NT - 22.08.1984, Blaðsíða 5
Borgarnes: 93- 7618 Húsavlk: 96-41260/41851 '
Blönduós: 95- 4136 VopnafiörðOr: Egilsstaðir: 97- 3145/ 3121
Sauðárkrókur: 95- 5223 97- 1550
Siglufiðrður: 96-71489 Höfn Hornafirði: 97- 8303/ 8503
TRAUSTIR HLEKKIR í
SVEIGJANLEGRI KEÐJU
interRent
Reykjavík: Skeifan9 91-86915/31615_
Akureyri: Tryggvabraut 14 96-23515/21715
Sparisjóður Bolung-
arvíkur sker sig úr
Hvað varð um salatið?
■ Þannig leit hún út, samlokan frá
Góðborgaranum, sem kona nokkur
keypti sér til saðningar á sunnudaginn.
Henni þótti samlokan í þynnra lagi og
þegar samlokan var opnuð blasti við
augum það sem þú sérð á myndinni.
Þegar NT fór að kynna sér málið,
kom í Ijós að fyrirtækið Góðborgarinn
hefur nýverið skipt um eiganda. Við
höfðum samband við núverandi eig-
anda, Sverri Hjaltason, og spurðum
hann hvort hann væri vanur að skammta
salatið svo naumt sem raun var á í þessu
tilviki.
Sverrir sagði mistök vissulega alltaf
geta komið fyrir, en hins vegar fyndist
sér þetta „allra síðasta sort“ af gagnrýni,
enda væri ekki að vita nema eitthvað af
innihaldinu hefði verið fjarlægt áður en
myndin var tekin. Að sjálfsögðu yrði að
opna samlokuna á staðnum ef unnt ætti
að vera að taka mark á gagnrýninni.
NT-mynd: Róbert
Afgreiðslur okkar og umboðs-
menn eru sem hlekkir í keðju.
Samband við einn þeirra gefur
möguleika á tengingu við alla
hina og þar með geturðu notfært
þér sveigjanlega þjónustu, bæði
hér á landi og erlendis.
Við bjóðum bílaleigubíla til lengri
eða skemmri tíma og fjöldi
afgreiðslustaða gerir viðskipta-
vinum mögulegt að fá bíl •
afhentan á einum stað og skila
honum á öðrum.
Vaxtaákvarðanir sparisjóða:
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 5
þessir vextir 23%. Sigurður
Hafstein sagði að sparisjóðirnir
vildu með þessu hvetja fólk til
að færa fjármuni af sex mánaða
sparisjóðsskírteinum, sem eru
með 23% vexti, yfir á sex mán-
aða uppsagnarreikninga; þeir
sem eiga fé á útrunnum
sparisjóðsskírteinum, og stofna
ekki ný, fá aðeins greidda 17%
vexti af fé sínu.
Þá hafa sparisjóðirnir lagt
niður tólf mánaða uppsagnar-
reikninga sína.
Vextir sparisjóðanna gengu
hjá sumum þeirra í gildi 17.
ágúst, en öðrum 30. ágúst.
„Endanlega eru þessar
ákvarðanir alfarið í höndum
hvers sparisjóðs fyrir sig,“ sagði
Sigurður Hafstein að endingu.
„En í 14-15 sparisjóðum er að-
eins einn starfsmaður, sem ekki
er hægt að gera kröfu um að geri
alla útreikninga í þessu sam-
bandi; ég er ráðgjafi fyrir þá í
sameiningu. Sparisjóðirnir
hafa svo mikla samvinnu á
öllum sviðum. Ella væru þeir
ekki nú allir að einum undan-
skildum með sömu vextina."
Happdrætti
Sjálfsbjargar:
Vinningur-
inn afhentur
■ Nýlega var dregið í Happdrætti
Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra. Aðalvinningurinn, bifreið af
gerðinni Mitsubishi Space VVagon,
árgerð 1984 kom á miða sem reyndist
vera í eigu Arnar Jenssonar og Rögnu
Bjarkar Þorvaldsdóttur, Vesturbergi
138, Reykjavík.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar
Vikar Davíðsson, gjaldkeri lands-
sambandsins, afhendir Arnari og
Rögnu bifreiðina.
■ „Ég veit reyndar ekki nema
um eitt frávik frá þeim vöxtum
sem sparisjóðirnir hafa almennt
ákveðið, og það er hjá spari-
sjóðnum í Bolungarvík,“ sagði
Sigurður Hafstein, fram-
kvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sparisjóða, er NT spurði
hann um vaxtaákvarðanir hinna
38 sparisjóða, sem starfandi eru
í landinu. Sparisjóður Bolung-
arvíkur hefur ákveðið 4% vexti
á þriggja mánaða verðtryggðum
innlánsreikningum, en aðrir
sparisjóðir 0% vexti; ennfremur
6,5% vexti á sex mánaða verð-
tryggðum reikningum, en aðrir
5%; þá hafa Bolvíkingar ákveð-
ið 8,5% vexti af verðtryggðum
útlánum styttri en til 2Vi árs, en
aðrir 8% vexti.
í heild skera sparisjóðirnir sig
helst frá bönkunum með því að
ákveða 23,5% vexti á spari-
reikningum með sex mánaða
uppsögn, en hjá bönkunum eru
Alþjóðleg samstarfsnefnd:
Siglingamálastjóri
kjörinn formaður
■ Eru karlar meiri klaufar en konur, eða liggur skýringin kannski í því að þeir eru að jafnaði fleiri
undir stýri?
Skýrsla umferðarráðs:
Karlar valda mun fleiri
umferðarslysum en konur
20 ökumenn voru 14 ára eða yngri
■ í júlí á þessu ári höfðu 104
börn á aldrinum sextán ára og
yngri slasast í umferðinni, og
109 ungmenni á aldrinum 17-20
ára. Fólksbifreiðar hafa valdið
langflestum umferðaróhöppum
eða 261. Af öllum þeim slysum
sem á landinu urðu voru öku-
menn sem hlut áttu að máli
langflestir karlmenn eða 307 en
konur 89. Kemur þetta fram í
skýrslu umferðarráðs um tíðni
umferðarslysa frá áramótum og
fram í júní. Flest urðu umferð-
aróhöppin í janúar og febrúar,
eða alls 1.418. í skýrslunni kem-
ur einnig fram að tuttugu öku-
menn sem aðild áttu að umferð-
arslysi voru fjórtán ára eða
yngri.
Sýning
í Hátúni
■ Mánudaginn 20. ágúst opnaði
Óskar Theódórsson málverkasýningu
að Hátúni 10C (Múialundi). Hann
sýnir þar 35 myndir unnar í pastel,
akrýl; vatnslitum og með tússi. Sýn-
ingin er opin daglega frá klukkan 8 til
16:30.
■ Óskar Theodórsson
■ Þrjár alþjóðastofnanir, Al-
þjóðasiglingamálastofnunin
IMO, Alþjóðavinnumálastofn-
unin ILÓ, og Fiskveiða- og
landbúnaðarstofnunin FAO,
hafa ákveðið að setja á stofn
samstarfsnefnd þessara þriggja
alþjóðastofnana til að semja
alþjóðleg ákvæði til leiðbeining-
ar um menntun, þjálfun og
vaktstöðu áhafna fískiskipa.
í þessari nefnd eiga sæti tveir
fulltrúar frá IMO, tveir frá
FAO og fjórir frá ILO, þar af
tveir frá útgerðarmönnum og
tveir frá sjómönnum. Annar
tveggja fulltrúanna frá IMO var
kosinn Hjálmar R. Báðarson,
siglingamálastjóri, en hinn full-
trúinn er frá Japan.
Á fyrsta fundi þessarar átta
manna samstarfsnefndar, sem
haldinn var í aðalstöðvum IMO
í júlímánuði, var Hjálmar R.
Bárðarson kosinn formaður
hennar. Þennan fund sóttu 14
áheyrnarfulltrúar, auk nefnd-
armanna.
Næsti fundur verður haldinn
haustið 1985 og er gert ráð fyrir
að ganga þá frá endanlega til-
lögum að þessari samræmingu.
Happdrætti
Hjarta*
verndar
■ í tilefni af tuttugu ára
afmæli sínu hefur Hjarta-
vérnd hleypt af stokkun-
um afmælishappdrætti.
Vinningar eru alls 25.
Aðalvinningurinn er ein
milljón króna til íbúðar-
kaupa en næst hæsti vinn-
ingurinn er VW-Santana
bifreið að verðgildi nær
hálf milljón.