NT - 22.08.1984, Blaðsíða 3
0f
Miðvikudagur 22. ágúst 1984
Uggvænlegar horfur í atvinnumálum:
Fólksflótti frá landsbyggðinni
verði ekki gripið til aðgerða
NT ræðir við forsvarsmenn bæjar- og sveitarfélaga
_ Atvinnuástand er mjög slæmt í mörgum bæjarfélögum úti á
landi um þessar mundir og blasir við algert hrun atvinnulífsins og
fólksflótti frá byggðarlögunum ef ekki verður gripið til róttækra
aðgerða.
Eins og kom fram í NT á mánudaginn er ástandið a Seyðistirði
mjög alvarlegt og yfir 100 manns atvinnulausir. Svipaða sögu er að
segja frá ísafirði og Akranesi og hafa bæjarstjórnir sent frá sér
ályktanir til stjórnvalda um að þegar verði gripið til aðgerða til að
leysa vanda þessara byggðarlaga sem byggja afkomu sína af
sjávarútvegi.
Aftanákeyrsla á Miklubraut:
Ökumaður festist
■ Það slys átti sér stað á
gatnamótum Miklubrautar og
Réttarholtsvegar í gærkvöldi að
steypubíll ók aftan á litla Fíat-
Uno bifreið. Ekki urðu alvarleg
slys á mönnum, en þó þurfti að
kalla til tækjabíl slökkviliðsins
til að losa ökumann fólksbílsins
sem var fastur inni í bílnum.
NT hafði samband við for-
svarsmenn nokkurra bæjar- og
sveitarfélaga á landinu og
spurðist fyrir um atvinnuástand
og horfur og kom fram hjá
allflestum að nokkur kvíði væri
í mönnum fyrir haustinu, eink-
um þar sem kvóti skipanna er
búinn, eða við það að klárast.
Töldu flestir að eina ráðið væri
að auka við kvótann til að forða
allsherjaratvinnuleysi í þeim
byggðarlögum þar sem lífið er
fiskur.
Sturla Böðvarsson í Sfykkis-
hólmi kvað útgerðina eiga við
erfiðleika að etja, kvótinn sem
Stykkishólmsbátar fengu var
taicmarkaður og því verið stopp
þar til skelveiðarnar hófust.
Hann sagði óvissuástand ríkja
með haustið því verð á skel og
hörpudiski væri óráðið en hins
vegar væri mikil gróska í öðrum
atvinnugreinum, einkum bygg-
ingariðnaði og skipasmíðum.
Væri ekkert atvinnuleysi í Hólm-
inum eins og nú stæði og gætu
þeir hæglega bætt við sig 100
manns í vinnu.
í Bolungarvík er allt í gangi
eins Qg er en að sögn Guðmund-
ar Kristinssonar bæjarstjóra er
farið að ganga verulega á kvóta
skipanna. Þar byggist allt á
útgerð og því mikil óvissa um
haustið. Sagði hann hryllilegt
að hugsa til þess atvinnuleysis
sem við blasi og séu það hálf-
gerð öfugmæli að tala um að
■ Verður það þetta sem blasa mun við í frystihúsum
engin vinna.
haust, -
aflabrögð séu góð, því það stytti
tímann í þennan vágest.
Á Skagaströnd varð Sigfús
Jónsson fyrir svörum og sagði
hann ástandið gott um þessar
mundir en óvissa væri útaf k vóta
og óttuðust menn að togararnir
yrðu stopp ef ekki fengist
viðbót.
Snorri Finnlaugsson bæjarrit-
ari á Dalvík sagði að þar snérist
allt um fisk og horfur væru ekki
góðar. Einn togari væri búinn
með kvóta og annar ætti lítið
eftir. Rækjuvinnslan gæfi ekk-
ert af sér og vildu Dalvíkingar
fá hærra verð fyrir rækjuna og
stærri fiskikvóta. Ef það gerð-
ist ekki yrði útlitið svart í haust.
Á Þórshöfn er Stakfellið búið
með sinn kvóta og sagði Stefán
Jónsson sveitarstjóri að ef ekki
fengist meiri kvóti yrðu þeir að
taka fólk á atvinnuleysisskrá,
því þar væru engir aðrir atvinnu-
möguleikar aðrir en fiskurinn.
Nokkuð annað hljóð var í
strokknum á Fáskrúðsfirði og
kvað Sigurður Gunnarsson
sveitarstjóri gott ástand vera í
atvinnumálum bæjarins eins og
stæði og fiskaðist vel. Togararn-
ir stæðu vel og myndu ekki
stöðvast, eins væri ekki langt í
síidina.
í Vestmannacyjum var gott
hljóð í mönnum og stærri húsin
voru að byrja að taka á móti afla
í gær, eftir að hafa verið í
sumarfríi frá lokum júlímánað-
ar. Ólafur Elísson bæjarstjóri
kvað atvinnuástand gott, til þess
að gera og stæði kvóti skipanna
sæmilega og ætti ekkert að aftra
því að afli bærist á land í
Eyjum, þótt einstaka skip væru
búin með sinn hlut. Kvað hann
ekkert óttahljóð í Eyjamönnum
vegna haustsins en þar byggðist
öll afkoma á veiðum og nú væri
beðið eftir síldinni og eins
myndu Vestmannaeyingar gera
út á loðnu með haustinu.
Steinþór Júlíusson bæjar-
stjóri í Keflavík kvað atvinnu-
ástand þar ekki vera verra en
verið hefði. Þar væri næg at-
vinna en sjávarútvegurinn stæði
ekki föstum fótum og ríkti þar
sama óvissa og undanfarið og
væri einhver uggur í útgerðar-
mönnum. Sæu menn ekki frarn
á neitt betri tíð og það þyrfti
lítið til að setja þetta allt úr
skorðum, eins og hann orðaði
það.
Kartöf lubændur í hár saman:
Standa forystumenn kartöflu-
bænda í biðröð hjá Hagkaupi?
- eða lánaði Hagkaup Jens fyrir vélinni?
Styttir upp í Búðardal:
Rólegur aðalfund
ur kaupfélagsins
- þrátt fyrir milljónatap á síðasta ári
■ Öldurnar er farið að lægja í
Búðardal, eftir deilur sem koinu
upp á fundi Laxárdalsdeildar
Kaupfélags Hvammsljarðar fyrir
nokkru, eins og NT skýrði frá.
Aðalfundur kaupfélagsins var
haldinn í fyrrakvöld og var hann
rólegur að sögn heimildar-
manna blaðsins.
■ „Þessar aðgerðir, að bjóða
í kartöflur og kaupa
þær framhjá sölusamtök-
um framleiðenda og reyna
þar með að brjóta þau niður
jafngilda því að reynt væri að
brjóta niður verkalýðshreyfing-
una, þannig að hver atvinnurek-
andi gæti boðið í vinnuaflið eftir
sínu höfði,“ sagði Guðni Guð-
iaugsson formaður Félags kart-
öflubænda á Suðurlandi, þegar
NT spurði hann álits á kartöfiu-
málinu. Hann bætti því við að
Jens Gíslason hefði fyrir nokkr-
um dögum fengið nýja kartöflu-
upptökuvél, sagðist trúa því að
Hagkaup hefði lanað honum
andvirði vélarinnar, þar til hon-
um væru sýndir pappírar frá
einhverri lánastofnun sem
sönnuðu annað.
„Yfirgnæfandi meirihluti
kartöflubænda harmar aðgerðir
Jens,“ sagði Guðni, „og ég vil
skora á aðra framleiðendur að
standa saman um lífsafkomu
sína,“ Þá sagði hann að ekkert
lægi fyrir um mat á kartöflum
sem seldar væru framhjá Græn-
metisversluninni, né hver ætti
þá að greiða gjöld sem Græn-
metisverslunin innti af hendi,
svo sem matsgjöld og sjóða-
gjöld. Guðni benti ennfremur á
að Grænmetisverslunin sér um
stofnræktun á útsæði og spurði
hver ætti að sjá um það ef hún
yrði lögð niður. „Að leggja
niður Grænmetisverslunina er
skref í. þá átt að brjóta niður
innlenda framleiðslu,“ sagði
Guðni Guðlaugsson.
„Ég ætla ekki að fara að svara
persónulegu skítkasti,“ sagði
Jens Gíslason, þegar NT bar
ummæli Guðna Guðlaugssonar
undir hann.
„Hins vegar skal ég segja það
að spurningin er ekki um að
brjóta niður nein sölusamtök,
þau hafa brotið sig niður sjálf
með því að setja reglur sem
sumir hagnast á en aðrir ekki.
Þar á ég meðal annars við það
að við hér í Þykkvabænum
höfum alltaf setið eftir með
birgðir, löngu eftir að allir aðrir ,
hafa verið búnir að losa sig við I
sínar kartöflur. Á því er engra
breytinga að vænta og því er
það engin furða að ýmsir fari að
líta í kringum sig. Óg hvað sem
þessir menn segja um hvað allt
er jafnt og heiðarlegt hjá þeim
þá er það staðreynd að neyslan
á kartöflum hefur farið minnk-
andi undanfarin ár og sú þróun
náði hámarki með finnska
ævintýrinu í vor,“ sagði Jens.
Hann sagði að það hefði lengi
verið spurning um það hver
bryti ísinn og færi að selja
framhjá Grænmetisversluninni.
„Það sem mennirnir eru hræddir
við er ekki það að ég selji til
Hagkaups heldur að fleiri fari
að dæmi mínu. Ég veit það að
meira að segja framámenn í
Landssamtökum kartöflubænda
hafa boðið Hagkaupi kartöflur
til sölu.“
Reikningar ársins 1983
voru lagðir fram og sýndu þeir
6 milljón króna halla, eins og
þegar hefur komið fram í NT.
lnni í því munu vera reikningar
trésmiðjunnar, sem m.a. hefur
verið deilt um. Rekstrarhalli
trésmiðjunnar reyndist vera 1.4
milljónir. Útkoma kaupfélags-
ins í heild mun þó vera betri í
raun, en bókhaldshallinn sýnir.
Reykingarnir voru samþykktir
mótatkvæðalaust.
Aðalfundurinn var fjöl-
mennur og fjölmargar ræður
fluttar, þar sem núverandi
kaupfélagsstjóra voru þökkuð
störf í þágu fyrirtækisins. Kaup-
félagsstjórinn lætur af störfum
um næstu mánaðamót og hefur
nýr maður verið ráðinn frá þeim
tíma.
Veðurguðirnir gerðu sitt til
að létta á mönnum, því að í
fyrradag stytti upp fyrir vestan
eftir nokkurra vikna vætutíð,
og í gær voru bændur önnum
kafnir við heyskapinn.
Norðurlandamót grunn-
skóla í skák:
Yfirburðasigur
Hvassaleitisskóla
■ Skáksveit Hvassaleitisskóla vann glæsi-
Iegan sigur á Norðurlandamóti grunnskóla í
skák, sem lauk í Haparanda í Svíþjóð s.l.
sunnudag og varði þar með Norðurlanda-
meistaratitilinn, sem skólinn ávann sér í
fyrra á Norðurlandamóti grunnskóla, sem þá
var haldið í Danmörku. Sveitin hlaut 15
vinninga af 20 mögulegum. Hana skipuðu að
þessu sinni Þröstur Þórhallsson, Tómas
Björnsson, Snorri G. Bergsson, Heígi Hjart-
arson og Héðinn Steingrímsson.
í öðru sæti á mótinu varð norska sveitin
með 12 ’/2 vinning, þá danska sveitin með 12
vinninga, í fjórða sæti sú finnska með 8
vinninga og þá B sveit gestgjafanna, Svíþjóðar
með 7 vinninga og lestina rak A sveitin
sænska með 5 vinninga.
SOS-nistið
Fyrirallan aldur
jafnt hepp san erlendis.
U
7
Æ
-----**
LANDSSAMBAND
H JÁLPARSVEITA SKÁTA
a