NT - 13.07.1984, Blaðsíða 26

NT - 13.07.1984, Blaðsíða 26
Föstudagur 13. júlí 1984 26 Kalottkeppnin á íslandi ■ Næstkomandi þriðjudag og miðvikudag verður hér á landi Kalottkeppnin í frjálsum íþróttum en þetta er keppni á milli íslendinga og úrvaisliða frá norðurhluta Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands. Islendingar hafa þrívegis sigrað í keppninni nú síðast á síðasta ári. Nokkur skörð hafa myndast í íslenska liðið þar sem sumt okkar besta frjáls- íþróttafólk er við æfingar og keppnir erlendis til undirbún- ■ Mikil eftirvænting ríkir nú á Suðurnesjum vegna körfu- knattleikskeppninnar á Lands- móti UMFÍ, sem haldið verður í Keflavík og Njarðvík um næstu helgi. Heimamenn sjá framá að úrslitaleikur mótsins í körfu- knattleik verði milli nágrann- anna og erkifjendnanna, Kefl- víkinga og Njarðvíkinga. Liðin hafa að undanförnu æft al krafti og allir sterkustu menn þessara liða verða með í keppninni. Keflvíkingar tefla fram þeim Axel Nikulássyni og Viðari Vignissyni, sem staddir eru hér heima í sumarleyfi, en þeir stunda báðir nám í Bandaríkj- unum á veturna. Pó verða þeir ings fyrir Olympíuleikana. Þetta veitir þó ungu og efnilegu fólki hér heima tækifæri til að spreyta sig og er ekki að efa að það mun standa sig vel. Eins og fyrr er búist við að Finnar verði mjög sterkir en ekki skal hér neinu spáð um úrslit á mótinu. Það verður mikið stokkið, hlaupið og kastað í Laugar- dalnum á þriðjudag og mið- vikudag og er rétt að hvetja menn til að koma og fylgjast með. Keppnin hefst kl. 18:30 báða dagana. Jón Kr. Gíslason, Björn V. Skúlason, og Sigurður Ingi- mundarson og fleiri allir með liðinu í mótinu. Njarðvíkingar, sem eru nú- verandi handhafar landsmóts- bikarsins í körfu, verða einnig með sitt sterkasta lið. Þeir Val- ur Ingimundarson, Sturla Ör- lygsson; Gunnar Þorvarðarson og fleiri verða allir með liðinu, en Jónas Jóhannesson, sem nýlega skipti úr Reyni Sand- gerði yfir í UMFN, er ekki orðinn löglegur og getur því ekki leikið með UMFN á lands- mótinu. Þá má því reikna með hörku- leik og húsfylli á úrslita- leiknum, ef þessi félög mætast í honum, eins og allar líkur benda til. Frjálsar íþróttir Heimsmet ■ Portúgalinn Fern- ando Mamede setti nýtt heimsmet í 10 km hlaupi á frjálsíþróttamóti sem nú er haldið í Stokk- hólmi. Mamede hljóp á 27:13,81 og bætti met Keníamannsins Henry Rono um u.þ.b. 8 sek- úndur. Annar varð landi Mamede, Carlos Lopez sem hljóp á 27:17,48 sem líka er betri tími en fyrrum met Ronos. Þá sigraði Steve Ovett í 1500m hlaupi á frekar slökum tíma eða 3:35,65. í hástökki varð Svíinn Patrick Sjöberg hlut- skarpastur stökk 2,25 annar varð landi hans Thomas Eriksson með 2,20 og þriðji Jacek Wszola frá Póllandi stökk 2,10. Bandaríkjamaöurinn Willie Banks sigraði í spennandi keppni í þrí- stökki, stökk 16,83 en pólski heimsmethafinn Zdislaw Hoffman stökk 16,73 og varð í öðru sæti. Sundmót í Eyjum ■ Aldursflokkameistara- mót íslands í sundi verð- ur haldið í Sundhöll Vest- mannaeyja dagana 20.-22. júlí næstkomandi. Á sama tíma verður haldið ársþing Sundsambands íslands, og hefst það klukkan 20 föstudaginn 20. Landsmót UMFÍ: Heimaliðin í úrslitum Njarðvíkingar þjálfaralausir ■ Þjálfaramál úrvalsdeildar- félaganna í körfuknattleik hafa verið nokkuð til umræðu í NT að undanförnu. Talið var að Gunnar Þorvarðarson hefði verið endurráðinn sem þjálfari Njarðvíkinga, en Njarðvíking- ar urðu sem kunnugt er íslands: meistarar undir hans stjórn síð- astliðinn vetur. „Það er allt á huldu með okkar þjálfaramál fyrir vetur- inn, ég verð með liðið á lands- mótinu, en síðan veit enginn hvað tekur við“, sagði Gunnar Þorvarðarson í samtali við NT. „Það hefur verið lauslega minnst á að ég héldi áfram með liðið, en ekkert er komið á hreint í þeim málum. Um þessi mál er ekkert fleira að segja í bili“, sagði Gunnar. Hin félögin í úrvalsdeildinni hafa öll ráðið sér þjálfara fyrir komandi keppnistímabil og byrja flest að æfa á fullu hvað Leiðrétting ■ Sagt var á íþróttasíðu í gær að Garðar og Björn hefðu gert mörk Skallagríms gegn ÍBI en það voru þeir Loftur Viðarsson og Valdemar Halldórsson sem þau gerðu. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. úr hverju. Torfi Magnússon Jörundsson með ÍR, Einar verður með Val, Jón Sigurðs- Bollason með Hauka og Atli son verður með KR, Kristinn Arason með ÍS. • TYtVtV»>Vi''«>V4*iV»'»VtV».VV»Vt’t>%'’*V*V»VvV»'»V»’4'*TV*V4V*V'*V»V01 ' ' ' ' ‘ 1 1 1 ' ’ 1 ’ ‘ 1 ' ‘ ‘ ‘ 1 ' 1 * . t t v’m ♦ m n o n H t t M í 4 Fi H f ■ Jón Indriðason Afleiðing þriggja stiga reglunnar: Jón Indriðason tekur fram skóna ■ Langskyttan gamalkunna, Jón Indriðason, hefur ákveðið að taka fram skóna á ný og leika með IS í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Jón lék um árabil með IR, en einnig með Þór Akureyri og Stúdent- um. Jón hyggur gott til glóðarinn- ar, þar sem hin nýja þriggja stiga regla er, en Jón er með eindæmum hittinn af löngu færi. Eftir öruggum heimildum NT, er Jón í mjög góðu formi þessa dagana og til alls líklegur. Hann hefur grafið körfuboltas- kóna upp úr gömlu drasli og dustað af þeim mesta rykið, ■ Reynir úr Sandgerði vann mjög mikil vægan sigur á V íking frá Olafsvík í A-riðli 3.deildar í fyrrakvöld. Lokatölur leiksins urðu 2-1, en Ólsarar skoruðu sitt mark rétt fyrir leikslok. Reynismenn náðu forystu með marki Hjartar Jóhannssonar og síðan bætti markaskorarinn þannig að allt er til reiðu fyrir veturinn. Með endurkomu Jóns í úr- valsdeildina má reikna með töluverðri aukningu áhrofenda á leiki ÍS-liðsins, því Jón hefur jafnan leikið fyrir áhorfendur, enda sprellari mikill og uppá- tæki hans inná leikvellinum oft spaugileg. Ekki er Jón sá eini sem hefur í hyggju að ganga til liðs við ÍS, því heyrst hefur að hinn há- vaxni og sterki miðherji Laug- dæla, Salómon Jónsson, ætli að leika með liðinu næsta vetur. Ekki er að efa að Stúdentum er fengur að þessum köppum í úrvalsdeildarbaráttunni á vetri komanda. snjalli Ómar Björnsson við marki (að sjálfsögðu). Fyrir heimamenn skoraði Magnús Stefánsson. Leikurinn var bar- áttuleikur en þeir Suðurnesja- menn reyndust sterkari og tróna nú á toppi riðilsins og stefna óðfluga í 2.deild. Boltinn rúllar ■ í kvöld verður einn leikur í fyrstu deild og eigast þá við á Akranesi, Islands- meistarar Akurnesinga og Þór frá Akureyri. Með sigri í kvöld væru Skagamenn svo gott sem búnir að stinga af í keppninni um íslandsmeistara- titilinn. Þórsarar geta skotist upp í þriðja sætið í deildinni með sigri í kvöld. Margir minnast eflaust sigurs Þórs- ara á Skagamönnum upp á Skaga í fyrra og hver veit nema þeir endurtaki þann leik. Einn leikur verður í 3. deild A-riðli og verður hann í Grindavík. Þar mæta heimamenn Selfyssingum en þessi lið eru bæði um miðbik riðilsins. Hafa viðureignir þessara liða ávallt verið spennandi og harðar. í 4. deild verða allmargir leikir. Á Háskólavelli keppa Árvakur og Drengur. í Kefla- vík Hafnir og Afturelding. Á Kópavogsvelli Augnablik og Haukar og á Melavelli eigast við Víkverji og Armann. Allir fyrrgreindir leikir eru í A-riðli. Einn leikur verður í E-riðli, er það leikur Vorboðans og Árroðans, á KA-velli. Vön Finna ■ Heimsmethafinn og heimsmeistarinn í spjótkasti kvenna, finnska stúlkan Ti- ina Lillak, sem er ein af helstu vonum Finna á Olym- píuleikunum í Los Angeles, er nú óðum að ná sér af ökla- meiðslum sem hún hlaut í lok maí. Forráðamenn finnska 01- ympíuliðsins gera sér vonir um að hún verði orðin nógu góð í fætinum þegar leikarnir hefjast og hún geti tekið þátt í spjótkastkeppninni. Lillak kastaði 74.76 m á síðasta ári, sem var besti árangur ársins. Reynir á toppinn Fer batnandi ■ Það urðu mér mikil von- brigði þegar ég sá fyrstu knattspyrnuleikina á „Sker- inu“ eftir heimkomu mína frá námi í Bandaríkjunum. Mér fannst knattspyrnan leiðinleg og alveg ótrúlega gróf. Síðan hefur dálítill vatnsleki runnið til sjávar og knattspyrnan breyst til hins betra. Yfirhöfuð hafaleikirn- ir í seinni hluta fyrri umferðar verið heldur skemmtilegri og í mörgum leikjum hafa komið fyrir góð tilþrif. Tvö atriði voru, og eru skaðvaldar í knattspyrnunni. í fyrsta lagi þá byrjaði ís- landsmótið á Valbjarnarvelli, sem er allt of lítill til að hægt sé að sýna góða knattspyrnu. Enda urðu nær allir leikir sem þar voru spilaðir undan- tekningarlaust grófir og leiðinlegir. Knattspyrnu- menn á íslandi eru ekki mjög nettir spilarar með góða knatttækni og því hentar lítill völlur þeim ekki, þar sem enginn tími gefst til að taka á móti knettinum og koma hon- um frá sér áður en næsti maður hefur skriðtæklað upp í eftir vör. Annar skaðvaldur er mikill skortur á sóknarmönnum og þá sérstaklega markaskorur- um. Það háir sumum liðum í deildinni hve gjörsamlega þau vantar markaskorara. Þannig spila mörg lið ágæt- lega út á vellinum en það vantar alltaf einhvern Inga Björn. Á undaförnum árum hafa margir af okkar betri ieikmönnum farið erlendis og þeirra skörð hefur verið erfitt að fylla. Annar hlutur sem oft hefur farið í mínar fínustu taugar er dómgæsla í þeim leikjum er ég hef séð. Dómarar eru að mínu mati allt of ragir við að taka ákvarðanir í leik sem er í járnum og sleppa þá gjaman augljósum vítaspymu- dómum eða einhverju því sem skipt gæti sköpum í leiknum. Þá er sem nokkrir dómarar hafi alls ekki hug- mynd um hvað hagnaðarregl- an er mikilvægur þáttur. Það ber ekki að taka þessa léttu gagnrýni sem svo að allt sé á niðurleið í knattspyrn- unni. Margir leikir hafa verið mjög skemmtilegir og bæði leikmenn og dómarar staðið Þórmundur Bergsson blaðamaður skrifar sig með miklum sóma. Staðan í deildinni er líka sú að ég sé fram á skemmtilega seinni umferð og vonandi að allt verði lagt í sölurnar til að fá 3 stig úr leik því það er jafn gott og að gera þrjá jafnteflis- leiki í röð, og ef vinnast tveir leikir af þremur þá eru stigin orðin 6. Það er því vonandi að spilað verði af krafti til sigurs og varnartaktik ekki látin ráða.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.