NT - 22.08.1984, Blaðsíða 1

NT - 22.08.1984, Blaðsíða 1
Uggvænlegar horf- ur í atvinnumálum ■ Misjafnar horfur eru í at- vinnumálum landsbyggðarinn- ar og sums staðar blasir við algert hrun atvinnulífsins og fólksflótti frá byggðarlögunum ef ekki verður einhver breyt- ing á. Einkum á þetta við í sjávarþorpunum fyrir norðan og vestan þar sem afkoma manna byggist að lang mestu leyti á sjósókn. Horfurnar eru heldur betri sunnanlands og austan en þó byggist ajlt á því að gæftir haldist og síldin, þetta dyntótta silfur sjávarins, sýni sig. Sjá frétt á bls. 3 í dag skein sól ■ Þessa mynd af ungum veiði- görpum tók Árni Bjarna, ljós- myndari NT í höfuðborginni í gær, en þá var fyrsti sdiardagur Reykvíkinga í þrjár vikur. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar, þá hefur stöku sinnum sést tii sólar í ágústmánuði en þær sælu- stundir munu vera teljandi á fingrum annarrar handar. Hins vegar var fyrsti dagur mánað- arins dæmigerður sólardagur sem lofaði góðu - en sveik þau fögru fyrirheit. Fiest bendir þó til að meira verði um efndir að þessu sinni, því Veðurstofan hefur upplýst, að næstu daga muni norðanátt ríkja um mestallt landið með sól og bjartviðri að nyrsta hluta Norðurlands og Vestfjörðum undanskildum. MMudagur 22. ágúst 1984 -212. tbl. 68. árg. Jafnlaunastefna á Hvammstanga: Láglai inafól lk- ið fékk flesl ar krónurnar - þegar launum eins var skipt á milli annarra ■ Stjórn Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hækkaði í vor laun afgreiðslu- fólks síns með því að ráða ekki í eina viðbótar- stöðu en deila þess í stað laununum á milli fólksins, þannig að þeir er höfðu minna en 15 þúsund á mánuði fengu mest, eða 1500 kr. viðbót á mánuði, en aðrir fengu minna. Samkvæmt heimildum NT mun þetta hafa verið gert í samráði milli verslunarstjór- ans og káupfélagsstjórans en starfsfólk mun ekki vera meira en svo ánægt, því við þetta hefur álag á það aukist til muna, en það’ talið sig skila fullu verki fyrir. Mælist þessi krónutöluhækkun að vonum vel fyrir, en þó er það skoðun flestra að kaupið sé of lágt, þrátt fyrir þetta, enda hér ekki um raunverulega kauphækkun að ræða þar sem vinnuálagið hefur aukist að sama skapi. NT hafði samband við Gunnar V. Sigurðsson kaup- félagsstjóra á Hvammstanga útaf þessu máli en hann kvaðst ekki ræða kjaramál starfs- fólksins.við fjölmiðla. Sprengingin í gærkvóldi af eðlileg- um orsökum ■ Allmörgum íbúum Reykjavíkur brá illilega í brún í gærkveldi laust eftir kl. 10 þegar þeir heyrðu öflugan sprengihvell. Það var ekki fyrr en eftir nokkra leit sem lögregl- unni tókst að finna sprengi- staðinn. Reyndist hann vera í Grafarholtinu og þegar seinast fréttist var álitið að um gatna- gerðarframkvæmdir hefði verið að ræða. Breiðholtsskólalaug lokað: Heilsuspillandi búningsaðstaða - Ekkert víst að nýir verði byggðir segir borgarstjórinn ■ „Þessum klefum var hrófl- að upp úr vinnuskúrum til bráðabirgða í einn vetur en síðan látið slarka. Það hefur verið sett fé í þessar fram- kvæmdir á fjárhagsáætlun á hverju ári til þess að friða okkur hér. En síðan alltaf strokað út af henni seinnipart- inn“, sagði Þorvaldur Óskars- son skólastjóri Breiðholtsskóla en sundlaug skólans hefur nú verið lokað af heilbrigðis- ástæðum. Ástæðan er ófull- nægjandi búningsklefar en að sögn Þorvaldar hafa klefarnir ekki haldið vatni né vindi og í sama streng tók fulltrúi heil- brigðiseftirlitsins sem NT ræddi við. Enn er því allt í óvissu um liagan sundkennslu þeirra 800 barna sem stunda nám við skólann. „Það hefur e^igin ákvörðun verið tekin í þessu hvort eða hvenær verður ráðist í viðgerð- ir eða byggingar þarna“, sagði Davíð Oddsson borgarstjóri þegar NT ræddi við hann síð- degis í gær. „En ætli það verði ekki bara sama fyrirkomulag þarna og við aðra skóla í borginni að börnin verða keyrð í aðrar laugar á höfuðborgar- svæðinu. Það eru fæstir skólar í borginni sem hafa sundlaug- ar.“ Aðspurður hversvegna hefði ekki verið ráðist í úrbæt- ur á búningsaðstöðunni fyrr sagði Davíð að þar hefðu verið önnur brýnni verkefni sem peningarnir hefðu farið í. „Það hefur verið kvartað yfir þessari aðstöðu svo lengi sem ég man eftir“ sagði borgarstjóri. Hjá Hróbjarti Lúterssyni heilbrigðisfulltrúa fengum við þær upplýsingar að samkvæmt samþykkt heilbrigðisráðs væri notkun sundlaugarinnar bönnuð þar til fengist hefði bót á búningsaðstöðu en hún er eins og fyrr segir 8 ára bráða- birgðaaðstaða. ■ Breiðholtslaug og búningsklefarnir í baksýn. Þeim var komið saman til bráðabirgða fyrir 8 árum en síðan ekki söguna meir. Og mi eftir langa baráttu skólayfirvalda fyrir endurbótum segir heilbrigðiseftirlitið stopp og lokar sui.dk uginni. nt mynd: Róbcrt Semur Vinnu- málasam- bandið sér? ■ í næstu viku verður fundur í framkvæmdastjórn Vinnu- málasambands Samvinnufélag- anna þar sem tekin verður ákvörðun um það hvort sam- bandið greiðir 3% kauphækkun 1. sept. án tillits til hvort félög hafa sagt upp samningum eður ei, að sögn Júlíusar Kr. Valdi- marssonar framkvæmdastjóra. Þá verður einnig tekin ákvörðun um það hvort Vinnumála- sambandið verði í samfloti með Vinnuveitendasambandi ís- lands í samningunum. Svo var ekki í síðustu samningagerð. Viðsemjendur Vinnumála- sambandsins eru um 15-20% af félagsmönnum innan ASÍ. Viðræður um nýjan stjórnarsáttmála: Nýir ráð- herrar ekki til umræðu ■ „Það er ekkert rætt um skiptingu ráðuneyta í þessuin viðræðum milli stjórnarflokk- anna“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, í samtali við NT í gær. Friðrik Sophusson tók í sama streng og sagði að nýir ráðherrar væru ekkert til umræðu í þessum viðræðum. „Verði breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokks- ins, sem ekki hefur komið til tals, þá yrði Framsóknarflokkn- um einfaldlega tilkynnt um það“ sagði Friðrik. Þeir Þorsteinn og Steingrímur hittast nú daglega og samkvæmt heimildum NT munu viðræður flokkanna um endurskoðun á stjórnarsáttmála standa að minnsta kosti til mánaðamóta. Enn sem komið er hefur einkum yerið rætt um efnahags- og kjara- mál en önnur atriði munu e.t.v. koma þar inn síðar.’

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.