsveit, skipuð þekktum hljómlistarmönnum, þeim Einari Erni Benediktssyni úr Purrki Pillnikk, Björk Guðm- undsdóttur úr Tappa Tíkar- rass, Birgi Mogensen úr Með nöktum, Sigtryggi Baldurssyni úr Þey, Guðlaugi Óttarsssyni úr Þey og Einari Melax úr Van Houtens Kókó. Tónlist þessara hljómsveita, sem nú eru flestar hættar, verð- ur spiluð til að gefa hugmynd um bakgrunninn, og einnig hljómlist Killing Joke, The Fall, Flux Of Pink Indians og flciri hljómsveita sem þetta fólk hefur staðið í ýmiskonar tengslum við. ■ í „Bylgjum“ verður m.a. rætt við Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi meðlim í „Purrki Pillnikk" og núverandi „Kuklara." ....... 1 ..... i. ■ ....... i. útvarp Föstudagur 13. júlí 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn í bitið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Eiríks Rögn- valdssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö - Guörún Kristjáns- dóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Veslings Auöunn“ ettir Age Brandt Guörún Ögmundsdóttir les þýðingu sína (5). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fomu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þáttinn (RÚVAK). 11.15Tónleikar 11.45 „Tll Hvítárbakka", Ijóð eftir Guðrúnu Brynjúlfsdóttur Lóa Guöjónsdóttir les. 12.00 Dagskrá. T ónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Myndir daganna", minning- ar séra Sveins Vikings Sigriður Schiöth les (11). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Nýtt undir nálinni Elin Krist- insdóttir kynnir nýútkomnar. hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.00 Fréttirá ensku 17.10 Siðdegisútvarp Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Sigrún Eldjárn segir börnunum sögu. (Áöur útv. í júní 1983). 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 18. Landsmót Ungmennafé- lags íslands í Keflavík og Njarð- vik Ragnar örn Pétursson segir fréttir frá mótinu. 21.10 Hljómskálamúsik Guömundur Gilsson kynnir. 21.35 Framhaldsleikrit: „Andlits- laus morðingi" eftir Stein River- ton Endurtekinn IV. og síðasti þáttur: „Morðinginn kemur" Út- varpsleikgerð: Björn Carling. Þýö- andi: Margrét Jónsdóttir. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikendur: Jón Sigurbjörnsson, Sigurður Skúlason, María Sigurðardóttir, Árni Tryggvason, Þorsteinn Gunn- arsson, Jón Júlíusson, Erlingur Gislason, Kári Halldór Þórsson og Steindór Hjörleifsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter Bo- ardman Ari Trausti Guömundsson les þýðingu sina (19). Lesarar meö honum: Ásgeir Sigurgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sigfússon. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Föstudagur 13. jútí 10.00-12.00 Morgunþáttur kl. 10.00. Islensk dægurlög frá ýmsum tim- um kl. 10.25-11.00 - viötöl viö fólk úr skemmtanalifinu og víðar aö. Kl. 11.00-12.00 - vinsældarlisti Rásar 2 kynntur i fyrsta skipti eftir valiö sem á sér staö á fimmtu- dögum kl. 12.00-14.00. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs- son. 14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluö óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stiórnandi: Þorqeir Ástvaldsson. 16.0Ó-17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlíst. Stjórnandi: Ásmundur Jónsson. 17.00-18.001 föstudagsskapi Þægi- legur músíkþáttur í lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Baröason. 23.15 03.00 Næturvakt á Rás 2 Létt lög leikin af hljómplötum. í seinni hluta næturvaktarinnar verður svo vinsældarlistinn endurtekinn. Stjórnendur: Vignir Sveinsson og Bertram Möller. (Rásir 1 og 2 samtengdar með veðurfregnum kl. 01.00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land). Föstudagur 13. júlí 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum 10. Þýskur brúðumynda- okkur. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 20.50 Grínmyndasafnið 3. Barn- fóstran Skopmyndasyrpa frá dögum þöglu myndanna með Charlie Chaplin og Larry Semon. 21.05 Nýja-Sjáland úr lofti Fræðslu- mynd frá ný-sjálenska sjónvarpinu um náttúru landsins, atvinnuvegi og menningu. Þýðandi Ragna Ragnars. Þulur Sigvaldi Júliusson. 21.55 I greipum dauðans (Kiss of Death) Bandarísk sakamálamynd frá 1947. Leikstjóri Henry Hatha- way. Aðalhlutverk: Victor Mature, Richard Widmark, Brian Donlevy og Coleen Gray. Dæmdur saka- maður neitar að koma upp um félaga sina i bófaflokknum þar til hann kemst á snoðir um að þeir hafi reynst konu hans illa. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.30 Fréttir i dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.