NT - 22.08.1984, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 22. ágúst 1984 18
■ Nýjasta tækni og vísindi er
á dagskrá í kvöld eins og svo
oft áður á miðvikudagskvöld-
um. Sigurður H. Richter sér
um þáttinn og hann var fenginn
til að upplýsa lesendur NT um
hvað yrði í þættinum í kvöld.
„Það eru fjórtán myndir á
dagskrá, og flestar eru um tvær
mínútur á lengd. Fyrsta mynd-
in fjallar um það sem kallað er
hjálpartæki við sund. Þetta er
fremur sérkennilegur búnað-
ur, líkist einna helst módel-
svifflugu og er spenntur á
fótleggina, og með þessu synd-
ir maður síðan. Þetta á að geta
aukið mjög sundþol manna að
sögn þeirra sem hafa fundið
þetta upp. Þeir segja að þetta
séu mestu framfarir í sund-
tækni síðan fótblöðkurnar
voru fundnar upp.
Mynd nr. 2 hef ég kallað
Ijósmyndun í fast efni. Hún er
þannig, að hægt er að gera t.d.
höggmyndir af mönnum á
þann hátt, að maðurinn er
Ijósmyndaður samtímis með
átta Ijósmyndavélum. Síðan er
þetta allt tengt við tölvu, og
hún reiknar út þrívíddina, og
heggur svo út mjög nákvæma
eítirmynd af manninum, eða
því sem myndin var tekin af.
Þriðja myndin og sú fjórða
eru báðar ísraelskar. Sú fyrri er
um heilaskipti í salamöndrum.
Salamöndrur eru frumstæð dýr
og geta endurmyndað hluta af
líkamanum ef þau missa hann.
í ísrael eru þeir með tvær
salamöndrur og kenna annarri
ákveðna hluti og síðan skipta
þeir um heila í dýrunum. Það
kemur í Ijós að minnið flyst
með heilanum.
Fjórða myndin er um jarð-
skjálftaspár og fjallar um hvort
unnt sé að spá fyrir um jarð-
skjálfta og koma þannig í veg
fyrir slys og eyðileggingu.
Fimmta myndin er um jap-
anskan pípulagningarpramma
risastóran sem er til að leggja
olíuleiðslur á sjávarbotni.
Hann er búinn öllum full-
komnustu tækjum og er tölvu-
stýrður.
Sjötta myndin er um sónar-
tæki, sem þekkt er vegna þess
að það er notað til að skoða
fóstur, en það er einnig notað
til aðskoðaönnurlíffæri. Þetta
er talin ákaflega hættulaus og
góð aðferð.
Sjöunda myndin er um rann-
■ Sigurður H. Richter.
sóknir á reki meginlanda. Eins
og allir vita rekur meginlöndin
sundur, a.m.k. hérvið Atlants-
hafið, en ákaflega lítið á hverju
ári. Fyrir nokkrum árum var
settur á loft gervihnöttur, sem
á að vera á braut í kringum
jörðina næstu tíu milljón árin,
og hann er notaður sem við-
miðun þegar rekið er mælt.
Fastar stöðvar á jörðu niðri
senda leisergeisla upp í hnött-
inn og hann endurspeglar hann
aftur. Þannig er hægt að mæla
rekið mjög nákvæmlega. Svo
er spurningin hvort einhver
verður viðstaddur eftir 10
milljón ár til að halda rann-
sóknunum áfram.
Áttunda myndin er um bar-
áttu við moskítóflugurnar en
þær eru hvimleiðar og bera
sjúkdóma víða í hitabeltinu.
Karldýr eru gerð ófrjó með
geislun og síðan sleppt á fengi-
tímanum. Kvendýrin maka sig
aðeins einu sinni á æfinni, og
ef karldýrið er ófrjótt þá kem-
ur auðvitað ekkert út úr því.
Svo kemur níunda myndin,
sem er um geimköngulóna.
Þetta er tæki sem ætlað er að
smíða undirstöðurundirstöðv-
ar í geimnum. Þetta tæki er
sent upp með geimskutlunni
og byrjar síðan að vefa vef.
Það sýður smám saman stóran
vef úr þráðum sem það er fóðr-
að á. Tækið vinnur á margan
hátt svipað og könguló, spinn-
ur stóran hringlaga vef.
Síðan er mynd um varð-
veislu listaverka í hitabeltis-
löndum, þar sem erfitt er að
vernda þau sökum raka og
meindýra.
Ellefta myndin er um rann-
sóknir á fuglum sem lenda á
flugvélum. Fuglar geta stór-
skaðað þotur, og rannsóknar-
stofa nokkur er nú að kanna
áhrif þess þegar fugl lendir á
flugvél. Þeir skjóta dauðum
kjúkling á miklum hraða á
flugvél og kanna afleiðingarn-
ar.
Tólfta myndin er um örygg-
isgrind á bifreiðar. Það hefur
komið í Ijós að verstu slysin
sem verða á gangandi vegfar-
endum verða þegar þeir kast-
ast niður og bíllinn keyrir yfir
þá eða þegar þeir lenda fyrir
annarri umferð, en ekki við
sjálft. höggið þegar bíllinn
lendir á manninum. Þetta er
grind sem grípur fólk ef keyrt
er á það og heldur því uppi.
Þrettánda myndin er um
rannsókn á áhrifum hávaða á
svefn, og fjórtánda myndin er
um hjálpartæki fyrir börn með
klofinn hrygg.“
■ Síðasti þátturinn í seríunni um Friðdómarann verður á
dagskrá í kvöld. Við sjáum hér þau Bryan Murray og Lise-Ann
McLaughlin í hlutverkum sínum.
■ Hi-Energy söngkonan Hazell Dean syngur nýjasta lag sitt í
þxttinum Ut um hvippinn og hvappinn á Rás 2 í dag.
Útum
hvippinn
og hvappinn
- Inger Anna
Aikman sér um
þáttinn
■ Inger Anna Aikman sér
um þáttinn Út urn hvippinn og
hvappinn á Rás 2 í dag. Hún
sagði að þetta yrði eins og
venjulega, sambland af gömlu
og nýju, rólegu og hröðu.
„Eg lít töluvert til vinsældar-
listans í Bretlandi. Ég kem til
með að spila m.a. lög með
Galaxy, Howard Jones og Ha-
zell Dean. Ég held mig við
Bretland en fer minna eftir
ameríska vinsældarlistanum.“
Þú ert nýbyrjuð á rásinni,
hvað kom til að þú fórst að
starfa þar?
„Já, ég er svona tiltölulega
nýbyrjuð. Ég hef lengi haft
áhuga á að fara í fjölmiðla-
störf, sótti um á rásinni, fór í
raddprufu og datt í lukkupott-
inn. Ég kann mjög vel við
þetta. Hugurinn stefnir allur í
áttina að fjölmiðlun núna.“
Sjónvarp kl. 20.35 Nýjasta tækni og vísindi:
Geimkönguló, tölvuhögg-
myndir, heilaskipti í sala-
möndrum og margt fleira
Rás2kl. 14
Ras2kl. 16.
Jónatan
Garðars-
sonsérum
Nálaraug-
að
■ Jónatan Garðarsson er
með þátt sinn Nálaraugað á
Rás 2 í dag. Hann ætlar að
spila djassrokk, og sagði í
viðtali að það yrði mestmegnis
djassrokk frá árunum 1978-
1980.
„Ég spila m.a. músík með
Dale Jacobs frá Kanada, og
bandaríska slagverksleikaran-
um Ralph McDonald. Ég spila
aðallega músík með mönnum
sem ekki eru miklir forystu-
menn, en þekktir sem session-
menn eða venjulegir djassarar.
Benny Golson heitir einn,
hann er fimmtugur saxafón-
leikari. Hann er þekktari fyrir-
að spila djass en djassrokk, en
á þessum árum fóru margir
djassarar út í þessa tónlist
vegna þess að hún seldist hvað
best. Þeir fórnuðu sér fyrir
sölumennskuna.
Er þetta tímabil liðið?
„Þetta hefur breyst. Annars
vegar hefur djassrokið orðið
fönkaðra, t.d. hefur Stanley
Clark eiginlega farið út í popp,
en hinsvegar hefur það samcin-
ast meira hefðbundnum
straumum, eins og rebop. Svo
eru líka menn eins og Herbie
Hancock og Steps Ahead, sem
hafa tengst skratsinu og elek-
trófönkinu. Þetta hefur sem-
sagt tekið breytingum, farið í
tvær áttir, þunga og létta.
Weather Report, sem alltaf
hefur staðið í fararbroddi hafa
ekkert gefið eftir og hefur
aldrei látið sölumennskuna
ráða ferðinni."
Miðvikudagur
22. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn í
bítið. 7.25 Leikfimi.
8.00 Fréttir. 8.15 Veöurtregnir.
Morgunorð - Málfriður Finnboga-
dóttir talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Eins og ég væri ekki til“ eftir
Kerstin Johansson Sigurður
Helgason les þýðingu sina (7).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For-
ustugr. dagbl, (útdr.).
10.45 Islenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.15 Vestfjarðarútan Stefán
Jökulsson tekur saman dagskrá
úti á landi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar..
13.30 Carole King, Neil Sedaka o.fl.
syngja og leika
14.00 „Við bíðum“ eftir J.M. Coutz-
ee Sigurlina Davíðsdóttir les þýð-
ingu sina (11).
14.30 Miðdegistónleikar T ríósónata
i C-dúr eftir Georg Philipp Telem-
ann. Armand Van de Velde, Jos
Rademakers, Frans de Jonghe og
Godelieve Gohil leika á fiðlu,
flautu, fagott og sembal.
14.45 Popphólfið - Jón Gústafsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréftir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar a. Óður um
látna prinsessu eftir Maurice
Ravel. Suissie Romande hljóm-
sveitin leikur; Ernest Ansermet stj.
b. Sinfónia nr. 5 i B-dúr D485 eftir
Franz Schubert. Nýja Fílharmón-
iuhljómsveitin leikur; Dietrich Fisc-
her-Dieskau stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Var og verður. Um íþróttir
útilíf o.fl. fyrir hressa krakka.
Stjórnandi: Hörður Sigurðarson.
20.40 Kvöldvaka a. Þáttur um kirkju
og presta Þórunn Eiriksdóttir
tekur saman og flytur. b. Úr Ijóð-
um Einars Benediktssonar
Guðrún Aradóttir les.
21.10 Sönglög eftir Johannes
Brahms a. Rapsódia op. 53 fyrir
altrödd, karlakór og hljómsveit við
kvæði eftir Goethe. b. Nenia op
82, lag fyrir karlakór við kvæði eftir
Schiller. Flytjendur: Alfreda
Hodgson, kór og hljómsveit út-
varpsins í Múnchen; Bernhard Ha-
itink stj.
21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vind-
ur vinur minn“ eftir Guðlaug
Arason Höfundur les (18).
22.15 Veðurfregnir. Fréftir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Aldarslagur. Úr stjórnfrelsis-
baráttu íslendinga 1908-1918.
Umsjón: Eggert Þór Bernharðs-
son. Lesari meö honum: Þórunn
Valdimarsdóttir.
23.15 Islensk tónlist „Samstæður ',
kammerdjass eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Gunnar Ormslev, Jós-
ef Magnússon, ReynirSigurðsson,
Örn Ármannsson, Jón Sigurðsson
og Guðmundur Steingrimsson
leika; höfundurinn stj.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Miðvikudagur
22. ágúst
19.35 Söguhornið. Hjartalausi risinn
- norskt ævintýri. Sögumaður Hall-
dór Torfason. Umsjónarmaður
Hrafnhildur Hreinsdóttir.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Nýjasta tækni og vísindi. Um-
sjónarmaður Sigurður H. Richter.
21.00 Friðdómarinn. Lokaþáttur.
Bresk-írskur myndaflokkur i sex
þáttum. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
21.50 Úr safni sjónvarpsins. Flug
á íslandi í fimmtíu ár. Þáttur sem
gerður var árið 1969 í tilefni af því
að hálf öld var þá liðin siðan fyrst
var flogið hér á landi. Rakin er
saga flugs á Islandi 1919-1969 og
stuðst við gamlar kvikmyndir. Um-
sjónarmenn Markús Örn Antons-
son og Ólafur Ragnarsson.
22.45 Fréttir í dagskrárlok.