NT - 22.08.1984, Blaðsíða 26

NT - 22.08.1984, Blaðsíða 26
■ Hlaupastúlkan Zola Budd kom heim til Suður-Afríku frá Los Angeles um síðustu helgi. Hún lenti í Jóhannesarborg og fór þaðan til Bloemfontain, heimabæjar síns. Hún gekk þögul í gegnum flughöfnina í Jóhannesarborg, umkringd lögreglumönnum og neitaði að svara spurningum frétta- manna. Zola hafði sem kunnugt er ekki erindi sem erfiði á Ólympíuleikunum, lenti í árekstri við Mary Decker frá Bandaríkjunum í úrslitum 3000 metra hlaupsins sem frægt Varð. Símamynd POLFOTO llt Miðvikudagur 22. ágúst 1984 26 Iþróttir Vináttuleikarnir í Moskvu í gær: Tvö heimsmet - og eitt Evrópumet sett í sundi ■ Sovéski sundmaðurinn Sergei Zabolotnov setti í gær nýtt heimsmet í 200 m baksundi á Vináttuleikunum í Moskvu. Sergei synti á 1:58.41 mín. en gamla metið átti Rick Carey frá Bandaríkjunum 1:58.86 mín. Það met setti hann í júní síðastliðnum. Astrid Strauss frá A-Þýska- landi setti nýtt Evrópumet í 400 m skriðsundi á sama móti. Hún synti á fjórum mínútum 07.66 sek. og kom lang fyrst í mark. Þá setti sveit A-Þýskalands nýtt heimsmet í 4x100 m skrið- sundi kvenna er hún synti á 3:42,41 mín. Sveitin er skipuð þeim Kristin Otto, Karen König, Heike Frierich og Birgit Meineke. Fyrra metið á sveit A-Þýskalands sjálf, en það var 3:42.71 mín. Það met var sett Þórdís vann Silfurkeppnina ■ Þórdís Geirsdóttir sigraði í Silfurkeppninni í golfi sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði, en þessi keppni er kvennakeppni. í öðru sæti varð Lóa Sig- urbjörnsdóttir. í keppni með forgjöf sigraði Björk Ingvars- dóttir, Hrafnhildur Eyst- einsdóttir varð önnur og Guðrún Madsen varð þriðja. Guðrún Madsen vann aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 5. braut. G.P. Þormar golfmótið ■ G.P. Þormar opna golfmótið fyrir unglinga 16 ára og yngri verður haldið á Hvaleyrarholts- velli við Hafnarfjörð laugardaginn 25. ágúst. Keppt verður í flokki með og án forgjafar og eru stórglæsileg verðlaun í boði. Aðalverðlaunin cru bflpróf með öllu og fær þau sá sem nær best- um árangri í keppni án forgjafar. Skráning fer fram hjá goifklúbbunum víðs vegar um land. Hjólreiðamót í Hafnarfirði ■ Sunnudaginn 2. sept., kl. 14:00 mun JC í Hafn- arfírði halda sitt árlega hjólreiðamót. Keppt verður í tveimur flokkum þ.e. opnum flokki og kcppnisflokki. Lagt verð- ur af stað frá lögreglu- stöðinni Suðurgötu og hjólaður rúmlega 4 km hringur. Aðgangseyrir er enginn. Norðurlandsmót á Króknum Frá Gylfa Kristjánssyni fréttamanni NT á Akureyri: ■ Norðurlandsmótið í golfi verður haldið á Sauðárkróki um helgina og er búist við öllum bestu kylfingum á Norðurlandi til mótsins. Leikið verður í karla, kvenna og unglingaflokki alls 36 holur. Keppni hefst á laugardag og lýkur á sunnudag. Carl Lewis enn fyrstur: Gott hlaup í Búdapest ■ Carl Lewis keppti í fyrra- kvöld í 100 m hlaupi á alþjóð- legu frjálsíþróttamóti í Búda- pest í Ungverjalandi. Lewis sigraði örugglega í hlaupinu á 10.05 sek. en Ungverjinn Attila Kovacs varð annar á 10.27 sek. Tékkneska hlaupabúntið Jarmila Kratochvilova varð að sætta sig við ósigur í 400 m hlaupi á sama móti. Kratochvil- ova, sem er heimsmeistari og heimsmethafi bæði í 400 og 800 m hlaupi, hljóp á 49.35 sek. en landa hennarTatania Kocemb- ove sigraði á 49.23 sek. Steve Cram var í góðu formi á mótinu og sigraði örugglega í 1500 m hlaupinu. Annar varð Bandaríkjamaðurinn Richie Elliot á 3:36.05 mín. ívar vann ■ ívar Hauksson GR varð Stigameistari GSÍ í golfi 1984. Hann sigraði Gylfa Kristinsson GS fyrrum Islandsmeistara í úrslitaleik, en kcppnin er út- sláttarkeppni. í undanúrslitum vann Gylfi Þórhall Hólmgeirs- son GS 4-3 og Ivar vann Magn- ús I. Stefánsson NK 6-4. Þá var keppt í höggleik kvenna á mótinu, Ásgerður Sverrisdóttir sigraði á 82 höggum, Steinunn Sæmunds- dóttir GR varð önnur á 83 höggum og Kristín Þorvalds- dóttir GK og Aðalheiður Jörg- ensen G urðu í 3.-4.sæti á 93 höggum. 2. deild kvenna í knattspyrnu: Keflavík og Fylkir efst Nú er að mestu lokið Víðir 9 3 3 3 ÍO-11 12 keppni í 2. deild kvenna í knattspyrnu og er Ijóst að það verða Fylkir og ÍBK sem keppa til úrslita um sæti í fyrstu deild að ári. Lítum nú yfir úrslit nokkurra leikja og stöðurnar í riðlunum. A-riðill: 7. umf. Fylkir-Víðir 4-1 Fram-Grindav. 1-1 Hauka-FH 2-0 8. umf. Víðir-Haukar 2-3 Grindav.-Fylkir 1-1 9. umf. Fylkir-Fram 3-1 Haukar-Grindav. 8-0 Víðir-FH 1-1 10. umf. FH-Fylkir 2-1 Staðan í A-riðli: Fylkir 10 7 2 1 31-9 23 Haukar 9 5 2 2 19-9 17 FH 9 1 5 3 8-16 8 Fram 8 2 1 5 7-17 7 Grindav. 9 0 5 4 5-19 5 B-riðill: 7. umf. Afturelding-ÍR 10-0 Selfoss-Hveragerði 9-0 Stjarnan-ÍBK 2-3 8. umf. Hveragerði-Stjarnan 1-0 ÍR-Selfoss 3-3 ÍBK-Afturelding 4-1 9. umf. ÍBK-ÍR 10-0 Afturel.-Hveragerði 21-0 10. umf. ÍR-Stjarnan 2-1 Selfoss-Afturelding 0-0 Staðan í B-riðli: ÍBK 9 8 1 0 32-8 26 Afturelding 10 6 2 2 56-13 20 Hveragerði 9 5 0 4 16-38 15 ÍR 10 3 2 5 15-40 11 Selfoss 9 1 4 4 17-20 7 Stjarnan 9 0 1 8 7-23 1 1980. f öðru sæti í sundinu í gær búlgarska sveitin varð í þriðja varð sveit Sovétríkjanna, en sæti. Hörkuárangur í hjólreiðum ■ Austur-Þjóðverjinn Bernd Dieter setti heimsmet í fjögurra km hjólreiðum á Vináttuleik- unum ’84 í Moskvu. Hann hjólaði spottann á 4:36,47 mín. og bætti met Pólverjans Rysz- ard Dawidowic frá því fyrr um daginn. I hjólreiðagrein þessari keppir aðeins einn í einu og eru því keppendur aðeins í kapp- hlaupi við tímann en ekki beint hvor við annan. Þá setti sovéska stúlkan Er- ica Salumyae heimsmet í 1000 m með „fljúgandi starti“, en svo nefnist hjólreiðakeppnin þar sem keppendur fá stuttan kafla til að ná upp ferð áður en sjálf keppnin hefst. Hún hjól- aði kílómeterinn á 1:08,24 mín. og blés ekki úr nös á eftir. Loks setti Michael Húbner, A-Þýskalandi, heimsmet í 500 m „fljúgandi starti“, hjólaði vegalengdina á 26,471 sek. John McEnroe McEnroe ósigrandi ■ Tenniskappinn John McEnroe vann sitt fyrsta Opna kanadíska meistaramót nú um síðustu helgi. Hann sigraði Vit- as Gerulaitis auðveldlega í úr- slitaleik 6-0 og 6-3. Þessi sigur McEnroes var hinn 59. á þessu ári gegn einu tapi. Sá ósigur var gegn Ivan Lendl á Opna franska meist- aramótinu. McEnroe fékk 48000 dollara fyrir sigurinn sem útleggst sem u.þ.b. l,4milljón- ir íslenskar léttkrónur. 1. deild kvenna í knattspyrnu: Ekki leikið um 3. sætið ■ Rangt var frá því hermt í A-ríðiii: NT í gær að leikið yrði um ;.... 10 7 2 1 25-7 23 þriðja sætið í 1. deild kvenna í Breiðabhk ío 6 3 1 25-3 21 i j valur 10 6 3 1 28 7 21 knattspyrnu, það verður ekki isafjöraur"'""'. 10 4 o 6 12-18 12 gert. Leikið er í tveimur kr..10 3 0 7 10-20 9 riðlum, og munu einungis sig- vikingur.10 0 0 10 3-48 0 urvegararnir úr riðlunum leika um íslandsmeistaratitilinn. Það B-rlðllI: eru ems og sagt var fra, Akra- KA 6 4 11 11-2 13 nes og Þór frá Akureyri. súia'n 6 1 1 4 3-15 4 Lokastaðan í riðlunum varð Höttur. 6 0 2 4 3-12 2 þessi: Yngri flokkarnir í frjálsum: Keppni á milli FH og Ólafs Páa ■ Fyrir nokkru fór fram keppni í frjálsum íþróttum á milli Ungmennafélagsins Ólafs PáafráBúðardal og FH. Keppt var í aldursflokkum 14 ára og yngri og var keppnin jafnframt stigakeppni millifélaganna. FH sigraði í heildarstigakeppninni með 69 stig en UMF Ólafur Pái hlaut 50 stig. í piltaflokki sigr- aði Ólafur Pái með 31 stig en FH fékk 29. í telpnaflokki sigraði FH með 40 stigum gegn 19. Hér korna nokkur úrslit frá mótinu: Telpur 100 m Guðmunda Einarsd. FH 13,6 sek. Spjótkast: Margrét Ragnarsd. ÓP 19,44 m Kúluvarp: Guðrún Eysteinsd. FH 7,39 m 800 m hlaup: GuðrúnEysteinsd.FH 2:35,Omín. Inga örugg á Ragnarsmótinu Frá Gylfa kristjánssyni frcttamanni NT á Akureyri: ■ Inga Magnúsdóttir GA varö öruggur sigur- vegari á Ragnarsmótinu sem háð var hjá Golf- klúbbi Akureyrar um helgina, en þetta er opiö kvennamót. Inga lék 36 holur á 168 höggum og 9 höggum betur en sú sem næst kom en það var Þórdís Geirsdóttir GK. í þriðja sæti var Jónína Pálsdóttir GA á 184 höggum. Með forgjöf urðu þessar sömu í þrem- ur efstu sætunum en þar sem reglur mótsins segja svo til um að ekki sé bæði hægt að vinna til verð- launa með og án forgjafar komu aukaverðlaunin í hlut Rósu Pálsdóttur GA, Pat Jónsson GA og Ásu Bjarnadóttur GO. Öll verðlaun í mótinu voru listaverk unnin af Ragnari Lár sem gaf verðlaunin. Hörkukeppni á minningarmóti Frá Gylfa Kristjánssyni íþrótta fréttamanni nt á Akurevri. ■ Hörkukeppni var í minningarmótinu um Ingimund Árnason sem háð var hjá Golfklúbbi Akureyrar um síðustu helgi. Margir voru þar í baráttunni lengst af, en þegar upp var staðið hafði Sverrir Þorvaldsson GA marið sigur með einu höggi. Hann lék 36 holur á 157 höggum og var einu höggi á undan Viðari Þorsteinssyni GA og Skúla Skúlasyni GH. Þeir Viðar og Skúli fóru í bráðabana og sigraði Skúli í þriðju tilraun. Með forgjöf sigraði Baldvin Ólafsson GA á 137 höggum, annar Bessi Gunnarsson GA á 141 og þriðji Kristján Gylfason GA á 142. Vegleg verð- laun í mótinu voru gefin af Kaupfélagi Eyflrðinga og aukaverðlaun af Vangi h.f. í Reykjavík. ■ Hálfdán Krístinsson, efni- legur kastari úr röðum Ólafs Pá skar fyrstur sneið af veglegri tertu sem merkt var honum í kafflsamsæti sem haldið var eftir keppni FH og Ólafs Páa í yngri flokkum frjálsíþrótta á dögunum. Hálfdán var sigur- sæll á mótinu. NT-mynd Anna Haraldsdóttir Piltar: 100 m hlaup: Hálfdán Kristinsson ÓP 12,9 sek. Hástökk: Hálfdán Kristinss. ÓP 1,51 m Spjótkast: Gunnar Smith FH 28,48 m

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.