NT - 22.08.1984, Blaðsíða 28
LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT ? j
HRINGDU ÞA f SlMA68-65-38 í
Vid tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn.
Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leidir
til fréttar í bladinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leidir
til bitastædustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gaett
Ævintýri ársins í Laugardalshöll
■ Það er mikið um að vera í Laugardalshöllinni í
Reykjavík þessa dagana. Gríðarmikið einbýlishús er
risið af grunni í miðjum salnum en að öðru leyti er búið
að skipta honum öllum niður í ótal sýningarbása sem
sýnendur eru í óða önn að innrétta. Gm allan salinn er
fólk á þönum fram og aftur, berandi alls kyns
byggingarefni á milli sín. Sumir eru að saga til efnið í
parketgólfið í básnum sínum, aðrir hafa lagt þar teppi
og hafa varla við að ryksuga það.
Þaöeraðsjálfsögðu heimils- athuga hvernig undirbúning-
sýningin mikla sem nú er í urinn gengi. Við litum fyrst
undirbúningi í höllinni. Þetta inn í einbýlishúsið sern stend-
miklaævintýriþarsemenginn ur á miðju gólfi og myndar
er maður með mönnum nema eins konar miðdepil á sýning-
hann fái að vera með ein- arsvæðinu. Þótt húsið virtist
hvers staðar úti í horni til að nokkurn veginn fullgert utan
koma vörunni sinni á framfæri frá séð, var allt á ferð og flugi
við væntanlega kaupendur. innan dyra. Sumir lögðu flísar
Sýningin verður opnuð á á gólf, aðrir parket og enn
föstudaginn með „pomp og aðrir báru skápa milli her-
prakt" og þá verður hver bergja. Þegar við spurðum
hlutur að vera kominn á sinn hvernig gengi, sögðust þeir
stað. Það eru ekki nema tveir aðallega þvælast hver fyrir
dagar til stefnu og því ekki öðrum en brostu þó góðlát-
nema von að menn séu að lega að öllu saman. „Þetta
flýta sér við undirbúninginn. gengur ekkert með parket-
Blaðamaður og Ijósmynd- ið,“ sögðu skápamenn, „það
ari NT brugðu sér í höllina í átti að vera klárt á hádegi í
gær til að skoða aðstæður og gær“. „Þú segir vel um það,“
svaraði einn parketmanna,
„þegar efnið kom ekki á
staðinn fyrr en kl. hálf þrjú.“
Þessu næst vakti athygli
okkar sýningarbás nokkur
sem virtist öllu lengra á veg
kominn en hinir. Þar var ris-
inn skjannahvítur veggur með
bogadregnum gluggum.
Þarna reyndist verslunin
Tékk-kristall ætlar að stilla út
hvers kyns munaðarvarningi.
Við snerum okkur að manni
sem var þarna eitthvað að
bauka og vildum fá að vita
hvað þessi byggingarstíll héti.
„Ætli það sé ekki Rókókó eða
eitthvað þess háttar,“ sagði
maðurinn sem reyndar kvaðst
heita Skúli Jóhannesson. Eftir
að hafa hugsað sig um andar-
tak, skipti hann um skoðun og
sagði: „Nei annars, við
skulum kalla þetta Hallar og
herragarðsstílinn."
Þegar við höfðum gengið
þarna á milli básanna um hríð
og Sverrir Ijósmyndað nægju
sína, gengum við niður í
kjallarann. Þar voru líka
menn að störfum en þegar við
hugðumst taka þá tali brugð-
ust þeir undarlega við og virt-
ust ekki með nokkru móti
kunna skil á „ástkæra ylhýra
málinu," hinni göfugustu
tungu sem töluð er á norður-
hvelinu. Eftir nokkrar árang-
urslausar tjáningatilraunir
á ýmsum germönskum tung-
um var okkur fylgt til ensku-
mælandi yfirmanns á
staðnum. Þá kom í ljós að hér
voru Tékkar að setja upp
sýningu á ýmsum útflutnings-
vörum heimalands síns. Petr
Holmer, sem var fyrir liðinu,
kvaðst m.a. ætla að sýna
Skoda og Zetor sem báðir eru
íslendingum nokkuð kunnir,
en auk þess kristal og ýmsa
handunna vöru og jafnvel
bækur. Bauð hann okkur að
lokunt hjartanlega velkomna
aftur á föstudeginum.
Á föstudaginn byrjar það.
Ævintýri ársins í Laugardals-
höllinni. Heimilissýningin
1984. - Og NT verður að sjálf-
sögðu á staðnum.
■ Það eru tveir dagar eftir
þangað til allt á að vera klapp-
að og klárt fyrir sýninguna
miklu í Laugardalshöllinni.
Undirbúningurinn er í fullum
gangi og einbýlishús risið í
miðjuin salnum.
■ Jón Guðmundsson lagði
flísar á gólfið í þvottahúsinu.
A föstudaginn á allt að vera
klappað og klárt.
■ Skúli Jóhannesson: „Við skulum kalla þetta Hallar
og herragarðsstflinn“.
■ Tékkarnir ætla að sýna Skoda og Zetor og ýmislegt annað sem kannski er minna þekkt á
Islandi. Hér fletta þeir kynningarbæklingi um heimaland sitt.