NT - 28.08.1984, Blaðsíða 10
1 ít Þriðjudagur 28. ágúst 1984 10
Skák
Norðurlandamót grunnskóla í Svíþjóð:
Hvassaleitisskólans
■ Eins og fram hefur komið
bæði á þessum vettvangi og
annars staðar sigraði sveit
Hvassaleitisskólans á Norður-
landamóti grunnskóla sem
fram fór í Haparanda í
Svíþjóð, smábæ á sænska vísu
sem liggur við landamæri Finn-
lands og Svíþjóðar. Þar munu
vera mikil finnsk áhrif eins og
nafn staðarins ber með sér
enda talar helmingur íbúanna
finnsku. íslenska sveitin var
skipuð fjórum aðalmönnum og
einum varamanni og svo
tveimur fararstjórum. Hlaut
hún 15 vinninga úr 20 skákum,
2'/2 vinningi á undan næstu
sveit sem kom frá Noregi. Sex
sveitir tóku þátt í keppninni
þar af tvær frá Svíþjóð.
Eins og í fyrri grunnskóla-
keppnum var Ólafur H. Ólafs-
son fararstjóri íslensku sveitar-
innar í keppninni og sagði
hann í spjalli við undirritaðan
að sigur íslands hefði ekki
verið nándar nærri eins örugg-
ur eins og lokaúrslitin bera
með sér. Sveit Hvassaleitis-
skólans mætti erfiðustu sveit-
unum, frá Noregi og Dan-
mörku í tveim fyrstu umferð-
unum, sveitin vann dönsku
sveitina með minnsta mun,
2'/2:1'/2 og gerði jafnt við þá
norsku, 2:2. Komst hún ekki
almennilega í gang fyrr en
sigur vannst á A - sveit Svía,
3:1 og síðan fylgdi í kjölfarið
stórsigur yfir B - sveit Svía,
4:0. Fyrir síðustu umferð var
sigur Hvassaleitisskólans því
sem næst í höfn enda tefldi
sveitin af eðlilegum styrkleika
í síðustu viðureign sinni gegn
Finnum og vann V/r.Vi.
Lokaúrslitin voru rakin í
pistli hér í blaðinu s.l. laugar-
dag, en vinningar sveitarinnar
skiptust þannig:
1. borð: Þröstur Þórhallsson,
3'/2 v. (5). 2. borð: Tómas
Björnsson 3xh. (5). 3. borð:
Snorri Bergsson 4 v. (5).
Varamaðurinn hinn 9 ára
gamli Héðinn Steingrímsson
tefldi enga skák enda gerðist
liðsinni hans ekki þörf því
hinir piltarinir sem eru 5-6
árum eldri stóðu allir vel fyrir
sínu. Aðeins tvær skákir
töpuðust í 20 skákum sem er
afbragðs árangur.
Það fer oft svo í mótum sem
þessum að einstakar skákir
skipta alloft um eigendur. Ein
styrkasta stoð íslenska liðsins,
Tómas Björnsson byrjaði ekki
vel í mótinu og tapaði þegar í
1. umferð er hann reyndi að fá
meira út úr jafnteflislegri stöðu
en efni stóðu til. Hann var
einnig hætt kominn í 2. umferð
þegar Hvassaleitisskólinn
mætti Dönum, en slapp með
skrekkinn:
2. umferð:
Hvítt: Jakob Rassmussen
(Danmörk)
Svart: Tómas Björnsson
(ísland)
Frönsk vörn.
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rd2 c5
4. c3 cxd4
5. cxd4 Bb4
(Svartur bregst ekki alveg rétt
við vafasömum 4. leik hvíts,
c3. Betra er 5. - dxe4 eða 5. -
Rf6. e5 Re4.)
6. e5 Db6
7. a3 Bxd2t
(Svartur lætur betri biskup sinn
af hendi. Hér kom 7. - Be7
(eða 7. - Bf8) sterklega til
greina. Eftir 8. Rb3 a5! hefur
svartur góð mótfæri á drottn-
ingarvængnum.)
8. Dxd2 Rge7
9. Bd3 Bd7
( að Sjálfsögðu ekki 9. - Rxd4
10. Rxd4 Dxd4 11. Bb5-. Þeir
eru ófáir sem fallið hafa í
„gildrur" skyldar þessari.)
10. Bc2 Ra5
11. Dg5! Rg6
12. 0-0 Hc8
(Eðlilegra var 12. - 0-0 en
e.t.v. hefur svartur óttast 13.
Dh5! sem hótar 14. Rg5.)
13. Bxg6 hxg6
14. Bd2 Hh5
(Svartur tapar hrókunarréttin-
um um alla framtíð með þess-
um leik. Betra var 14. - Rb3
15. Bb4 Dd8 16. Dxd8t Kxd8
17. Hadl Bb5 18. Hfel a5 með
u.þ.b. jafnri stöðu. Nú nær
hvítur miklunt stöðuyfirburð-
um.)
15. Bxa5! Dxa5
16. Df4 Dd8
17. g4! Hh8
18. Rg5 De7
19. Hacl Bc6
20. b4 a6
21. a4 ha8
22. a5
(Það er ljóst að hvítur hefur
alla þræði í hendi sér en svarta
staðan er þó langtífrá vonlaus
leiki hann nú 22. - Hf8 ásamt
23. - Kd7.)
22. .. f6??
(Með réttri taflmennsku ætti
svartur ekki að eiga sér við-
reisnar von eftir þannan leik.)
23. exf6 gxf6
24. Rxe6!
(Svörtum sást yfir þennan
skemmtilega leik. 24. - Dxe6
strandar vitaskuld á 25. Hfel
o.s.frv.)
24... Kf7
25. Rc5?
(Ekkert lá á að hörfa. Eftir 25.
Hfel er stutt í sigurinn t.d. 25.
- Dd7 (hvítur hótaði 26. Rg5f)
26. g5 De7 (eða 26. - f5 27.
De5 o.s.frv.) 27. Rc5 Dd8 28.
He6 og vinnur. Þó 25. Rc5 sé
ekki verulega slæmur leikur
fer nú að halla undan fæti hjá
hvítum. Hann virðist alveg
missa þráðinn eftir að hafa
byggt upp vinningsstöðu.)
25... Hae8
. Helgi
Olafsson
skrifar
um skák
Sigursveit Hvassaleitisskóla ásamt þjálfara og fararstjórum.
26. Hfel?
(Miklu betra var 26. Hc3 og
svartur er í úlfakreppu.)
26... Dxelt
27. Hxel Hxelt
28. Kg2 Bb5
29. Dc7t He7
30. Dd6 Bc4
31. Kg3 hel
32 Rxb7??
(Hroðalegur afleikur. Hvítur
j hafði auðvitað jafntefli í hendi
j sér með 32. Dc7t He7 33. Dd6
og sennilega er staða hans
heldur betri eftir 32. h3, en
j svartur er engu að síður kom-
inn yfir það versta.)
32. ..Hglt!
- Mönnum til nokkurrar furðu
gafst hvítur hér upp en sundur-
: greining stöðunnar leiðir í ljós
að hann verður að gefa drottn-
i inguna til að forðast mát: 33.
Kf4 (ekki 33. Kf3 Hh3-! 34. Kf4
g5- 35. Kf5 Bd3 mát) g5- 34.
Ke3 He8-! 35. Kd2 (eða 35.
Kf3 Be2 mát) He2- 36. Kc3
Hcl mát. í stað 35. Kd2 verð-
:ur hvítur að leika 35. De5
! sem auðvitað er vitavonlaust.
Um margt dæmigerð skák
úr sveitakeppni. Svartur gaf
sig ekki þrátt fyrir afar erfiða
stöðu á tímabili og það skipti
sköpum.
Skákþing íslands hefst á
sunnudag
Keppni í landsliðsflokki á
Skákþingi íslands hefst næst-
komandi sunnudag að Hótel
Hofi. Keppendur verða alls
14 talsins og reiknast mér til
að meðalstigatala keppenda
sé 2386 alþjóðleg Elo-stig. ís-
lensku Elo-stigin eru heldur
lægri hverju sem því veldur.
Keppendur verða eftirtaldir og
eru stig þeirra í svigum: Helgi
Ólafsson (2520), Jóhann
Hjartarson (2520), Margeir
Pétursson (2510), Jón L.
Árnason (2505), Guðmundur
Sigurjónsson (2480), Karl Þor-
steins (2415), Pálmi Pétursson
(2370), Haukur Angantýsson
(2365), Sævar Bjarnason
(2345), Dan Hanson (2305),
Lárus Jóhannesson (2300),
Ágúst Karlsson (2275),
Björgvin Jónsson (2255),
Hilmar Karlsson (2245).
Glæsilegur sigur
SUMARUTSALA A BARNAFATNAÐI