NT - 28.08.1984, Blaðsíða 2
fíF Þriðjudagur 28. ágúst 1984 2
ui Frétttir
Hið fræga hús við Þingvallastræti 22 á Akureyri:
Enginn vill kaupa íbúd
dómhafa eftir útburðinn
-ÓlafurogDaniellaætlaafturmeðmálið ffyrir Mannréttindanefnd Evrópuráðs
■ Efri hæð hússins að Þing-
vallastræti 22 á Akureyri hefur
nú verið auglýst til sölu, en íbúð
þessi er i eigu Grimu Guð-
mundsdóttur. Neðri hæð húss-
ins er í eigu hjónanna Ólafs
Rafns Jónssonar og Danicllu
Sommers, en eins og kunnugt
er. voru þau dæmd til útburðar
s.l. vetur fyrir brot á lögum um
fjölbýlishús.
Að sögn Guðmundar Arn-
aldssonar, annars sona ■ Grímu,
hafa nokkrir aðilar sýnt áhuga á
kaupum á íbúðinni, en sá áhugi
hefur ætíð dvínað þegar í Ijós
hefur komið hverjir eiga hina
íbúðina í húsinu. Ólafur Rafn
og Daniella eiga enn íbúð sína,
þótt þeim hafi verið bannað að
búa í henni um ótiltekinn tíma.
Þau hjón líta hins vegar svo á
að Gríma geti ekki selt íbúð
sína, þar sem hún sé ekki eig-
andi hennar. „Það er enginn
löglegur eigandi að Þingvalla-
stræti 22. Við keyptum íbúð
okkar af Jóni Ágústssyni, en
hann keypti sinn hluta af
Grímu, sem ekki átti húsið, því
lóðaleigusamningurinn var runn-
inn út þegar honum var
þinglýst," sagði Daniella. „Að
auki var húsið byggt án bygg-
ingaleyfis. Þá liggur ekki ljóst
fyrir hvernig húsinu skal skipt
milli íbúðanna tveggja, því að
húsið hefur aldrei verið mælt
hjá Fasteignamati ríkisins.“
Þau hjón fengu leiguíbúð hjá
Félagsmálastofnun Akureyrar-
bæjar og hafa verið í henni frá
því þeim var gert að fara úi íbúð
sinni. Sá leigusamningur rennur
út 1. október, en þá munu þau
fara í nýtt húsnæði. Hvar það
verður er þó ekki ljóst.
„Við héldum að við hefðum
fengið húsnæði hjá bænum til
ótilteknis tíma,“ sagði Daniella.
Að sögn Jóns Björnssonar, fél-
agsmálastjóra Akureyrarbæjar,
er það stefna stofnunarinar að
leigja ekki þeim sem eiga íbúð.
Hjónin hafa hins vegar ekki í
hyggju að selja íbúð sína.
Þá sagði Daniella að þau
ætluðu að leggja mál sitt að nýju
fyrir Evrópudómstólinn í
Strassburg. „Þar sem ég er belg-
ískur þegn hef ég beðið utanrík-
isráðherra Belgíu að taka málið
upp fyrir okkur,“ sagði Dan-
iella.
Eldur í
eggjum!
■ Eldur kom upp í
eggjapökkunarstöð við
hænsnabúið að Sætúni á
Kjalarnesi síðdegis í gær.
Var slökkviliðið í Reykja-
vík kvatt á staðinn en þá
hafði heimamönnum tek-
ist að ráða niðurlögum
eldsins að mestu.
Skemmdir urðu á verulegu
magni af pökkuðum eggj-
um en engar á húsnæði.
Ekkert slökkvilið er á
Kjalarnesi um þessar
mundir og því leitað til
Reykjavíkurslökkviliðsins
og varð að kalla út varalið
í höfuðborgarstöðina
meðan 8 menn héldu upp
á Kjalarnes. Að sögn
varðstjóra hjá slökkvilið-
inu er stofnun slökkviliðs
á Kjalarnesi í bígerð um
þessar mundir.
Formannaviðræðurnar:
Ákveðið að taka á
landbúnaðarmálunum
- þó samstarfsnefndum stjórnar-
flokkanna hafi orðið lítið ágengt
■ Þeir Steingrímur Her-
mannsson og Þorsteinn Pálsson
halda stöðugt áfram viðræðum
um verkefnaskrá ríkisstjórnar-
innar fyrir árið 1985. A sunnu-
daginn hittu þeir m.a. Jóhannes
Nordal og ræddu stöðu þjóðar-
búsins út á við, án efa m.t.t.
stöðunnar í álviðræðunum sem
Jóhannes Var nýkominn frá.
Viðræðunum miðar vel að
sögn þeirra félaga og er á þeim
að heyra að niðurstöður gætu
legið fyrir um eða upp úr
mánaðamótum. Búast má við
skriflegri skýrslu sem verður
lögð fyrir þingflokka stjórnar-
flokkanna.
Heimildamenn blaðsins eru
sammála um það að tekið verði
á landbúnaðarmálum í þessum
viðræðum. Tvær ncfndir eru nú
starfandi frá því í fyrra og hefur
samkvæmt heimildum blaðsins
hvorug komið miklu í verk.
Önnur er samstarfsnefnd flokk-
anna sem hefur það verkefni að
endurskoða Framleiðsluráðs-
lögin. Þar sitja Birgir fsleifur,
Egill Jónsson, Davíð Aðal-
steinsson og Stefán Valgeirsson.
Þeir hafa hist ótal sinnum en
ekki orðið sammála um neitt.
Hin nefndin er skipuð af land-
búnaðarráðherra til þess að
endurskoða ábúðarlögin og
jarðarlögin og hefur m.a. það
hlutverk að breyta lögum þann-
ig að hægt verði að fella niður
lagabundna styrki til nýrækta-
framkvæmda og skurða, en
veita fjármagninu frekar til ný-
greina í landbúnaði. í þessari
nefnd eru m.a. Egill Jónsson og
Þórarinn Sigurjónsson. Þessi
nefnd hefur lítið gert. Það er
ekki út í hött að álykta að þeir
Steingrímur og Þorsteinn komi
til með að leggja þær línur sem
þessar nefndir hafa átt. erfitt
með að leggja.
Hermóðsson í viðtali við Veiði-
hornið á föstudaginn var.
Nú eru komnir á land rúm-
lega 250 laxar en heildarveiðin
í fyrra var um 1701axar. Stærsti
laxinn sem fengist hefur á
Nessvæðinu í sumar var 25
pund. Laxinn hefur verið ríg-
vænn í allt sumar og meðal-
þyngdin um 14 pund.
Ný laxveiðiá að líta
dagsins Ijós?
í Þorskafirði rennur á ein er
ber heitið Þorskafjarðará og
rennur niður Kollabúðardal.
Þegar Veiðihornið hafði
samband við Ketil Axelsson í
Kollabúðum var hann nýbúinn
að Ijúka miklu dagsverki ásamt
félögum sínum. Slepptu þeir
um 20 þúsund sumaröldum
seiðum í ána.
Undanfarin ár, allt frá 1971,
hefur verið unnið mikið rækt-
unarstarf í Þorskafjarðará og
Dunká í Dölum
■ Frekar dauft hefur verið
yfir veiðinni í Dunká í sumar.
Veiðihornið átti leið þar
framhjá í gær og náði tali af
einum veiðimanni sem búinn
var að vera þar að veiðum í tvo
daga.
Hafði hann ekki fengið fisk
en sagði að hollið á undan
hefði fengið 2 laxa og eru þá
komnir 50 laxar úr ánni á þessu
sumri sem er siakt, en Dunká
hefur komist yfir 200 laxa á
góðu sumri.
En þrátt fyrir þetta er
Dunká með vinalegri ám sern
maður hefur séð og er veitt þar
á tvær stangir.
Laxá í Aðaldal -
Nesveiðar
„Veiðin hefur gengið sæmi-
lega í sumar miðað við í fyrra
sumar", sagði Völundur
er sá árangur nú að skila sér.
Töluvert af laxi hefur gengið í
ána í sumar, ásamt vænni sjó-
bleikju. Veiði hefur lítið verið
stunduð í ánni undanfarin ár
meðan ræktun stendur yfir.
Veitt hefur verið í matinn og í
haust ætlar Ketill að veiða
eitthvað af laxi til undaneldis,
til að rækta áfram upp stofn
árinnar. Stefnir hann að þvf að
sleppa eingöngu í ána þeim
seiðum sem eiga ætt sína að
rekja þangað.
Þorskafjarðará er 7 km
löng, laxgeng og hefur að
geyma marga gullfallega hyli.
Fluguveiði mun eingöngu vera
leyfð í ánni núna og í framtíð-
inni, enda er hún upplögð fyrir
fluguna.
Laxá í Leirársveit
Veiðin er heldur að glæðast
í Laxá í Leirársveit. Eftir að
íslendingarnir tóku við fyrir
helgina hafa þeir fengið 32
laxa á þrem dögum og er það
fyrsti laxinn sem tekinn er á
maðk í ánni í sumar.
Nú eru komnir á sjötta
hundrað laxar á land úr Laxá í
Leirársveit.
Framkvæmdastofnun:
Selur starfsmönnum
Álafoss 20% hluta-
bréfa fyrirtækisins
- en einn aðili hafði sóst eftir
að kaupa fyrirtækið allt
■ 1 dag og á morgun kemur
stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins saman til fundar á Sauð-
árkróki. Á dagskrá fundarins er
m.a. sala á 20 prósent hluta-
bréfa í Álafossi til starfsfólks
fyrirtækisins.
Bréfin verða ekki gefin út á
Starfsmannafélagið heldur var
starfsmönnum gefinn kostur á
að kaupa hlutabréfin sjálfir.
Álafoss er í eigu Fram-
kvæmdasjóðs ríkisins sem lýtur
stjórn Framkvæmdastofnunar.
Stefán Guðmundsson, al-
þingismaður, formaður stjórnar
Framkvæmdastofnunar, sagði
NT í gærkvöldi að hann vonað-
ist til að þessi sala á hlutabréfum
næði fram að ganga.
Hann sagði að seinna í dag
Aðgerðir
í lok
Kvenna-
áratugs
■ „Mikill áhugi er fyrir því
meðal kvenna, að nota lokaár
Kvenna-áratugsins 1985 sem
best til að vekja athygli á
aðstæðum kvenna á íslandi og
vinna að bættri stöðu þeirra á
mörgum sviðum," segir í frétta-
tilkynningu frá undirbúnings-
nefnd fyrir Kvenna-áratugsráð-
stefnu SÞ 1985. Þá kemur fram
að þegar hefur verið stofnaður
starfshópur til að vinna úr hug-
myndum sem fram hafa komið
um hvað gera skuli á næsta ári.
Mun starfshópurinn velja sér
framkvæmdastjóra á næsta
fundi hópsins sem haldinn verð-
ur í dag að Borgartúni 6, kl.
17.00, en þar mun' tekið við
tillögum um aðgerðir og til-
kynningum um þátttöku.
yrði lagt fram mat starfsmanna
Framkvæmdastofnunar á verði
hlutabréfanna.
Stefán sagði að það hefði
legið fyrir, síðan í vetur, erindi
frá einum aðila um kaup á öllu
fyrirtækinu, en það hefði orðið
ofaná í stjórn Framkvæmda-
stofnunar að fara þessa leið.
Þá munu mæta á fund stjórn-
arinnar á morgun þingmenn
Norðurlandskjördæmis vestra,
og fulltrúar frá þéttbýlisstöðum
kjördæmisins og sýslumenn.
Verða þá til umræðu ýmis mál
kjördæmisins og atvinnumál.
-----------------------
Enn selur
Hagkaup
gleraugu
■ „Við höfum ekki enn
tekið afstöðu til bréfs heil-
birgðisráðherra, en mun-
um gera það á næstu
dögum,“ sagði Gísli Blönd-
al hjá Hagkaup í gær,
aðspurður um hvort gler-
augnasölu hefði verið hætt
í versluninni.
Sem kunnugt er ritaði
heilbrigðisráðherra bréf til
verslunarinnar á dögunum
og skýrði frá því að ein-
ungis mætti selja gleraugu
undir umsjón sjóntækja-
fræðings (optikers) og
gegn tilvísun augnlæknis.
Gísli var spurður hvort
það væri ekki skilningur
fyrirtækisins að gleraugna-
sala þess væri ólögleg sam-
kvæmt þessu bréfi. „Það
er greinilega skilningur
ráðuneytisins," sagði
hann.
Glcraugnasalan í Hag-
kaup heldurþví áfram,
þar til annað verður
ákveðið.