NT - 28.08.1984, Blaðsíða 13
01
Þriðjudagur 28. ágúst 1984 1 3
Að sætta sig við Rússana
Edward Crankshaw: Putting up
with the Russians 1947-1984.
MacMillan 1984.
269 bls.
■ Titill þessarar bókar („Að
þola Rússana") gæti hæglega
valdið misskilningi, en í inn-
gangi lýsir höfundur þeirri
skoðun sinni, að það sé einmitt
það sem fólk verði að gera.
Sovétríkin eru á sínum stað,
alveg eins og veðrið og menn
verði að gera sér það að góðu,
hvort sem þeim líki það betur
eða verr.
Edward Crankshaw er í hópi
þekktustu blaðamanna og sagn-
fræðinga í Bretlandi. Á stríðsár-
unum starfaði hann í bresku
hernaðarsendinefndinni í
Moskvu og kynntist þá sovésku
þjóðlífi allnokkuð, og a.m.k.
nógu mikið til þess, svo notuð
séu hans eigin orð, að þyrsta í
Á úthafs-
togurum.
William W. Warner: Distant
Water. The Fate of the North
Atlantic Fisherman.
Penguin Books 1984.
338 bls.
■ Flestum íslendingum eru
„Þorskastríðin“ gegn Bretum
enn í fersku minni, og flestir
hafa vafalaust veitt því eftirtekt,
að síðan þeim lauk hafa mun
færri erlend fiskiskip en áður
komið til íslenskra hafna. Sam-
hengið er auðskilið og alkunn-
ugt: Erlend fiskiskip stunda
ekki lengur veiðar á íslandsmið-
um nema í örlitlum mæli.
íslendingar munu sammála
um að farið hafi fé betra en
þegar útlendingar hurfu af mið-
unum, en ekki eru allirsammála
því. íslendingar urðu með þeim
fyrstu, sem færðu landhelgi út í
200 sjómílur. Aðrar þjóðir
komu á eftir og í kjölfarið fylgdi
nánast dauði heillar atvinnu-
greinar.
Um aldir höfðu sjómenn ým-
issa þjóða Evrópu farið til fiskj-
ar á fjarlægum miðum. Þeir
sóttu á íslands- og Noregsmið,
yfir undir Grænland og á miðin
við Nýfundnaland. Sóknin óx
stöðugt og eftir síðari heims-
styrjöld tóku þær þjóðir, sem
stórtækastar voru, að senda
verksmiðjutogara á miðin. Þessi
skip voru stundum kölluð ryk-
sugur, þau sópuðu allt kvikt af
botninum og gjörnýttu aflann
um borð, ýmist í frystingu eða
bræðslu. Afli þessara skipa var
gífurlegur þegar vel lét og eng-
inn vafi er á því að þau léku
fiskistofnana grátt.
En hvernig veiddu þessi skip?
Hvernig var lífið um borð, og
hvernig hugsuðu sjómennirnir
á þeim? William W. Warner er
bandarískur rithöfundur. Hann
kynntist úthafsveiðunum fyrst
af eigin reynslu árið 1976 er
hann fór túr með bandarískum
togara á miðin úti fyrir austur-
strönd Nofður-Ameríku. Þar
sá hann í fyrsta skipti hina stóru
flota evrópskra útgerðarmanna,
þýska, rússneska, franska,
spænska, breska o.s.frv. Amer-
íkumenn voru lítt hrifnir af
þessum gestum og Warner lék
hugur á að kynnast þeim nánar.
Hann fékk að sigla með tog-
urunum, bæði þýskum,
spönskum, breskum og sovésk-
um og segir í þessari bók frá
reynslu sinni. Hann ber á
skemmtilegan hátt saman starfs-
aðferðir sjómanna hinna ýmsu
landa og viðhorf þeirra til fisk-
veiða, fiskverndunar og land-
helgismála. Hann gerir sér þess
fulla grein, að atvinnuvegurinn
sjálfur, úthafsveiðarnar, var
kominn á fallanda fót. Ríkis-
stjórnir hinna ýmsu þjóða, sem
land eiga að Norður-Atlants-
hafi, útilokuðu erlend veiðiskip
í æ ríkari mæli og togararnir
áttu um sífellt færri veiðislóðir
að velja. Lýsingin á viðhorfum
sjómannanna til þessara mála
er í senn fróðleg og dapurleg.
Þeir áttu engra kosta völ ann-
arra en að hverfa frá þeirri
atvinnugrein, sem þeir höfðu
stundað meirihluta ævinnar.
En fleira er athyglisvert en
lýsingin á landhelgismálunum.
Warner gerði sér far um að taka
þátt í störfum sjómannanna og
að kynnast þeim sjálfum sem
WilliamW.Wamer c
_AoliKir of Beautifui Sunmmers
DISHVT
WATER
Ikc Fateof tk North Allantk Fishcrman
best. Sjómennskan og fiskveið-
arnar eru vitaskuld keimlíkar,
sama á hvaða skipi er siglt, en
hins vegar var mikill munur á
lífinu um borð. Eitt dæmi má
nefna. Á frívöktum og í illviðr-
um, þegar ekki var verið að
veiðum, sátu Bretar gjarnan
yfir glasi, Þjóðverjar stunduðu
bóklestur af kappi, en á sovésk-
um skipum var megináhersla
lögð á alls kyns skemmtanir og
tómstundastörf. Þá segir og frá
nokkrum þeirra hafna, sem út-
hafstogararnir leituðu helst til
og því, hvernig sjómönnum
þótti að koma til þeirra. Efst á
vinsældarlistanum voru Godt-
haab á Grænlandi, vegna
kvenna, sem sjómennirnir
kölluðu nuk-nuk stelpur, og Sa-
int-Pierre á Nýfundnalandi, en
þar munu sjómenn á úthafstog-
urunum hafa verið betur séðir
en víðast hvar annars staðar. Til
íslands og Færeyja þótti hins
vegar heldur dapurlegt að
koma, m.a. vegna þess hve
erfitt var um útvegun vínfanga.
Þetta er ákaflega fróðleg og
skemmtileg bók, en hins vegar
eru í henni stöku staðreyndavill-
ur. Höfundur staðhæfir t.d., að
Bretar hafi hafið togveiðar við
ísland árið 1891, en ekki 1889,
og jafnframt heldur hann því
fram, að íslendingar hafi fært
landhelgina út í 50 sjómílur árið
1962, en ekki 1972. Þar gæti þó
verið um hreina prentvillu að
ræða.
Jón Þ. Þór.
Lúrír þú á
frétt?
Nýtt
jsímanúmer
68-65-62
meiri vitneskju, sem aftur gæti
leitt til dýpri skilnings á landi og
þjóð.
Eftir stríðið tók Crankshaw
að skrifa reglulega um sovésk
málefni í The Observer. Grein-
ar hans þar hafa jafnan þótt
bera vitni mikilli þekkingu og
næmum skilningi á sovéskum
málefnum og er víða til hans
vitnað. Hann hefur þó aldrei
viljað fallast á að hann væri
neins konar sérfræðingur í þess-
um efnum og síst af öllu vill
hann láta kalla sig Kremlólóg,
en svo eru þeir skriffinnar gjarn-
an kallaðir, sem dunda sér helst
við að velta fyrir tilfærslum
valdamanna í sóvéska valda-
kerfinu.
Þessi bók hefur að geyma
ritgerðir, fyrirlestra og ræður,
sem Crankshaw hefur flutt og
samið um sovésk málefni á
árunum 1947-1984, og að auki
nokkra ritdóma um bækur, sem
snerta málefni Sovétríkjanna og
samskipti þeirra við önnur lönd.
Efni greinanna og fyrirlestr-
anna, sem hér birtast er marg-
víslegt og gefur góða mynd af
viðhorfum höfundarins og
hvernig þau hafa breyst (eða
öllu heldur ekki breyst) á þessu
árabili. Crankshaw er ákaflega
gagnrýninn á Sovétríkin og sov-
éskt stjórnkerfi, en þó jafnvel
enn gagnrýnni á framkomu vest-
rænna ráðamanna gagnvart
Sovétmönnum. Rauði þráður-
inn í röksemdafærslu hans er sá,
að Sovétmenn séu fangar hins
sögulega arfs, sem þeir tóku að
erfðum frá keisarastjórninni.
Þeir veifi að vísu kommúnisma
opinberlega, en hernaðarbrölt
þeirra og yfirgangur séu engu
meira í ætt við kommúnisma en
sams konar framganga Banda-
ríkjamanna, þegar svo beri
undir. Sovétríkin eru stórveldi
og það sem valdamönnum
þeirra gengur til, að mati
Crankshaw, er að auka völd sín og
ítök og treysta valdakerfið
innanlands, skítt með allan
kommúnisma.
Crankshaw gagnrýnir ráða-
menn á vesturlöndum fyrir það,
að þeir hafi lítið sem ekkert lært
af samskiptum sínum við Sovét-
menn. Þeir hafi aldrei, þrátt
fyrir ótal dæmi, getað skilið, að
Sovétmenn fari alltaf eins langt
og þeir komist, en þegarVestur-
veldin hafi dregið ákveðna
markalínu og sagt hingað og
ekki lengra, hafi þeir dregið sig
til baka. í stað þess að draga
þennan einfalda lærdóm af
reynslunni, hafi vestrænir ráða-
menn hvað eftir annað gert sig
seka um taugaveiklun og
bjálfahátt, eins og best hafí
komið fram er Bandaríkjamenn
nánast hröktu Fidel Castró í
faðm Sovétmanna í stað þess að
reyna að stuðla að þó ekki væri
nema örlítið meira þjóðfélags-
réttlæti, en viðgengist hefði á
Kúbu í valdatíð Battista. Og nú
virðast þeir ætla að endurtaka
sömu kórvilluna í Mið-Ame-
ríku.
Og annað er það, sem einkar
eftirtektarvert er í skrifum
Crankshaws. Hann varar ein-
dregið við þeim æsingum og því
aukna stríðstali, sem svo mjög
hefur einkennt málflutning
Vesturlandamanna síðan Ron-
ald Reagan varð forseti Banda-
ríkjanna. Þetta minnir helst á
taugaveiklunina þegar kalda
stríðið stóð sem hæst á 6. ára-
tugnum og gæti hæglega leitt til
ófara. Þess í stað telur hann, að
Sovétmenn hafi ekkert breyst,
menn verði bara að sætta sig við
að Sovétríkin séu til og haga sér
■ Edward Crankshaw
samkvæmt því. Við verðum að
byggja jörðina með þeim, en
getum ekki útrýmt þeim eða
dæmt þau til útlegðar úr mann-
legu samfélagi nema þá með
þeim hætti einum, að sprengja
jarðarkringluna í loft upp. Þá
verður allt tal um friðsamlega
sambúð næsta marklaust.
Ég vil eindregið ráðleggja
öllum þeim, sem áhuga hafa á
alþjóðamálum og samskiptum
stórveldanna að lesa ritgerðirn-
ar í þessari bók vandlega. Þær
eru skrifaðar af mikilli þekkingu
og reynslu.
Edward Crankshaw er, eins
og áður sagði, þekktur blaða-
maður og sagnfræðingur í
heimalandi sínu, Bretlandi.
Hann hefur skrifað ótal blaða-
greinar og auk þess allmargar
bækur, flestar sagnfræðilegs
eðlis. Flestar eru þær um sögu
Austur- og Mið-Evrópu, en
einnig hefur hann skrifað þrjár
ævisögur, sem athygli hafa
vakið: Krústjoffs, Bismarcks og
Maríu Theresíu.
Jón Þ. Þór
Blaðberar
óskast
fyrir eftirtaldar
götur
Sólvallagötu
Asvallagötu
Bergþórugötu
Njálsgötu
Birkimel
Hagamel
Grenimel
Skeiöarvog
Alfheima
Karastig
Síðumúla 15 sími: 686300