NT - 22.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 22.08.1984, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 7 lífs og ekki ördeyðu. Það skal játað, að skortur hráefna í ríki náttúrunnar er hemill á fjöl- þættri þróunarbraut, en orkan er við bæjarvegginn, og hlutur hennar er talinn mjög sterkur í öllum iðngreinum vorra tíma. Úrtölur einar um viðleitni til lagningu nýrra vega og leitar að nýjum atvinnufyrirtækjum, eru því miður of algengar, en himnabréf um arðbærar at- hafnir til eðlilegs lífsframfæris falla svo sjaldan í skaut fólksins, að við þeim skal ekki búast. Mannleg viðleitni og sköpunargáfa þarf að vera með og verkmenning nútímans hlýtur að móta éinstaklinga til þess að fjölga viðfangsefnum og rækja þau á arðbæran hátt. Úrtölur einsog þær, sem Morg- unblaðið birti þann 3. ágúst s.l., eftir Árna Árnason, fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs íslands, varðandi fyrirhugaða stálverksmiðju hér á landi, eru hvorki viðeigandi né sæmandi nýrri kynslóð, sem auka vill fjölbreytni athafna í okkar þjóðfélagi. Viðhorf þau, er ríkja á sviði umræddrar nýrrar verksmiðju lofa það góðu um nýtingu úrgangsefna og at- vinnutækifæra á arðbæran hátt, að skoðanir eins og í nefndri grein eru frant dregnar, hljóta að dæmast sem botnlaust bull. Ef framtíðarviðhorfin og leiðir til nýrra hlutverka eiga álíka andúð við að etja, á hinum ýmsu sviðum athafna- lífsins, þá er komandi kynslóð- um best að leggja upp laupana og flytja sem fyrst til framandi landa, því þær megna ekki að greiða innlendum aðilum lífs- framfæri sitt nema aukin sé fjölbreytni innlendrar fram- leiðslu svo að þeim mun minna þurfi til annarra að sækja. Hvort vegur þyngra á meta- skálum nú, mengunarvaldur eða atvinnuaukning við Eyja- fjörð? Fjármagnsþörf Það getur engum dulist, að sérhvert verkefni sem velja skal og verði atvinnuskapandi, nýrri kynslóð til viðfangs, hlýtur að heimta fjárfestingu. Atvinnufyrirtækin verða ekki mótuð undir opnum himni. Umbreyting orkunnar í fall- vötnunum í nýtanlega starfs- orku á verkstæðum og í verk- smiðjum, þar sem raforkan er mikilvægt atriði iðjunnar, krefst mikils fjármagns. Hvaða verkefni sem velja skal hljót- tum við Islendingar að kosta af eigin fé, er reisa skal orkuver- ið, því að orkulindin er og verður okkar þáttur og af henni á okkar hlutur að nærast. Eins og nú horfir í efnahags- málum okkar er vandséð hvar það feikna fjármagn verður fengið sem álver kostar og eru ■ Mengunarvaldur eða atvinnuaukning, hvort er þyngra á metaskálunuin? ■ Hvað um þann gróður sem sæta yrði flúorsamböndum frá spúandi álverksmiðju við vestanverðan Eyjafjörð? engar líkur til að við getum staðið straum af um fyrirsjáan- lega framtíð, það er víst tómt mál um að tala. Til þess að fjármagna iðjuver af öðru tagi, er kæmu smátt og smátt jafn- óðum og framtakssamir aðilar eða félagasamtök beittu sér fyrir stofnun þeirra og starf- rækslu, horfir málið allt öðru- vísi við, þar yrði um að ræða efnahagslega þróun tii verð- mætasköpunar í fasteignum, en við byggingu álvers svo stórt stökk á þessu sviði, sem ekki yrði við ráðið og er þar raunar sjálfvirkur hemill á framtakið, nema erlent fjár- magn komi til einvörðungu. Útaf fyrir sig lít ég svo á, að það geti verið fær leið, en þá er um leið eðlilegt að spyrja hvort ekki sé hætta á að það fjármagn yrði efnahagsleg byrði og máske þungbær fyrir íslenska skattþegna, ef hrak- smánarviðskipti yrðu ríkjandi um þau efni, á borð við það sem við könnumst við í sam- bandi við þau stóriðjuver sent hér eru starfandi nú. Raunar er tómt mál að gera fjármálahliðinni nokkur skil í þessum efnum á meðan efna- hagsmál okkar eru í því öng- þveiti, sem nú ríkir. Einar Þveræingur vildi ekki ljá Grímsey norskum frændum til umráða. Nútíma Eyfirðing- ar eiga ekki og mega ekki ljá landskika við Eyjafjörð til af- nota útlendingum, sem með stofnun og starfrækslu álvers væru líklegir til að gcra Kræklingahlíð og Þelamörk að eyðimörk og trufla lífríki miklu víðara svæðis á landi og í sjó í nálægu umhverfi. Þróttmiklir þegnar verða að efla verklegar menntir og ryðja nýjar leiðir til fjölþættra at- hafna á sviði ýmissa iðngreina. Það er lóðið. 10. ágúst 1984 Gísli Kristjánsson skýringar hljóta að vera á töfum bréfanna. Ein er t.d. sú að fjöldi manna hefur pósthólf úti á landi, ekki síður en í Reykjavík og tæma þau gjarn- an einu sinni á dag, svo ekki er hægt að segja með fullri vissu hvenær póstþjónustan skilaði þessum bréfum af sér, svo er og um bréfið til Djúpavogs, sem lengst var að skila sér, en stöðvarstjórinn þar mun í bréfl til NT svara fyrir það. Ég vil að lokum þakka NT fyrir könnunina, hún sýnir okkur póstmönnum að eitt- hvað er að, og öllum er hollt að fá heilbrigða gagnrýni, þó ekki megi alfarið dæma póst- þjónustuna eftir niðurstöðum þessarar könnunar. Þá vil ég ítreka það sem þegar er komið fram í þessum skrifum að póst- þjónustan er í uppstokkun og áfram verður unnið að henni í þeim tilgangi að bæta þjónust- una. Það tekur póstþjónustuna sex daga að koma bréfi frá Reykjavík vestur á Snæfellsnes. Er þetta eðlilegt, íslenska póstþjónustan er: Léleg □ Sæmileg □ Góð □ Niðurstöður póstkönnunar NT voru birtar í síðasta helgarblaði Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þór?rinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsimar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setnihg og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. Viðræður Steingríms og Þorsteins ■ Eins og skýrt hefur verið frá í fj'ölmiðlum, hófust fyrir nokkru viðræður milli formanna Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálssonar, um þau verk- efni, sem brýnast er að ríkisstjórnin vinni að næstu misseri. Sjálfur stjórnarsáttmálinn er ekki til með- ferðar, eins og skilja mætti á því, að stundum er þetta orðað á þann veg, að verið sé að endurskoða stjórnarsáttmálann. Stjórnarsáttmálinn mun ekki breytast, heldur er hér verið að vinna á grundvelli hans að lausn verkefna, sem mikilvægast er að fást við, eins og mál standa nú. Þar ber að sjálfsögðu hæst að haldið verði áfram að koma verðbólgunni niður á svipað stig og í nágrannalöndunum, án þess að komi til atvinnuleys- is. Það er því mikill misskilningur að hér sé um leiftursóknarstefnu að ræða, því að kjarni hennar er að beita atvinnuleysi til að halda verðbólgu í skefjum, sbr. Bandaríkin og Bretland. Því þarf vart að lýsa, að þau verkefni, sem glímt er við, eru meira en vandasöm. Þegar ríkisstjórnin kom til valda, var yfir 20% kjaraskerðing komin til sögu, eins og sést á því, að laun hefðu þá átt að hækka um þessa upphæð, ef þau hefðu verið bætt samkvæmt vísitölu. Allir voru sammála um, að slík kauphækkun myndi ekki leiða til kjarabóta nema hjá þeim hálaunuðu. Þvert á móti hefði þetta þýtt að hinir láglaunuðu hefðu enn dregist aftur úr. Þetta viðurkenndi meðal annars Svavar Gestsson, sem lagði til að fyrstu aðgerðir yrðu þær, að fresta dýrtíðarbótum í mánuði, eða á meðan verið væri að íhuga frekari aðgerðir. Til viðbótar hinum mikla vanda, sem ríkisstjórnin fékk í arf frá fyrirrennurum sínum, hefur bæst stórfelldur samdráttur þorskaflans, sem þegar hefur dregið út atvinnu víða um land með þeim afleiðingum að réttilega er farið að tala um, að landið sé að sporðreisast. Nýr vandi er svo að koma til sögunnar sem getur orðið enn alvarlegri en hinir áðurnefndu, en það er samdráttur og verðfall á erlendum mörkuðum. Þjóðir, sem styrkja sjávarútveg sinn með ríkisfram- lögum, hafa stóraukið fisksölu sína á Bandaríkja- markaði svo að fiskbirgðir hrúgast þar upp. Margir aðrir markaðir hafa þrengst. Þetta veldur nú dekkstum horfurn í efnahags- og atvinnumálum íslendinga. En hér má ekki láta hugfallast. Eins og á kreppuárunum milli heimsstyrjaldanna verður að mæta erfiðleikum með gagnsókn. Það þarf ekki eðeins að treysta hina hefðbundnu atvinnuvegi, heldur hefjast handa um nýjar atvinnugreinar og skjóta þannig fleiri stoðum undir efnahag og afkomu þjóðarinnar. Miðstjórn Framsóknarflokksins álykt- aði mjög eindregið umþettaá Akureyrarfundi sínum á síðastliðnu vori. Viðræður þeirra Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálssonar munu ekki síst snúast um þetta atriði, en á því hafa báðir stjórnar- flokkarnir fullan skilning. Viðræður stjórnarflokkanna fara þannig fram, að formenn þeirra munu aðallega ræðast við, en kveðja sér menn til ráðuneytis og þátttöku í viðræðunum, eftir því sem þurfa þykir. Þetta eru vafalaust rétt vinnubrögð. Þingmenn flokkanna munu svo jafnframt fylgjast með þessum viðræðum og vera til samráðs um allt það, sem máli skiptir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.